Þjóðviljinn - 14.03.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 14.03.1986, Page 2
FRETTIR iTORGHD. Fjármögnunarleiga? Skyldi ég geta framleigt þeim lífeyris- sjóöslánin? Einir sjö af ellefu bæjarfulltrú- um í Hafnarfirði gefa ekki kost á sér í bæjarstjórnarkosning- unum nú í vor. Rannveig Traustadóttir, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, gefur ekki kost á sér en Magnús Jón Árnason verður í fyrsta sæti. í öðru sæti fyrir Al- þýðubandalagið er Bergljót Kristjánsdóttir. Miklar sviptingar eru hjá Sjálf- stæðisflokknum en hann hefur ekki enn birt framboðslista sinn. Er búist við að listinn verði birtur í næstu viku. Samkvæmt heimild- um Þjóðviljans eru fimm efstu sæti listans skipuð Árna Grétari Finnssyni, Sólveigu Ágústsdótt- ur, Hjördísi Guðbjörnsdóttur, Jóhanni Bergþórssyni og Ásu Maríu Valdimarsdóttur. I sjötta sæti verður svo Lúxusritstjórinn Þórarinn J. Magnússon. Þau Hjördís, Jóhann, Ása María og Þórarinn eru öll ný á listanum en út falla bæjarfulltrúarnir Einar Th. Matthíesen, Ellert Borgar Þorvaldsson og Haraldur Sig- urðsson. Markús Á. Einarsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins gef- ur ekki kost á sér aftur og enn hefur ekki fundist maður í stað- inn fyrir hann. Arnþrúður Karls- dóttir var í öðru sæti í síðustu kosningum, en hún er nú stödd í Noregi. Að sögn mun hafa verið lagt hart að Níelsi Árna Lund, ritstjóra Tímans, að gefa kost á sér en hann afþakkað, enda hefur hann lýst því yfir að hann stefni á þingsæti. Þá mun Ágúst B. Karls- son hafa neitað að gefa kost á sér. Berast því böndin að Garðari Steindórssyni. Hjá krötum er stærsta breytingin sú að Hörður Zophan- íasson gefur ekki kost á sér. Guð- mundur Árni færist því í fyrsta sæti og Jóna Ósk Guðjónsdóttir skipar annað sætið hjá Alþýðu- flokknum. Vilhjálmur Skúlason hjá Óháðum borgurum mun ekki fara fram og er talið líklegt að Árni Gunnlaugsson, stofnandi flokksins komist aftur í öruggt sæti hjá flokknum. Þá er enn óráðið hvort konur muni bjóða fram sérstakan kvennalista en að sögn Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur hafa þær ekki enn tekið endanlega ákvörð- un þar að lútandi, en mikill áhugi sé fyrir hendi. Landsbyggðin Drög að nýrri stjómarskrá M. a. lagt til að landinu verði skipt upp í5fylki og að þjóðkjörnirþingmenn verði 46 að tölu Frá blaðamanni Þjóðviljans á Ak- ureyri: Samtök um jafnrétti milli landshluta kynntu fjölmiðlum í fyrradag hugmyndir sínar um nýja stjórnarskrá fyrir Island. Þar kennir margra grasa og má m.a. nefna breytingar á kjöri þingmanna og skiptingu landsins í kjörsvæði. Gert er ráð fyrir að þjóðkjörnir þingmenn -verði 46 talsins. 31 þeirra sitji í neðri deild, kosnir í 5 fylkjum með sem jöfnustu vægi atkvæða en 15 sitji í efri deild, kosnir 3 úr hverju fylki. Samtökin um jafnrétti milli landshluta voru stofnuð á Akur- eyri vorið 1982 og var meginást- æða stofnunarinnar „yfirgangur vissra aðila á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins það ár“, eins og komist var að orði í gær. Síðan hafa verið haldnir á annað hundrað fundir víða um land þar sem hugmyndir hafa verið rædd- ar og kynntar. Nú starfa í samtök- unum 50-60 deildir víða um land. Á fundinum hér á Akureyri í gær kom fram að áhugi alþingis- manna fyrir samtökunum hefði verið furðu lítill. Einn þing- manna, Ólafur Þ. Þórðarson hefði þó haft samband og boðist til að bera málið fram á Alþingi í eigin nafni. Hann sagði í samtali við tíðindamann Þjóðviljans í gær að hér væri um að ræða mál sem varðaði fólk í öllum stjórnmála- flokkum. Hann kvaðst því mótfallinn að breytá kosninga- lögunum einum sér heldur yrði að taka stjórnarskrána í heild til endurskoðunar. í stjórn Samtaka um jafnrétti milli landshluta eiga sæti Pétur Valdemarsson Akureyri, Árni Steinn Jóhannsson Akureyri, Helga Eiðsdóttir Akureyri, Brynja Lárusdóttir Dalasýslu, Magnús Einarsson Egilsstöðum og Hólmfríður Bjarnadóttir Hvammstanga. -GA Valdímar Elíasson var að koma af netum og sat frammí stýrishúsi að borða fiskisúpu. „Það jafnast ekkert á við almennilega fiskisúpu", sagði hann og fáraðist ekkert yfir rigningunni. En aflahrotan heldur áfram hér við Suðvestur- land. Sjórinn iðar af lífi, þó stéttabræður íslenskra sjómanna við Lófót og Grænland beri ekki jafn mikið úr býtum, sökum sjávarkulda á þeim slóðum. Mynd E.ÓI. Fjármálaþjónusta Fjar- mögnunar- leiga á íslandi Fjármálafyrirtœkið eiganditækja. Atvinnu- rekendur leigjendur Nýrri tegund fjármálaþjón- ustu, sem kallast fjármögnun- arleiga, hefur verið komið á fót hér á landi. Það er fyrirtækið Glitnir hf. sem stendur að þessari þjónustu en hún felst í því að fyr- irtækið kaupir atvinnutæki í sam- ráði við leigutaka og leigir honum tækið í ákveðinn samningstíma með rétti til framhaldsleigu í lok hans. Fyrirtækið, sem mun einungis þjóna atvinnurekstri, mun fjár- magna kaup á tækjum að fullu og mun lausafjárstaða leigutaka því vera óskert. Leigutaki mun þó hafa fullan afnotarétt af tækinu og bera allar skyldur af því. Fyrirtækið mun aðallega þjóna atvinnurekstri á sviði iðnaðar og fiskvinnslu, þungavinnuvéla, flutningstækja og tölva en nú þegar hefur það gert um 30 leigusamninga á tölvum. Eigendur Glitnis hf. eru Iðnað- arbanki íslands hf., A/S Nevi, Noregi og Sleipner UK Ltd., London, en fyrirtæki þetta er fjármagnað með ábyrgðarfé lagt til af A/S Nevi auk hlutafjár en það er nýmæli hérlendis. Á inn- lendum fjármagnsmarkaði mun fyrirtækið fjármagna sig með skuldabréfaútboði en fjáröflun- arleiðir erlendis verða notaðar eftir því sem reglur kveða á um hverju sinni. -K.Ól. Embœttisveiting Kvennarannsóknir vanmetnar Áhugahópur um kvennarannsóknir mótmœlir embœttisveitingu menntamálaráðherra i stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við Háskólann Afundi Ahugahóps um íslensk- ar kvennarannsóknir í febrú- ar sl. var samþykkt ályktun vegna nýlegrar embættisveitingar í stöðu lektors í íslenskum bók- menntum við heimspekideild Há- skólans. í ályktuninni segir m.a. „Hóp- urinn telur að stöðuveitingin endurspegli fordóma, vanmat og virðingarleysi á kvennarann- sóknum og konum. Með aukinni menntun kvenna eru konur nú í fyrsta sinn í að- stöðu til að hafa mótandi áhrif á viðfangsefni og rannsóknarað- ferðir hinna ýmsu fræðigreina. Kvennarannsóknir eru við fjöl- marga háskóla og rannsókna- stofnanir taldar frjóvgandi afl í fræðilegri umræðu, vegna þess endurmats og endurnýjunar á forsendum, kenningum og vinnu- brögðum sem þær hafa kallað á.“ „Áhugahópurinn batt miklar vonir við umrædda stöðuveitingu vegna þess að áhugasamir stúd- entar um kvennarannsóknir í ís- lenskum bókmenntum fengju þá hæfan leiðbeinanda við cand. mag. ritgerðir sínar þar sem Helga Kress er brautryðjandi á sviði kvennarannsókna hér á landi og hefur stundað þær um árabil. Cand. mag. ritgerðir kalla á umtalsverðar rannsóknir, þannig að þær hefðu orðið veru- leg lyftistöng fyrir kvennarann- sóknir á bókmenntastiginu. Með því að ganga fram hjá Helgu Kress við umrædda stöðu- veitingu var þetta einstaka tæki- færi til að styrkja kvennarann- sóknir ekki notað þrátt fyrir það að Helga væri sá umsækjandi sem heimspekideild, að fengnu áliti dómnefndar, mælti eindregið með“. -K.Ól. Hafnarfjörður Bæjarstjómin tekur stakkaskiptum 7af 11 bæjarfulltrúum gefa ekki kostá sér. MagnúsJón Arnason íefsta sæti hjá Alþýðubandalaginu. Mestar sviptingar hjá Sjálfstæðisflokki 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.