Þjóðviljinn - 27.03.1986, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Qupperneq 21
HEIMURINN Líbýa Fara Bandaríkjamenn á brott? Fréttir bárust ígœrfrá Washington að sjöttifloti Bandaríkjamanna, sem undanfarið hefur verið við strendur Líbýu, verði eftil vill á brott í dag Washington — í gær var skýrt frá því í Washington að ekki væri ólíklegt að sjötti floti Bandaríkjamanna sem verið hefur staðsettur á Sirte flóa undan ströndum Líbýu myndi hverfa þaðan í dag. Bandarísku fulltrúarnir sem skýrðu frá þessu óskuðu nafn- leyndar. Þeir sögðu að ekki væri ólíklegt að heræfingum þeim, sem verið hafa undan ströndum Líbýu,verði hætt á morgun en þær áttu að standa til 1. apríl. Caspar Weinberger sagðí í gær að það væri ekki óalgengt að heræf- ingum væri lokið á undan áætlun. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins, Larry Speakes, að vel gæti verið að heræfingarnar yrðu stöðvað- ar, þeim gæti hins vegar alveg eins verið haldið áfram fram yfir 1. apríl. Fulltrúar í bandaríska varn- armálaráðuneytinu sögðu í gær að þau lýbísku flugskeyti sem áttu að hæfa flugvélar Banda- ríkjamanna hefðu verið með bil- aðan stýribúnað og hefðu því ver- ið langt frá því að hæfa vélarnar. Bandaríkjamenn hafa neitað að það hafi verið ætlun þeirra að ögra Gaddafi með því að fara inn fyrir þau mörk sem Líbýumenn telja sitt yfirráðasvæði. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sögðu að flest ríki viðurkenndu ekki hina svonefndu dauðalínu við mynni Sirteflóans og svo væri einnig um Bandaríkjamenn. Þeir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að ögra Lýbíumönnum að óþörfu. Bandarískir stjórnarerindrekar segjast óttast að Líbýumenn muni svara fyrir sig með hermd- arverkum í Bandaríkjunum eða Evrópu. Það eru fleiri sem óttast slíkt því í gær voru gerðar strang- ar varúðarráðstafanir á flu- gvöllum á Ítalíu og búast má við svipuðum aðgerðum víðar í heiminum á næstunni. Gaddafi hefur þegar hótað að senda sjálfs- morðssveitir til Bandaíkjanna. Þegar Charles Redman, tals- maður bandaríska innanríkis- ráðuneytisins, var spurður að því hvernig Bandaríkjamenn myndu bregðast við ef hermdarverk, fyr- irskipuð af Gaddafi, ættu sér stað innan landamæra Bandaríkj- anna, svaraði hann: „Gaddafi verður að hafa í huga þá afstöðu sem Bandaríkjamenn hafa lengi haft í þessum málurn. Við getum og munum nota okkur ýmiss kon- ar möguleika sem við höfum ef eitthvað slíkt kemur upp“. Redrnan vildi ekki skýra þetta nánar. Eftir að átökin hófust í Sirte- flóa lýstu Lýbíuntenn yfir að þá Bandaríkjamenn sem sagðir eru njósnarar í Arabalöndum en nefna sig sérfræðinga og ráð- gjafa, ætti að taka af lífi. Redman sagði að Bandaríkjamenn myndu lýsa ábyrgð á hendur Líbýu- mönnum varðandi öryggi þeirra 100 Bandaríkjamanna sem nú eru í Líbýu. Líbýumenn skutu á mánudag- inn sex flugskeytum og síðar tólf á Bandaríkjamenn. Bandaríkja- nienn svöruðu þessunt árásum með því að sökkva að minnsta kosti fjórum varðbátum og skjóta á flugskeytastöð í bænum Sirte. Þegar fuiltrúi varnarmálaráðu- neytisins var spurður hvers vegna ráðist hefði verið á varðbátana svaraði hann: „Líbýumenn hafa sýnt í verki árásarstefnu sína á síðustu tveimur dögum, bæði með flugskeytum og skipurn, og við ætlum að verjast". Þetta líka... Aþena — George Schultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf i gær viðræður í gríska utanríkis- ráðuneytinu um svipað leyti og hinn ráðandi flokkur í Grikkland- i.Sósíalistaflokkurinn, gagnrýndi Bandaríkjamenna harkalega fyrir aðgerðir þeirra við strendur Líbýu, nefndi þær „tilraun til að koma af stað blóðbaði". Chandigarh, Indlandi — Lögreglan skaut fimm öfgasinnaða Sikha og særði aðra 15 í Punjab í gær. Út- göngubann var sett á i borginni eftir miklar óeirðir. Brazzaville — Forseti Chad, Hiss- ene Habre, og leiðtogi uppreisnar- manna í landinu, Goukoni Quedd- ei, ætla að setjast að samninga- borði um helgina og ræða hvernig binda megi enda á 20 ára borgara- styrjöld í landinu. Belgrað — Eitt helsta dagblaðið í Júgóslavíu, Vecernje Novostí, birti í gær nákvæma eftirprentun skjals þar sem því mun vera lýst yfir að Kurt Waldheim sé stríðsglæpa- maður. Manila — Þingmenn filippeyska þingsins mótmæltu í gær harðlega að Corazon Aquino skyldi afnema þinghald. Var þar að finna jafnt samstarfsaðila hennar sem ands- tæðinga. Töldu þeir aðgerð henn- ar fela í sér skref í átt til einræðis. Kaíró — Yfirvöld í Egyptalandi rufu í gær tveggja daga þögn sína og sögðust áhyggjufull yfir þeim átökum sem nú ættu sér stað milli Líbýu og Bandaríkjanna. Egyptar hvöttu báða aðila til að gæta hófs. Bern — Fulltrúar Filippseyja eru komnir til Sviss þar sem þeir ætla að reyna að ná aftur þeimn sjóðum sem Marcos kom fyrir í svissneskum bönkum. Svissnesk yfirvöid frystu í gær þá bankar- eikninga sem Marcos á í Sviss og hefur sú aðgerð vakið nokkrar deilur þar í landi. Stjórnin á Fil- ippseyjum ætlar að höfða mál á hendur Marcosi til þess að auðveldara reynist að komast yfir það fé sem Marcos geymir á bankareikningum í Sviss. ERLENDAR FRÉTTIR HJÖRLEíIFSSOn/R E U1E R S-Afríka Lögreglan skýtur 10 manns Jóhannesarborg — Lögregan í bænum Winterweld í heima- landi svartra, sem nefnt er Bophuthatswana, réðist í gær á mótmælagöngu svartra og drap 10 manns. Þar með hafa að minnsta kosti 30 manns lát- ist í óeirðum víðs vegar um landið á síðastu tveimur sólar- hringum. Lögreglan í Winterveld réðst til atlögu við mótmælagönguna og hóf skothríð, eftir því sem tals- maður lögreglunnar f bænum sagði. Hann sagði að gangan hefði verið ólögleg. Um það bil 1000 manns voru handteknir og fjöldi særðra lá eftir á götum bæjarins. Ekki var ljóst hver til- drög mótmælagöngunnar voru. Fulltrúi lögreglunnar sagði að ástæðan fyrir því að hafin var skothríð á fólki hafi verið sú að það neitaði að dreifa sér en henti grjóti að öryggissveitum lögregl- unnar. George sagðist ekki vita hvers konar vopn hefðu verið notuð gegn fólkinu. Bophut- hatswana hefur hingað til verið laust við ofbeldi í þeim átökum sem verið hafa í landinu að und- anförnu. Fyrr hafði verið sagt frá því í aðalstöðvum lögreglunnar í Pret- oríu að 20 manns hefðu látist síð- an í fyrradag. Þar með er ljóst að 106 manns hafa látist í átökum í landinu frá því neyðarástandi var aflétt, 7. mars síðastliðinn. Neyðarástandslögunum var aflétt í þeirri von að óeirðaöldur myndi lægja. Stöðugt meiri harka færist í mótmælin í S-Afríku. Sveitarstjórnarkosningarnar 1986 Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd. 1. Kjörskrá skal lögð fram. 2. Sveitarstjórnarmaður, sem ekki vill endurkjör, tilkynni það yfirkjörstjórn eigi síðar en 3. Kjörskrá liggur frammi til 4. Framboðsfrestur rennur út 5. Yfirkjörstjórn úrskurðar, merki og auglýsir framboðslista 6. Yfirkjörstjórn lætur gera kjörseðla 7. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla hefst eigi síðar en 8. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út 9. Afrit af kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörskrá fyrir 10. Sveitarstjórn boðar kæruaðila á fund eigi síðar en 11. Sveitarstjórn úrskurðar kjörskrárkærur eigi síðar en 12. Sveitarstjórn undirritar kjörskrá eigi síðar en 13. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárúrskurð 14. Dómari tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstórn kjörskrárdóm 15. Yfirkjörstjórn auglýsir kjörfund og atkvæðatalningu fyrir 16. Kjördagur 17. Talning atkvæða hefst. 18. Kjörstjórn innsiglar notaða kjörseðla eftir talningu. 19. Kosningarnar má kæra skriflega fyrir sveitarstjórn innan 14 daga frá því lýst er úrslitum kosninga. Félagsmálaráðuneytið, 26, mars 1986. KOSNINGAR 31 . maí 14. júní 1. apríl 14. apríl 4. maí 18. maí 28. apríl 11. maí 7. maí 22. maí 17. maí 31. maí 16. maí 30. maí 19. maí 2. júní 20. maí 4. júní 23. maí 7. júní 23. maí 7. júní 23. maí 7. júní strax strax 28. maí 11. júní 31. maí 14. júní ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.