Þjóðviljinn - 01.03.1986, Qupperneq 13
Viðskiptahalli upp á 3,5-4 miljarða
Ný þjóðhagsspá
4% aukning á
þjóðartekjum
hlutfalli af útflutnings- og þjóð-
artekjum en áður var spáð.
-ÁI
Umsjón:
Álfheiður Ingadóttir
Þjóðhagsstofnun hefur endur-
skoðað þjóðhagsspá sína fyrir
árið í kjölfar nýrra kjarasamn-
inga og er nú talið að þjóðartekj-
ur í ár muni vaxa um 4% vegna
bættra ytri skilyrða í stað 1,5%
sem spáð var í íok nóvember.
Samningarnir
Ríkisstjórnin
varð
að hlýða
Svavar Gestsson:
Nú verðurfylgstmeð að
hún hlaupist ekki undan
merkjum.
„Ég fagna því sérstaklega að
Alþýðusamband íslands skuli
hafa náð fram málum sem stjórn-
armeirihlutinn á alþingi hefur
margfellt41, sagði Svavar Gests-
son formaður AB m.a. í umræð-
um í neðri deild í gær. „Það er
mikilvægt að þannig sé afli verka-
lýðsstéttarinnar beitt til að knýja
fram þjóðfélagsumbætur í þessu
landi," sagði hann.
Svavar sagðist telja að hægt
hefði verið að auka kaupmátt
launa enn meira vegna bættra
viðskiptakjara. Tölur Þjóðhags-
stofnunar sýndu að kaupmáttur
ykist um 7.1% frá janúar til des-
emberloka á þessu ári og að með-
töldum launabótunum sem talið
er að nái til 30-40 þúsund félags-
manna ASÍ, hækkaði kaupmátt-
urinn um 8,2% frá upphafi árs til
ársloka. Þetta væri þó verulegt
skref og í lok samningstímabilsins
hefði verkalýðshreyfingin betri
stöðu til að sækja enn á, þar sem
kaupmátturinn færi vaxandi á
samningstímanum þvert á það
sem oft hefði verið þegar hann
færi hratt upp strax á eftir samn-
inga en niður aftur í lok samn-
ingstímabilsins.
Svavar nefndi sérstaklega tvo
ávinninga samninganna; hús-
næðismálin og bættan rétt fisk-
vinnslufólks. Fylgst yrði með því
að ríkisstjórnin hlypist ekki
undan merkjum í húsnæðismál-
unum og útfærsla samkomulags-
ins þyrfti að liggja fyrir í frum-
varpsformi hið fyrsta.
„Samningarnir eru samkomu-
lag aðila vinnumarkaðarins um
að nota góðærið til að ná verð-
bólgunni verulega niður. Þetta
mark hafði ríkisstjórnin sett sér
og lækkað kaupið“, sagði Svavar.
„Engu að síður var verðbólgan
um síðustu áramót 30-40%. Nú
hafa aðilar vinnumarkaðarins
tekið þetta verkefni að sér. Þeir
hafa tekið gengismál, vaxtamál,
húsnæðismál, og verðlagsmál
upp á sitt borð af því ríkisstjórnin
hefur brugðist öllum skyldum
sínum. Þetta er samhljóða van-
traust á ríkisstjórnina sem á eng-
an kost á öðru en að hlýða! Það er
verkefni komandi mánuða að sjá
til þess að hún hlaupist ekki und-
an merkjum44 sagði hann að lok-
um.
Hverjir stjórna landinu - Þorsteinn og Steingrímur eða Ásmundur og Magnús? Um það fer víst enginn lengur í grafgötur,
en þingmenn voru ekki á eitt sáttir um ágæti þess í umræðum á alþingi í gær. Ljósm. Sig.
Alþýðubandalagið
Ljósar hliðar og dökkar
Ragnar Arnalds: Tryggja verður framgang samninganna
þráttfyrir ágallafrumvarps ríkisstjórnarinnar
Þingmenn Alþýðubandalags-
ins, aðrir en Guðrún Helgadóttir,
studdu frumvarp ríkisstjórnar-
innar til staðfestingar kjarasamn-
ingunum með ákveðnum fyrir-
vörum m.a. að lag væri til meiri
kaupmáttaraukningar og vegna
þeirrar ákvörðunar ríkisstjórn-
arinnar að fjármagna sinn hlut
með lánsfé í stað þess að leggja á
sérstakan eignarskatt og banka-
skatt.
f nefndaráliti Ragnars Arnalds
í efri deild segir m.a. að ljóst sé að
kaupmáttur launa verði áfram
mjög lár og ófullnægjandi fyrir
allan þorra launafólks á sama
tíma og þjóðartekjur fara ört vax-
andi. Þá hefði verið æskilegt að
meiri áhersla væri lögð á að
greiða niður verðlag á matvöru
og lyfjum.
Þá segir að ein mikilvægasta
forsenda samninganna séu á-
formaðar úrbætur í húsnæðismál-
um og standi ríkisstjórnin ekki
við loforð sín í þeim efnum séu
forsendur samninganna
brostnar. Ragnar átaldi einnig að
ríkisstjórnin hyggðist taka hlut
ríkissjóðs, sem er hálfur annar
miljarðurkróna,aðláni. Meðþví
sé einfaldlega verið að ávísa á
skattahækkanir á komandi ár.
Hins vegar hafi ríkisstjórnin vís-
að á bug hugmyndum um að
mæta útgjöldunum með sérstök-
um eignarskatti og bankaskatti
og sýnt með því mikið ábyrgðar-
leysi vegna þess hrikalega halla
ríkissjóðs sem af því hlýst.
Ragnar gerði loks fyrirvara um
að niðurgreiðslur á raforkuverði
sem nú koma í stað verðjöfnunar-
gjalds megi ekki falla niður á
næsta ári og mótmælti skerðingu
á tekjum Jöfunarsjóðs.
Þá segir: „En í ljósi þess að
tryggja verður framgang gerðra
kjarasamninga og færa niður
verðlag til að nýta til fulls það
tækifæri sem nú gefst til að ná
niður verðbólgu í kjölfar lækkun-
ar á olíuverði og hækkunar á
afurðaverði vestan hafs, mæli ég-
með samþykkt frumvarpsins,
með ofangreindum fyrirvara."
-ÁI
í spánni kemur m.a. fram að
atvinnutekjur á mann verði 24-
25% hærri og kaupmáttur 3-4%
meiri en á árinu 1985 en
kaupmáttaraukning kauptaxta
verði 6% frá 1. janúar 1986 til 31.
desember 1986.
Áhrif aukinna þjóðartekna og
efnahagsráðstafana í kjölfar
samninganna eru talin munu
valda 4-5% aukningu á einka-
neyslu sem áður var talin myndu
aukast um 2%. Þetta þýðir 2,5-
3% aukningu á þjóðarútgjöldum
þar sem spá um aukningu á sam-
neyslu er óbreytt eða 1%. Við-
skiptahallinn er talinn verða 3,5-
4 miljarðar króna eða 2,5-3% af
vergri landsframleiðslu.
Ef tekst að halda genginu
stöðugu telur Þjóðhagsstofnun
að verðhækkanir verði á bilinu
8-11% í stað 20-22% sem hún
spáði í lok nóvember. Um þetta
telur Þjóðhagsstofnun þó að ríki
„óneitanlega óvissa".
Fyrirsjáanlegur er mikill halli á
ríkissjóði og telur Þjóðhagsstofn-
un að auknar lántökur ríkissjóðs
innanlands muni ýta undir hækk-
un raunvaxta. Hins vegar er talið
að erlendar skuldir og vaxtabyrði
af þeim verði léttbærari á árinu í
Samningarnir
Verðlagsmálin
Draugagangur
hjá borginni
Svavar Gestsson: Það
verður að veita þessu liði
aðhald. Óþolandi að
Reykjavíkurborg hœkki
húsaleigu um 67%.
„Það er óþolandi þegar einn
samningsaðili eins og Reykjavík-
urborg gengur fram með þeim
hætti að tilkynna 67% hækkun á
húsaleigu hjá borginni þegar ver-1
ið er að semja um niðurfærslu
verðlags“, sagði Svavar Gestsson
m.a. í umræðum um kjarasamn-
ingana í gær.
Svavar sagði ljóst að til þyrfti
að koma mjög víðtækt samstarf
verkalýðshreyfingar, neytenda-
samtaka og verðlagsskrifstofu til
að veita aðhald svo markmið
samninganna um niðurfærslu
verðlags stæðust. „Við sjáum að
það gægjast strax fram draugar í
þeim efnum“, sagði hann, „það
verður að veita þessun liði stíft
aðhald." _ÁI
Beint úr sjóðum
verkafólksins
Guðrún Helgadóttir: Verkalýðshreyfingin að hjálpa ríkis-
stjórninni til að losa atvinnurekendur við að greiða
mannsœmandi kaup
„Ég mun ekki greiða atkvæði
með frumvarpinu og tel að ekki sé
hægt að ræða um það nema sem
hiuta af kjarasamningunum44,
sagði Guðrún Helgadóttir í um-
ræðum í neðri deild í gærkvöldi.
„Það er fráleitt að svona sé staðið
að málum. Fólk framfleytir ekki
sjálfu sér hvað þá öðrum af dag-
vinnuiaunum og ég fæ ekki skikið
að verkalýðshreyfingin skuli una
því og hjálpa ríkisstjórninni við
að losa atvinnurekendur við að
greiða fólki laun fyrir vinnu
sína.44
Guðrún sagði að vel mætti vera
að út úr samningunum kæmu
ýmsir smámunir og nokkur góð
mál eins og lenging á uppsagnar-
fresti fiskvinnslufólks og fjarvist-
arréttur vegna veikinda barna.
Hins vegar hefði Guðmundur J.
Guðmundsson flutt frumvarp um
hið fyrrnefnda í fyrra og fyrir lægi
nú frumvarp frá Ragnari Arnalds
um hið síðara og sér væri
óskiljanlegt að hægt væri að
ganga frá slíku uppi í Garða-
stræti, þegar því væri hafnað á
alþingi. Þá minnti hún á frum-
varp sitt frá í fyrra um að fella
niður tolla af 50 bifreiðum til við-
bótar fyrir öryrkja. Það hefði ver-
ið fellt en nú ætti að lækka tolla af
öllum bílum.
Guðrún sagði launabæturnar
ölmusu sem væri niðurlægjandi
að rétta fullvinnandi fólki sem
ekki gæti lifað af launum sínum.
Fráleitt væri líka að semja um
bensínlækkun þegar olíuverð færi
lækkandi og bensín hefði þegar
lækkað í löndunum allt í kringum
okkur. Slík vinnubrögð væru út í
hött.
Loks sagði Guðrún að á síðasta
ári hefðu þjóðartekjur vaxið um
10 miljarða. Þeir peningar væru
ekki í vösum launafólks heldur í
höndum okrara og í versluninni.
Nú væri verið að semja og pen-
ingarnir til þeirra huta væru tekn-
ir úr sjóðum verkafólksins sjálfs.
-ÁI
Laugardagur 1. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13