Þjóðviljinn - 01.03.1986, Síða 3
___________FRETTIR_____________________
Samtök kvenna
Konur sitja eftir
Anni Haugen Samtökum kvenna á vinnumarkaði: Slœmir samningar.
Engin lágmarkslaun. Engin verðtrygging. Stjórninni ekki treystandi
íbúðabyggingar
Afturför
úti á landi
íbúðabyggingar úti á landi
hafa dregist saman um tvo þriðju
frá 1978-1984 en á því árabili
gætti ekki samdráttar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í svörum
Húsnæðisstofnunar ríkisins við
fyrirspurn frá Hjörleifi Gutt-
ormssyni, en tölurnar fyrir 1985
liggja ekki fyrir ennþá. Vitað er
þó að eitthvað dró úr íbúðabygg-
ingum í fyrra á höfuðborgar-
svæðinu líka.
Á árinu 1978 reis tæpur helm-
ingur nýrra íbúða úti á landi en
árið 1984 risu 3 íbúðir í Reykjavík
og Reykjanesi fyrir hverja eina
sem reist var úti á landi. _Á|
Sjá bls. 13.
Miðað við það sem við höfum
verið að ræða okkar á milli
erum við afar óhressar með þessa
samninga. Þeir eru slæmir. Það
er ekki búið að tryggja lágmarks-
laun og í þessu er ekkert að finna
um verðtryggingu, sagði Anni
Haugen um samninga ASI og VSI
í gær, en hún á sæti í stjórn Sam-
taka kvenna á vinnumarkaði.
Anni sagði að Samtök kvenna
hafi lagt áherslu á 30 þúsund
króna lágmarkslaun og verð-
tryggingu og í ljósi þess væru þær
afar óhressar. „Það má benda á
það þegar rætt er um þessa samn-
inga hvaða þýðingu 5% lækkun
dagvistargjalda hefur. Þeir eru
nýbúnir að hækka þessi gjöld um
20%, þannig að þeir eru að segja
núna að þeir ætli „aðeins" að
hækka þau um 15%.
Annað, sem er lækkun tolla á
ýmsum heimilistækjum eins og
myndbandstækjum, svo og lækk-
un tolla á bílum. Þetta kemur
verkafólki ekki til góða. Það er
fyrst og fremst að berjast við að
láta enda ná saman, en ekki að
kaupa sér nýja bfla.
Ég get ekki séð að það sé neitt í
þessu sem kemur konum sérstak-
lega til góða og það út af fyrir sig
gerir samningana vonda. Það eru
fyrst og fremst konur sem eru á
þessum lágu töxtum og þær sitja
eftir með það sama.
Svo sé ég ekki að við höfum
ástæðu til þess að treysta þessari
ríkisstjórn, henni hefur ekki ver-
ið treystandi hingað til og ég er
svartsýn á að það muni breytast“,
sagði Anni í gær.
-gg
Loftleiðir
Fráleit vinnubrögð
Landssamband Iðnaðarmanna biður Verslunarráð
aðgefa álitáframkvœmd útboðs Loftleiða. Porleifur
Jónsson: Ekkigóð vinnubrögð. Verðuraðskapa um-
rœðu
Nýbyggingar
Fjórða hver íbúð rís úti á landi
Áriðl978 var önnurhver ný íbúð byggð utan höfuðborgarsvœðisins.
Slnfóníuhljómsveit islands bregður undir sig betri fætinum, yfirgefur hátíð-
legt blómum skreytt Háskólabíósviðið, fer úr kjólfötunum og heimsækir skóla-
krakka með tónlist úr Carmen og danstónlist ýmissa tíma. Áttundu skólatón-
leikar hljómsveitarinnar í vikunni voru haldnir í íþróttahúsi Kópavogsskóla í
gær. Áður höfðu hljóðfæraleikarar heimsótt Kársnesskóla og skóla í Garðabæ
og Mosfellssveit. Stjórnandi var Páll P. Pálsson og kynnir Jón Stefánsson og
kunna krakkarnir vel að meta nýbreytnina. Ljósm. Sig.
„Það getur nú orkað tvímælis
hvort hægt er að kalla þetta
kæru. En okkur finnst að
stjórnarnefnd Hótels Loftleiða
hafí sýnt nógu góð vinnubrögð og
því höfum við farið fram á það
við Verslunarráð að það gefí álit
sitt á því, hvort þetta eru viðun-
andi viðskiptahættir“, sagði Þor-
leifur Jónsson framkvæmdastjóri
Landssambands iðnaðarmanna í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Landssamband iðnaðarmanna
og Félag húsgagna- og
innréttingaframleiðenda fóru
fram á það við Verslunarráð ís-
lands í fyrradag að það gæfi álit
sitt á því hvort viðskiptahættir
sem viðhafðir voru við útboð á
húsgöngum í 50 herbergi á Hótel
Loftleiðum hafi verið viðunandi.
Þá hefur Landssambandið farið
þess á leit við stjórnarnefnd Loft-
leiða að hún taki málið til endur-
skoðunar frá sinni hálfu.
Þjóðviljinn skýrði frá því 19.
þessa mánaðar að stjórnarnefnd-
in hefði ákveðið að taka tilboði
um húsgögn í þessi 50 herbergi
'frá HP húsgögnum sem hefur
umboð fyrir erlenda framleiðslu.
7 íslenskir aðilar buðu hins vegar
í verkið, en þeir voru snið-
gengnir.
Þegar útboð fór fram hérlendis
var íslendingunum ekki kunnugt
um erlenda tilboðið og er talið að
íslensku tilboðin hafi aðeins
þjónað þeim tilgangi að keyra
verðið á því erlenda niður. Ætl-
unin hafi ávallt verið að fá erlent.
„Menn eru leiðir á því að vera
notaðir svona og þegar þetta
kemur frá stóru og virtu fyrirtæki
eins og Flugleiðum verður maður
að segja eitthvað við því“, sagði
Þorleifur í gær. „Það verður að
skapa umræðu um þetta“.
-gg
Asex árum hafa íbúðabygging-
ar úti á landi dregist saman
um tvo þriðju meðan íbúðabyg-
gingar í Reykjavík og Reykjanes-
kjördæmi hafa verið nær
óbreyttar og ívið meiri en 1978 ef
eitthvað er.
Á árinu 1978 var byrjað á 2274
íbúðum á landinu öllu. 47%
þeirra, eða 1065 voru utan höfuð-
borgarsvæðisins en sex árum síð-
ar á árinu 1984 var aðeins byrjað
á 387 íbúðum úti á landi. 1978 var
byrjað á 1209 íbúðum á höfuð-
borgarsvæðinu og 1984 var byrj-
að þar á 1348 íbúðum. Hlutdeild
landsbyggðarinnar í heildaríbúð-
arbyggingum landsmanna hefur
því hrapað úr 47% niður í 22,3%
á þessum sex árum, sem jafngildir
því að nú ris aðeins ein íbúð úti á
landi fyrir hverjar þrjár sem
byggðar eru á suð-
vesturhorninu.
íslandsmet
í folksflotta
Þetta eru upplýsingar frá Hús-
næðisstofnun ríkisins sem Hjör-
leifur Guttormsson rakti sem
dæmi um þá öfugþróun sem orðið
hefur á undanförnum árum í mál-
efnum landsbyggðarinnar, þegar
sveitarstjórnarfrumvarpið var til
umræðu á alþingi. Hann benti á
að á örfáum árum eða frá 1980
hefur landsbyggðin tapað samtals
3500 manns til höfuðborgarsvæð-
isins og á árinu 1984 var slegið
íslandsmet í þessum flutningum
þegar 1113 manns fluttu af lands-
byggðinni suður, umfram þá sem
fluttu út á land. Þessi þróun hélt
áfram á síðasta ári en þá töpuðu
Vestfirðir t.d. 212 manns suður,
„Samdráttur í íbúðabygging-
um og fólkfslótti af landsbyggð-
inni er afleiðing af rangri stefnu
ríkisstjórnarinnar í atvinnumál-
um,“ sagði Hjörleifur. Þar við
bætist gífurlegur niðurskurður
hennar á framkvæmdafé m.a. til
samgöngu- o&hafnarbóta að ekki
sé talað um skóla-, dagvistar- og
sjúkrahúsbyggingar. A þremur
árum hafa þessi framlög ríkisins
verið skorin niður um helming og
í minni sveitarfélögum þýðir það
einfaldlega að ekkert er hægt að
gera til að bæta þjónustuna við
íbúana.
Engin bót
í frumvarpinu
„En þetta eru ekki aðeins af-
leiðingar stjórnarstefnunnar í at-
vinnumálum, húsnæðismálum og
byggðamálum," sagði Hjör-
leifur, „þetta er líka afleiðing
rangrar stefnu í stjórnkerfismál-
um sem fleiri bera ábyrgð á en sú
ríkisstjórn sem nú situr.“ Hann
gagnrýndi að í sveitarstjórnar-
frumvarpinu væri sáralítið sem
treysti stöðu sveitarfélaganna í
heild, hvað þá landsbyggðarinn-
ar. „Hvar eru tillögurnar um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga og tekjuskiptingu þeirra í
milli?“: „Þingmenn landsbyggð-
arinnar geta ekki setið aðgerðar-
lausir hjá þegar nú er lagt fram
frumvarp um sveitarstjórnarmál
án þess að þar sé að finna nokkra
bót í þessum efnum.“
Listamannalaun
Sjö terðust upp
Uthlutunarnefnd Listamanna-
launa hefur úthlutað 4,1 milj-
ón króna til 110 manna. 40 þús-
und krónur fá 95 listamenn og
bætast sjö í þann hóp. Fimmtán
listamenn fá 20 þúsund krónur og
hefur enginn fengið listamanna-
laun fyrr.
Það er hefð, að þeir sem hafa
farið í „efri flokk“, sem er að
upphæð helmingi hærri en sá
neðri, hverfi þaðan ekki síðan
fyrren til feðra sinna. Nefndin
hefur fylgt þeirri stefnu undan-
farin ár að bæta nokkrum lista-
mönnum við efri flokk en fækka
að sama skapi í þeirn neðri, og
stefnir nú í það að sá flokkur
hverfi úr sögúnni.
Einn maður lést í fyrra úr efri
flokki en við bætast:
Einar Þorláksson myndlistar-
maður, Elías B. Halldórsson
myndlistarmaður, Hafliði Hall-
grímsson tónlistarmaður, Helga
Ingólfsdóttir tónlistarmaður,
Hjörtur Pálsson skáld, Hörður
Ágústsson myndlistarmaður,
Sigurður Pálsson skáld.
I neðri flokki fækkaði úr 21 í
15. Þessir fengu 20 þúsund kr.
hver:
Aðalsteinn Vestmann, Anna
Málfríður Sigurðardóttir, Dóra
Einarsdóttir, Einar Kárason,
Friðrik Guðni Þórleifsson, Guð-
rún Gísladóttir, Inga Bjarnason,
Kristín Pálsdóttir, Mist Þorkels-
dóttir, Sigfús Bjartmarson, Sig-
urður Sólmundarsson, Sjöfn
Haraldsdóttir, Valgarður Egils-
son, Vigdís Grímsdóttir og Órn
Einarsson.
Laugardagur 1. mars 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3