Þjóðviljinn - 27.03.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Qupperneq 5
Sextugur í dag Ragnar Björnsson Ég á bágt með að trúa því, að Ragnar sé að verða sextugur. Mér finnst hann ekkert hafa breyst frá því ég kynntist honum. fyrir aldarfjórð- ungi eða svo. Virðuleikaværð og slappleiki hefur ekki færst yfir hann með árunum, jafnan er hann kvikur í spori og kampakátur í viðmóti. Og þegar hann birtist sópast burt lognmollan. Ferill Ragnars hefur ekki alltaf ver- ið átakalaus, oft hefur gustað hraust- lega í kringum hann. Og slíkt eru meðmæli með mönnum í örsmáu samfélagi klíkukjaftæðis og samtryg- gingar. „Menn leita margs á okkar tímum. Og eitt hafa menn fundið: þægindin. Þau þrengja sér með öllu afli inn á hugmyndaheim vorn, svo við höfum aldrei haft það eins þægi- legt. Við kunnum betur en nokkru sinni fyrr, að gera lífið okkur þægi- legt. Við leysum vandamál til að losna við óþægindi. En hvernig leysum við vandamálin? Með því að halda að við höfum leyst þau. Og í þessu sést hver forsenda þægindanna er: yfirborðsmennska." Þetta er úr formálanum að Hljómfræði Arnolds Schönbergs frá 1910. Ragnar hefur aldrei leitað þæginda né fallið fyrir yfirborðsmennsku í list- inni. Þessvegna er hann einn fínasti músikkant hér á landi: hljómsveitar-, skóla- og kórstjóri, kompónisti og orgelsnillingur. Og frami hans hefur verið mikill. Hann hefur leikið í helstu höfuðkirkjum. Nú seinast í Frúarkirkjunni í París. Og hann er jafnvígur á alla stíla orgeltónlistar, frá Bach til Messiaen, og hinna íslensku tónskálda sem hann hefur verið óþreytandi að hvetja til að semja org- elverk. Ég er einn í þeirra hópi, og mér reyndist hann betri en enginn, á þeim tíma, sem ég var óttalegur von- arpeningur í listinni. Á alla samvinnu okkar bar hvergi skugga. Það var áhugi Ragnars á listinni sem hreif alla með sér, og mestar kröfur gerði hann til sín sjálfs. Mér fannst hann alltaf leitandi, hugur hans fullur spurnar. Það var og er eitthvað unglingslegt við hann. Og þannig held ég hann verði í framtíðinni. Og svo er bara að óska honum, Sigrúnu og dætrunum til hamingju með daginn. Atli Heimir Sveinsson Ekki má minna vera en ég sendi fornvini mínum Ragnari Björnssyni örstutta kveðju á örlagaríkum tíma- mótum. Kynni okkar hafa enst í hálf- an fimmta áratug og á ýmsu gengið einsog verða vill í kólgusjóum mannlífsins, enda báðir orðnir allvel sjóaðir. Við vorum tápmiklir og metnaðarfullir unglingar, sáum fram- tíðina í hillingum og eggjuðum hvor annan til dáða, en ég var alla tíð mað- ur hálfverka og sáröfundaði vin minn af marksækinni eljunni. Vikum og mánuðum saman gat hann setið dagl- angt við slaghörpuna f stóra sal KFUM-hússins og hamrað sömu samhljóma aftur og aftur einsog hann yrði aldrei ánægður með árangur elju- sinnar. Gat orðið þreytandi að heyra sama verkið leikið allt uppí fimmtíu sinnum á dag, en Ragnar vissi hvað klukkan sló og siakaði aldrei á klónni. Þessímillum sat hann lon og don niðrí Dómkirkju og æfði sig á orgelið undir agasamri og föðurlegri handleiðslu Páls ísólfssonar, sem aldrei fór leynt með sérstakt dálæti sitt á lærisveinin- um. Þannig liðu árin framyfir tvítugt við óhlífinn sjálfsaga, vandasöm störf (Ragnar var þegar farinn að stjórna kórum við góðan orðstír) og afslapp- aða dægradvöl þarsem borðtennis, skautahlaup og skíðaferðir voru uppi- staðan, en af skemmtanalífi vinar míns og öðru útstáelsi hafði ég lítið sem ekkert að segja, fann aðeins smjörþefinn. Ragnar iðkaði sömu- leiðis glímu og frjálsar íþróttir með bærilegum árangri og sýndi meðal annars þjóðaríþrótt íslendinga á Norðurlöndum. Mér eru í minni fyrstu orgeltónleik- ar sem Ragnar efndi til í Dómkir- kjunni, vorið 1950 að mig minnir. Þeir voru fremur fásóttir, en ég var í sjöunda himni yfir frammistöðunni og uppvægur útaf seinlæti krítíkera að birta umsagnir sínar. Þegar þær loks birtust voru þær kurteislegar og vel- viljaðar, en í engu samræmi við þann afgerandi listviðburð sem ég var sannfærður um að enginn hefði metið að verðleikum nema ég; bauðst jafnvel til að þeysast útá ritvöllinn og segja sljóum samlöndum til synd anna, en Ragnar aftraði því. Haustið 1950 áttum við samleið tii Kaupmannahafnar þarsem við lifðum viðburðaríkan og stundum storma- saman vetur sem hvorugum líður úr minni. Síðan skildi leiðir: Ragnar hélt til frekara náms í hljómsveitarstjórn í Vínarborg, en suðlægari strendur seiddu mig. Eftir heimkomu beggja var þráðurinn tekinn upp að nýju og hefur ekki slitnað, þó stundum hafi teygst óþarflega á honum. Ragnar hefur haldið uppteknum hætti, gert garðinn frægan með einkatónleikum víða um lönd báðumegin Atlantsála, stjórnað karlakórum sem farið hafa frægðarfarir um hálfa heimsbyggð- ina, verið dómorganisti um nokkurt skeið og óþreytandi að kenna upp- rennandi kynslóðum undirstöðuatr- iði þeirrar listar sem á hug hans og hjarta óskipt. Ragnar hefur alla ævi sótt á bratt- ann og aldrei freistast til að hvíla á þeim lárviðum sem honum hafa fallið í skaut. Hann er skapríkur maður og kröfuharður, stundum jafnvel óvæg- inn, afþví hann trúir afdráttarlaust á mikilvægi þess sem hann hefur fram að færa, fyrirlítur hálfkák og mála- miðlun, sættir sig aldrei við annað en það sem best verður gert. Þvflíkir menn eignast ógjarna viðhlæiendur. en þeir eru það ómissandi súrdeig lif- andi listamenningar. sem tryggir síf- ellda endurnýjun og óaflátanlega fra- msókn að marki sem aldrei verður náð. Fyrir þá á hver þjóð forsjóninni þökk að gjalda. Ég óska Ragnari Björnssyni, Sig- rúnu konu hans, dætrum og dætra- börnum allra heilla við rætur brekk- unnar sem húsbóndinn á næsta fyrir höndum. Sigurður A. Magnússon Þessar fáu línur eru barasta skrifað- ar til að þakka Ragnari Björnssyni fyrir að hann skuli vera til. Mér finnst nefnilega það fari hon- um afar vel úr hendi. Alveg frá því ég kynntist því hvernig hann siðbætti skemmtilegan en brokkgengan fé- lagsskap, sem við höfum verið í báðir, með því að skipa hópnum til kirkju og spila fyrir hann meistaraverk orgel- bókmenntanna. Síðan hafa atvik viljað svo vera láta, að ég kæmi agnarlítið við sögu Nýja tónlistarskólans, sem Ragnar hefur verið að byggja upp á undan- förnum árum. Kapp og hugvit og bjartsýni skólastjórans hefur skilað árangri af þeirri stærð að við, þessir værukæru, erum aldeilis gáttaðir. Því við vitum líka, að þetta er aðeins part- ur af verki listamanns, sem hefur um leið í marga ágæta músíkreisu farið bæði í austur- og vesturveg. Svo er það ekki síst þakkarvert að hafa átt þess kost að heilsa upp á Ragnar utan dagskrár og heyra hann tala um listarinnar gagn og nauðsynj- ar - og svo furður og gamanmál. Til hamingju með daginn! Árni Bergmann. Þú finnur allt á þessum sólríku skemmtistöðum; frábærar baðstrendur • fjölbreytta og vandaða hótel- og íbúðargistingu • stóra og litla veitingastaði • aragrúa verslana • fjölda diskóteka • stórkostlega möguleika á lengri og styttri skoðunarferðum • þrautreyndafararstjóm • sérstaka bamafararstjórn og barnaklúbb • endalausa möguleika á leikjumog fjöri »vatnsrennibraut og tennisvelli • bowling- og kappakstursbrautir • hljómleikaog leiksýningar • sirkus og sædýrasafn • innfæddaborgarbúa • ítalskaferðamenn • erlendaferðamenn •—allt. j'ý; Adriatlc Rlvlera of Emilia - Romagna (Italy ) Rimini Rlccione Cattolica Cesenatico Gatteo a Mare San Mauro a Mare Mlsano Adriatico Udi di CÓmacchio Savlgnano a Mare Bellaria • Igea Marina Cervia • Milano Marlttima Ravenna e le Sue Marine Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 & 23727 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.