Þjóðviljinn - 27.03.1986, Side 10

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Side 10
Kannski sungin barnagæla um köttinn sem beit geitina, hundinn sem beit köttinn, stafinn sem lamdi hundinn, eldinn sem brenndi stafinn.... Um gyðinglega páskahefð En hátíð ósýrðu brauðanna nálgaðist - sú er nefnist páskar Sá yngsti spyr: hvers vegna er þessi nótt ólík öðrum nóttum. Keypt inn fyrir páska (New York í aldarbyrjun) Þeir strangtrúuðu ganga í svörtum síðum frökkum með hatta á höfði. Myndin er frá Póllandi - en slika menn er nú helst að finna í New York, Antwerpen og Jerúsalem. Páskamáltíð - stjórnandinn les úr Hagödu. Óþarft er aö fjölyrða hér um þýðingu páskahátíðarinnar í kristinum dómi - þótt kannski sé ástæða til að minna á það, að áherslur á hinar einstöku hátíðir kirkjuársins eru misjafnlega miklar eftir kirkjudeildum. Til dæmis skipa jól miklu veglegri sess hjá lútherskri íslenskri þjóðkirkju en í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni-sem að sínu leyti gerir páskana að hátíð hátíða. Forn hótíð Menn vita það náttúrlega að páskarnir eru miklu eldri hátíð en kristindómurinn. Þegar Kristur kemur til Jerúsalem þar sem til úrslita dregur í hinu kristna drama nálgast „hátíð hinna ó- sýrðu rauða" og síðasta kvöld- máltíðin er bersýnilega gyðingleg páskamáltíð, seder. Almanak Gyðinga er reyndar fullt með hát- íðir fyrir nú utan það, að shahhes, hvíldardagurinn, er vikuleg hátíð hjá öllum þeim sem vilja halda tryggð við siði feðranna. Stund- um finnst þeim, sem kynnir ser allt það helgihald, sem það sé í rauninni fullt starf að vera réttt- rúaður gyðingur og alveg óskiljanlegt hvernig þetta fólk hefur komið öðrum verkum í kring. En pesakh, eða páskar, eru mest hátíða hjá gyðingum, sú hátíð sem flestir þeirra sýna ein- hvern sóma, eins þótt þeir séu litlir eðaengir trúmenn. Rétt eins og menn halda jól þótt þeir komi annars aldrei í kirkju. Orðið Pesakh er ævafornt og enginn veit með neinni vissu hvað það hefur þýtt upphaflega. Há- tíðin hefur lengst af verið haldin til minningar um þau tíðindi sem frá segir í annarri Mósebók, að Jahve leiddi ísraelslýð út úr Eg- yptalandi. í því samhengi er orð- ið látið þýða „framhjáganga" - Drottinn gekk fram hjá húsum Hebrea, þegar hann drap frum- burði Egypta í síðustu plágunni sem hann leiddi yfir land þeirra. Lamb og brauð En orðið sjálft og hátíðin eru enn eldri. Talið er að upphaflega hafi páskar verið vorhátíð he- breskra hirðingja, sem fórnuðu kind eða geit úr hjörðinni um það leyti sem lömb og kið fæðast. Fórnardýrið var steikt í heilu lagi undir fullu tungli og étið og mátti hvorki brjóta bein þess til mergj- ar né leifa af því. Þegar Hebrear voru sestir að í Palestínu og farnir að stunda akuryrkju kom önnur hátíð ofan í hirðingjapáskana. Hátíð hinna ósýrðu brauða, uppskeruhátíð byggsins, sem þeir munu hafa fengið að láni hjá sem- itískum nágrönnum sínum. Enn í dag vilja rétttrúaðir gyðingar ýmsir ekki brúka hveiti í páska- brauð heldur aðeins byggmjöl. Síðar meir breytist svo innihald þessarar vorhátíðar, hún var höfð til að minna á brottförina úr Eg- yptalandi og hjálpa til við þá breytingu hliðstæður í lífi náttúr- unnarog sagnanna: fjötrar vetrar og ánauðar hrynja, nýtt líf er í vændum. Þjóðhátíð Konungabók Gamla testam- entisins segir frá því að með sið- bót Jósía konungs voru páskar gerðir að sameinandi þjóðhátíð Gyðinga og er hún haldin í sjálfri Jerúsalem. Þangað komu menn hvaðanæva að úr landinu og borgarbúar voru skyldugir til að veita þeim ókeypis gistingu. Páskalömbunum var slátrað í musterisgarðinum, síðan hélt hver fjölskylda eða hver sá hópur sem hafði slegið sér saman um eitt lamb, til síns dvalarstaðar, og þar fór páskamáltíðin fram. Þetta var á fjórtánda degi Nissanmán- aðar, sem á þessu ári er 24. apríl. Sem fyrr segir var síðasta kvöld- máltíðin páskamáltíð: Jesús frá Nasaret og lærisveinar hans voru einmitt hæfilega stór hópur manna til að sameinast um eitt lamb, sem ekki mátti leifa neinu af. Fyrr og síðar voru páskar minningarhátíð um ævintýrið eg- ypska. En eftir að Jerúsalem var lögð í rúst og gyðingar hröktust í útlegð vel flestir, urðu páskarnir í vaxandi mæli vonarhátíð. Hugs- unin er þá sú, að fyrst Drottinn frelsaði sitt fólk undan Faró hin- um egypska, þá muni hann einnig losa það undan oki Rómverja, undan rannsóknarréttinum á Spáni, undan Hundtyrkjanum, Rússakeisara eða þá Adolf Hitl- er. Páskar verða í senn trúarhátíð og hátíð þeirrar vonar að þjóðin lifi af hörmungar. Tóknrœn matvœli Gyðingapáskar eru haldnir hátíðlegir með nokkuð mismun- andi hætti eftir löndum og eftir því, hve strangtrúaðir eða trúlitlir menn eru. En þeir eru alltaf fjöl- skylduhátíð og undirbúningurinn hefst með feiknalega samvisku- samlegri vorhreingerningu í hús- inu. Þess er þá gætt sérstaklega, að safna saman öllu brauði og brauðmylsnu og brenna, því þeg- ar páskar ganga í garð má aðeins ósýrt brauð, matzah, vera í hús- inu. En matzah er hvítar, stökkar og bragðlitlar flögur. Öll ílát eru þvegin vandlega og helst þurfa menn að eiga sérstakan borðbún- að, sem aðeins er notaður á pásk- um. Þegar seder, páskamáltíðin, hefst, er búið að bera á borð, og allt sem þar er hefur táknræna merkingu. Matzah á að minna á það, að þegar Hebrear yfirgáfu egypskar borgir urðu þeir að hafa hraðann á og tóku með sér brauð sem enn hafði ekki lyft sér. Það er rautt vín í glösum og minnir á blóð hebreskra barna sem drepin voru í Egyptalandi (Kristnir menn misskildu svo ýmsa páska- siði á sinn hátt - og enn um síð- ustu aldamót voru Gyðingar í Rússlandi ofsóttir í anda þeirra miðaldafordóma, að Gyðingar stælu kristnum börnum og hefðu blóð þeirra til páskamatseldar). Nú - hver sá sem til borðs situr mun drekka fjóra bikara víns þetta kvöld - einn fyrir hvert þeirra fyrirheita guðs sem um getur í annarri Mósebók: „Ég er Drottinn. Ég vil leysa yður undan ánauð Egypta og hrífa yður úr þrældómi þeirra og frelsa yður með útréttum hand- legg og miklum refsidómum. Ég vil útvelja yður til að verða mitt fólk. Og ég vil leiða yður inn íþað land sem ég sór að gefa Abra- ham, ísak og Jakob og ég vil gefa yður það til eignar“. Ahrifarík orð reyndar og koma enn mikið við sögu í heimspóli- tíkinni; því hvað varðar þann um þjóðarétt sem trúir því að Drott- inn hafi gefið honum tiltekið land? Harðsoðið egg, sem liggur vinstra megin á sérstökum hátíð- adiski húsbóndans eða stjórn- anda máltíðarinnar, á að minna á fórnarhátíðina í Musterinu í Jerú- salem forðum daga, en brennt kjötbein til hægri á sama diski táknar páskalambið sjálft. Grœn grös og beisk Hátíðin hefst á því að farið er með bæn þar sem minnt er á til- gang hátíðarinnar. Síðan er kveikt á hátíðakertum, farið með helga texta og það eru sungnar eða tónaðar bænir. Bænirnar eru á hebresku en ýmsir textar aðrir geta verið á því máli sem talað er í hverjulandi. Þegardrukkinn hef- ur verið fyrsti bikar víns hefst karpas, fæðing og endurnýjun - og þá er sungið eitthvað snoturt úr Ljóðaljóðunum: Stattu upp vina mín því sjá, veturinn er liðinn blómin eru farin að sjást á jörð- unni ilminn leggur af blómstrandi vínviðnum og kurr turtildúfunnar heyrst í landi voru. Allir taka einhver græn grös, til dæmis graslauk, og dýfa í salt vatn, blessa þann sem skapaði ávöxt jarðar og éta síðan af lauknum. Húsráðandi brýtur matzah og felur eitt brotið, það heitir afikoman og kemur við sögu seinna um kvöldið. Hópur- inn syngur um matzah, páska- brauðið: „Þetta er brauð hinna snauðu, sem feður vorir neyttu í landi Eg- ypta. Megi allir þeir sem hungr- aðir eru koma og eta, látum alla sem búa við neyð deila með oss von páskanna." Næst er komið að því að bragða á „bitrum grösurn" - til dæmis skafinni hreðku, sem er sett ofan á mola af ósýrðu brauði. Þessi biti, maror á hebresku, á að minna á það hve beiskt lífið var í þrældómshúsi Egypta og eins og í texta kvöldsins segir: „Saman skulu þau vera matzah frelsisins og maror þrældómsins, því í frelsi skulu menn vita af á- nauð og á dögum ófrelsis er von um lausn“. Hinu ósýrða brauði er líka dýft í kharoset, sem er mauk úr epl- um, hnetum og víni, þótt undar- legt megi virðast á þessi sæta blanda að minna á steinlímið sem Hebrear hnoðuðu í byggingar- vinnu í Egyptó. Segðu syni þínum Sem fyrr segir: allt sem gerist á seder hefur táknræna merkingu. Og allt er útskýrt jafnóðum. Meðal annars vegna þess, að börnin, sem einnig sitja til borðs, eiga að taka við minningum og hefð þjóðarinnar. Eða eins og skrifað stendur: „Ve- higgadta le- vinkha: „Á þessum degi skaltu gjöra syni þínum grein fyrir þessu og segja: Það er sökum þess sem Drottinn gjörði fyrir mig, þá er ég fór út af Egyptalandi". Það er í þessum anda, að nú stendur yngsti meðlimur fjöl- skyldunnar upp og fer með spurninguna Ma nishtana halajah hazeh mikol haleilot - „Hvers vegna er þessi nótt ólík öðrum nóttum?“ Og hann gefur sjálfum sér fjögur svör - hún er öðrum nóttum ólík vegna þess, að nú borðum við aðeins ósýrt brauð, við borðum beisk grös, við dýfum grösum tvisvar í vatn og önnur kvöld snæðum við á venjulegan hátt en í kvöld með sérstakri við- höfn. Þegar sá yngsti hefur sýnt fram á það, að hann er með á nótunum hefst maggíd, frásögnin af þeim atburðum sem borðhaldið sjálft táknar. Það er þá mjög misjafnt hve formfastir og nákvæmir menn eru í ritúalinu. Spurningar og svör eru lesin um það hvernig skuli á málum haldið. Hvernig skuli til dæmis svara hinum vitra sem spyr um lög sem Drottinn hefur sett, hvernig hinum ein- falda sem spyr: hvað eruð þið að gera? Og hvernig svara ber hin- um illgjarna sem ekki vill taka þátt í fagnaðarhátíð með öðrum heldur spyr: Til hvers eru þessi hátíðahöld ykkar? Nýtt og gamalt Það er víst algengt á seinni árum að rjúfa gamla texta með nýjum. í einni Hagödu (en svo nefnist bók sú sem menn hafa við hönd á páskum) er til dæmis mælt með texta úr ræðu, sem Albert Einstein flutti skömmu eftir stríð, þegar afhjúpað var minnismerki um gyðinga, sem fórust í Varsjá á stríðsárunum. Þar minnir hann á „þær siðgæðishugmyndir sem feður okkar höfðu í heiðri“ og von um að í framtíðinni „sé hægt að yfirstíga hina almennu sið- ferðilegu niðurlægingu sem nú ógnar sjálfri tilveru mannkyns- ins“. Þetta sagði Albert Einstein ör- fáum misserum eftir að viður- styggð útrýmingabúða nasista varð öllum ljós og kjarnorku- sprengjum var varpað á japan- skar borgir. í þeirri upprifjun sem fram fer á Seder er víða komið við í stuttu máli, því það er gert ráð fyrir því að menn kunni sína Tóru, sínar Mósebækur. Um leið er ítrekað, að það sé alltaf hollt að fara með þessa sögu, hve lærðir sem menn annars verða. Áherslan í textan- um er mjög á þrældóm og ofsókn- ' ir og þá er hugurinn vitanlega ekki bundinn aðeins við illa Far- óa í forneskju. „Fyrirheit Guðs um frelsun, sem gefið var til for- na, styrkir oss enn þann dag í dag,“ segir stjórnandi, og við- staddir taka undir: „Því fleiri en einn óvinur hafa risið upp gegn okkur til að tor- tíma okkur. Á hverri öld í hverri kynslóð hafa einhverjr risið upp til að leggja á ráðin um útrýmingu okkar“. Anna Frank Hér er sjálfgert að leiða hug- ann að gyðingamorðum nasista. í fyrrnefndri hagödu er vitnað til svofelldra orða úr dagbók Önnu Frank, sem hún skrifaði í felum í júlí 1944, skömmu áður en hún og fjölskylda hennar var svikin í hendur Gestapó: „Það er mesta furða að ég skuli ekki hafa látið allar mínar hug- sjónir lönd og leið, vegna þess að þær sýnast loftkastalar og engin leið að láta þær rætast. En ég held í þær samt.vegna þess að þrátt fyrir allt trúi ég því, að mennirnir séu í innsta eðli sínu góðir. Ég sé enga leið til að byggja vonir mín- ar á upplausn, eymd og dauða. Ég heyri þrumurnar færast nær sem munu tortíma okkar líka. Ég finn þjáningar miljónanna en samt - ef ég lít til himins finnst mér að allt muni vel fara, að einn- ig þessi grimmd taki enda...“ Tíu plágur Næst fer sá þáttur hátíðarinnar sem ýmsum hugnast ekki sem best - Makot Mízrajím, þar sem vikið er að plágunum tíu sem Ja- hve sendi Egyptum til að ísraels- mönnum yrði sleppt úr haldi. Hver og einn tekur sitt vínglas og hellir tíu dropum á disk sinn og nefnir eina plágu með hverjum dropa sem hann telur: Dam (blóð), Tsvardeijah (froskar), Kíním (mýbit) og svo áfram allt til Makat B’horot (dauða frum- burðanna). Nú um stundir hafa menn látið fylgja þessum sið á- minningu um að ekki megi menn gleðjast yfir óförum annarra „sigur vor er minni ef andstæðin- gurinn hefur týnt lífi,“ segir þar. Stungið er upp á því að húsráð- andi fari með nýlega bæn þar sem segir: „Hver dropi víns sem við út- hellum táknar von og bæn um að mennirnir hreki burt plágur sem að þeim steðja, hvar sem þeir eru staddir og eiga upptök sín í hjört- um vorum: styrjaldir, hatur, spillingu jarðar, kúgun þjóða, ranglæti í stjórn og hnignun mannréttinda". Fylltur fiskur Þegar sunginn hefur verið vin- sæll páskasöngur um guðs góðar gjafir, Dajenú heitir hann, er komið að máltíðinni sjálfri og ekki vonum fyrr. Algengt er að fyrst sé borið fram kjötseyði með bollum úr matzahmjöli. Þá kem- ur gefillte fish, hakkaður fiskur, soðinn í bland við gulrætur, lauk og egg. Að lokum kjúklingur eða lambakjöt með ýmsu grænmeti og kannski tsimes, sem er hálf- sætur gulrófuréttur. Þessar mat- arvenjur hafa orðið til hjá gyð- ingum Austur-Evrópu og sumir réttirnir að minnsta kosti heita jiddískum nöfnum. Börnin fá, áður en máltíðinni lýkur,að leita að afíkoman, matz- ahbrotinu sem falið var í herberg- inu við upphaf máltíðarinnar. Ekki er víst um uppruna þessa siðs, en flestir skýra hann með því, að nú sé börnunum farið að leiðast og þau verði að fá skemmtun. Ekki sakar það held- ur, að sá sem finnur afikoman fær verðlaun. Bikar spámannsins Eftir máltíð er farið með lof- söngva ýmiskonar og aðra helga texta. Það er líka siður að opna dyrnar fyrir Elía spámanni og bjóða hann velkominn í bæinn. Auður stóll bíður spámannsins við borðið og bikar með víni. En Elía gat sér ýmislegt til frægðar, sigraði hinn illa guð Baal og fór til himna í eldvagni. Helgisagan segir, að áður en Messías Gyð- inga kemur til að leysa úr öllum vanda muni Elía koma aftur sem einskonar sendiboði hans og undirbuningsstjóri og hann er því alveg sérstaklega velkominn í hverri fjölskyldu. Það eru líka sungnir æfagamlir söngvar sem eru fyrst og fremst ætlaðir börnum. Einn hinn þekktasti er Had Gaja, barna- gæla þar sem nýr aðili kemur til sögunnar með hverju erindi. Faðir minn keypti kiðling fyrir tvo aura, svo kom köttur og át kiðlinginn, hundur og beit kött- inn, stafur sem barði hundinn, eldur sem brenndi stafinn, vatn sem slökkti eldinn, uxi sem drakk vatnið, slátrari sem drap uxann, engill dauðans sem drap slátrar- ann og guð, sem tortímdi engli dauðans. Þetta er drjúg þula. Á nœsta ári En hvort sem menn sitja lengur eða skemur: fyrr eða síðar kemur að því að seder ljúki. Drukkinn er fjórði bikar víns og því er heitið um leið, að þessi hátíð verði áfram haldin, allt þar til áform Drottins eru að fullu kunn. Allir óska hver öðrum friðar og fara með lokaorðin sem tjáðu von þjóðar í útlegð: Le shanah habba-ah v Irushalaím - næsta ár í Jerúsalem. En reyndar er hátíð- inni ekki lokið þar með. Hún stendur í átta daga þótt langmest sé viðhaft fyrsta og síðasta dag- inn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.