Þjóðviljinn - 27.03.1986, Side 4
Bandið á æfingu, frá vinslri Björgvin Gíslason, Guðmundur Benediktsson,
Haraldur Þorsteinsson, Ásgeir Óskarsson og Megas. Myndir: Sig.
Dœgurlaga-
söngvarinn
syngur
sér til
sáluhjólpar
Þegarég kominnúr
dyrunum á heimili Megasar í
vikunni streymdi á móti mér
lokkandi ilmur af soönu kjöti
og kryddjurtum. Ég var
þangað kominn til að spyrja út
í hljómleika þá sem hann
heldurá laugardagskvöld í
Austurbæjarbíói með
Passíusálmum Hallgríms
Péturssonar.
Milli þess sem hann leysti
úrspurningum mínum var
hann á þönum í eldhúsinu að
hræra í kjötkötlum sínum.
Sem kunnugt er samdi Megas
tónlist við alla Passíusálma Hall-
gríms fyrir rúmum áratug síðan.
Á páskunum í fyrra hélt hann
tónleika þar sem hann flutti úrval
úr sálmunum ásamt hljómsveit.
Ég spurði hann fyrst hvers vegna
hann léki nú sama leikinn.
Skrautlausir
og hráir
„Hugsunin á bakvið þetta er
þessi: I fyrra komu páskar og ég
flutti sálmana af því tilefni. Núna
um áramótin uppgötvaði ég svo
að páskarnir væru að koma aftur.
Mér þótti þá við hæfi að hugsa
upp eitthvað nýtt. Petta verður
annað úrval úr sálmunum en í
fyrra og uppfærslan gerólík. Hún
verður í mjög lútersk-
evangelískum anda, á dægurlaga-
máli mundi maður segja að sálm-
arnir væru „stripped down to bas-
ics“. Peir verða skrautlausir og
svolítið hráir.
Pað þótti tilraunarinnar virði
að hafa þetta í einfaldari og létt-
hráum kanti. f ljós kom þegar
nokkuð var komið áleiðis að text-
unum hæfði mjög einföld og hrá
útgáfa þó að auðvitað séu allir
möguleikar til.“
Má búast við að flutningur þinn
á Passíusálmunum verði árviss
viðburður?
,
Megas: „Réttlætiskenndin er móðir siðleysisins."
hjálpar. Hann er sér þess mjög
meðvitaður að hann deyr og
skilur hvað maðurinn er lítið
mál.“
Hvað sækir fólk í dæmi píslar-
sögunnar?
„Píslarsagan er stöðugt í gangi.
Þetta fólk, sem þar kemur fyrir,
gengur um hér á meðal okkar.
Af helgu letri höfum við best
nœmi
og heilnœm eftirdœmi. “
Þrjóskan er óeðli
„Ég get ekkert fuilyrt um það
hér og nú hvort það komi fleiri
páskar.“
Eru nýjar áherslur í þessu úr-
vali þínu úr sálmunum núna?
„Það er kannski meiri para-
noja á ferðinni núna. Sálmarnir,
sem voru ekki með í fyrra en
verða fluttir núna, eru Um iðrun
Péturs, Um Jesú síðusár, Um
Jesú dauða, Um Kristí krossburð
og Um Kristí kunningja sem
stóðu langt frá."
Pastorale
a la Americana
Hefurðu breytt tónlistinni eitt-
hvað?
„Laglínurnar í þeim lögum sem
eru tekin aftur eru eins en um-
búnaðurinn einfaldari, þetta er
pastorale a la Americana. Því
slær yfir í hreint eðalborið frum-
rokk.“
Þegar hér var komið sögu bar
Megas fram kjötsúpu sína.
Reyndist hún svo safarík og
kraftmikil að helst verður jafnað
við sálma Hallgríms. En meðan á
hinu nautnalega borðhaldi stóð
flögruðu samræðurnar yfir í aðra
sálma, þ.á.m. blautbolskeppn-
ina. -,,Ég býst við að þetta sé fal-
legt,“ sagði Megas. Það var ekki
fyrr en með kaffinu eftir matinn
að við snerum okkur aftur að
Hallgrími. Ég spyr Megas hvort
hann sé ekki að seilast inn á
verksvið kirkjunnar þjóna með
þessum sálmasöng.
„Nei, ég er bara í sömu sporum
og Bach, Hándel, Stravinsky og
fleiri ágætir menn. Ég er fyrst og
fremst dægurlagasöngvari og það
sem dægurlagasöngvarar eru að
keppa að er að raula eitthvað gott
fyrir munni sér og lifa af því.
Þeim er ekki sama hvað þeir setja
upp í sig. Stundum vilja þeir fá
eitthvað virkilega saðsamt og
safaríkt, einkum sér sjálfum til
yndisauka og gera sér þá ekki
grillur út af því hvort fleiri eða
færri mæti á svæðið. Dægurlaga-
söngvarinn syngur sér til sálu-
Hvað er að segja um málsnilld
Hallgríms?
„Þess ber að geta að texti
Hailgríms beinlínis æpir á rock’n-
’roll. Sem dæmi um málsnilld
hans má nefna þessar línur úr 21.
sálmi:
Réttlætis skrúða skartið þitt
skíni á sálu minni,
þó líf hér linni;
eins láttu holdið einninn mitt
afklœðast þrjósku sinni.
Þetta segir okkur að þrjóskan
er óeðli. Manninum er eðlislægt
að vera sveigjanlegur, góður og í
samræmi við náttúruna. Hitt allt
er seinni tíma tilbúningur, eink-
um og sér í lagi hin illa þrjóska.
Réttlætiskenndin er móðir sið-
leysisins.“
Tónleikar Megasar verða á
laugardagskvöld í Austurbæjar-
bíói og hefjast kl. 21.30. Honum
til aðstoðar verða Björgvin Gísla-
son (gítar), Ásgeir Óskarsson
(trommur), Haraldur Þorsteins-
son (bassi) og Guðmundur Bene-
diktsson (hljómborð o.fl.).
-Á.Ó.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1986