Þjóðviljinn - 01.03.1986, Síða 9
Kjarvalsstaðir
Grænlensk
sýning
I dag verður opnuð á Kjarvals-
stöðum sýning frá Grænlandi, -
svar granna okkar við íslenskri
sendingu til Nuuk fyrir skömmu.
Parna verður á ferðinni ýmis
konar blanda listar, listiðnaðar,
hefðbundins handiðnaðar ' og
vörukynningar. Meðal annarra
er mættur völundur sem ætlar að
smíða kajak á meðan sýningin
stendur, sem er aðeins fram á
miðvikudag.
15 ár
Handrítamálinu
ioks lokió
21. apríl á þessu ári verða 15 ár
liðin síðan sögð voru á Hafnar-
bakkanum í Reykjavík hin frægu
orð: Fladöbogen og Codex Regi-
us, værságo’, - og var ekki
seinna vænna að útkljá loks
handritamálið. Sem var gert á
miðvikudaginn þegar þeir Sverrir
Hermannsson og hinn danski
kollega hans Bertel Haarder
undirrituðu samkomulag um
hversu lokið skyldi handrita-
skilumyfirAtlantshafið.
í tilkynningu menntamálaráðu-
neytisins um þetta segir svo:
„Samkvæmt handritalögunum
frá 1965 og samningi milli Islands
og Danmerkur sem gerður var á
grundvelli þeirra var nefnd með
tveimur fulltrúum beggja ríkja
skipuð til að gera tillögur um
hvaða handrit skyldu afhent ís-
lendingum í samræmi vi ákvæði
laganna. Samkomulagið varð í
nefndinni um afhendingu rúm-
lega 1600 handrita úr Árnasafni
og rúmlega 100 handrita úr Kon-
ungsbókhlöðu, auk fjölmargra
embættisskjala og skjalaaf-
skrifta. Ágreiningur var hins veg-
ar í skilanefndinni um rösklega
200 handrit. í viðræðum sérfræð-
inga frá báðum löndum, sem
fram fóru í janúar sl. varð sam-
komulag um tillögu til mennta-
málaráðherranna um skiptingu
þessara handrita, og fól hún í sér,
að 84 þeirra verði afhent fslend-
ingum.
Menntamálaráðherra íslands
og Danmerkur undirrituðu í dag í
Kaupmannahöfn sameiginlega
tillögu tii forsætisráðherra Dan-
merkur um að handritaskiptun-
um verði endanlega lokið í sam-
ræmi við þetta samkomulag.
Jafnframt undirrituðu þeir samn-
ing, sem felur m.a. í sér að hand-
rit þau sem eftir verða í Dan-
mörku skuli ljósmynduð til af-
nota fyrir fræðimenn á íslandi,
jafnframt ákvæðum um eflingu
handritastofnanna í Danmörku
og á íslandi og náið samstarf
þeirra.“
T
MENNING
Höggorrusta á sviði Þjóðleikhússins, Ríkharður þriðji (Helgi Skúlason) lenqst til vinstri.
Nœsta helgi
Ríkhardur þriðji
Laugardaginn 8. mars frum-
sýnir Þjóðleikhúsið leikritið
um Ríkharð þriðja, eftir Wil-
liam Shakespeare, íþýðingu
Helga Hálfdanarsonar, og er
það frumflutningurverksins
hérálandi.
Leikstjóri er John Burgess frá
breska Þjóðleikhúsinu, tónlist er
eftirTerry Davies, leikmynd eftir
Liz da Costa, búningar eftir Hil-
ary Baxter og lýsing eftir Ben
Ormerod, en þau koma öll frá
Bretlandi.
Það er Helgi Skúlason sem
leikur hið fræga titilhlutverk,
hinn kaldrifjaða kroppinbak Rík-
harð, en með önnur stór hlutverk
fara Róbert Arnfinnsson, Rúrik
Haraldsson, Flosi Ólafsson, Mar-
grét Guðmundsdóttir, Kristbjörg
Kjeld, Herdís Þorvaldsdóttir,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Sig-
urður Skúlason, Erlingur Gísla-
son, Sigurður Sigurjónsson og
Jón S. Gunnarsson. Alls fara um
fjörutíu leikarar ineð hlutverk í
sýningunni.
Kjarvalsstaðir
Einn
aðgangseyrir
Félög myndlistarmanna og
myndhöggvara hafafagnaö
þeirri tillögu stjórnar Kjarvals-
staða að tekinn verði upp sam-
eiginleguraðgangseyrirsem
gestir borgi að öllum sýningum í
húsinu í stað þess að borga sig
nú innáhvern viðburö fyrir sig.
I ályktun Myndhöggvarafélags
Reykjavíkur er talið að nýtt fyrir-
komulag geti orðið til að stór-
auka aðsókn að húsinu og verði
þannig listalífi höfuðborgarinnar
lyftistöng.
I tillögu stjórnar Kjarvalsstaða
er gert ráð fyrir því að leigugjöld
sýnenda falli niður og fagna sam-
tökin því.
Þá hafa bæði Myndhöggv-
arafélagið og Félag íslenskra
nryndlistarmanna samþykkt
ályktanir þarsem stjórn hússins
fær ákúrur fyrir að leyfa Alþýðu-
leikhúsinu að sýna í húsinu á
meðan „umsóknir myndlistar-
rnanna hrúgast upp vegna slæm-
rar fjárhagsstöðu annarra sýning-
arsala borgarinnar sem margir
hverjir hafa nú þegar þurft að
loka dyrurn sínum fyrir fullt og
allt", einsog segir í ályktun mynd-
höggvara, - og þar er sagt „ámæl-
isvert, ef ekki algerlega siðlaust
að tveir stjórnarmanna hússins",
þau Guðrún Erla Geirsdóttir og
Viðar Eggertsson, „misnoti
þannig aðstöðu sína og vald, að
því best verður séð í eigin-
hagsmunaskyni". Guðrún og
Viðar koma bæði við sögu í sýn-
ingu Alþýðuleikhússins á Tom og
Viv.
Látitf okkur sjá um fermingarveisluna
Leitið nánari upplýsinga hjá okkur
Skipholti 25, simi 21771
OPIÐ TIL KL. 41DAG
» z 31
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Simi 106CX)
+