Þjóðviljinn - 06.03.1986, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Qupperneq 8
MANNLIF Akureyri Skólalíf Jót- bolta- hetjur í Folda- skóla GRÞ og AS í starfs- kynningu kíktu við hjá krökkunum í yngsta skóla Reykja- víkur, Foldaskóla í Grafarvogshverfinu Uppi í Grafarvogi er komiö nýtt hverfí eins og sumir vita. í þessu nýja hverfí er barnaskólinn Foldaskóli. Við á Þjóðviijanum skruppum í Foldaskóla einn dag- inn. Þegar okkur bar að garði voru nokkrir guttar í boltaleik. Við fórum og spjölluðum við þá. Steinar Guðmundsson 8 ára sagði okkur að það væri mjög gaman í Foldaskóla, því að það væru svo skemmtilegir kennarar. Steinar sagði okkur að hann hafi verið í Laugarnesskóla og flestir krakkarnir hefðu verið þar áður en Foldaskóli tók til starfa. Við spurðum Steinar hvað hann ætl- aði sér að verða þegar hann yrði stór og eftir langa umhugsun kvaðst hann ætla að verða fót- boltamaður. önnur tól, ærandi hávaða lagði frá slípurokk, járnsög og renni- bekk, og annað slagið brá fyrir bláhvítum bjarma frá logsuðu- tæki. Hér sátu menn ekki auðum höndum. Hreinn gaf sér tíma til að spjalla svolítið við Þjóðviljann inni á kaffistofu. Síðastliðið haust hafði hann samband við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og fór fram á aðstoð við hlutafjáraukningu. - Og þá fór þetta fyrst að ganga eins og smurð vél, sagði Hreinn. Hlutaféð var aukið í tvær milljónir. Sjálfur á ég 50%, Iðn- þróunarfélagið 20%, Samherji h/ f á Akureyri 20%, og tveir starfs- mannanna hér eiga 10%. Það má segja að við höfum varla undan að framleiða, því pantanir streyma inn. En auðvitað er þetta há-annatíminn því nú eru bátar sem óðast að útbúa sig á netin, bæði þorskanet og grásleppu. Eins og fyrr segir er þessi sjálfdragari uppfinning Hreins. Spilin eru vökvadrifin og vega frá 45 kg. upp í 75 kg. Hreinn smíð- aði sjálfur öll mót, en málm- steypan fer fram hjá Málmsmiðj- unni í Reykavík. Sandblástur og málmhúðun er hinsvegar verk Akureyringa. Samhliða nýsmíðinni rekur Hafspil h/f viðgerðarþjónustu við hverskonar vökvaspil í bátum. Hreinn hefur farið allt austur til Eskifjarðar til að setja niður netakallinn, þótt aðalmarkaður- inn sé enn sem komið er bundinn við Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Hreinn ók sér svolítið í sætinu þegar hann var spurður að því hvort hann saknaði ekki Húsa- víkur. - Nei, eiginlega ekki. Það eru þá einna helst trillukarlarnir sem ég sakna, svaraði hann. Ég átti mikil og góð viðskipti við þá. Þeir áttu sinn stóra þátt í að ég byrjaði á þessu... voru meira að segja búnir að staðfesta nokkrar pant- anir áður en ég var búinn að full- prufa spilin. í þessum svifum kom einn starfsmannanna inn á kaffistof- una. Hreinn leit á klukkuna og spratt á fætur. - Heyrðu, heyrðu, sagði hann óðamála við manninn. Þú verður að fara inn á flugvöll í einum grænum. Vélin er að fara út í Grímsey eftir tíu mínútur, Henn- ing verður að fá dæluna í dag! Og þarna sannaðist það sem Hreinn hafði áður minnst á, að auðveldara væri að koma frá sér framleiðslunni á Akureyri en Húsavík, þar sem samgöngur væru tryggari. -GA Glaðbeittir í markinu í Foldaskóla: Gunnar 8 ára, Þórarinn 8 ára, Bjarni 10 ára, Arnór 9 ára, Steinar 8 ára og Magnús 9 ára. Ljósm. Sig. Við töluðum við Huldu Braga- dóttur 7 ára. Hún var líka áður í Laugarnesskóla, henni finnst mjög gaman í Foldaskóla. Við tókum síðan nokkrar myndir og komum okkur í burtu áður en við yrðum skotin niður af Fótbolta- hetjum Foldaskóla. GÞR/AS Ný bók um vinnurétt Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Vinnuréttur - ný út- gáfa, eftir Arnmund Backman og Gunnar Eydal. Er þetta önnur útgáfa verksins, mjög aukin og endurbætt, en það ícomst fyrst út 1978. Tilgangur bókarinnar er, eins og höfundar segja í formálsorð- um, „að gefa almennt yfirlit yfir meginefni vinnuréttar á íslandi." í sérstökum köflum er fjallað um stéttarfélög, kjarasamninga, vinnudeilur og verkföll, réttindi og skyldur atvinnurekenda og starfsmanna og bætur og trygg- ingar. Með atriðisorðaskrá og spássíugreinum er reynt að gera Vinnurétt að sem aðgengilegastri handbók fyrir launþega og at- vinnurekendur, en heimildaskrá og skrá yfir dóma og lög auðvelda notkun hennar þeim sem fást við málefni vinnuréttar að staðaldri. Auk nýrrar lagasetningar voru það ekki síst þeir fjölmörgu dóm- ar, sem fallið hafa á síðustu 7 árum, sem gert höfðu endur- skoðun fyrri útgáfunnar tíma- bæra. Vinnuréttur - ný útgáfa er 216 blaðsíður að stærð og unninn í Prentsmiðjunni Hólum hf. Gaman í Foldaskóla, Hulda Bragadóttir og Steinar Guðmundsson. Ljósm. Sig. Fyrir einu ári stofnaði Hreinn Elliðason fyrirtækið Hafspil h/f á Akureyri. Þar starfa nú fimm menn. Hreinn bjó áður á Húsa- vík, þar sem hann hafði um þriggja ára skeið þróað sjálfvirk- an dráttarbúnað fyrir netaspil. Þessa iðju stundaði hann í bíl- skúrnum heima hjá sér. Að hans sögn tókst honum ekki að fá við- unandi húsnæði fyrir starfsemi sína á Húsavík, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Því flutti hann til Akureyrar og festi kaup á iðnað- arhúsnæði við Draupnisgötu 7 K. Þjóðviljinn leit inn hjá þessu nýja fyrirtæki einn morguninn. Menn voru á þönum með lykla og Hreinn Elliðason í smiðju sinni. Framleiösla á neta- og línuspilum Hafspil hfá Akureyri meðfimm menn í vinnu og annar vart eftirspurn 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.