Þjóðviljinn - 06.03.1986, Page 16

Þjóðviljinn - 06.03.1986, Page 16
LANDBUNAÐUR Jón Guðmundsson Verðmiðlunarsjóður loðdýrabænda Slíkur sjóður myndi draga úr skakkaföllum af verðlækkunum Jón Guðmundsson, bóndi á Óslandi. Fullvirðisrétturinn kemur misjafnlega við skagfirska bændur og þeir taka þess- um tíðindum auðvitað mis- jafnlega vei, sagði Jón Guð- mundsson, bóndi á Ós- landi. Mjólkurframleiðslan jókst á síðasta ári og mun orsökln tll þess m.a. vera sú, að bændur, sem förg- uðu fé vegna riðuveiki, snéru sér að mjólkurfram- leiðsu. Þessar takmarkanir koma sér illa fyrir þá. En vonandi geta menn snúið sér að einhverri annari framleiðslu, án þess að þurfa að yfirgefa sveitirnar. Loðdýraræktin er í töluverðum vexti og eru t.d. ein 5 loðdýrabú risin hér í Hofshreppi. Einn bóndi hér í hreppi, á Vatni á Engm mus inn í mitt hús „HÁTÍÐIVI HÖGNI" Ver hús þitt fyrir músum, rottum og öðrum meindýrum með hátíðnihljóði (22 kH2 — 65 kH2). Tæki þetta er algjörlega skaðlaust mönnum og húsdýrum. Tilvalið fyrir: ) fyrirtæki í matvælaiðnaði Ibændur I verslanir l sumarbústaði l fiskvinnslur i heimili Tækin notist innandyra og eru fyrir 220 v Þau eru til í 4 stærðum. Póstsendum S)ónn óf. EINHOLTI 2 - SÍMI 91-23150 MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA SELFOSSI Framleiðsla og dreifing á smjöri, mjólk, rjóma, skyri, ostum, jógúrt, mjólkurdufti og kálfafóðri. Ennfremur geymsluþolnar mjólkurvörur. Mjólk, kaffirjómi, kakómjólk, þeytirjómi, jogi og mangósopi. Minnum ennfremur á Floridanadrykkina. Höfðaströnd, stundar aðallega ferðaþjónustu og silungsveiði. Hugmyndir eru á kreiki um að koma upp silungseldi á einum bæ hér á Höfðaströndinni en of snemmt er að segja um hvort úr verður. Atvinnuástandið í Hofsósi er gott og allmargt fólk úr sveitinni vinnur þar í frystihúsinu og við skelvinnsluna. Rekstur frysti- hússins hefur gengið mjög vel en fiskinum er ekið frá Sauðárkróki. Hofsós er aðili að Útgerðarfélagi Skagfirðinga og fær 30% af tog- araaflanum. Einn báturergerður út frá Hofsósi og stundar hann rækju- og skelveiðar. Félagslíf er hér töluvert mikið. Kemur þar ekki hvað síst til starf- semi Lionsklúbbsins, sem nær yfir 7 hreppa og koma meðlimir klúbbsins saman hálfsmánaðar- lega. Leikfélag er starfandi í Hofsósi og standa nú yfir æfingar hjá því. Ég vil svo bæta því hér við, að ég tel skynsamlegt af loðdýra'- bændum að stofna verðmiðunar- sjóð, sem grípa mætti til þegar verulegt verðfall verður á loð- skinnum. Gæti slíkur sjóður ekki hvað síst komið sér vel fyrir þá, sem eru að fara af stáð en verða kannski fyrir verðfalli strax í byrj- un og mega eðlilega illa við slík- um skakkaföllum. -mhg Silungsveiði Fækkaði kúnum og fór að veiða Reynir Gíslason frá Bæ á Höfðaströnd segir frá Það var upp úr áramótun- um 1984/1985 sem Búnað- arsamband Skagfirðinga gekkst fyrir námskeiði þar sem kenndar voru silungs- veiðar niður um ís. Til að leiðbeina um veiðarnar var fenginn Mývetningurinn Héðinn Sverrisson. Tumi Tómasson, fulltrúi Veiði- málastofnunar á Hólum í Hjaltadal, kaus Höfðavatnið til kennslunnar. Allt fór þetta svo sem áfot mað var. Á ráðunautafundinum í vetur var meðal annarra staddur Reynir Gíslason, bóndi í Bæ á Höfðaströnd. Hann skýrði þar frá veiðunum í Höfðavatni, sem hófust í framhaldi af náms- keiðinu og kennslu Héðins. Samræmdist öðrum búskap - Jú, Héðinn kom og kenndi mér og öðrum hvernig farið skyldi að. Ég hafði aldrei áður séð kafara, áhaldið, sem fer undir ísinn og flytur snærið í næstu veiðiholu, svo hægt sé að draga net á milli. Héðinn sýndi okkur hvernig á að leggja, ganga frá holunum, vitja um og deyða sil- unginn. Þessar veiðar féllu vel að öðr- um búskap. Ég var með 32 kýr, 36 geldneyti og 10 hross. Núna eru kýrnar 24. Upp úr gegning- um, kringum kl. 10.30 að morgn- inum, var farið að vitja um netin. Oftast fór kona mín með og stundum sonur okkar. Verka- skiptingin var þannig, að konan braut upp holurnar en ég vitjaði um. Netin voru oftast um 30 og komust upp í 50, en þá skiptum við þeim í tvennt, vitjuðum um 25 á dag. Oftast var komið heim upp úr kl. 2 en þó stundum seinna ef mikið var frosið fyrir holurnar. Nokkur tími fór svo í að verka silunginn og koma honum frá sér. Við veiðarnar notuðum við bíl og vélsleða, sem við fengum raunar lánaðan. Rétt er að taka fram, að ísinn getur verið vara- samur þegar sól fer að hækka á lofti, einkum þar sem grjótbotn er og grunnt. Að sumrinu er erfiðara að sinna veiðunum með öðrum bú- störfum. Þá er vinnan við þau orðin fullt starf og veiðarnar einnig. Þá varð ég líka að vitja um tvisvar á sólarhring, annars hefði silungurinn drepist í netunum. Hafgola kemur þá líka oftast um miðjan daginn. Þá vildu netin verða loðin og töluvert verk við að hreinsa þau. Veiðin varð 4 tonn allt veiðitímabilið. Er heim kom hófst aðgerð, tálknin tekin, innyfli og blóðrönd hreinsuð. Síðan farið með fiskinn í frystihús eða hann var settur í hillur og plastdúkur breiddur undir. Þannig var fiskurinn alveg laus þegar hann var tekinn úr hill- unum. í Bæ er einnig sjávarveiði. Þannig veiddust tæp 200 kg., að- allega í júní, en veiðin hvarf er leið á sumarið. Sjávarveiðin kost- aði mikla vinnu við hreinsun á netunum því ef nokkuð hreyfði sjó fylltust þau af rusli. Við sjáv- arveiðina þarf að grípa göngur þegar þær koma og vitja nógu oft um. Þáttur frystihússins Forstjóri frystihússins í Hofs- ósi, Gísli Kristjánsson, var reiðu- búinn til þess að taka af mér sil- unginn og gekk Tumi Tómasson frá þeim málum. Athugað var hvort fiskurinn væri laus í beinum, en það kemur fljótt íljós á þunnildunum. Svo var hann flokkaður eftir stærð. Smár fiskur var talinn sá, seni ekki náði 200 gr- Frystihúsið borgaði strax 50 kr. fyrir kg. Síðar kom 30 kr. uppbót á kg. Uf því voru greiddar 80 kr. fyrir kg. af heilum, aðgerðum fiski en 180 kr. fyrir kg. af flökun- um. Mestallan silunginn lögðum við inn heilan. Heildarveiðin var um 4 tonn. Fylgjast verður mjög vel með fiskinum, sem flakaður er í heimahúsum. Einkum má vara sig á silungnum þegar komið er fram í ágúst-september, því þá er mikill hluti hans kominn nærri hrygningu. Eg vil svo að endingu taka það fram, að frystihúsið í Hofsósi á miklar þakkir skildar fyrir að kaupa silunginn og taka á sig þá áhættu, sem því fylgdi. -mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.