Þjóðviljinn - 07.03.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.03.1986, Blaðsíða 3
____________________________________FRÉTT1R___________________ _ Öryrkjar Ihaldið bakkar að hluta Tillaga GuðrúnarÁgústsdóttur um aðfallafrá hœkkunfelld. íhaldið í félagsmálaráði ákveður að hœkka um 40%. íbúum endurgreiddar800 krónur. etta sýnir að mínu mati að það borgar sig að berjast sé mað- ur órétti beittur og það getur bor- ið nokkurn árangur, jafnvel þótt við íhaldsmeirihluta sé að eiga, sagði Guðrún Ágústsdóttir borg- arfuiltrúi Abl. í samtali við Þjóð- viljann í gær eftir að íhaldið í fé- lagsmálaráði hafði ákveðið að falla frá 67% hækkun á fram- leigðu húsnæði til öryrkja, en hækka það þess í stað um 40%. Gunnar A. Þorláksson hús- næðisfulltrúi Fél- agsmálastofnunar ásamt þremur deildarfulltrúum og yfirmanni fjölskyldudeildar höfðu ákveðið að hækka leiguna um 67%, úr rúmlega 3000 krónum í um 5000 krónur. Guðrún Ágústsdóttir mót- mælti þeirri hækkun á fundinum í gær og lagði til að fallið yrði alfar- ið frá hækkuninni, en tillagan fékk ekki stuðning. Þá fluttu Guðrún Jónsdóttir Kvennafram- boði og Gerður Steinþórsdóttir Framsóknarflokki tillögu um að hækka leiguna um 33%, en sú til- laga var sömuleiðis felld. Fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ákváðu þá að hækka leiguna um 40%, sem þýðir að íbúum þessa húsnæðis á Vatnsstíg og í Síðu- múla verða endurgreiddar um 800 krónur af því sem þeir greiddu um síðustu mánaðamót. Sem kunnugt er hækkaði líf- eyrir þessa fólks aðeins um 5% um mánaðamótin og mótmæltu íbúarnir hækkununum harðlega, kváðust alls ekki geta mætt svo skyndilegri hækkun. Húsnæði sem leigt er, er almennt í mjög slæmu ásigkomulagi og hefur við- haldi ekki verið sinnt svo árum skiptir, þrátt fyrir kvartanir íbúa. Guðný Aradóttir einn leigj- endanna sagði um þessa ákvörð- un að hún breytti engu um henn- ar afstöðu til hækkunarinnar. „Á meðan húsnæðið er í þessu ást- andi er ekki hægt að samþykkja neina hækkun nema þá kannski vísitöluhækkun húsnæðiskostn- aðar.“ í gærkvöldi héldu fulltrúar Fé- lagsmálastofnunar húsfund með íbúum á Vatnsstíg en frá honum verður greint í Þjóðviljanum á morgun. -g g/K.Ól. Egilsstaðir Arndís í baráttusæti Hreppsráð Alþýðubandalags- ins á Egilsstöðum samþykkti á sunnudaginn framboðslista vegna sveitarstjórnarkosning- anna í vor. Alþýðubandalagið á nú tvo fulltrúa í hreppsnefnd. 5 efstu sæti listans skipa: 1. Sig- urjón Bjarnason bókari, 2. Elsa K. Jónsdóttir kennari, 3. Arndís Þorvaldsdóttir ritari, 4. Friðjón Jóhannsson mjólkurfræðingur og 5. Guðrún Aðalsteinsdóttir hús- mæðrakennari. -gg- Norðurland Breyttir fundatímar Alþýðubandalagið hefur að undanförnu staðið fyrir al- mennum fundum í Norðurlands- kjördæmi vestra og hafa þau Ragnar Arnalds alþingismaður og Kristín Á. Ólafsdóttir varafor- maður flokksins verið á þessum fundum. Næstu fundir verða urn helgina og er búið að breyta fund- artímum. Sá fyrri verður á Siglu- firði í Alþýðuhúsinu, laugardag kl. 17.00 og sá síðari á Sauðár- króki í Villa Nova, sunnudag kl. 16.00. Sjá flokksdálk bls. 14. Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson við upptökúr á lögunum sem fara í úrslitakeppnina. Ljósm. E.ÓI. Eurovision Söngvakeppni í kvöld Ikvöld, sendir Sjónvarpið út fyrsta þáttinn af fimm þar sem lögin tíu sem komust í úrslit í Hafskip Kröfum rignir 360 kröfur komnar. Kröfulýsingarfrestur rennur út í maí. Rannsókn lýkur einnig ímaí. Kröfur Útvegsbankans óbreyttar. Greitt úr málum erlendis. Skaftá seld í apríl 10 lög í úrslit af 287 keppninni um sigurlag íslands í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í lívrópu verða kynnt. Tvö lög verða kynnt í hverjum þætti en hver þeirra er 12 mínútur að lengd. I samkeppni sem sjónvarpið efndi til um gerð sönglags sem yrði framlag íslands til keppninn- ar bárust alls 287 lög. Sérstök dómnefnd valdi úr þessum fjölda 10 lög til úrslitakeppninnar en sigurlagið verður valið af annarri dómnefnd í undanúrslitakeppn- inni sem sjónvarpað verður beint úr sjónvarpssal laugardaginn 15. mars nk. Sigurlagið verður síðan flutt af íslenskum listamönnum í Björgvin í Noregi 3. maj nk. og verður keppninni sjónvarpað beint víða um heim en áætlaður fjöldi áhorfenda er 600 miljónir. Á undanúrslitunum á fslandi verða hér viðstaddar norsku stúlkurnar í Bobbysocks en þær sigruðu í söngvakeppninni fyrir ári með laginu „Lad det svinge“. Lögin tíu sem komust í úrslit voru útsett af þeim Gunnari Þórðarsyni og Þóri Baldurssyni en þau verða flutt af Stórsveit Sjónvarpsins undir stjórn þeirra Mosfellssveit Listinn ákveðinn Auður Laxness í heiðurssœtinu Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins í Mosfellssveit vegna byggðakosninganna í vor hefur verið ákveðinn. Efst á lista er Að- alheiður Magnúsdóttir, í sæti 2 situr Sigríður Halldórsdóttir Lax- ness frá Gljúfrasteini og í 3. sæt- inu er Fróði Jóhannsson. Fjórða sætið vermir Soffta Guðmunds- dóttir og það fimmta Pétur Hauksson. f heiðurssæti G- listans í Mosfellssveit situr svo Auður Laxness húsfreyja á Gljúfrasteini. Dalbraut 6 sóttu um Akvörðun á þriðjudaginn Félagsmálaráði borgarinnar hafa borist sex umsóknir um stöðu forstöðumanns dvalar- heimilis aldraðra við Dalbraut. Umsóknirnar voru kynntar á fundi ráðsins í gær, en líklcga verður tekin ákvörðun um hver hlýtur starfíð á þriðjudaginn. Umsækjendurnir sex voru: Anna Margrét Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Gunnar J. Gunnarsson guðfræðingur, Ingi- björg S.E. Arelíusar þvottahús- tæknir, Margrét S. Einarsdóttir sjúkraliði og Sigurður Hjartarson framkvæmdastjóri. -gg- Ráðningar Garðar ríkis- skattstjóri Garðar Valdemarsson var í gær skipaður í stöðu ríkisskatt- stjóra frá og með 1. júlíísuniaren þá lætur Sigurbjörn Þorbjörns- son af störfum. Garðar hefur að undanförnu gegnt stöðu skatt- rannsóknarstjóra. Auk hans sóttu um stöðuna Guðmundur Guðbjarnarson deildarstjóri við embætti ríkisskattstjóra og Gunnar Jóhannsson formaður ríkisskattanefndar. _ v Leiðrétting Sú meinlega prentvilla slæddist inní grein Ævars Kjartanssonar „Sameinaðir stöndum vér - hvar?“ í blaðinu í gær, að í þriðja dálki, þar sem segir - „það hefðu þeir aldrei gert þegar verðið á þeirri vöru" o.s.frv. en á að standa aðeins þegar verðið o.s. frv. egar hafa borist um 360 kröf- ur í þrotabú Hafskips en kröfulýsingafresturinn í þrotabú- ið rennur ekki út fyrr en í maí, er vonast til að rannsókn málsins Ijúki upp úr því. Markús Sigurbjörnsson, skipt- aráðandi, sagði að rannsóknin væri komin vel af stað. Sagði hann að mjög aðgengilegt væri að vinna þetta verk og að bókhald fyrirtækisins væri í góðu ásig- komulagi. Ekki kvaðst hann geta sagt hversu háar þær kröfur væru sem þegar hefðu borist, hinsveg- ar mun krafa Útvegsbankans í þrotabúið vera óbreytt frá því sem kom fram í haust. í febrúar fóru skiptaráðendur til Evrópu til að greiða úr málum umboðsskrifstofa Hafskips, í Sví- þjóð, Danmörk, Bretlandi, Hol- landi og Belgíu. „Þau mál eru nú í réttum farvegi einsog önnur mál þrotabúsins,“ sagði Markús í gær. í apríl er svo búist við að Skaft- áin verði seld á uppboði í Belgíu. Jón Þorsteinsson, hæstaréttar- lögmaður, sem er formaður þrig- gja manna nefndar, sem Alþingi skipaði til að kanna samskipti Hafskips og Útvegsbankans, kvaðst í gær ekkert geta sagt um hvað rannsóknin hefði leitt í ljós. Sagði hann að í lok rannsóknar- innar yrði ráðherra og Alþingi af- hent skýrsla um málið og bjóst hann við að hún yrði gert opin- HEIMILISLÆKNIR Hef opnað læknastofu í Domus Medica Egilsgötu 3. Viðtalstími virka daga kl. 10-12 og 13.30-15.00. Tímapantanir og vitjanabeiðnir í síma 1 16 66. Símaviðtalstími virka daga kl. 9-10 í síma 1 16 66. Skráning fer fram hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, Tryggvagötu 28, sími 18440. Ólafur Friðrik Magnússon læknir. Sérgrein: heimilislækningar. Föstudagur 7. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.