Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 14
Gísli Sigurðsson sýnir á Kjarvals- stöðum. Opið kl. 14-22til 16. mars. Gerið gangskör að því að líta inn í Gangskörá Bernhöftstor- funni. Opið virka daga kl. 12- 18 og um helgar frá 14-18. Verkstæðið V í Þingholtsstræti 28, opið virka daga kl. 10-18 og LA kl. 14- 16. Mokka er með sýningu á verkum Helga Arnar Helgasonar. Listasafn Einars Jónssonar. Opið LA og SUkl. 13.30-16.00. Garður- inn opinn kl. 10-17 daglega. Bogasalurinn skartar enn verkum íslenskra hannyrðakvenna. Opið dag- legafrákl. 13.30-16.00. Þjóðsagnamyndir Ásgrímss Jónssonar er til sýnis i Norræna húsinu, en á LA verður opnuð þar sýning kl. 15.00. Olíuverk, vatnslitamyndirog teikningar. Opið daglega frá 14-19 til 6. apríl. Hafnarborg íFirðinum, verkíeigu menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Opin 14-19. LýkurSU. Ásgrímssýning ÍÁsgrimssafni Berg- staðastræti 74. Eldgosa- myndir, opiö SU, ÞR og Fl kl. 13.30-16.00. Til aprílloka. Kjarval ertil sýnis í Listasafni íslands. ÞR,FI,LAogSUkl. 13.30- • 16.00. Kjartan Guðjónsson með sýningu í Gallerí íslensk list. Opið í dag frá kl. 9-17 en um helgina frá 14-18. Sölusýning. Lýkur 16. mars. Daníel Guðjónsson sýnir í Al- þýðubankanum á Akureyri. HSKIMÁL Framhald af bls. 9 ný vinnubrögð í tæknivæddu þjóðfélagi. Punktamatið Síðan ríkisr íat sjávarútvegsins tók til starfa hafa ýmsar skrítnar hugmyndir um fiskmat skotið upp kollinum, allar komnar frá mönnum sem aldrei hafa komið nálægt fiskmati. Þeim hefur ekki skilist að fiskmat er sérstök fræði- grein sem auk þess krefst mikillar þjálfunar. Ein þessara hugmynda er sú að taka upp svokallað punktamat sem hefur í för með sér mikla skriffinnsku og marg- faldan kostnað/'- i Allt gæðamat á fiski byggist á höfuðdráttum á tvennu. Annars- vegar á eðlisgæðum þess fisks UM HELGINA Hústilsölu Samsýning arkitektafrá Bandaríkjunum, Svissog Por- túgal í Ásmundarsal við Freyjugötu, heitirHústil sölu, hefst SU, stendur út mars.Opið 14-22. Vilhjálmur Vilhjálmur Vilhjálmsson sýnir í Listasafni ASÍ við Grensás- veg. Stendurtil 23. mars, opið virka 16-21, helgar 14-21. Víða slettir flórkýrin hala sínum Útivist Tvær útivistarferðir á SU: 13.00: Skíðaganga Bláfjöll- Grindaskörð, og Skúlatún- Óbrynnishólar. Brottför frá bensínsölu.BSl. Hananú Hananú-klúbburinn, Kópa- vogi: vikuleg laugar- dagsganga hefst frá Digra- nesvegi 12 kl. 10. Allir Kópa- vogsbúar velkomnir. Þýskar kvikmyndir Þýsk kvikmyndavika hefst FÖ: 21.30 með Die Weisse Rose. Á LA verða sýndar myndirnar Die Weisse Rose og Messer im Rucken, á SU Die Weisse Rose og Die Ehe der Maria Braun, á MÁ Lola og ParisTexas. Makalaust ball Árshátíð Félags makalausra á LA í Skipholti 70. Miðarfást á skrifstofu í kvöld 19-21. Árs- hátíðin hefst 19.00, opnað fyrir ballgesti kl. 23.00. Leiklistarþing Leiklistarþing Leiklistarsam- bandsins í Þjóðleikhúskjallar- anumSU 10-17, MÁ14-17. Umræðuefni:Áaðhalda áfram að leika á íslensku? Framsögumenn: Sveinn Ein- arsson, Helga Bachmann, Þórunn Sigurðardóttir, Gísli RúnarJónsson. Tónlistarbandalag Fyrsti aðalfundurTónlistar- bandalagsins LA. 14.00 á efri hæð Gauks á Stöng. TB( var stofnað fyrir ári, og í því eru nú 35 félög og samtök, í þeim yfir 10 þúsund manns. Lúter Á vegum guðfræðideildar Há- skólans heldur Kjell Ove Nilsson frá Nordiska Ekum- eniska Institutet í Uppsölum tvo fyrirlestra í næstu viku. Um „Luthers teologiska bety- delse i dag“ MÁ: 10.15, og um „Várldsekumenik pá gras- otsnivá" ÞR: 10.15, báðiri'5. stofu HÍ. Þriðjudagskvöldið kl. 20.30 talar hann í Bústaða- sem metinn er og hins vegar á göllum sem orðið hafa á hráefn- inu við veiðar eða í meðferð í landi. Séu eðlisgæðin í lagi frá náttúrunnar hendi og hafi ekki rýrnað í meðförum á sjó eða í landi þá kemst viðkomandi fiskur í I. gæðaflokk. Hafi hins vegar eitthvað farið úrskeiðis, hvort sem er af völdum náttúru eða meðferðar þá dæmist fiskur niður frá fyrsta gæðaflokki í II., III., eða IV. gæðaflokk eftir því hvað gallar sem fram koma eru margir og alvarlegir. Hér er beitt ákveðnum reglum sem matsmað- urinn verður að kunna. Komist fiskur í engan framan- greindra flokka þá dæmist hann frá vinnslu til manneidis. Þá verð- ur matsmaður að kunna skil á því í hvers. konar vinnslu gallaður fiskur getur farið. Við allt gæða- mat er nauðsynlegt að geta haldið ákveðnum hraða svo gæðamatið Yfirlýsing varðandi Vögguvísu frá Ólafi Hauki Símonarsyni kirkju um „Folkkyrka og krist- an troíNorden". Skólaskák Skákkeppni framhalds- skóla, fjögurra manna sveit frá hverjum, sjö Monrad- umferðir, umhugsun klukkut- ími á mann. 1. og 2. umferð FÖ: 19.30-23.30,3., 4. og5. umferð LA: 13.00-19.00,6. og 7. umferðSU: 13.00-17.00. T eflt í húsnæði TR, Grensás- vegi 46. Frístæll Úrslitakeppni í íslandsmeist- arakeppninni í frjálsbrags- dönsum ÍTónabæ FÖ, kvöld. ’78 Bleikt herrakvöld á vegum Samtakanna ’78 að Brautar- holti 18 LA. Betri er hálfur hleifur en ekki Handbolti Lokaumferð í fjórum yngri flokkanna, LAogSU. 3.flokkur kvenna og karla, 4. og 5. flokkur karla. Keppt í Reykjavík, Hafnarfirði, Digra- nesi, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Hveragerði, Njarð- vík, á Seltjarnarnesi, Seyðis- firði, Selíossi, Akureyri og að Varmá. HK-ÞórVe. bikar: keppni karla Digranes MÁ 20.00. Körfubolti Úrslitakeppni 2. deildar karla, Skallagrímur-Snæfell, Borg- arnesLA 14.00. Blak Úrslitaleikur íslandsmótsins í karlaflokki, Þróttur-ÍS Haga- skóli FÖ19.00. Úrslitakeppni neðstu liða, Fram-Þróttur N. Hagaskóli FÖ 20.30 og LA 16.00. Bikarkeppni karla, Þróttur R.-Víkingur, Haga- skóliSU20.15. Frjálsar Öldungamót innanhúss í um- sjón FrjálsíþróttadeildarÁr- manns. Baldurshagi LA 14.00-16.00 og Ármannshús SU11.20-13.00. Skráningá staðnum. Badminton Unglingameistaramót ís- lands, Laugardalshöll LAog SU. Skíði ÍR-mótísvigi karla, kvennaog unglinga 15-16 ára. Bikarmót unglinga 13-14 ára í alpa- greinum á Dalvík. Ganga og stökk fullorðinna og unglinga áSiglufirði. Júdó íslandsmeistaramót JSÍ, seinni hluti, KHÍ, LA14.00. Undirritaður vill taka eftirfar- andi fram varðandi sönglagið „Vögguvísa". 1) Kannað var sérstaklega hjá starfsmanni Sönglagakeppninnar áðuren lagið var sent inn, hvort það bryti með einhverjum hætti í bága við reglur keppninnar, að lag hefði heyrst áður í leiksýn- ingu. Starfsmaður keppninnar upplýsti að þó slík birting hefði átt sér stað væri lagið fyllilega gjaldgengt í keppninni. Starfs- menn Sönglagakeppninnar stað- festa að þessara upplýsinga hafi verið leitað og að þau svör hafi verið gefin, að ekkert væri athug- avert við slíka birtingu; lagið væri samt sem áður gjaldgengt. 2) Lagið, einsog það var flutt í leiksýningunni, var um það bil þriðjungi styttra en það er í keppninni og tæplega þriðjungur textans var aldrei fluttur á sviði og heldur ekki í tengslum við sýn- inguna. 3) Einungis brot af laginu hefur verið leikið í sjónvarpi til kynn- ingar á leiksýningunni, þar er það borið fram sem hluti af lengra leiknu atriði, enda samræmist það reglum keppninnar eftir því sem upplýst var fyrst af starfs- mönnum iceppninnar, og síðar af lögfræðingi Sjónvarpsins, Baldri Guðlaugssyni. 4) f Svæðisútvarpi á Akureyri var einungis flutt brot af undir- leik lagsins, án söngs, án texta, enda var textinn ekki til orðinn þegar viðkomandi brot var flutt inní kynningarpistli frá leikhús- inu. Laglína kom þannig ekki fram. 5) Enginn fótur er fyrir því að lagið hafi verið leikið á Rás 2. Slíks er hvergi getið í skýrslum samkvæmt upplýsingum Þorgeirs Ástvaldssonar forstöðumanns rásarinnar, enda hefur engin greiðsla komið til höfundar fyrir slíka birtingu. Hafi slík birting einhverra hluta vegna átt sér stað eftir að sýningum á leikritinu lauk, annaðhvort á hluta lagsins sem leikið var á Akureyri eða því öllu, þá hefur það verið flutt án leyfis eiganda höfundar- og flutn- ingsréttar, þ.e.a.s. stolin upp- taka, því í samningi undirritaðs við Leikfélag Akureyrar er það strangt tekið fram að undirritað- ur sé einn eigandi að öllum tón- listarupptökum þarsem viðkom- andi undirleikur heyrist og hafi einn óskorðaðan ráðstöfunarrétt á þeim. Leikfélag Akureyrar átti ekki, og á ekki, neinn rétt á að hafa undir höndum upptökur á tónlistinni eftir að sýningum á viðkomandi leikriti lauk. Er þetta bundið í samning undirrit- aðan af stjórn leikhússins. 6) Sá upptökumaður, Jónas R. Jónsson í Hljóðrita h.f., sem vann að því ásamt höfundi og út- setjara, Gunnari Þórðarsyni, að lengja lagið og ganga frá því á segulband áðuren það var sent inní keppnina, vissi að lagið hafði heyrst í leiksýningu á Akureyri. Jónas R. Jónsson var síðar skip- aður í þá dómnefnd sem valdi lagið til keppninnar. Þessir menn, útsetjari og dómnefndar- maður, þekktu báðir feril lagsins og sá hvorugur ástæðu til að ætla að það væri ekki gjaldgengt í keppninni. 7) Vitanlega er á margra vit- orði hverjir eru höfundar þeirra laga sem valin hafa verið í úrslita- lotu Sönglagakeppninnar, enda fer ekki hjá því að tugir, ef ekki hundruð manna komi við sögu undirbúnings keppninnar, vinni að textagerð, upptökum o.s.frv., eða hafi heyrt lögin leikin meira eða minna opinberlega. En um það ætti að vera samstaða að láta slíkt ekki hafa áhrif á val laga til keppninnar, jafnvel þó upplýs- ingar leki út eða séu fyrir hendi um höfunda; ekki á meðan lögin uppfylla öll önnur skilyrði til að teljast gjaldgeng í keppninni. Það hlýtur að skipta meginmáli að lögin séu góð, að þau auki veg og virðingu sönglagahöfunda og flytjenda. Með þökk fyrir birtingu Ólafur H. Símonarson verði ekki of dýrt í framkvæmd en sé þó öruggt. Góður matsmað- ur verður því að vera eftirfarandi kostum búinn. Hann þarf að vera fljótur að hugsa og framkvæma. Hann verður að hafa góða sjón og liprar hendur, auk þess þarf hann að hafa þjálfaða skapgerð. Allt þetta er nauðsynlegt til að gæðamatið sé öruggt og ekki of dýrt í framkvæmd. Þegar litið er yfir farinn veg á þessu sviði sl. 80 ár, þá verður ekki annað sagt en þessi framkvæmd hafi tekist sæmilega vel. Aðferð faranleikans Ég geng út frá því sem gefnu að ekki séu til á íslandi svo illa gefnir fiskframleiðendur að þeir gangi inn á það að taka upp punktamat við útflutningsmat, því það hefði í för með sér margföldun á mats- kostnaði. Hinsvegar er nú talað um að koma þurfi á punktamati við ferskfiskmatið. Þar greiðir ríkissjóður kostnaðinn, og þegar tillaga um þetta kemur frá mönnum sem titlaðir eru sérfræð- ingar á einhverju sviði og gefin aðstaða til breytinga, þó þeir beri ekkert skynbragð á fræði- greinina, fiskmat, þá getur verið hætta á ferðum ef fjármálavaldið sefur á meðan framkvæmdinni er komið á. Ég mun þvf hér gefa lýsingu á hinu svokallaða punktamati. Punktamatið byggir á sömu göllum við mat á fiski og notaðir hafa verið. Hinsvegar felst kostn- aðaraukinn í framkvæmdinni. Þessir þekktu gallar eru skrifaðir á blað og hver fær sinn tölustaf, en töluhæðin aðskilur flokkana. Nú er hver einstakur fiskur tek- inn og gallar hans skrifaðir niður en þeir kallast punktar og af þeim er nafnið punktamat dregið. Þegar tölustafir punktanna eru lagðir saman þá sést í hvaða gæðaflokk viðkomandi fiskur á að fara. Nú framkvæmir hér einn maður ferskfiskmatið og ákveð- inn hraði verður að vera í matinu svo þetta hafist undan. Ef tekin yrði upp þessi aðferð við mat á fiski með tilheyrandi skriffinnsku þá tel ég að ekki dygði að tvö- falda mannafla við matsstörf heldur þyrfti að hafa þrjá menn að starfi þar sem einn er nú, til að fá sömu afköst. Menn geta leikið sér að svona kúnstum við skrifborð ef þeir eru í vandræðum með að drepa tím- ann. En þegar menn halda að þetta sé framkvæmanlegt við störf þá sýnir það aðeins að við- komandi þekkir lítið til mats- starfa. 6.3. 1986. 14 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.