Þjóðviljinn - 01.03.1986, Síða 6

Þjóðviljinn - 01.03.1986, Síða 6
 ÍÞRÓTTIR Island-Rúmenía 25-23 Fyrsti sigur íslands yfir Rúmenum gat ekki komið á betri tíma' Bogdan: óvœntasti sigur vesturevrópsks liðs ísögu handboltans. Nú koma öll sœti til greina, frá 4 til 12. Ungverjar næstir Einar Þorvarðarson, - þjóðhetja eftir vítið í lokin. (Mynd: E.ÓI.). Hátíðahöllin í Bern stendur undir nafni. I gær sögðu svissnesku blöðin að Island væri á heimavelli í Festhalle í Bern, og hvílíkur heimavöllur. Fyrst eru Tékkar lagðir að velli og svo sjálf heimstmeistaraefnin, Rúmenar. Fyrsti sigur íslands á Rúmeníu í 28 ár kom á hárréttum tíma - hann kom þegar íslenska Iiðið þurfti mest á honum að halda. „Þessi sigur er sá stærsti og þýð- ingarmesti sem ísland hefur unn- ið í nokkurri f1okkaiþrótt“, sagði íslendingur eftir leikinn, og sá hefur líklega rétt fyrir sér. Og að sigra 25-23 eftir aðRúm- enía, þetta leikreynda og sterka lið, var komið í 14-18 í seinni hálf- leik, er það stórkostlega við þennan sigur. Áhorfendur í há- tíðahöllinni vissu varla hvað þeir hétu síðustu mínútur leiksins - það voru ekki bara íslensku stuðningsmennirnir sem fóru hamförum - allir nema þeir rúm- ensku hrifust með og hylltu ís- lenska liðið í leikslok. Stuðningur dönsku áhorfendanna var mikils- verður í lokin. Bogdan Kowalczyk landsliðs- þjálfari gat ekki leynt fögnuði sínum. Hvaða þjálfari í heimin- um er ekki uppi í skýjunum eftir að hafa sigrað Rúmeníu? spurði hann. Ég stefni alltaf á sigur, það var takmarkið að fá að minnsta kosti eitt stig í kvöld. Strákarnir hafa verið undir sannkölluðum heraga, nánast í fangabúðum hjá mér, en svona þarf að vinna til að ná árangri. Þessi sigur Islands er sá besti og óvæntasti sem lið frá Vestur-Evrópu hefur unnið í sögu handknattleiksins, sagði Bogdan brosandi. Síðustu þrjár mínútur leiksins verða ógleymanlegar. Rúmenía leiddi, 21-23, þegar Atli Hilmars- son tók til sinna ráða, dyggilega studdur af félögum sínum. Atli skoraði, og lagði upp mark fyrir Sigurð Gunnarsson, 23-23. Þá kom upp hraðaupphlaupið hans - 24-23, og 1 mínúta 26 sekúndur eftir á klukkunni. En Einar Þor- varðarson á þó stærstu stundina. Vítakastið sem hann varði frá Berbece 29 sekúndum fyrir Ieiks- lok er eitt af óteljandi slíkum sem hann hefur varið - en það lang- dýrmætasta og þýðingarmesta. Þetta er sennilega mikilvægasta markvarsla íslendinga frá upp- hafi! Einar: Hann hafði fyrst skotið í hægra hornið, svo í það vinstra, og ég tók sénsinn á að hann skyti aftur í það hægra. Þetta var rétt, ég hafði heppnina með mér. Punkturinn yfir i-ið var svo mark Guðmundar eftir sendingu Atla tveimur sekúndum fyrir leikslok. Guðmundur steig stríðsdans um allan sal - hrifning hans var innileg og endurspeglaði líðan íslendinganna í Hátíðahöll- inni. Sástu Rúmenana - þeir voru hrikalega taugaóstyrkir allan tímann, sagði Guðjón Guð- mundsson liðsstjóri. Þetta segir nokkuð um þá virðingu sem ís- lenskur handbolti er búinn að skapa sér. Og gegn óstyrkum andstæðingum komst ísland í 6-2 með stórkostlegum sóknarleik. Atli sprakk loksins út, og Krist- ján Arason sýndi að hann er orð- inn eitt af stóru nöfnunum í hand- knattleik í heiminum. Það var ekki fyrren tveir íslenskir leik- menn voru utan vallar að Rúm- enía sneri leiknum sér í hag. Leiddi 13-11 íhálfleik, ogkomstí 18-14 - það sem eftir var flokkast undir mesta ævintýri sem um get- ur í íslenskum handknattleik. Og landsliðið okkar sýndi að það er lið. Lið sem Bogdan hefur mótað með aðferðum sem hafa verið gagnrýndar - en hafa svo sannarlega skilað árangri. Ég spila alltaf til sigurs, segir hann, og það er Iykillinn. Eftir áfallið gegn Suður-Kóreu er ótrúlegt hvernig honum hefur tekist að snúa dæminu við. Þegar fleiri einstakir leikmenn eru nefndir verður fyrirliðinn Þorbjörn Jensson að fá sinn skammt. Mikilvægi hans í varnar- leiknum hefur verið óumdeilan- legt, en hans stóri þáttur um seinni hálfleik þegar hann gerði þrjú af mörkunum fjórum sem jöfnuðu leikinn (14-18 í 19-19) verður seint metinn til fjár. Njarðvíkingar mæta Haukum eða Valsmönnum í úrslita- leiknum í körfunni, en það mátti ekki tæpara standa í Keflavík í gærkvöldi. Keflvíkingar voru yfir mestan hluta fyrri hálfleiks og héldu því í hálfleik þegar Jón Kr. nældi í 3 stig af miðjum velli. í seinni hálf- leiknum vöknuðu Njarðvíkingar til lífsins, komust yfir 49-56, en heimamenn sóttu sig og þegar sex sekúndur voru eftir stóð 74-73. Árni Lárusson bjargaði Njarð- víkingum síðan í höfn, og eins stigs sigur varð staðreyndin, - UMFN hafði unnið báða leikina nokkurnveginn eins naumlega og hægt var. Arni er maður leiksins vegna lokakörfunnar, en ísak var einna 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Jón Hjaltalín Magnússon for- maður HSÍ var skotspónn eftir Kóreuleikinn. Tuttugu milljóna undirbúningurinn var þungur baggi á baki hans. En í gærkvöldi hafði hann ríkari ástæðu en flestir að fagna: Ég hef alltaf haft trú á strákunum, þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum síðustu misser- in unnið flest bestu lið heims - við eigum mjög gott lið og æfingar Bogdans og undirbúningur allur hafa skilað árangri. Hvað tekur nú við? ísland leikur við Ungverjaland í milli- riðli, og síðan Svíþjóð og Dan- mörku. Hverjireru möguleikarn- ir? Fáum við Ungverja á sunnu- daginn? Púff - nú er mikil vinna framundan á morgun. Við verð- um farnir að skoða Ungverja á myndbandi eftir tólf tíma, það geturðu verið viss um. Mögu- leikar? Allt frá fjórða til tólfta sæti er möguleiki. Nánast allt í þessari heimsmeistarakeppni kemur á óvart - við getum orðið fjórðu, og við getum líka orðið tólftu, sagði Bogdan. Vesturþýsku dómararnir skiluðu sínu þokkalega - en það er ekki hægt að segja að ísland hafi hagnast á dómgæslu þeirra. TÍMÍSvIss Kang er markahæstur Haldi einhver að handknatt- leikur sé evrópsk íþrótt, arísk jafnvel (upprunnin í Þýskalandi) eða að hún falli best slövum, - þá ætti sá hinn sami að fara að hugsa sinn gang eftir fyrrihluta HM í Sviss, og líta á markahæstu menn: gula kóreumanninn Jae- Won Kang og svarta kúbumann- inn Julian Duranona. Báðir rétt tvítugir (fæddir 1965) og hafa í þessari viku skipað sér í hóp bestu handknatt- leiksmannaíheimsbyggðinni. En gleðjumst: í næsta hópi er Krist- ján Arason. Listi mestu marka- skorara eftir forriðlana: Kang, S-Kóreu..................32 Duranon, Kúbu..................30 Kovacs, Ungverjalandi..........22 Kristján Arason................21 Wiegelt, A-Þýskalandi..........21 Weber, Sviss...................20 Voina, Rúmeníu.................20 bestur Njarðvíkinga í heildina, mjög virkur. Ellert og Kristinn áttu góðan leik. Valur var veikur og var aðeins inná í 20 mínútur. Af Keflvíkingum voru Hreinn og Þorsteinn bestir, þá stóð Jón Kr. sig vel, - og þeir voru veru- lega óheppnir að tapa. SÓM/Suðurnesj um Keflavík 28. febr. ÍBK-UMFN 74-75 (43-42) 15-9, 27-28, 36-37, 43-42, 49-50, 56- 63, 67-63, 74-75 Stig IBK: Þorsteinn 18, Hreinn 15, Guðjón 12, Jón Kr. 11, Ingólfur 6, Ólafur 3, Hrannar 2, Magnús 2. Stlg UMFN: Isak22, Arni 12, Ellert 12, Kristinn 10, Jóhannes 7, Valur 5, Teitur 4, Helgi 2, Ingimar 1. Dómarar: Jón Otti Olafsson, Sigurður Valur Halldórsson - góðir. Maður leiksins: Arni Lárusson, UMFN. Leikurínn í tölum Markaröð 0-1 Dumitru Atli 1-1 Kristján 2-1 Atli 3-1 3-2 Mirica Atli 4-2 Bjarni 5-2 Guðmundur 6-2 6-3 Rosca Kristján 7-3 • 7-4 Mocanu 7-5 Folker Kristján 8-5 8-6 Berbece/v 8-7 Dumitru 8-8 Voinea 8-9 Dumitru Atli 9-9 9-10 Voinea Guðmundur 10-10 10-11 Folker 10- 12 Folker Sigurður11-12 11- 13 Berbece/v (hlé) 11- 14 Dumitru Kristján 12-14 12- 15 Berbece Sigurður 13-15 13- 16 Folker 13- 17 Dumitru Sigurður 14-17 14- 18 Ghimes Þorbjörn 15-18 Kristján 16-18 Kristján 17-18 17-19 Dumitru Þorbjörn 18-19 Þorbjörn 19-19 19-20 Voinea 19- 21 Mirica Steinar 20-21 20- 22 Voinea Sigurður/v 21 -22 21 -23 Berbece/v Atii 22-23 Siguröur 23-23 Atli 24-23 Guðmundur 25-23 Kristján Arason skoraði 6 mörk. Átti 4 misheppriuð skot, tapaði aldrei bolta; 4 sendingar sem gáfu mörk. Atli Hilmarsson skoraði 6 mörk. Átti 4 misheppnuð skot, tapaði bolta tvisvar; 4 sendingar sem gáfu mörk. Páll Ólafsson: eitt misheppnað skot, tapaði bolta einu sinni. Sigurður Gunnarsson skoraði 5 mörk. Átti 6 misheppnuð skot, tapaði bolta einu sinni. Þorbjörn Jensson skoraði 3 mörk. Tapaði bolta einu sinni; ein sending sem gaf mark. Bjarni Guðmundsson skoraði eitt mark. Átti tvö misheppnuð skot. Tapaði bolta tvisvar; ein sending sem gaf mark. Guðmundur Guðmundsson skoraði 3 mörk. Tapaði bolta einu sinni. Steinar Birgisson skoraði eitt mark. Alfreð Gíslason kemur ekki við þessa sögu, Þorgils Óttar Mathie- sen kom ekki inná. Mörk Rúmena: Dumitru 6, Folker 5, Voinea 4,, Berbece 4 (3v), Mirica 2, Rosca 1, Guimes 1. Kóreuleikurinn 30 mörk í gær var tilkynnt í Sviss að op- inber úrslit í leik S-Kóreu og Is- lands á þriðjudaginn væru 30-21 og ekki 29-21 eins og allir héldu. Á þessu voru ekki gefnar frek- ari skýringar. Fer ísland því í milliriðilinn með einu marki meira á móti sér en bestu menn héldu. Úrslit í gær A-riðill Jiigósl.-A.Þýskal...22-20 (10- 9) Sovótríkin-Kúba......33-23 (13-12) Lokastaða Júgóslavía........3 3 0 0 80-70 4 A-Þýskaland.......3 2 0 1 71-64 4 Sovétríkin........3 1 0 2 73-72 2 Kúba..............3 0 0 3 75-93 0 Kúba keppir um 13.-16. sæti. B-riðill V-Þýskaland-Sviss ... 18-17 ( 8-10) Pólland-Spánn.......20-20 (12-11) Lokastaða V-Þýskaland.......3 3 0 0 57-51 6 Sviss.............3 1 1 1 50-50 3 Spánn.............3 0 2 1 57-59 2 Pólland...........3 0 1 2 39-53 1 Pólland keppir um 13.-16. sæti. C-riðill Ísland-Rúmenía......25-23 (11-13) S-Kórea-Tékkósl.....25-22 (10-13) Lokastaða S-Kórea...........3 2 0 1 76-65 4 Rúmenía...........3 2 0 1 68-64 4 ísland............3 2 0 1 65-71 4 Tékkóslóvakía.....3 0 0 3 58-67 0 Tékkóslóvakía keppir um 13,-16. sæti. D-riöill Ungverjaland-Alsír...23-19 (12-13) Svíþjóð-Danmörk.....24-21 (12-11) Lokastaða Ungverjaland.....3 3 0 0 71-62 6 Svíþjóð............3 2 0 1 70-60 4 Danmörk............3 1 0 2 69-67 2 Alsír..............3 0 0 3 53-74 0 Alsír keppir um 13.-16. sæti. Liðin flytja með sér í milliriðil úrslit úr innbyrðisleikjum I forriðli og er þvi staðan þessi áður en keppni hefst I þeim: Mllllriölll I Júgóslavía... V-Þýskaland A-Þýskaland Sviss....... Spánn....... Sovétrikin.... Milliriðill II Ungverjaland.....2 2 0 0 48-43 4 S-Kórea............2 1 0 1 51-43 2 Svíþjóð............2 1 0 1 46-44 2 Rúmenía............2 1 0 1 45-46 2 Island.............2 1 0 1 46-53 2 Danmörk............2 0 0 2 42-49 0 Næstu leikir eru á sunnudag. Þá keppa i riðli I Júgóslavía-Spánn, A- Þýskaland-Sviss, Sovétríkin- V.Þýskaland og I riðli II Island- Ungverjaland, Rúmenia-Sviþjóð, S- Kórea-Danmörk. I keppni neðstu liða leika Kúba-Tékkóslóvakía og Pólland-Alsir. Þarnæsti leikdagur er á þriðjudag. 2 2 0 0 48-42 4 2200 36-31 4 2 1 0 1 43-40 2 2 0 1 1 32-33 1 2 0 1 1 29-33 1 2 0 0 2 40-49 0 m VÍÐIR SIGURÐSSON Karfa Njarðvík í úrslit

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.