Þjóðviljinn - 01.03.1986, Síða 8
MENNING
Stórsýnmgar er
það sem koma
Nýlega gerði Gísli Sigurðsson,
ritstjóri Lesbókar Morgunbiaðs-
ins, lauslega úttekt á stöðu mynd-
listar, einkum með hliðsjón af
lokun sýningasala á höfuðborgar-
svæðinu. Þar benti hann m.a. á
það hve fjölmargar sýningar ungs
fólks hafa farið fyrir ofan garð og
neðan hjá venjulegum sýninga-
gestum. Gísli segir fólk ekki
þekkja né muna nöfn allra þeirra
ungu listamanna sem ryðjast ár
hvert fram á sjónarsviðið og hafi
þess vegna lítinn áhuga á því sem
þeir hafa fram að færa.
Eflaust er mikill sannleikur
fólginn í þessari ályktun Gísla og
skýrir ásamt öðru sinnuleysi það
sem ungir listamenn mæta þegar
þeir taka til við að hasla sér völl á
markaðstorgi menningarinnar.
Eftir að skólagöngu lýkur er
harla lítið gert til að styðja unga
listamenn fyrstu sporin á lista-
brautinni. Þeir mæta fremur
andúð en samúð og eiga oft erfitt
með að standa undir sýningum.
Þess vegna bregða þeir oft á það
ráð að sýna ásamt öðrum, stund-
um fimm eða sex í hópi. Þrátt
fyrir það vekja þeir oft litla eftir-
tekt, enda er gjarnan lítið lagt í
auglýsingar slíkra sýninga.
Það má vera að sumir þessara
skal
ungu listamanna sýni of snemma
og jafnvel of ört, en hinu má ekki
gleyma að endurnýjun verður að
eiga sér stað og óvíst að hún gerist
án þátttöku ungs fólks. Það
hlýtur því að vera spurning hvað
til ráða sé til að vekja athygii á
ungum listamönnum.
Fyrir þremur árum voru haldn-
ar tvær stórsýningar á sama tíma í
Reykjavík; sýningar sem vöktu
mikla athygli og enn meira umtal.
Þetta voru sýningarnar „Gull-
ströndin andar“, sem haldin var í
stóru iðnaðarhúsi við Hringbraut
og „UM-Ungir myndlistarmenn"
að Kjarvalsstöðum. Sú fyrri var
óformleg og sprottin af dirfsku og
kraftmiklu frumkvæði ungra
listamanna, hin var formlegri,
enda stofnað til hennar af stjórn
Kjarvalsstaða og dómnefnd látin
skera úr um sýningarrétt þátttak-
enda.
Báðar voru þó sýningarnar,
hvor á sinn hátt, ungum lista-
mönnum lyftistöng, enda voru
þær vel sóttar. Þær sýndu það að
hægt er að koma ungum lista-
mönnum á framfæri svo eftir sé
tekið. Því miður var þessu fram-
taki ekki fylgt eftir, þótt vel hefði
mátt hugsa sér slíkar sýningar
sem árlegan viðburð. { formála
að sýningarskrá UM-
sýningarinnar, sagði Þóra Krist-
jánsdóttir að sýningin væri sú
fyrsta sem helguð væri ungum
listamönnum,.frá því sýning ungu
kynslóðarinnar var haldin í Laug-
ardalshöllinni árið 1967.
Það væri hart ef við þyrftum að
bíða í heil þrettán ár til að sjá
aftur stórsýningu helgaða ungum
listamönnum. Það er nefnilega
greinilegt að stórsýningar á borð
við þær sem hér hafa verið nefnd-
ar geta hjálpað ungum lista-
mönnum fyrstu sporin og ýtt
undir jákvætt viðhorf almennings
í þeirra garð. Þá eru slíkar stór-
sýningar nauðsynlegur viðburður
í listalífinu og hvatning öllum
starfandi listamönnum. Það vita
þeir sem komið hafa á laggirnar
hverri stórsýningunni á fætur
annarri í Evrópu, en þar má
nefna sýningar á borð við „West-
í dag hefst á Kjarvalsstöðum málverkasýning Gísla Sigurðssonar, málara
og ritstjóra Lesbókar Mbl., um sjötíu olíumálverk, mannamyndir, sögu- og
þjóðsöguleg mótíf. Sýningin er tileinkuð Jóni Engilberts sem reyndist Gísla hin
ágætasta hjálparhella við fyrstu sýningu bans 1960. Á mynd E.ÓI. er Gísli við
hlið myndar af Helga Sæm.
kunst“, „Zeitgeist“, „Doku-
menta 7“, „Von hier aus“ og
Nýja biennalinn í París en segja
má að þessar sýningar hafi verið
árlegur viðburður frá upphafi
áratugarins.
í skjóli slíkra stórsýninga hafa
margir ungir listamenn dafnað og
gert garðinn frægan. Þess vegna
þurfum við einnig á stórsýningum
að halda, ungu listamönnunum
okkar til styrktar. HBR
Litskyggnur-íistkynning
Litskyggnur af verkum eftir Gunnar Örn.
Litskyggnur hafa um langt
skeið verið helsti myndforði
leikra sem lærðra, þegar þeir vilja
nálgast verk listamanna án þess
að hafa aðgang að þeim. Lit-
skyggnan hefur það fram yfir eft-
irprentun á bók að hún gefur
raunsærri mynd af viðkomandi
listaverki. Bæði er hún skýrari og
stærri en prentunin, en það stafar
einfaldlega af því að sleppt er síð-
asta hlekknum í framköllunar-
keðjunni, m.ö.o. sjálfri prentun-
inni sem oft bjagar liti og svo hitt
að hún getur gefið raunsannari
mynd af stærð listaverksins. Lit-
skyggnunni er hægt að varpa
þannig á tjald að hún nálgist eða
beinlínis stemmi við stærð frum-
myndarinnar.
Lengi hefur verið tilfinnan-
legur skortur á hentugum lit-
skyggnuröðum um íslenska list
og listamenn. Úrvalið hefur verið
svo fátæklegt að til skammar er
fyrir söfn landsins. Ég minnist
þess með nokkurri beiskju, þegar
ég reyndi æ ofan í æ að fá lit-
skyggnur af verkum íslenskra
listamanna til að kynna á erlendri
grund, en án árangurs. Það sem
mér tókst að komast yfir var bæði
lítið og lélegt. Ég býst við að
margir hafi verið í sömu sporum
þegar þeir fundu tækifæri til að
kynna málsmetandi útlendingum
rjómann af íslenskri myndlist.
Hin allra seinustu ár hefur þó
verið gerður skurkur í þessum
málum og á Listasafn ASÍ þarall-
an heiður. Á vegum safnsins eru
nú komnar út 9 litskyggnubækur
og eru þær í alla staði hin vandað-
asta smíð. Myndirnar eru fag-
mannlega teknar og framleiddar
hjá fyrirtækinu Scala í Flórens,
en það er eitt virtasta útgáfufyrir-
tæki á litskyggnum í heimi. Rit-
gerðir fylgja hverri bók, svo og
textar við hverja mynd.
Fjórar síðustu bækurnar sem
komnar eru út hjá Listasafni ASÍ
eru þrjár bækur um Kjarval og
ein um Gunnar Örn Gunnarsson.
Hver hinna þriggja bóka um
Kjarval er prýdd 36 litskyggnum,
þannig að samanlagt geyma þær
108 myndir. Bókunum um Kjar-
val er skipt í tímabil og fjallar
fyrsta bókin um árin 1885-1930,
önnur um árin frá 1930-1946 og
sú þriðja spannar tímann frá
1946-1968. Texta fyrstu bókar-
innar annaðist Björn Th. Björns-
son og gefur hann ítarlegt og
fróðlegt yfirlit yfir mótunarskeið
listamannsins.
Seinni bækurnar tvær eru skrif-
aðar af Hrafnhildi Schram og er
texti hennar þokkalegur þótt
ekki standist hann jöfnuð við
fyrstu bókina. Að sumu leyti eru
seinni ár Kjarvals flóknari en hin
fyrri og því er spurning hvort ekki
hefði verið betra að hafa höfund-
ana fleiri. En hvað sent öðru líður
þá eru bækurnar þrjár hinir
mestu kostagripir og veglegt
framlag Listasafns ASl til aldar-
minningarinnar um listamann-
inn.
Nýjasta bókin er svo helguð
Gunnari Erni og kom út þá er
hann hélt sýningu sína í safninu í
janúarmánuði. Litskyggnurnar í
bókinni eru 12 talsins og textinn
er eftir hinn kunna, bandaríska
listfræðing Edward F. Fry. Það er
lofsvert að safnið skuli ráðast í
gerð litskyggnubókar um svo
ungan listamann. Vonandi munu
fleiri slíkar bækur um efnilega
listamenn af yngri kynslóðinni
fylgja í kjölfarið.
Fyrst og fremst verða forráða-
menn Listasafns ASÍ þó að huga
að þeim kynslóðum sem hingað
til hafa verið vanræktar. Þar er
enn mikið verk að vinna, því að
fyrir utan Kjarval og Nínu vantar
litskyggnubækur um nær alla
okkar látnu meistara.
En Listasafn ASÍ er ekki eina
listasafnið sem staðið hefur að út-
gáfu á litskyggnum, því nýlega
var gefin út mappa með bók og 36
litskyggnum eftir Ásmund
... og Ásmund.
Sveinsson. Það er Ásmundarsafn
sem stendur að baki útgáfunni og
annaðist Gunnar B. Kvaran val
mynda og skrifaði auk þess text-
ann. Þetta er einstaklega falleg
útgáfa og ekkert til sparað til að
gera hana sem vandaðasta. Texti
Gunnars er stuttur, en hreinn og
beinn; fjallar um það sem máli
skiptir í tengslum við myndirnar.
Ékki er mér kunnugt um hvort
litskyggnur Listasafns ASÍ og
Ásmundarsafns hafa verið gefnar
út með texta á öðrum tungum en
íslensku. Ef svo er ekki, þyrfti að
snara þessum bókum yfir á helstu
tungumál svo útlendingar sem
hingað rekast geti haft af þeim
gagn. Slíkt væri bæði ódýr og
vænleg leið til árangurs í kynn-
ingu á íslenskri menningu í út-
löndum.
Vonandi verða fleiri söfn til að
fylgja fordæmi Listasafns ASÍ og
Asmundarsafns. Það ert.d. orðin
brýn þörf fyrir litskyggnuraðir frá
Listasafni íslands, Listasafni
Reykjavíkurborgar, svo og sér-
söfnum ýmsum. Við höfum
nefnilega ekki lengur efni á að
forsóma þennan sjálfsagða þátt
listkynningar. HBR
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. mars 1986