Þjóðviljinn - 07.03.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.03.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Sigríður Arnardóttir „I skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera“, kyrjuðu menntskælingar í bróðerni í hléinu. Morfískeppnirn- ar eru sameiningartákn allra framhaldsskóla landsins. Ofar þeim - uppí geim Sagt frá úrslitum í ræðukeppni framhaldsskólanna í Háskólabíói í fyrrakvöld „MR-in um sta vegna Niður með Challenger! Ofar þeim, upp í geim. Ekkert breim, MR heim! Slagorð af þessu tagi ómuðu úr Háskólabíói á miðviku- dagskvöldið þegar MR-ingar og MH-ingar kepptu í ræð- ukeppni framhaldsskólanna. MR sigraði, en þó var mjótt á munum því MR-liðið var aðeins með 18 stig fram yfir MH. Sigurlið Menntaskólans í Reykjavík skipuðu 4 strákar. Þeir heita: Hlynur Níels Grímsson nemandi í 6. bekk, Magni Þór Pálsson í 6. bekk, Gylfi Magnússon einnig í 6. bekk og Sveinn Valfells nemandi í 5. bekk. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð skipuðu: Ásdís Þór- hallsdóttir, Benedikt Erlingsson, Helgi Hjörvar og Katrín Sigurðardóttir. Umræðuefni kvöldsins var: Á að leggja niður geimferðir? MR-ingar mæltu með því en MH-ingar and- mæltu. Heigi Hjörvar var kjörinn ræðumaður kvöldsins með 541 stig sem er undraverður árangur. Alls voru gefin 2844 stig í keppninni. Gefið var m.a. fyrir ræðutækni (það er raddbeiting og augnaráð), framkomu (það er t.d. klæðnaður), handa- hreyfingar og rökfestu. Einnig var gefið fyrir uppbygg- ingu ræðu og hvort ræðumenn nota gott íslenskt mál. Mikil spenna var í loftinu í Háskólabíói og menn voru duglegir við að hvetja sitt lið til dáða. En myndir segja meira en mörg orð. -------------- SA „Ég bara trúi þessu ekki,“ þeir kalla okkur apa í kjólfötum, „Benedikt Erlingsson MH-ingur á ekki orö. Katrín Sigurðardóttir liðstjóri og Helgi Hjörvar ræðumaður framhaldsskólanna: „Við verðum að svara þessari andsk vit- leysu." arhaldaaðhungriðíheimin- 1 31^aðbiöog «*** a^hy"ÍSt JSÍttS HIW »» lamsi. Ljósm. Sig. Föstudagur 7. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.