Þjóðviljinn - 07.03.1986, Page 1

Þjóðviljinn - 07.03.1986, Page 1
ÞJÓÐMÁL GLÆTAN HEIMURINN UM HELGINA Félagsmálastofnun Okurleiga á ónýtu húsnæði Borginframleigir útherbergi við Suðurlandsbraut á 8 þúsund krónur. Borgar sjálfmunminna. Guðrún Jónsdóttir: Með öllu óíbúðarhœft. Borgin getur ekki leyftsér þetta. Þetta húsnæði við Suðurlands- braut er með öllu óíbúðar- hæft og það er mín skoðun að borgin geti ekki leyft sér að leigja þessi herbergi út á 8000 krónur hvert, á sama tíma og hún borgar 15.000 krónur fyrir hverja hæð þar sem eru 4 herbergi. Félags- málastofnun á ekki að vera gróð- afyrirtæki, sagði Guðrún Jóns- dóttir borgarfulltrúi í samtali við Þjóðviljann í gær. Guðrún vakti máls á því í fé- lagsmálaráði í gær, að borgin leigir einstaklingum herbergi með aðgangi að eldhúsi og snyrt- ingu fyrir 8 þúsund krónur. Borg- Norðurlandaráð Fjárlögin stórskert Frá fréttaritara Þjóðviljans á Norðurlandaráðsþingi í Kaup- mannahöfn: Morðið á Palme er ekki það eina sem skyggir á Norðurlanda- ráðsþingið hér í Kaupmanna- höfn. Fjárlög norræns samstarfs sem ráðherranefndin ákveður hafa verið skorin niður. í máli margra þingmanna hefur komið fram hörð gagnrýni á þennan niðurskurð. Sverrir Hermannsson minnti á í gær að alþjóðlegt sjónvarpsefni myndi brátt flæða yfir Norður- Iönd og því sé full þörf á að skapa norrænt mótvægi með auknu norrænu menningarsamstarfi. Norski menntamálaráðherrann setti fram þá hugmynd að stofn- aður verði sérstakur norrænn sjónvarpssjóður sem styrki þátta- gerð á vegum einstakra landa og samstarfsverkefna. Ýmsir hafa tekið undir þessa tillögu, þar á meðal Eiður Guðnason en hann er einmitt formaður menning- armálanefndar ráðsins. Að vísu er búist við því að dreg- ið verði úr niðurskurði fjárlaga við endanlega afgreiðslu þeirra á morgun. Á meðal hinna „heppnu“ er norræna eldfjalla- stöðin, sem gert verður fært að færa nokkuð út kvíarnar. Hins vegar er enn óljóst hvort hægt verður að tryggja norræna sumarháskólanum viðunandi starfsskilyrði á næsta ári. - g.g. Kaupmhöfn. in leigir hvert herbergi hins vegar á mun lægra verði, eða innan við 4 þúsund. Þarna er um að ræða 4 hæðir í húsinu við Suðurlands- braut 12. Eigandi húsnæðisins er Skúli Árnason. Borgin hefur leigt þetta um nokkurra mánaða skeið. Stigagangurinn í húsnæðinu er mjög illa farinn, mikill raki er í steypu og málning víða flögnuð af. Húsnæðið er að öðru leyti frámunalega óvistlegt og á mörk- um þess að vera íbúðarhæft, svo ekki sé meira sagt. Sums staðar vantar gluggatjöld, óvíða eru perurnar strípaðar í loftum. „Ég fagna því mjög að þetta mál er komið upp á yfirborðið. Það er auðvitað með öllu ófært að borgin skuli innheimta meira fyrir þetta en hún borgar sjálf,“ sagði Guðrún Ágústsdóttir borg- arfulltrúi þegar Þjóðviljinn bar þetta undir hana í gær. Guðrún Jónsdóttir benti á að enda þótt íbúarnir gætu sótt um endur- greiðslur á leigunni, væri óþarfi að niðurlægja þetta fólk með slíku. í leigusamningi eins íbúanna segir m.a. að skrifað sé undir með þeim fyrirvara að alger reglusemi verði við höfð, ella hafi starfs- menn Félagsmálastofnunar ré'tt á að rýma húsnæðið fyrirvaralaust. Svona er víða útlits innanhúss. Mynd: E.ÓI. Snœfellsnes Landburður af fiski Bátarfrá Rifi með 24-45 lestir eftir nóttina. Margir Ólafsvíkurbátar langt komnir með kvótann ogfarnir aðfœkka netum. Guðmundur Kristjónsson skipstjóri: Breiðafjörður erfullur affiski. Einhver besta Þetta er einhver besta vetrar- vertíð sem menn rnuna cftir. Það fer saman einmuna tíð og þvílíkur afli að með fádæmum er, sagði Guðmundur Kristjónsson skipstjóri og núverandi hafnar- vörður í Ólafsvík, i samtali við Þjóðviljann í gær. Guðmundur sagði að Breiða- fjörðurinn væri fullur af fiski, það væri alveg sama hvar lagt væri, allsstaðar væri fiskur. Hann sagði ennfremur að bátar frá Ólafsvík væru farnir að fækka netum, væru með 8 trossur, vegna þess vertíðin sem menn muna að þeir væru flestir langt komnir með kvótann sinn og ljóst væri að þeir yrðu allir búnir með hann. Afli báta frá Ólafsvík eftir að ne- tum var fækkað hefði verið þetta 10 og uppí 35 lestir eftir nóttina. Guðmundur sagði að minna hefði verið hent í sjóinn af lé- legum fiski nú en var í fyrra og árið þar áður, vegna góðra gæfta. Leifur Jónsson á hafnarvigtinni á Rifi sagði að á miðvikudag hefði afli báta frá Rifi verið 21 og uppí 45 lestir eftir nóttina. Hann sagði að stóru bátarnir þaðan væru enn ekki farnir að fækka netum, þar sem kvóti þeirra væri meiri en báta frá Ólafsvík. Hann sagði það samt ekki langt undan að þeir færu að fækka netum, því ljóst væri að ef svo vel veiðist áfram, yrðu allir búnir með kvót- ann um páska. Það sem háir okkur er fólks- ekla í fiskvinnslunni. Það berst svo mikið að af fiski að það rétt hefst undan að vinna aflann, sagði Leifur. - S.dór. Þjófnaður Hundur rændur Liverpool — Gæludýraeigendur í Bretlandi eru æfir í dag. í gær gerðist það nefnilega í fyrsta skipti svo vitað sé, að ráðist var á lítinn hund og hann rændur. í gær gerðist það að lítill sjö ára gamall hundur af blönduðu kyni sem hélt á peningabuddu eiganda síns í kjaftinum var sleginn niður ágötu og rændur. Fegurð, eins og hundurinn heitir, var að koma úr verslunarleiðangri með eiganda sínum, Margaret McDonnell, þegar atburðurinn átti sér stað. „Nógu slæmt er það þegar fólk er rænt, en þegar farið er að ræna hunda finnst mér of langt gengið“, sagði McDonnell um ránið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.