Þjóðviljinn - 01.03.1986, Síða 2
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Vonarstræti 4 - Sími 25500
UNDIRBÚNINGUR
EFRI ÁRA
Námskeiö að Noröurbrún 1.
5., 6. og 7. mars frá kl. 20:00-22:00.
ER NOKKUR LEIÐ AÐ
UNDIRBÚA EFRI ÁR?
Hvaða tekjur hef ég þegar launa-
vinnu er hætt?
Hver eru réttindi aldraðra hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins?
Hver er þróunin í húsnæðismálum
aldraðra?
Hvernig er öldrunarþjónusta í
Reykjavík?
Stutt námskeið verður haldið á vegum
deildar málefna aldraðra hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar.
Kennsla fer fram frá kl. 20:00-22:00, að
Norðurbrún 1. Takmarkaður þátttökufjöldi.
Reykvíkingar 60 ára og eldri eru velkomnir.
Kennslugjald, bæklingur og kaffi kr. 500.-
(400 kr. fyrir hvort hjóna). Stjórnandi Þórir S.
Guðbergsson, deildarstjóri.
Upplýsingar og skráning í síma: 62 15 95 frá
17:00-19:00 og laugardag kl. 11:00-13:00.
FORSTÖÐUMAÐUR
ENDURSKOÐUNAR-
SKRIFSTOFU
Starf forstöðumanns Endurskoðunarskrif-
stofu Sambandsins er laust til umsóknar.
Leitað er að löggiltum endurskoðanda, við-
skiptafræðingi af endurskoðunarsviði eða
manni með víðtæka bókhaldsþekkingu.
Umsóknum með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist Geir Geirssyni, löggiltum
endurskoðanda Ármúla 3, Reykjavík, sem
veitir nánari upplýsingar um starfið.
Umsóknarfrestur er til 12. þessa mánaðar.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA
STARFSMANNAHALD
LINDARGÖTU 9A
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með uppeldis-
menntun óskast til starfa við dagheimili eða leik-
skóla víðsvegar um borgina til að örva og að-
stoða seinþroska börn.
Starfið er unnið í samvinnu við starfsfólk á við-
komandi dagsvistarstofnunum og í samráöi við
Sálfræði- og sérkennsludeild Dagvista barna.
Bæði hálfs- og heilsdagsvinna kemur til greina.
Upplýsingar veitir Garðar Viborg, sálfræðingur í
síma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást.
FRÉTTIR
Jafnrétti
Konurnar fá uppbót
Um 700 konur fá persónuuppbót hjá ríki og borg. Höfðu
áður setið eftir. Ragna Bergmann formaður Framsóknar:
Lítum á þetta sem jafnréttisbrot
Við höfum litið á það sem
jafnréttisbrot að þessar konur
skuli ekki hafa fengið desember-
uppbót eins og aðrir. Það er
vissulega mjög ánægjulegt að
þetta skuli vera í höfn, sagði
Ragna Bergmann formaður
Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar í Reykjavík í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Verkakvennafélagið samdi um
það við ríki og Reykjavíkurborg í
þessum mánuði að Framsóknar-
konur sem vinna hjá ríki og borg
fái eftirleiðis svokallaða desemb-
eruppbót, eða desemberglaðn-
ing. Þarna er um að ræða u.þ.b.
700 konur í Framsókn. Uppbótin
nemur 28% af mánaðarlaunum í
19. flokki og þýðir fyrir konu í
fullu starfi um 5 þúsund krónur.
Greiðsla vegna síðasta árs verður
innt af hendi í næsta mánuði.
Sem kunnugt er fengu Dags-
brúnarmenn persónuuppbót frá
borginni fyrst í fyrra, en konurn-
ar í Framsókn hafa fram til þessa
setið eftir. Guðrún Jónsdóttir
borgarfulltrúi Kvennaframboðs-
ins lagði fram fyrirspurn um þetta
í borgarráði fyrir nokkru og í
svari til hennar kemur fram að
áður en um samdist með Fram-
sókn og borginni voru 404 konur í
Framsókn meðal þeirra 758 sem
ekki fengu þessa uppbót. Eftir
eru þá um 350 manns sem engan
glaðning fá og þar á meðal eru
verkstjórar fjölmennastir. -gg
Friðun Laugarnessins er eitt af staerstu áhugamálum íbúa á Laugarnesi. Nokkrir úr undirbúningshópnum halla sér upp
að styttu Sigurjóns heitins á Laugarnesinu. Frá v. Margrét Einarsdóttir. Margrét Arnljótsdóttir, Hilmar Þórisson og
Guðrún Olga Clausen. Mynd-E.ÓI.
Laugarnesið
íbúasamtök að fæðast
Undirbúningsstofnfundur íbúasamtaka íLaugarneshverfi haldinn í
Laugarlœkjaskóla kl. 14.00 ídag. Hjalti Pórisson og Margrét Arnljótsdóttir:
Viljum fjölbreytt samstarf íbúanna
r
Idag, laugardag kl. 14, hefur
hópur áhugamanna í Laugar-
neshverfi boðað til undirbúnings-
fundar fyrir stofnun íbúasamtaka
í hverfinu. Fundurinn verður
haldinn í Laugarlækjaskóla og
hefst kl. 14.00.
„Við viljum hvetja íbúa í
Laugarnesi til að fjölmenna á
þennan undirbúningsstofnfund
því það er styrkur okkar að
byggja upp virkt og sterk íbúa-
sarntök," sagði Hjalti. Hann mun
flytja ávarp á fundinum í Lauga-
lækjarskóla í dag. Gestur Þor-
grímsson mun flytja stutt erindi.
Kolbeinn Bjarnason spilar á flutu
og lagðar verða fram tillögur að
lögum og stefnuskrá samtakanna
og kosin bráðabirgðastjórn.
-Ig-
Að sögn þeirra Hjalta Þóris-
sonar og Margrétar Arnljótsdótt-
ur sem unnið hafa að undirbún-
ingi fundarins er hugmyndin orð-
in gömul en íbúar hverfisins hafa í
nokkur skipti á undanförnum
árum látið til sín heyra vegna fyr-
irhugaðra bygginga og skipulags-
breytinga á svæðinu. Hátt á ann-
að hundrað íbúar hafa lýst sig
fúsa til þátttöku og er kjarninn úr
þeim úr foreldrafélögum skóla og
barnaheimila í hverfinu.
„Við höfum mikinn áhuga á að
virkja íbúana í fjölbreyttu starfi,
þá ekki síst í ýmsu félags- og tóm-
stundastarfi auk þess sem við vilj-
um láta til okkar taka varðandi
umferðarmál, umhverfis- og
skipulagsmál og vinna upp safn
að sögu hverfisins," sögðu þau
Hjalti og Margrét í samtali við
Þjóðviljann. Það kom einnig
franr í máli þeirra að ein brýnustu
málin í dag væri að tryggja friðun
Lauganessins og bæta aðkomu
íbúa í Laugarnesi að útivistar-
svæðinu í Laugardal en þangað er
erfitt að komast úr hverfinu
vegna skurða og girðinga.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Akranes
Karíus óvenju iðinn
Tennurskólabarna áAkranesi verri en jafnaldranna
annars staðar á landinu.
Tennur skólabarna á Akranesi
virðast í öllu verra ástandi en
tennur jafnaldra þeirra annars
staðar á landinu, bæði hjá 15 ára
unglingum og 12 ára börnum.
Þetta kemur fram í Skagablað-
inu á Akranesi og er haft eftir
Sigfúsi Elíassyni. Sigfús hefur
skoðað tennur 2000 skólabarna á
landinu á aldrinum 6, 12 og 15
ára. Niðurstöður Sigfúsar eru
þær helstar, að 15 ára unglingar á
Akranesi hafi sérlega vondar
tennur. Að meðaltali eru 24.9
tennur unglinga á þeim aldri ým-
ist skemmdar, viðgerðar eða út-
dregnar. Akureyringar og
Allt upp í 100% munur
Hafnfirðingar gefa Skaga-
mönnum lítið eftir í tann-
skemmdum, en 15 ára unglingar
á Selfossi eru öllu betur staddir.
Sambærileg tala þar er 16.1 tönn,
og er munurinn á Skagamönnum
og Selfyssingum um 65%.
12 ára gamlir Skagamenn eru
tönnum sínum einnig verstir ef
miðað er við jafnaldra annar
staðar á landinu. Þeir hafa að
meðaltali 15,4 tennur skemmdar,
viðgerðar eða útdregnar, en til
samanburðar má nefna að 12 ára
börn í uppsveitum Árnessýslu
hafa aðeins 7.8 tennur í sama á-
standi. —22