Þjóðviljinn - 27.03.1986, Side 17

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Side 17
FISKIMÁL Með hlýnandi sjó fyllast miðin Breiðafjörður er fullur af fiski, þannig hljóða fréttir dagiega. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ég hef hamrað á því þátt eftir þátt hér í blaðinu á undanförnum árum að aflasæld og tregfiski á íslandsmiðum stjórnaðist af á- standi sjávar á hverjum tíma, þ.e. hitastigi og átumagni í hafinu. Löngu áður en vélaöld hélt innreið sína, á meðan héðan af landi var sóttur sjór einungis á áraskipum, erlendar þjóðir dorg- uðu á miðum hér á seglknúnum þilskipum, þá skiptust á eins og nú góðæri á hafinu, ntiðlungis fiskiár og tregfiskiár. Þau lögmál sem ráða hafstraumum þau stjórnuðu þessu og það sama gera þau i dag. Lífríki hafsins byrjar á plöntu- sviðinu, það er undirstaða líf- keðjunnar sem hafið framleiðir. Af þessari ástæðu eru rannsóknir á hafstraumum eitt af því nauðsynlegasta sem hver fisk- veiðiþjóð verður að sinna. Það er sjáanlegt að í ár þá hrygnir þorsk- stofninn íslenski ekki bara við Suðurland heldur verður líka um mikia hrygningu á Breiðafirði að ræða og máske síðar. Við búum nú við mikið góðæri til sjávarins hitt er svo annað mál hvort stjórn fiskveiðimála hér á landi er þess umkomin að nota þá miklu möguleika í þágu þjóðarinnar sem góðærið býður fram. Undir- staða þess er að við ákvörðun um hámarksafla sé tekið mið af fisk- veiðisögunni og þeim breyttu möguleikum sem hafið umhverfis ísland býður nú fram þegar breyttir hafstraumar og hlýrri sjór flæðir yfir miðin. Misskilningur fiskiþings í desemberhefti Ægis, hins merka rits Fiskifélags íslands, þar sem sagt er frá samþykktum síðasta fiskiþings, í kaflanum „Um gæði og meðferð afla,“ undir 5. lið þeirrar upptalningar, stendur eftirfarandi sem ég leyfi mér að gera athugasemd við: „Að tvöfalt matskerfi á útflugn- ingsafurðum sé óþarft og eigi því afskipti ríkismatsins að hverfa nema sem úrskurðaraðili, þar sem sölusamtökin hafa byggt eigin eftirlit og matskerfi". Hvað segir fiskverkunar- sagan okkur? Hún fræðir okkur á því að það matskerfi sem fiskiþing er hér að mæla með að verði upptekið í stað óháðs ríkismats á útfluttum sjávarafurðum, það hefur hvergi dugað til langframa. Ríkismat á útfluttum sjávaraf- urðum, sem var þá að stærstum hluta verkaður saltfiskur, hófst hér á landi árið 1904 og hefur starfað óslitið síðan. Þegar þess- ari skipan var komið á hér á landi þá var saltfiskútflutningur okkar eingöngu frá áraskipa- og þil- skipaútgerðinni sem.var yfirleitt framleiðsla sem vandað var til. Þrátt fyrir þetta komu fram mis- tök í útflutningi sem leiddi til þess að ríkismati var komið á. Ég heyrði forvígismenn í íslenskri togaraútgerð og saltfiskverkun segja að það hefði verið gæfa að ríkismatið var tekið til starfa á undan stórútgerðinni. Hjá hinum stóru togarafélögum hér í Reykjavík svo sem Kveldúlfi, Al- liance og á Kirkjusandi var kennslu og leiðbeiningastarfsemi meðal starfsfólks í fullum gangi alla tíð sem þau félög störfuðu og þó datt engum þessara forvígis- manna í hug að ríkismatið væri óþarft. Eftir að Fiskmatsmanna- félag Reykjavíkur og nágrennis var stofnað 1945 þá þurftum við að leita til Ólafs Thors atvinnu- málaráðherra með ýmis mál svo mér eru vel kunnug viðhorf hans til ríkismatsins á þeim tíma. Hann taldi ríkismát á íslenskum sjávarafurðum nauðsynlegt og sjálfsagt. Einn stjórnarmanna í okkar félagi til dauðadags var ís- leifur Guðmundsson, fiskmats- maður í Hafnarfirði, afi Birgis ís- leifs Gunnarssonar alþingis- manns. Kæmi upp einhver ágreiningur á milli fiskeigenda og ríkismatsins þá vildi Ólafur Thors jafnan heyra álit ísleifs Guð- mundssonar á rnáiinu. Hann var mjög góður matsmaður og trún- aðarmaður Ólafs á þessu sviði. Andúð á ríkismati sjávarafurða til útflutnings fékk engan hljóm- grunn í ráðuneytinu á meðan Ólafur Thors réð þar málum með Gunnlaug Briem ráðuneytis- stjóra sér við hlið. Ólafur Thors þekkti sögu ís- lenska ríkismatsins og sem einn af eigendum Kveldúlfs, stærsta togarafélags landsins á löngu tímabili, þá vissi hann að með hjálp þessa ríkismats hafði ís- lenskur saltfiskur lagt undir sig fiskmarkaðina við Miðjarðarhaf. Sama gerðist þegar freðfiskmark- aðir voru opnaðir við lok síðari heimsstyrjaldar. Fiskmat ríkisins vann að samræmingu gæða þess fisks sem út var fluttur og Jón Gunnarsson, sá maður sent gift- usamlegast ruddi brautina á Bandaríkjamarkaði, hann taldi að Fiskmat ríkisins hefði með samræmingu gæða stuðlað að því að þetta væri hægt. Það var óneitanlega mikið framfaraspor í fiskverkun og samræmingu gæðaflokka þegar sölusamtökin settu á stofn hjá sér leiðbeiningastarfsemi og eftirlit með framleiðslu þeirra fyrirtækja sem þau seldu fyrir. Hins vegar getur slík starfsemi aldrei komið í stað ríkismats á útfluttum sjávar- afurðum. Að leggja einhliða dóm söluaðila fiskafurða á útfluttar sjávarafurðir, það er ekki óháð mat heldur framleiðendamat þar sem fulltrúar kaupandans vantar við matsgjörðina. í því felst styrkur ríkismats fram yfir annað mat að það er óháð öllum nema gæðastigi vörunnar. Og þar sem fiskafurðir eru viðkvæmari fyrir skemmdum af ýmsurn toga þá er óháð mat nauðsynlegra þár held- ur en við aðrar vörur. Fulltrúar á Fiskiþingi telja að tvöfalt matskerfi sé óþarfi og leggja til að ríkismat á útfluttum sjávarafurðum verði lagt niður nema sem úrskurðarmat ef ágreiningur verður. Mér þykir leiðinlegt að lesa þessa frétt frá Fiskiþingi, þeirri stofnun sem á hverjum tíma þarf að vera þannig skipuð að fulltrúar þekki söguna í fiskverkunarmáium okkar og byggi dóma sína á þeirri reynslu sem fyrir liggur en ekki áróðir sem að þeim er haldið. Allir sem vilja kynna sér það geta sannfærst um að eftirlitsmönnum sölusam- takanna var mikill styrkur að ríkismatinu við störf sín og gagn- kvæmt. Þar var enginn ágreining- ur á milli manna. Nú veröur þetta allt lausara í reipum og eftirlits- mennina vantar þann styrk við bakið sem þeir gátu treyst á áður. Þannig er staðreyndin sem fyrir liggur. Keppinautar okkar herða sitt ríkismat Á rneðan Norðmenn bjuggu við samskonar mat á sínum út- fluttu fiskafurðum og menn keppast við að koma á hér, þá hrakaði gæðum þeirra fiskafurða og við stóðum þeim framar á mörkuðum. Þeir gengu því í okk- ar spor og komu á hjá sér ríki- smati sjávarafurða og bati þeirra fiskafurða lét ekki á sér standa. Nú þegar hér er verið að slaka á öllu útflutningsmati sjávarafurða frá hendi ríkismatsins, þá herða Norðmenn á sínu ríkismati. Þeir hafa reynsluna og vita hvað þeirra þjóðarhagsmunir krefjast. Sama er nú að gerast í Kanada. þar er ríkismat á útfluttum fiski að leysa mat söluaðilanna af hólrni sem reynst hefur ófært um að skaffa þau fiskgæði á markað í Bandaríkjunum sem greitt er fyrir hæsta verð. Nú eru fiskgæð- in á uppleið. Á sama tíma gerist það að Islendingur var settur fyrir gæðamálin hjá stærsta togarafé- lagi Nýfundnalands. Hver er borgunarmaður fyrir því ef gæði okkar fiskafurða standast ekki á mörkuðum? Það er enginn borg- unarmaður, en þjóðin greiðir tapið. Þegar lagður er dórnur á hvort hér sé þörf á óháðu ríkismati út- fluttra sjávarafurða þá er rétt að skoða bæði reynslu okkar íslend- inga svo og reynslu annarra fisk- útflutningsþjóða. Sú reynsla er öll á einn veg, sú að opinbert óháð mat á útfluttum sjávaraf- urðum auki öryggi á mörkuðun- um. Þessvegna er það bæði hættulegt og í mótsögn við þá reynslu sem fyrir liggur þegar mælt er með og unnið að því að breyta óháðu ríkismati í söluaðila fiskeigenda, þar sem fram- leiðendum er gefið í hendur al- gjört sjálfdæmi um flokkun, pökkun og gæðastaðal vörunnar eixls og gert er í reglugerð Hall- dórs Asgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra. Óháð ríkismat hefur verið og er nauðsynleg öryggisráðstöfun frá hendi þjóðfélagsins til að tryggja eins og hægt er að óhæfar fiskafurðir fari ekki út á markað- ina. í þessu sambandi getur það haft úrslitaþýðingu hver hefur réttinn til þess að taka út og yfir- fara metnar fiskafurðir áður en þær eru fluttar úr landi. Þetta mál er því alvarlegt þar sem mistök sem verða kunna, vegna þessa í útflutningi, þau snerta ekki bara fjárhagslega af- komu fiskeigenda heldur hafa lánastofnanir þarna líka hagsmuna að gæta. En fjárhags- legt tap sem af þessu kynni að leiða, það verður þjóðin að greiða með verri lífskjörum og þá fyrst og fremst launþegar. Af þessari ástæðu er þetta alvarlega mál ekki óviðkomandi launþeg- asamtökum í landinu. 17. mars. 1986 Fimmtudagur 27. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.