Þjóðviljinn - 06.03.1986, Side 11

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Side 11
LANDBUNAÐUR Sigurjón Friðriksson Agætt samstarf sveitar og kauptúns Sigurjón Friðriksson, bóndi Ytri-hlíð. Búnaðarsamband Austurlands er býsna víð- feðmt því það nær yfir Múla- sýslurnar báðar. Afkoma bænda á þessu svæði er auðvitað misjöfn en í Vopnafirði, þar sem ég þekki best til, er hún yfirleitt þokkaleg og bændur vænta sér auðvitað góðs af því, ekki síður en aðrir, ef það tekst að ná niður verðbólg- unni. Svo mælti Sigurjón Friðriksson, bóndi í Ytri- hlíð í Vopnafirði, er blaðið náði snöggvast tali af hon- um á Búnaðarþinginu. - Fullvirðisrétturinn í mjólk- urframleiðslunni kemur mjög misjafnlega við bændur hér. Svæðin kringum Neskaupstað og Djúpavog verða fyrir tilfinnan- legri skerðingu og veldur það bændum þar verulegum vanda: Mest af mjólkurframleiðslu þeirra fer beint til neyslu. Þeir hafa ekki búið við framleiðslu- takmarkanir undanfarið og því e.t.v. framleitt umfram búmark og gjalda þess nú. Svæðin kring- um mjólkurstöðvarnar á Egils- stöðum og Vopnafirði koma bet- ur út gagnvart fullvirðisréttinum þó að einstaka mjólkurfram- leiðendur þar fái líka tilfinnan- lega skerðingu. Loðdýraræktin er komin vel að rekspöl eystra. Hún vex einkum út frá tveimur kjörnum, sem eru fóðurstöðvarnar í Fellabæ og á Vopnafirði, sem nú er í uppbygg- ingu. í Vopnafirði eru loðdýra- búin orðin 11 eða 12 og á þeim eru 700-800 refalæður og álíka margar minkalæður. Hvolpa- fjöldi var nokkuð misjafn milli búanna á sl. ári en orsakir þess óljósar. Menn eru töluvert bjart- sýnir á þessa búgrein þó að óneitanlega hafi verðfallið á upp- boðinu í fyrra mánuði valdið nokkrum vonbrigðum. En menn vita auðvitað að verðið er sveiflukennt og treysta á að það nái sér upp á ný. Síðastliðið sumar jókst lax- veiði í vopnfirsku ánum alveg stórkostlega en hún hefur verið í miklum öldudal að undanförnu. Tvö þekkt nöfn á einni vél CASEINTERNATIONAL Frá 47 hestafla til 97 hestafla á mjög hagstæðu verði T.D. mim 685L-2wd 72 hö. VERÐ KR. 520.000.- !& ¥ MDWSmHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Menn eru ekki á eitt sáttir um skýringu á þessari miklu breytingu. Öll rök eru talin hníga að því að þessi laxagengd haldist eitthvað eftirleiðis. Flestar jarðir í Vopnafirði hafa laxveiðihlunn- indi. Byggðin í Vopnafirði er öll í einu hreppsfélagi og hefur sam- starf þorpsins og sveitarinnar ver- ið náið og gott og stuðningur gagnkvæmur. A svæðinu voru tveir skólar, heimangönguskóli í kauptúninu og heimavistarskóli á Torfastöðum. Síðastliðin 3-4 ár hefur eingöngu verið kennt í Vopnafjarðarskóla og börnun- um, sem annars hefðu verið á Torfastöðum, ekið í skólann. Nú er daglegur akstur á börnum úr miðsveitinni og stefnt að dag- legum akstri á öllum sveitabörn- um á næstu árum. Ekki hefur enn verið ákveðið til hvers skólahúsið á Torfastöðum þá verður notað. Atvinnuástandið hefur verið gott. Veldur því ekki hvað síst síldarsöltunin og veiðar og vinnsla á skel, sem nú hefur verið stunduð á annað ár. Veðurfar mátti heita gott hér sl. ár að heyskaparmánuðunum undanteknum. Tíðin í júlí og ág- úst og fram um miðjan sept. var afleit og komu þá sárafáir þurrk- dagar. Líktist mest sumrinu 1950, sem var með afbrigðum slæmt. Fimm þurrkdagar komu í byrjun júlí og náðu þá nokkuð margir ágætum heyjum. Um rniðjan júlí kom slæmt hret (forsetabylurinn) og snjóaði þá niður undir byggð. Heyfengur varð mikill og sums- staðar með mesta móti en mikið af heyjunum úr sér sprottið og hrakið. Veturinn hefur mátt heita góður tii þessa, ekki snjó- þungur en mikil svellalög. -mhg (gengi 27/1 ’86) + Alsamhæfður gírkassi, 8 áfram og 4 afturábak. + Tveggja hraða aflúrtak. + Vandað hljóðeinangrað öryggishús með miðstöð. * Yfirstærð af rafgeymi. * Vökvaúrtak. + Demparasæti. * Annar fullkominn búnaður. Silungur Tímabœr tillaga Samræmt gæðaeftirlit forsendasölunnar Fyrir Búnaðarþingi liggur er- indi frá Önnu Guðrúnu Þórhalls- dóttur hlunnindaráðunaut þar sem þess er farið á leit að þingið, beiti sér fyrir því að landbúnað- arráðuneytið setji hið fyrsta regl- ur um gæðamat og gæðaeftirlit á silungi. Bent er á að hin síðari ár hafi silungsveiðar aukist verulega og fyrirsjáanleg enn mikil aukning á þeim. Mest af silungnum hafi til þessa verið selt innanlands en lítið flutt út. Aukin veiði kalli hins vegar á aukinn útflutning. Til þessa hafi ekkert gæðamat verið á sölufiskinum. Léleg vara seld á sama verði og góð og hafi það eflaust spillt fyrir sölumögu- leikum utanlands sem innan. Samræmt gæðamat sé hins vegar forsenda þess að halda þeim mörkuðum sem unnist hafa og afla nýrra. Þetta er tímabær tillaga.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.