Þjóðviljinn - 01.03.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 01.03.1986, Page 4
LEHDARI Ný launastefna - daglaunastefna í leiðara Þjóðviljans í gær var fjallað um vinnu- þrælkunina á íslandi; afleiðingar hennar á félags- og fjölskyldulíf, martröðina í nútímaþjóðfélaginu, sem stjórnendur þjóðfélagsins reyna að vita sem minnst af. Stefán Ólafsson lektor fjallar um sama mál í grein í Morgunblaðinu í gær, þarsem hann færir rök að því að láglaunastefnan sé óeðlileg og óþörf, skaðleg fyrir íslenskt þjóðfélag og íslenskt atvinnulíf. ( grein sinni minnir Stefán á könnun, sem VSÍ framkvæmdi á dögum yfirvinnubannsins sæla 1977. Könnuð voru afköst í fyrirtækjunum strax í kjölfar yfirvinnubannsins. Niðurstaðan var sú, að í 85% fyrirtækjanna voru sömu afköst eða þau jukust, þrátt fyrir að vinnutími hafi verið styttur um 8-10 stundir á viku. Þannig er auðsætt af reynslunni, að það er hægt og það er skynsamlegt að stytta heildarvinnutíma jafnframt því að dagvinnulaunin séu hækkuð veru- lega. Vinnuþrælkunin á Islandi er alger forneskja og ekkert réttlætir hana, siðferðislega, félagslega eða efnahagslega. í grein Stefáns Ólafssonar segir frá því hvernig þjóðir Ameríku og Evrópu hafa stytt vinnutíma á þessari öld, meðan ísland situr eftir á hinni öldinni; öld vinnuþrældóms og láglauna. Reynsla annarra þjóða hefur ótvírætt leitt í Ijós, að með styttingu vinn- utíma aukast afköst starfsliðsins. „Framleiðní eykst jafnvel þó stytt sé úr 42 stundum í 40 stundir á viku, eða úr 40 í 38 stundir á viku. Á íslandi hefur þorri fólks á milli 50 og 60 stunda viðvist á vinnustöðum. Eng- inn þarf að láta sér detta í hug að fólk geti slglað fullum afköstum í svo langan tíma.Aukavinnuþræll- inn verður eðlilega að spara kraftana til að endast út vinnuvikuna - og til að geta svo unnið við húsbygg- ingu sína að auki.“ Greinarhöfundur bendir á að íslendingar séu meðal 10 til 15 ríkustu þjóða heims, - þjóðartekjur eru það miklar í landinu. Samtímis eru dagvinnulaun meðal þeirra lægstu sem þekkjast í álfunni. Spurt er hvað réttlæti þetta misræmi milli ríkidæmis jöjóðar- innar og lélegra launakjara? Nú er það Ijóst að fjölmörgum eigendum og for- stjórum fyrirtækja hefur ofboðið sú lágtaxtastefna sem er við lýði og hafa greitt mun hærra verð fyrir vinnuaflið. Félagslegar afleiðingar þess hafa oft orð- ið mjög slæmar, tortryggni og mismunun útum allt þjóðfélagið. Stefán Ólafsson bendir á í grein sinni, að ef dag- launastefna yrði tekin upp í stað lágtaxtastefnunnar myndi margt færast til betri vegar í þjóðfélaginu: afköstin myndu aukast, fjárfestingar yrðu skynsam- legri, vinnusiðgæði batnaði, fjölskyldulífið og uppeldi barnanna yrði eðlilegra og margt fleira. En eitt er alveg morgunljóst, að óbreyttur kaupmáttur launanna þokar launafólki og þjóðfé- laginu ekki nær því marki, að fólk geti lifað mannsæmandi lífi af dagvinnulaunum sínum. Enn einu sinni verða daglaunamenn að brjóta af sér þrældómsok vanans til að eygja dagsbrún hins nýja tíma, tíma mannsæmandi lífs af átta stunda vinnu- degi. Til þess þurfum við að gefa forneskjunni langt nef. Höfnum láglaunastefnunni. Mótum nýja launastefnu, - daglaunastefnu. Natódekur ríkisins Það hefur ekki farið mikið fyrir því hneyksli sem Þjóðviljinn sagði frá í sl. viku að ríkisstjórnin hefur ausið fé í fámennan ofstækisklúbb Natódýrkenda á íslandi. I frásögn Þjóðviljans kom fram, að Varðbergi hafði verið afhent fjármagn á síðustu árum að upp- hæð 167 þúsund krónur í fargjöld bara til þess eins að Natóstrákarnir gætu hitt skoðanabræður sína. Þegar hefur komið í Ijós að ríkið borgaði fyrir forsæt- isráðherra til að hann gæti farið á fund framsóknar- flokka í Madrid. Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin til að fara svo með skattfé almennings? Á hvaða sið- ferðisstigi er slík ríkisstjórn? Hver getur treyst slíkri ríkisstjórn? Þá hefur einnig komið í Ijós, að ríkissjóður hefur á síðustu tveimur árum greitt jafnvirði 185 þúsunda króna í ferðakostnað og uppihald fyrir Björn Bjarna- son aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, en hann fékk borgað fyrir að vera meðreiðarsveinn Geirs Hallg- rímssonar utanríkisráðherra og stjórnarformanns út- gáfufélags Mbrgunblaðsins. Með fullri virðingu fyrir útgáfu Morgunblaðsins, þá nær ekki nokkurri átt að það sé líka lagt á íslenska launamenn að greiða Birni Bjarnasyni aðstoðarritstjóra dagpeninga útí heimi. Hver er réttlæting ríkisstjórnarinnar? Hver er réttlæt- ing Morgunblaðsins? Á að þagga þetta hneyksli nið- ur? - óg. Ljósmynd: Einar Ól. LJOSOPIÐ DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rit8tjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Biaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Sfmvar8la: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, sfmi 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 1. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.