Þjóðviljinn - 14.03.1986, Qupperneq 6
HEIMURINN
Forsetinn, annar frá vinstri, ræöir viö stjórnarandstöðuleiötoga á óvæntum hádegisverðarfundi í forsetahöllinni.
Suður-Kórea
Einræðið í hættu?
Forseti landsins reynir að lœgja óróaöldur ílandinu, hann vill
nefnilega veraforsetiþegar Olympíuleikarnir verða settir í
landinu eftir tvö ár
l>aö leið ekki langur tími t'rá því
að einræðisherrann, Ferdinand
Marcos hrökklaðist frá völdum á
Filippseyjum, þar til annað land í
Asíu fór að finna fyrir áhrifum
athurða á Filippseyjum. I Suður-
Kóreu tók forsetinn, Chun I)oo
Hwan, sig til og lappaði upp á
stjórnkerfi sitt.
í tvær vikur síðasta mánaðar
hafði 1 iwan handtckið andstæð-
inga sína svo hundruðunt skipti.
En þegar fór að hitna í kolunum á
Filippseyjum og séð var hvert
stefndi breytti Hwan snarlega um
stefnu. Hann leysti 270 stjórnar-
andstæðinga úr haldi, þar á með-
al Kim Dae Jung, einn helsta
andófsmanninn í landinu. Hann
hafði verið í stofufangelsi í 12
daga. Síðan bauð forsetinn þrem-
ur leiðtogum stjórnarandstöð-
unnar í hádegisverð á forsetasetri
sínu þar sem hann viðurkenndi
m.a. að aðgerðir stjórnar sinnar
heföu ef til vill verið heldur
harkalegar.
Óvænt
I fádegisverðarboðið kom
stjórnarandstæðingum alveg í
opna skjöldu. Aðeins nokkrum
dögum fyrr hafði Hwan skipað
lögreglunni að kveða niður aö-
gerðir stjórnarandstæöinga sem
höfðu haft sig mikið í frammi við
að fá fram breytingar á stjórnar-
skrá landsins. Aðgerðirnar voru í
formi undirskriftaherferðar sem
Nýi Kóreanski Demókrataflokk-
urinn (NKDP) hafði staðið fyrir.
Þessu haföi stjórnin svarað á
þann veg að engar breytingar
yrðu á stjórnarskránni fyrr en
eftir Ólympíuleika og forseta-
kosningar í landinu. 1988.
En á hádegisverðarfundinum
meö formanni NKDP og öðrum
leiðtogum stjórnarandstöðunnar
bauðst Hwan til þess aö láta
semja nýja stjórnarskrá, en ekki
fyrr en eftir 1988. Á vissan hátt
var þessi tilkynning forsetans
mikil breyting frá fyrri stefnu,
Kim Dae Jungsagði hinsvegar að
þær væru aðeins tæknilegar. „Það
hafa í raun og veru ekki orðið
neinar verulegar breytingar á
pólitískri stöðu mála í landinu,"
sagði Jung. Stjórnarandstaðan
svaraði tilboði Hwans á þá leið,
að ef Hwan breytti stjórnar-
skránni á þá lund sem hann vildi,
yrði útkoman sú að Hwan gæti
valið sér eftirmann. Ástæðan
fyrir því er sú að samkvæmt nú-
verandi stjórnarskrá er sérstakt
kosningaráð sem kýs forseta og
flokkur Hwans, Réttlætisflokkur
Demókrata, hefur þar öll ráð í
hendi sér.
Þessu svaraði Hwan á þann veg
að forsetinn sem kjörinn yrði
1988 skyldi lofa að halda nýjar
kosningar 1989, eftir nýjum regl-
um. En stjórnarandstaðan eins
og hún leggur sig hefur þegar
hafnað þessurn málamiðlunar-
tillögum forsetans varðandi
stjórnarskrána. Álit Kim Dae
Jung vará þessa leið:,.Hwan talar
um að láta af völdum í mars, 1988
og það sem síðan eigi að gerast.
En það kemur honum bara ekk-
ert við, hvað þá gerist."
Mistök Marcosar
Það stendur hins vegar eftir að
sáttatillögur forsetans sýna mikla
breytingu frá þeirri harðlínu-
stefnu sem hann fylgdi gagnvart
stjórnarandstöðunni. Sú ályktun
er því dregin af þessari hugar-
farsbreytingu hans að honum sé
mikið í mun að forðast þau „mis-
tök" sem Marcos gerði. Hwan
mun hafa minnst á þessar vanga-
veltur sínar á fyrrnefndum há-
degisverðarfundi. Hann á að hafa
sagt að hann vildi ekki að Suður-
Kórea yrði „aðrar Filippseyjar".
Hwan er fyrrum hershöfðingi.
Hann hrifsaði til sín völdin sem
slíkur árið 1980. Og hann ætlar að
leggja allt í sölurnar til þess að
vera við völd í landinu þegar Ól-
ympíuleikarnir verða settir,
1988, í höfuðborginni, Seoul. Þá
er einnig ætlunin að forsetakosn-
ingar verði.
Það má segja að á vissan hátt
hafi atburðirnir á Filippseyjum
orðið forsetanum óvænt lexía. En
um leið hafa atburðir þar orðið
stjórnarandstæðingum hvatning
til að draga úr einræðisvaldi for-
setans. Nú spyrja margir sig hvort
einræði eða lýðræði hafi betur í
Suður-Kóreu á næstu á árum.
Noregur
Olían veldur
vandræöum
Osló — Tilkynnt var í Noregi í
gær að norska stjórnin hygðist
auka mjög skattheimtu og
minnka framlög frá hinu opin-
bera til ýmissa mála. Þetta
verður gert til þess að mæta
tekjutapi ríkisins vegna hruns
olíuverðs á alþjóðamarkaði.
Norðmenn framleiða næstum
eina milljón tunna af Norðursjáv-
arolíu á dag og hafa þeir farið
mjög illa út úr þeirri 30 -40 %
verðlækkun sem orðið hefur á
hráolíu undanfarna þrjá mánuði.
Fjármálaráðherrann, Rolf Prest-
hus sagði í gær að tekjur af olíu-
og gaslindum gætu minnkað úr
6,7 milljörðum dollara árið 1985 í
2,1 milljarð dollara á þessu ári ef
verð einnar tunnu af hráolíu
héldist áfram í 14 dollurum.
Talsmaður fjármálaráðuneyt-
isins sagði í gær að lögð hefðu
verið drög að fjárhagsáætlun
þessa árs áður en verðfall varð á
olíu. Tekjur af olíu og gasi voru
um það bil 20 % af áætluðum
heildartekjum ríkisins fyrir árið
1986. I þessari áætlun vargert ráð
fyrir að meðaltalsverð yrði 25
dollarar á tunnuna og að gengið
yrði 7,25 norskar krónur
gagnvart dollara. í dag er olíu-
tunnuverðið hins vegar komiö
niður í 14 dollara og dollarinn er
kominn niður í 7 norskar krónur.
„Þetta þýðir að verð á olíu í
norskum gjaldmiðli hefur lækkað
um nær helming", sagði talsmað-
ur fjármálaráðuneytisins, Steen
Bruun.
„Hinir nýju skattar eru til þess
að stoppa upp í þetta gat. Með
þeim áætlum við að ná inn 285
milljónum dollara, þetta verða
tekjuskattur og lækkun í útgjöld-
um ríkisins", sagði Bruun. Gert
er ráð fyrir að með þessum áætl-
unum hækki verð á eldsneyti, tó-
baki, áfengi og kjöti.
Kvenfyrirlitning
„veikalýðs-
forsetans“
frá sjö konum íHveragerði og á Selfossi
Við undirritaðar mótmælum
harðlega þeim hroka og kvenfyr-
irlitningu sem kemur fram í um-
mælum Ásmundar Stefánssonar í
viðtali við Þjóðviljann sem birtist
þann 12. mars s.l. í tilefni 70 ára
afmælis ASÍ. Þar ræðir hann í tví-
gang um einn félaga sinn í forystu
Alþýðubandalagsins sem „konu
ritstjórnarfulltrúans". Ásmundi
ætti að vera fullkunnugt um að
þessi „kona ritstjórnarfulltrúans"
hefur bæði nafn og stöðu. Þjóð-
viljinn birtir kannski næst viðtal
við „eiginmann framkvæmda-
stjórans". Það er hörmulegt til
þess að vita að kjaramál og lífsaf-
koma kvenna skuli vera að miklu
leyti í höndum manns sem sýnir
konum slíka lítilsvirðingu.
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ telur þann ávinning helstan
til handa konum af nýgerðum
kjarasamningi að nú geti konur
verið heima hjá veikum börnum
„sínum" í 7 daga á ári. Þetta
ákvæði jafnar líklega launamis-
mun karla og kvenna að áliti „eig-
inmannsins". Svo virðist sem full
ástæða sé til að benda sama
„eiginmanni" á að þverpólitísk
verkalýðsforysta er ekki sama og
Alþýðubandalagið. Alþýðu-
bandalagið sem flokkur ber ekki
ábyrgð á þessum kjarasamning-
um og einstakir félagar þess hafa
fulla heimild til að gagnrýna bæði
samninginn og verkalýðsfor-
ystuna sem gerir slíkan samning.
Það sama gildir um dagblaðið
Þjóðviljann, sem fyrst og fremst
er málgagn sósíalismans. Sem
slíkur hefur hann fjallað um títt-
nefndan samning, eina dagblaðið
sem reynt hefur að gægjast undir
þá blekkingarhulu sem sveipað
hefur verið um samninginn til að
villa um fyrir launafólki. Fyrir
það á Þjóðviljinn þakkir skildar.
Því skal harðlega mótmælt sem
fram kemur í fyrrnefndu viðtali
að blaðið hafi með þessu gerst
málsvari „þröngs hóps innan Al-
þýðubandalagsins". Þvert á móti
má af viðtalinu og samningnum
ljóst vera að „eiginmaður fram-
kvæmdastjórans" sé fulltrúi af-
skaplega þröngs hóps sem sé
gjörsamlega slitinn úr tengslum
við raunveruleika hins almenna
lífs í landinu, venjulegs fólks í
þeirri hreyfingu sem hann er
„kosinn" til forystu fyrir.
Anna Kristín Sigurdardóttir, formaður Alþýðubandalagsfélags
Selfoss
Kolbrún Guðnadóttir, varabæjarfulltrúi AB á Selfossi
Auður Guðbrandsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi AB Hveragerði
Gyða Sveinbjörnsdóttir, í stjórn AB á Selfossi
Þorbjörg Þorkelsdóttir, 6. sæti á lista AB Selfossi
Bryndís Sigurðardóttir, gjaldkeri AB Selfossi
Ingibjörg Sigmundsdóttir, gjaldkeri AB Hveragerði
Davíð Oddsson borgarstjóri
Þjóðviljinn
með hálmstrá
Dagblaðið Þjóðviljinn hefur
haldið áfram að hamast með
sérkennilegum hætti vegna ó-
sannindafrétta þess um hækkun á
húsaleigu í horgarhúsnæði, þar
sem gefið var í skyn, að allar
lciguíbúðir borgarinnar, tæpicga
1000 að tölu, hefðu hækkað um
67%. Þetta hefur verið rekið ofan
í blaðið, sem situr uppi með
skömmina.
Þá er næsta hálmstráið gripið
og það verður að stórum staur í
höndum Þjóðviljans. Því er hald-
ið fram með stríðsfyrirsögnum í
Þjóðviljanum, að ég hafi sagt
ósatt, þegar ég upplýsti, að inni-
falið í húsaleigu í hinum um-
ræddu íbúðum væri liiti og raf-
magn. Þetta er auðvitað hár-
togun hjá Þjóðviljanum. sem
blaðið leyfir sér að slá upp með
þeim hætti, sem það hefirgert, og
endurtekur ósmekkleg svigur-
mæli sín og persónulegar svívirð-
ingar í leiðurum.
Upphaf þessa moldviðris má
rekja til hækkunar á framleiguí-
búðum að Vatnsstíg 11, en um-
ræðan hefur síðan snúist um
hækkun á húsaleigu í tveimur
framleiguhúsum, Vatnsstíg 11 og
Síðumúla 21. Hvað Vatnsstíg lj
varðar þá er allur orkukostnaður,
bæði hiti og rafmagn, innifalinn í
hinni lágu húsaleigu, reyndar var
sums staðar ekki nema 2000 kr.
greiðslu að ræða, en annars stað-
ar um kr. 3100 og hafði ekki
hækkað í eitt ár. í Síðumúlanum
er innifalið í húsaleigu, sem nú er
kr. 4200, allur hitakostnaður og
sameiginlegur raforkukostnaður.
Af þessu sjá menn hvert tilefnið
er til hinna stóryrtu yfirlýsinga
Þjóðviljans í leiðurum og 5 dálka
fyrirsagnar, þarsem undirritaður
er lýstur ósannindamaður. Það er
aumt að horfa upp á þetta blað
verða sér til skammar dag eftir
dag.
Davíð Oddsson
ALÞÝDUBANDAIAGHE)
Fundur um sveitastjórnarmál
Alþýðubandalagið í Borgarnesi boðar til fundar sunnudaginn 15. mars kl.
15.00. Fundarefni: Undirbúningur sveitastjórnarkosninga. M.a. sagðar
fréttir af prófkjöri AB í Borgarnesi. Fjölmennið. Stjórnin.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN