Þjóðviljinn - 01.03.1986, Qupperneq 7
DJOÐVHJINN
Umsjón:
Mörður Árnason
Yvonneog prinsinn: HildurGylfadóttirog Gisli Guöiaugsson. Mynd: E.
Grímmd valdsins
Leikfélag Flensborgarskóla sýnir
YVONNE
eftir Witold Gombrowicz
Þýðandi: Magnús Jónsson
Leikstjórn: Ingunn Ásdísardóttir
Búningar og leikmynd: Ingunn og
hópurinn
Yvonne, eftir þann servitra og
frumlega Pólverja Gombrowicz,
er sérkennilegt verk og eiginlega
engu öðru líkt. Að formi til er
það ævintýri, það segir frá prinsi
og heitmey hans, kóngi og
drottningu og allri hirðinni og
það er hvorki staðsett í rúmi né
tíma. í því er líka að finna tölu-
vert af grimmd þeirri og grályndri
glettni sem einkennir mörg
ævintýri.
Inntak .þess er hins vegar fyrst
og fremst að afhjúpa heimsku,
yfirborðsmennsku, skinhelgi og
grimmd spilltra valdhafa. Prins-
inn, sem getur tekið sér hvaða
fegurðardís sem er að ástkonu,
kvs út úr leiðindum að trúlofast
ólánlegri og ólundarlegri stúlku,
Yvonne. En það kemur í ljós að
Yvonne hefur til að bera nokkuð
sem alla aðra skortir við hirðina,
tilgerðarleysi og eðlilega
þrjósku. Þessir eiginleikar af-
hjúpa hirðfólkið í hræsni þess og
yfirdrepsskap, og að lokum verð-
ur ljóst að Yvonne verður að
ryðja úr vegi.
Leikfélag Flensborgar hefur
nýlega verið endurreist og er
Yvonne frumraun þess. Þetta er
ekki áhlaupaverk fyrir lítt reynda
unglinga, en sem betur fer hafa
þeir ekki reist úr hurðarás um
öxl, sýningin er ljómandi falleg
og skemmtileg þegar á heildina er
litið. Það er vafalaust ekki síst að
þakka vönduðum, smekkvísum
og hugkvæmum vinnubrögðum
leikstjórans, Ingunnar Ásdísar-
dóttur.
Ingunn hefur fundið sýning-
unni heilsteyptan stfl sem hæfir
efni verksins. í nokkuð sérkenni-
legum salarkynnum skólans hef-
ur hún sviðsett verkið á fjórum
sviðum með áhorfendur í miðj-
unni. Þetta er skemmtileg aðferð
og gefur öllum salnum heildstæð-
SVERRIR
HÓLMARSSON .
an blæ. Leikmyndin er af ætt ó-
raunveruleikans og ævintýrisins,
fallega unnin, og einkennist af
því yfirborðstildri sem merkir
hegðan hirðarinnar. Búningar
eru á sáma veg, undirstrika tild-
ur, tilgerð og ónáttúru þessa
fólks. Yvonne sker sig skemmti-
lega úr hvað þetta snertir í byrj-
un, og þessi notkun búninga
verður einkar áhrifarík þegar
henni er seinna troðið í hirðbún-
ing sem hún berst á móti af
þrjósku.
Það er auðvitað mikill viðvan-
ingsblær á leik þessara ung-
menna, en greinilegt að leikstjór-
inn hefur lagt mikla rækt við
hreyfingar og framsögn. Gísli
Guðlaugsson leikur Filipus prins
af töluverðum krafti og öryggi,
framsögn hans er vönduð. Hann
sýnir vel drambsemi prinsins en
einnig ráðvillu hans og leit að ein-
hverju raunverulegu. Konungur
og drottning eru í höndum Sig-
urðar Arnarsonar, sem á ýmsa
kostulega spretti og túlkar ein-
feldni konungs af sannfæringu,
og Eddu Svavarsdóttur, sem er
skemmtilega fleðuleg og hræsnis-
full. En ekki er minnst ástæða til
að geta Hildar Gylfadóttur í hinu
þögla hlutverki Yvonne. Svip-
brigði hennar og hreyfingar allar
túlkuðu kröftuglega einþykkni
og þrjósku þessarar stúlku sem
neitar að semja sig að siðum hirð-
arinnar - eftirminnilegur leikur.
Það er ánægjulegt að Leikfélag
Flensborgar skuli hafa farið af
stað með þessari stílhreinu og
skemmtilegu sýningu.
Sverrir Hólmarsson.
Nýlistasafn
Bjarni sýnir málverk
Bjarni H. Þórarinsson myndlistar- Nýlistasafninu við Vatnsstíg. inu í Múla,“ sagði Bjarni þegar
maður opnaði í gærkvöldi sýn- „Þetta er afrakstur þriggja ára Þjóðviljinn leitt inn í Nýló í vikunni.
inguárúmlega20málverkumí vinnusamhliðastarfiápósthús- Bjarni var þá búinn að hengja
upp og tók lífinu með ró, enda
sólarhringur þar til opna skyldi
dyrnar almenningi. í spjalli við
blaðamann sagði Bjarni að í
myndum sínum tækist hann á við
ýmsan vanda sem uppi er í sam-
tíðinni, ekki síst kjarnorkubrjá-
læðið. Hann fór að mála af kappi
upp úr 1980 en hafði áður fengist
við ljósmyndir og aðrar tegundir
myndlistar.
„Ég er að reyna að þróa með
mér persónulegan stfl enda er
það nauðsynlegt hverjum lista-
manni að vera einkennandi fyrir
sjálfan sig. Og þótt erlendar
stefnur og straumar séu góðir og
nauðsynlegir er ekki síður brýnt
að leyfa íslensku sérlundinni að
njóta sín,“ sagði Bjarni.
Sýning Bjarna H. Þórarins-
sonar er opin til 9. mars kl. 16-20
Bjarni H. Þórarinsson við stærstu myndina á sýningunni en hún blasir við virka daga en 14-20 um helgar.
gestum þegar þeir stíga inn fyrir dyr Nýlistasafnsins. Mynd: Sig. —
I
Níu af tíu eigendum Gallerís Gangskarar, frá vinstri í fremri röð: Kristjana
Samper, Jenný Guðmundsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Lisbet Sveinsdóttir. Efri
röð: Steingrímur Þorvaldsson, Árni Páll, Sigrid Valtingojer, Egill Eðvarðsson og
Sigurður Orlygsson. Á myndina vantar Þórdísi Sigurðardóttur.
Myndlist
Nýtt gallerí á Torfunni
Gallerí Gangskör verður opnað í dag
Eitt kemur þá annað fer má segja
um myndlistargalleríin í borginni.
Fyrirskömmu lokuðu Langbræk-
ur galleríi sínu í Torfunni en í dag,
laugardag, kl. 14verðurnýttgall-
erí opnað á Bernhöftstorfu. Gall-
erí Gangskör nefnist það.
Að Gallerí Gangskörstanda 10
myndlistarmenn og hefja þeir
leikinn með samsýningu. Þar
verða sýnd málverk, teikningar,
grafík, glerverk, skúlptúrar ofl.
Er ætlunin að halda reglulega
sýningar á innlendri og erlendri
myndlist auk þess sem verk eftir
aðstandendur gallerísins vérða
þar til sölu.
Gallerí Gangskör verður opið
alla virka daga frá kl. 12-18 en
þegar sýningar eru í gangi verður
einnig opið um helgar frá kl. 14-
18 —ÞH