Þjóðviljinn - 07.03.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.03.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. MODVIUINN Föstudagur 7. mars 1986 55. tölublað 51. örgangur. Bankarnir að 100% hækkanir Ríkisbankarnir ganga á undan ogstórhækkaþjónustugjöldin beint í kjölfar kjarasamninganna. Alþýðubankinn einn með óbreytt verð. Viðskiptaráðherra kemur affjöllum Ríkisbankarnir og aðrir bank- ar, nema Alþýðubankinn, hafa stórhækkað flest þjónustu- gjöld sín, sum um allt að 100%. Þannig hafa gjöld fyrir að útbúa skuldabréf hækkað frá 1. mars eftir að nýgerðir kjarasamningar tóku gildi úr 208 krónum í 352 kr. í Landsbankanum og Útvegs- bankanum, í 368 kr. í Búnaðar- bankanum, í 408 kr. í Samvinnu- bankanum og í 416 kr. eða um rétt 100% í Verslunarbankanum. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Guðmundar J. Guðmunds- sonar á alþingi í gær í umræðum utan dagskrár um verðlagseftirlit í kjölfar nýgerðra kjarasamn- inga, en Þjóðviljinn skýrði fyrst- ur blaða frá 40% hækkun á tékk- heftum. Guðmundur tíndi til fjölmörg dæmi um stórhækkun á þjónust- ugjöldum bankanna. Þannig hef- ur gjald fyrir yfirdrátt á tékka- reikningi hækkað úr 150 kr. í 205 í Hugvit ARTEK föer góðar undirtektir Ada-þýðandinn auglýstur í bandarískum tímaritum. Mikill áhugi víða um heim. Vilhjálmur Þorsteinsson: Við erum bjartsýnir að verður ekki annað sagt en undirtektirnar hafi verið mjög góðar og við höfum ekki á- stæðu til annars en að vera bjart- sýnir. Nú er liðinn um hálfur mánuður síðan við auglýstum Ada-þýðandann fyrst í Banda- ríkjunum og menn hafa þegar sýnt honum mikinn áhuga, sagði Vilhjálmur Þorsteinsson annar eigenda ARTEK hf. í samtali við Þjóðviljann í gær. „Ada-þýðandinn er talsvert dýr og menn kaupa hann ekki án þess að vita nokkuð um hann. Salan hefur reyndar verið nokk- ur, en hingað til hafa menn frekar verið að leita eftir upplýsingum, bæklingum og sýnidisklingum, sem er smækkuð útgáfa af vör- unni. Við höfum sent út um 600 bæklinga og tugi sýnidisklinga," sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur og Örn Karlsson félagi hans voru nýlega á ráð- stefnu í Los Angeles í Bandaríkj- unum, þar sem fjallað var um Ada-forritunarmálið. Að sögn Vilhjálms var litið á þá þar sem fullfæra samkeppnisaðila á þess- um markaði, og greinilegt að tekið hafði verið eftir þeirra framleiðslu. Þeir hafa fengið fjölda fyrirspurna víða að úr heiminum, m.a. frá dreifingar- fyrirtæki í Japan. Þá hefur verið fjallað um þá og þeirra fram- leiðslu í bandaríska tímaritinu Computerworld. -gg Landsbanka og Útvegsbanka, í 240 kr. í Búnaðarbanka, 252 kr. í Verslunarbankanum og í 280 kr. í Samvinnubankanum. Verð á al- mennum gíróseðlum hefur í þess- um bönkum hækkað úr 12 kr. í 17 kr. og aðrar tegundir gíróseðla úr 17 kr. í 25 kr. Þá hefur gjald fyrir að útbúa skjöl eins og t.d. veð- leyfi hækkað í þessum bönkum úr 208 kr. í 486 kr. eða um 133%. Til harkalegra deilna kom í borgarstjórn í gærkvöldi vegna nýgerðra kjarasamninga og voru greidd atkvæði um aðild borgar- innar að þeim að beiðni Guðrún- ar Jónsdóttur og Ingibjargar S. Gísladóttur borgarfulltrúa Kvennaframboðsins, sem síðan voru einar um að greiða atkvæði gegn þeim. Kvennaframboðið lét bóka á fundinum, að þær greiddu at- kvæði gegn samningunum vegna þess, að þær teldu launafólk greiddi sjálft sínar launahækkan- ir, en engin tekjutilfærsla hefði orðið frá atvinnuatvinnurekend- um til launafólks. Kjararánið væri staðfest. Sigurjón Pétursson Abl. sagði m.a. annars að verkafólkið sjálft hefði kosið að fara þessa leið og Þessu tjl viðbótar er síðan sú stór- hækkun á tékkaheftum sem Þjóðviljinn hefur áður greint frá. „Þegar svo er um hin grænu tré ríkisstofnana og almenna banka, þá líst mér ekki á aðra. Ég skora á viðskiptaráðherra að taka al- mennilega á þessu. Það er beðið eftir viðbrögðum viðskiptaráð- herra,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. því væri það borgarstjórnar að samþykkja það, enda hafi samn- öðru. Hins vegar væri kaupmátt- Matthías Bjarnason viðskipt- aráðherra sagðist alveg koma af fjöllum, hann hefði ekkert vitað um þessar hækkanir utan tékk- heftin og hann yrði að láta kanna þessi mál. Stefán Valgeirsson for- maður bankaráðs Búnaðarbank- ans sagðist einnig koma af fjöll- um. Þessar hækkanir hefðu aldrei verið bornar undir sig né banka- ráðið. araukningin alls ekki nægilega mikil. Fjölmargir borgarfulltrúar tjáðu sig um málið, en niðurstað- Svavar Gestsson sem hóf utan- dagskrárumræðuna sagði að ríkisstjórnin ætti að skipa svo fyrir að þessar hækkanir bank- anna sem og aðrar stórhækkanir síðustu daga skyldu teknar til baka. Það væri verið að svíkjast aftan af samningum og ráðherra yrði að taka í taumana. -Jg- an varð sú, að samningarnir voru samþykktir með 19 atkvæðum gegn 2. - gg. Konur Baráttufundur 8. mars Pessi baráttufundur er haldinn til að benda á, að flestallar konur geta ekki framfleytt sér og börnum sínum af laununum og nýgerðir samningar breyta því miður ekki neinu í því efni, sagði Helga Sigurjónsdóttir sem hefur verið í undirbúningshópi fyrir 8. mars, baráttudag kvenna, á laugardaginn fyrir Kvennafylk- ingu Alþýðubandalagsins. Fundurinn hefst með göngu frá Hljómskálanum kl. 13.30 á laug- ardag, og verður gengið fylktu liði á fundarstað í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3. Þar verður byrjað um kl. 14.00. Ræðumenn verða þær Birna Þórðardóttir skrifstofumaður, Björk Vilhelms- dóttir nemi og Kristín Ólafsdóttir félagsfræðingur. Fundarstjóri verður Guðrún Jónsdóttir fé- lagsráðgjafi. f undirbúningshópnum fyrir 8. mars eiga sæti: Guðrún Jóns- dóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Guðlaug Teitsdóttir, Hjördís Hjartar, Helga Thorberg og Freyja Þorsteinsdóttir og eru þær frá Kvennafylkingu Alþýðu- bandalagsins, Kvennaframboð- inu, Samtökum kvenna á vinnu- markaði og MFÍK. -óg Leikhús Ekkert illt á sveimi Mig dreymdi illa eftir að ég fór á leiðið hennar Steinunnar en að öðru leyti hefur mér liðið vel á æfingatímanum. Eg hef enga trú á að hún herji á mig, það er ekk- ert illt á sveimi, segir Margrét Helga Jóhannsdóttir sem fer með aðalhlutverkið í Svartfugli, leik- gerð Bríetar Héðinsdóttur eftir skáldsögu Gunnars Gunnars- sonar, en verkið verður frumsýnt í Iðnó á þriðjudaginn kemur. í Svartfugli byggir Gunnar á svonefndum Sjöundármorðum sem urðu í Rauðasandshreppi í byrjun síðustu aldar. Á Sjöundá var tvíbýli og sögusagnir komust á kreik um samdrátt þvert á hjónabönd. Maður Steinunnar, Jón, og Guðrún, kona Bjarna, létust með skömmu millibili og Steinunni og Bjarna var kennt um morðin. Voru þau dæmd til dauða og flutt til Reykjavíkur þar sem þau voru höfð í haldi í Stjórnarráðshúsinu núverandi. Þar dó Steinunn sumarið 1805 og fer tvennum sögum af dánaror- sökinni. Bjarni var hins vegar fluttur til Noregs og tekinn þar af lífi sama haust. Steinunn var dysjuð á Skóla- vörðuholti og stóð dys hennar þar fram til ársins 1915 þegar hafnar- gerð var hafin í Reykjavík. Þá voru beinin fyrir grjóttöku- mönnum og var þá gripið til þess ráðs að flytja þau í kirkjugarðinn við Suðurgötu. Þar hvílir hún nú og Margrét Helga sem leikur hana varð við þeirri ósk Þjóðvilj- ans að tylla sér á leiðið. Sagan segir að Steinunn hafi ekki tekið beinaflutningnum ailt of vel og Iátið í sér heyra á miðilsfundum. Margrét segir að sér komi Steinunn fyrir sem besta mann- eskja. „Atburðarásin varð hins vegar þannig að þessir hlutir gerðust en það komu aldrei fram neinar sannanir fyrir því að þau Bjarni hefðu framið morðin. Steinunn er ekkert samviskulaust glæpakvendi. „í sýningu Leikfélags Reykja- víkur fer Sigurður Karlsson með hlutverk Bjarna en makar þeirra Steinunnar eru leiknir af Val- gerði Dan og Karli Guðmunds- syni. Með önnur veigamikil hlut- verk fara Jakob Þór Einarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Gísli Rúnar Jónsson, Gísli Halldórs- son og Sigrún Edda Björnsdóttir. Það er höfundur leikgerðarinnar, Bríet Héðinsdóttir sem leikstýrir. —ÞH Margrét Helga Jóhannsdóttir leggur blóm á leiði Steinunnar Sveinsdóttur frá Sjöundá í Ftauðasandshreppi. Mynd: Sig. Samningarmr Samþykktir í borgarstjóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.