Þjóðviljinn - 27.03.1986, Síða 18

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Síða 18
SKAK Páskaskákþrautir Það þykir hlýða að birta nokkrar skákþrautir og dæmi fyrir páskana. Þessar þrautir eru flestar heldur af léttara taginu enda er nógu óskemmtilegt að eyða páskunum í yfirvofandi mjólkur- leysi, sjónvarpsleysi, vondu veðri og öðrum hremmingum af guða og manna völdum þótt ekki bætist það nú ofan á að þurfa að glíma við erfiðar skákþrautir. Fyrsteru þrjú skákdæmi: Hvítur leikur og mátar í öðrum leik. Hvítur leikur og mátar í þriðja leik. abcdefgh Þá eru nokkur tafllok þar sem hvítur á leikinn og á að vinna. Um það fyrsta má segja að það staðfesti hið fornkveðna að sagan endur- tekur sig. b c d e f g h b c d e f • g h ^ (^fg) Q 8 ■ ■ m mt; s 7 IH JliÉÉ . 1 w mm 6 iMkA §j§ 11 B 5 S §§! íHt íill 4 3 ■ o u f§!! fjjjt 2 rnmwA H!!! íl!!! íÉll! 1 b c d e f g h Hvítur leikur og mátar í öðrum leik. abcdefgh Loks er svo staða úr gam- alli skák. Þar á að finna vinn- ingsáætlun fyrir hvít. Hvernig á hann að skipa liði sínu? Hvert á biskupinn að fara? Hvernig á að brjótast í gegn? BRIDGE Spilagleði yfir bœnadaga í tilefni íslandsmótsins í sveita- keppni, úrslitanna, sem hefjast í dag kl. 13 á Hótel Loftleiðum, er ekki úr vegi að líta á handbragðið hjá nokkr- um þeim, sem munu sitja í eldlínunni yfir bænadagana. Við hefjum leikinn í Aþenu 1971 á Evrópumótinu: AD K D8 kóng og svínaði síðan tíguldrott- ningu. Síðan voru trompslagirnir teknir og áður en síðasta trompinu var spilað, var staðan þessi: 86 G106 K7 KG9 95 ÁKG 863 AD9 K4 KD7 ÁD843 KG7 Á98 DG G10654 83 106 KG9752 10542 1076532 Á92 Við erum með Stefán Guðjohnsen (í sveit Jóns Hjaltasonar) í aðalhlut- verki. Stefán var sagnhafi í 4 hjörtum í Suður, eftir að Austur hafði ströggl- að í laufi. Sama útspil á báðum borð- um, laufatía. Lítið hjá báðum, trom- pað heima, lítið hjarta að kóng og meira hjarta. Austur er inni og spilar tígli, sem Stefán tók á ás og spilaði spaða og svínaði níunni. Drepið '*á gosa og meiri tígull og síðan fór spilið einn niður. (Trompás og spaðakóng- ur). Á hinu borðinu var sá svissneski Bernasconi í hlutverki Stefáns í sama samningi. Sama útspil, og sama fram- hald, nema þegar Áustur spilaði tígl-j inum inni á hjartadömu, tók sagnhafil það með tígulkóng í borði, tók' laufaás og henti spaða að heiman, spilaði meira laufi og trompaði heima, vestur (Hjalti Elíasson í sveit Pólaris) yfirtrompaði með ásnum og spilaði spaða (besta vörnin). Bern- asconi lét níuna, og Ásmundur Páls- son (í sveit Pólaris) tók á gosann og spilaði sig út á seinni tíglinum, sem tekinn var á ás. Staðan er nú þessi: 105 76 9 Fljótt á litið virðist óhjákvæmilegt annað en gefa einn slag til viðbótar á spaða, en Bernasconi fann stórkost- lega vinningsleið. Hann spilaði trompsjö og lét spaðadrottningu í frá blindum, en Austur lét lauf. Nú spil- aði hann tígli inn á kóng, og hvað á Austur að láta í kónginn? Hann er í þvingun (einsog lesendur sjá). Nú þarna komu við sögu þeir Stef- án Guðjohnsen, Hjalti Elíasson og Ásmundur Pálsson. Karl Sigurhjart- arson prímus mótor þeirra Pólaris manna er í aðalhlutverki í næsta spili, sem er frá Evrópumótinu í Ostende í Belgíu frá 1973: K Á97 975 ÁKG932 Skiptir ekki máli ÓLAFUR LÁRUSSON K10 D74 7643 KD62 G4 1086 1098 1053 K1083 D74 A62 5 Spaðatvisti er spilað og tígull látinn frá blindum og Austur er í þvingun. Kasti hann tígli, er tígullinn á suður- hendinni frír (Vestur átti aðeins tvo í upphafi) og kasti hann laufi, er laufið frítt í blindum. Reyndar kastaði hann laufi og Karl tók ás og kóng í laufi og varpaði dömunni. A hinu borðinu voru spiluð 3 grönd, 11 slagir. Víkjum nú sögu að yngri liðinu í þessari úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni 1986. Jón Baldursson hefur (þrátt fyrir ungan aldur) getið sér ódauðlegt orð við græna borðið hér á landi. Hér er sýnishorn af handbragði hans: ÁG74 10743 1092 96 ADG52 G84 ÁD62 5 Karl var sagnhafi í 6 spöðum í Suður. Útspilið var hjartakóngur, sem Karl gaf. Vesturspilarinn gerði sér grein fyrir því, að nauðsyn var að að sprengja út ásinn í hjarta, til að fjarlægja innkomuna á laufið. Hann spilaði því hjartadrottningu í öðrum siag, sem Karl drap á ás, tók spaða- D1095 Á ÁD7654 32 K863 DG6 K3 G1074 2 K9852 G8 ÁKD85 Spilið kom fyrir á Evrópumóti yngri landsliða í Svíþjóð 1976. í flest- um leikjanna (sömuspil í öllum leikj- um) spilaði Austur fjóra spaða. Ódoblaðir töpuðust þeir, en þar sem Norður doblaði, vannst það. Einn spilari náði þó 12 slögum í A/V á spiiið og fékk 1190fyrirvikið (4 spaðar doblaðir). Það var Jón. Norður spilaði út hjartatíu, tekin með ás. Spaðatíu og níu svínað, en Norður gaf. Jón spilaði nú tíglum sínum dá- litla stund, eða nógu lengi til að öll lauf blinds voru farin. Síðan víxl- trompaði hann lauf og hjarta og spaðakóngurinn varð tólfti slagurinn þegar Norður átti bara eftir ás og gosa í trompi og Jón spilaði síðasta laufinu sínu. 9 impar til góða þar, enda vannst leikurinn hreint hjá okkar mönnum. Sigurður Sverrisson, félagi Jóns í sveit Samvinnuferða/Landsýnar í þessari úrslitakeppni á Loftleiðum, er annar af þessum „ungu“ mönnum, sem hrist hafa duglega upp í „eldri" liðinu, síðustu árin. Eftirfarandi spil er frá úrslita- leiknum í Bikarkeppni BSÍ1983, þar- sem Sigurður og félagar sigruðu sveit Gests Jónssonar (sem í þessu móti spilar í sveit Sigurjóns Tryggva- sonar): 732 109875 G764 9 K84 DG63 Á95 653 D6 2 K108 ÁKD10742 AG1095 ÁK74 D32 G8 í lokaða salnum sátu þeir Sigurður og Valur Sigurðsson (sem einnig er í sveit Samvinnuferða/Landsýnar með þeim Jóni og Sigurði). Þar gengú sagnir: Suður Vestur Norður Austur 1 spaði pass 2 lauf pass 2 grönd pass 4 spaðar pass pass pass Sigurður í Norður fylgdi skemmti- lega eftir blekkisögn sinni með fjög- urra spaða sögninni, því hann telur yfirgnæfandi líkur á því, að A/V geti unnið úttekt. Ekki er hægt að ásaka Gest Jónsson í Austur fyrir passið á 2 laufunum hjá Sigurði. f opna salnum renndu Jón Baldurs- son og Hörður Blöndal sér í þrjú grönd í A/V og fengu 11 slagi í því spili. Sigurður fór eitthvað niður, en sveit Sævars vann 8 impa á spilinu og leikinn örugglega. Eftirtaldar sveitir spila til úrslita í íslandsmótinu í sveitakeppni 1986: 1. sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar Siglufirði 2. sveit Sigurjóns Tryggvasonar Tafl- og bridgeklúbbnum Reykjavík 3. sveit DELTA Bridgefélagi Reykjavík 4. sveit PÓLARIS Bridgefélagi Reykjavíkur 5. sveit SAMVINNUFERÐA/ LANDSÝNAR Bridgefélagi Reykja- víkur 6. sveit MagnúsarTorfasonar Bridge- deild Skagfirðinga Reykjavík 7. sveit Stefáns Pálssonar Bridgefé- lagi Reykjavíkur 8. sveit Jóns Hjaltasonar Bridgefélagi Reykjavíkur 1 1. umferð eigast því við: Stefán-Ásgrímur, Magnús-Sigurjón, Samvinnuf.-Delta og Jón-Pólaris. Mjög góð aðstaða verður fyrir áhorfendur á Hótel Loftleiðum og verða m.a. sýndir leikir á sýningar- töflu í Auditorium. ól. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.