Þjóðviljinn - 07.03.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 07.03.1986, Side 14
Blaðamannafélag íslands Dómur siðanefndar vegna kœru Guðmundar G. Þórarinssonar á Þjóðviljann Með bréfi dagsettu 24. jan. 1986 hefir Guðmundur G. Þórar- insson kært skrif Þjóðviljans, þau er birtust á forsíðu blaðsins 7. jan. s.l., fyrir siðanefnd Blaða- mannafélags íslands. Umrædd skrif eru aðalfrétt blaðsins þennan dag, sett upp yfir þvera forsíðu þess. Aðalfyrir- sögnin er: „Gripnir í skyndiút- hlaupi“, og er þar vísað til fyrir- tækisins Þýsk-íslenska h.f.. Undirfyrirsöng er í 4 línum, einn- ig yfir þvera síðu: „Eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins grunað um að hafa dregið á ann- að hundrað miljónir kr. undan skatti. Víðtæk rannsókn nær til síðustu ára. Fyrrum stjórnarfor- maður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins var Guðmundur G. Þórarinsson fyrrum þingmaður Framsóknar og gjaldkeri flokks- ins“. í fréttinni sjálfri segir m.a., að Þýsk-íslenska sé grunað um að hafa svikið þessa upphæð „undan skattgreiðslum, ýmist með röng- um innflutningsskýrslum eða undandrætti söluskatts. Kom þetta í ljós við skyndirannsókn skattrannsóknarembættisins. Starfsmenn skattrannsóknar- stjóra hafa farið ýtarlega ofan í skattaskil fyrirtækisins að undan- förnu og ljóst er að mikið er enn órannsakað í málinu en rann- sóknin á bókhaldi Þýsk-íslenska nær nokkur ár aftur í tímann“. Einnig stendur til, samkvæmt fréttinni, að málinu verði vísað til „Rannsóknarlögreglu ríkisins til ýtarlegri rannsóknar á brotum á bókhaldslögum þegar frumniður- stöður skattrannsóknarembættis- ins liggja fyrir“. Síðar segir í fréttinni: „Stjórn- arformaður fyrirtækisins og ann- ar framkvæmdastjóri þess fram á haustdaga 1984 var Guðmundur G. Þórarinsson fyrrv. alþm. Framsóknarflokksins og núver- andi gjaldkeri flokksins. Hann er einn af stærstu hluthöfum fyrir- tækisins ásamt Ómari Krist- jánssyni hálfbróður sínum.“ Við könnun þessa máls hefur komið á daginn, að heimildir blaðamannsins fyrir téðri aðild Guðmundar G. Þórarinssonar að félaginu eru þrenns konar. í fyrsta lagi má telja tilkynningu til hlutafélagaskrár dagsetta 20. mars 1978. Samkvæmt henni var Guðmundur G. Þórarinsson stjórnarformaður Þýsk-íslenska verslunarfélagsins h.f. og hafði auk þess prókúruumboð. Slík gögn eru vitaskuld ófullnægj- andi, ef ekki er jafnframt stuðst við yngstu tilkynningarnar, enda kom á daginn, að fyrir mistök hafði, að sögn blaðamannsins, önnur heimild hlutafélagaskrár, yngri og traustari, ekki komist í hendur hans. Þess er og að gæta, að viðhlítandi heimildir um eignarhluta fást ekki hjá hlutafé- lagaskrá. í tilkynningu til hlutafélaga- skrár 28. nóv. 1979, birtri 7. maí 1980, var Guðmundar hvorki get- ið sem stjórnarformanns, fram- kvæmdastjóra né prókúruhafa. Síðari tilkynningar til hlutafé- lagaskrár hafa í engu breytt þessu. Samkvæmt skattframtali Guðmundar 1980 hefir hann selt eignarhlut sinn í fyrirtækinu 1979. Samkvæmt yfirlýsingu Guðmundar sjálfs var hann ráð- inn framkvæmdastjóri að sér- verkefnum frá því í apríl 1983 og fram í janúar 1984. Önnur heimild blaðamannsins er ritið íslensk fyrirtæki 1985. Þar segir, að stjórn fyrirtækisins skipi þau Ómar Kristjánsson formað- ur, Edda K. Metúsalemsdóttir og Guðmundur Þórðarson með- stjórnendur en framkvæmda- stjórar séu Ómar Kristjánsson og Guðmundur G. Þórarinsson. Þessar upplýsingar eru þó ó- traustar, því að í ritinu er ekki fjallað um breytingar á stjórn fyr- irtækja. Þriðja heimild að fréttinni er símtal blaðamannsins 6. jan. s.l. við Guðmund Þórðarson lög- fræðing, framkvæmdastjóra fjár- málasviðs Þýsk-íslenska. í samtali þessu segir Guð- mundur Þórðarson m.a.: „Hann (þ.e. Guðmundur G. Þórarins- son) er ekki hér“. Og er blaða- maður innir hann eftir, hvort hann hafi ekki aðstöðu hjá Þýsk- íslenska, svarar hann því svo: „Nei, hann er bara á sinni verk- fræðiskrifstofu. Hann er ekkert í þessu fyrirtæki". Blaðamaður spyr hann þá, hvort hann sé ekki framkvæmdastjóri fyrirtækisins, eins og ritið íslensk fyrirtæki 1985 greini. Neitar Guðmundur Þórð- arson því og segir, að það sé „eitthvað gamalt. Hann var hérna eitt ár fyrir tveimur árum eða eitthvað svoleiðis“. Þetta símtal hefði öðru fremur átt að verða til þess, að blaða- maðurinn tæki upplýsingar sínar til endurskoðunar. Svo sem fyrr greinir, fer ekki milli mála, að nafn Guðmundar G. Þórarinssonar er tengt ætluðu brotamáli um umfangsmikil skattsvik. Frásögnin er hins vegar bæði röng og villandi um atriði, sem kunna að hafa verulega þýð- ingu um ábyrgð Guðmundar í þessu efni. Heimildir blaðamannsins um aðild Guðmundar G. Þórarins- sonar að Þýsk-íslenska standa engan veginn undir fréttinni. Vinnubrögðum er hér greinilega áfátt bæði um gagnasöfnun og úr- vinnslu. Krafa um vönduð vinnu- brögð hlýtur að vera því brýnni þeim mun alvarlegri sökum, sem maður er borinn, og æru hans misboðið. Athugasemdir Þjóð- viljans 2 dögum seinna hagga ekki þessari niðurstöðu. Frétt Þjóðviljans er merkt stöfunum lg. Lúðvík Geirsson blaðamaður kom á fund nefndar- innar 5. febr., og kvaðst hann hafa skrifað umrædda frétt. Guð- mundur G. Þórarinsson kom á fund nefndarinar 12. febr. s.l. Siðanefnd greinir brot á siða- reglum svo skv. 6 gr. þeirra: a) óverulegt, b) ámælisvert, c) al- varlegt, d) mjög alvarlegt. Úrskurður siðanefndar Blaða- mannafélags íslands er sá, að frétt Þjóðviljans sé alvarlegt brot á 3. gr. siðareglna Blaðamanna- félagsins. Fyrsta mgr. þeirrar greinar hljóðar svo: „Blaðamað- ur vandar upplýsingaöflun sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum mál- um“. Þroskahjálp Vinningar! Almanakshappdrætti Landssamtakanna Þroskahjálpar. Vinnin- gurinn í janúar kom á nr. 14927 og í febrúar 16911. Ösóttir vinning- ar á árinu 1985 eru: Nr. 9267 - 4226 - 8439 - 10936 og 1577. Útsýn hf. Samningur við VISA Samningur hefur verið undir- ritaður milli VISA og Ferðaskrif- stofunnar ÚTSÝNAR hf. vegna ferðaviðskipta. Korthafi getur nú staðfest farpöntun í hópferðir eða kaup á farseðli, t.d. APEX, með einu símtali, þar sem hann gefur upp númer greiðslukorts og gild- istíma þess og er um leið skuld- færður fyrir greiðslunni að feng- num öllum nauðsynlcgum upp- lýsingum um ferðatilhögun og ferðatíma. A þennan hátt tryggir korthafinn sér hugsanlega lægra fargjald en ella og sparar sér tímafrcka snúninga. Þetta er í fyrsta sinn, sem VISA korthöfum gefst tækifæri til að dreifa greiðslunni með heimild fyrir mánaðarlegum millifærslum sem innborgun vegna væntan- legra sólarlandaferða. Samkomulagið felur í sér að VISA korthafi getur lagt fyrir á- kveðna upphæð mánaðarlega og þannig verið búinn að greiða all- an eða mestan hluta ferðakostn- aðar fyrir brottför. Þjónusta þessi er háð því skil- yrði að Visa korthafi skrifi undir yfirlýsingu þess efnis, að hann heimili Ferðaskrifstofunni Útsýn hf. fyrrgreindar skuldfærslur af Visaícort-reikningi sínum og að hann sé í skilum gagnvart Visa Island við móttöku farseðils. Þessi samningur markar tíma- mót í Visa viðskiptum í Evrópu, þar eð ekki er vitað til að slíkt fyrirkomulag hafi staðið Visa korthöfum til boða annars stað- ar. Þjónusta þessi sparar Visa korthöfum mikinn tíma og um- stang, og staðfestir hið vaxandi traust er söluaðilar bera til gjald- miðils framtíðarinnar - VISA kortsins. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN hf. er fyrsta ferðaskrifstofan hér- lendis, til að taka upp þennan hentuga greiðslumáta. Visa korthafar á íslandi eru nú að nálgast 50.000 HVAÐ ER AÐ GERAST í ALÞÝÐUBANDALAGINU? AB Borgarness Fundur verður haldinn föstudaginn 7. mars kl. 20.30 í Röðli. Fundarefni: undirbúningur sveitastjórnarkosninga. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Félagsfundur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til almenns félagsfundar miðvikudaginn 12. mars kl. 20.30 í Skálanum Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Kynntar tillögur uppstillingarnefndar um framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. 2) Kosningastarfið. 3) Önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði, mánudaginn 10. mars kl. 20.30 í Lárus- arhúsi, Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: 1. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 11.3.; 2. Starfað í málefnahópum: a) félagsmál, b) skólamál. Félagar og stuðningsmenn! Mætið vel og dyggilega og hafið með því áhrif á stefnuna. Stjórn bæjarmálaráðs. AB Akranesi Bæjarmálar áð er boðað til fundar í Rein mánudaginn 10. mars kj. 20.30. Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun kaupstaðarins. 2) Onnur mál. Mætum vel og stundvíslega! Stjórnin. AB Selfoss og nágrennis Opið hús að Kirkjuvegi 7, Selfossi laugardaginn 8. mars kl. 15-18. Um- ræður um bæjarmál, kaffi og með því. Allir velkomnir. Nefndin. AB Selfoss og nágrennis Félagsmála- námskeið Fimmtudaginn 13. mars hefst 5 kvölda námskeið í ræðu- flutningi og fund- arsköpum sem opið er öllum félögum og stuðningsmönnum Alþýðubandalags- ins. Kristín Margrét Leiðbeinendur verða Margrét Frímannsdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir. Þátttaka tilkynnist til Önnu Kristínar í s. 2189 fyrir 9. mars. Stjórnin. AB Norðurlandi vestra Almennir fundir Búið er að breyta tímasetningu fundanna með Ragnari Arnalds og Kristínu Á. Ólafsdóttur á Norðurlandi vestra. Á Siglufirði á laugardag kl. 17.00 í Alþýðuhúsinu. Á Sauðárkróki á sunnudag kl. 16.00 i Villa Nova. Alþýðubandalagið Ragnar Kristín Alþýðubandalagið Aðalfundur verkalýðsmálaráðs verður haldinn sunnudaginn 9. mars kl. 14.00 í Miðgarði, Hverfis- götu 105. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf, 2) staða verkalýðsmála- ráðs AB, 3) tengsl flokks og verkalýðshreyfingar, 4) almenn kjara- umræða. Fundir verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins eru opnir öllum flokksmönnum og stuðningsmönnum AB. - Formaður. AB Vestmannaeyjar Félagsmálanámskeið verður haldið í Alþýðuhúsinu dagana 7. - 9. mars nk. Námskeiðið hefst fyrri daginn kl. 20.00. Allir félagar og stuðningsfólk velkomið. Leiðbeinandi verður Baldur óskarsson. BYGGÐAMENN AB Áhugamenn um sveitarstjórnarmál Ráðstefnu frestað til 12.-13. apríl Ráðstefnu Byggðamanna Alþýðubandalagsins um sveitarstjórn- armál hefur verið frestað til helgarinnar 12.-13. apríl n.k.. Þar mun verða rætt um sveitarstjórnarmálin almennt og undirbúning kosn- inganna í vor. Nánar auglýst síðar. Stjórn Byggðamanna AB 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN \ Föstudagur 7. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.