Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 2
FLOSI af nútímaböli Ég byrja daginn æöi oft á því aö stíga framúr rúminu, leggja leið mína á baöið, fara í sturtu, gera svo á mér morgunverkin og ganga örna minna. Undirmeövitundin gefur sennilega til kynna, aö á þessu augnabliki sólarhringsins hljóti ég aö vera næst kjörþyngdinni, en kjörþyngd er þaö þegar líkamsþunginn er í réttu hlutfalli viö hæöina frá hvirfli niöuraö iljum. Þess vegna stíg ég á þessari morgunstund jafnan á baövogina. Þetta er ég þó farinn aö gera sjaldnar og sjaldn- ar uppá síökastið, nema þá gleraugnalaus í von um aö ég greini ekki það sem kvarðinn sýnir. í morgun vildi svo til aö ég var meö gleraugun á nefinu þegar ég sté á vogina af því að ég var aö koma frá því aö plokka illhærur úr nefinu. Þegar ég var búinn aö lesa þaö sem vogin sýndi rann mér óneitanlega í skap, svo ég leitaði kon- una mína uppi til aö láta hana vita um sálar- ástandið á mér. - Hvurn djöfulinn á það aö þýöa aö vera aö tromma upp meö kolvitlausa baðvog hérna á heimilinu, sagöi ég stillilega viö hana þegar ég loks fann hana viö eldhúsvaskinn. - Hver segir aö hún sé vitlaus, svaraði hún aö bragöi, í þessum yfirveguöu rólegheitum, sem kerfisbundiö eru notuð til þess aö koma mér úr jafnvægi, eöa helst láta mig missa stjórn á mér. Nú er mér skylt, til glöggvunar fyrir lesendur, aö lýsa baðvoginni nánar. Þetta er svona eins- og ferkantaður fótaskemill meö glugga ofaná, þannig aö þegar stigiö er á vogina kemur tala í gluggann, sem segir til um þyngd þess sem á voginni stendur. Fyrir neöan gluggann er svo talnaröð, eða réttara sagt talnadálkar og í þess- um dálkum eru upplýsingar um það hve hár maður á aö vera miðað viö þyngdina. Þá er einnig skylt aö geta þess að við erum tvö hér í heimili, ég og konan mín, en jafnan þykist hún - þegar upp koma einhver vafaatriði - vita alla hluti betur en allir aörir. Hér fann ég afturámóti á henni höggstaö og sagði: - Getur þú sagt mér hvernig stendur á því aö samkvæmt þessari tilteknu baövog á ég aö vera tveir metrar og tíu sentimetrar á hæö. - Ertu ekki bara alltof feitur? svarar hún. Þessi kona getur veriö svo tillitslaus, óvægin og særandi aö þaö hálfa væri nóg og hikar ekki viö aö leggja til atlögu fyrir neöan beltisstað ef sá gállinn er á henni. Hún veit svosem fullvel hvar veiku blettirnir eru. Hún veit aö í heilan mannsaldur hefur þaö veriö mín sorg, böl og sálarkvöl aö vera stuttur og feitur en ekki langur og mjór. Ég man eftir því þegar ég var krakki, hvernig ég grét ofaní treyjuna hennar ömmu minnar dægrin löng útaf því hvaö ég væri lítill, en þá sagöi hún jafnan: - Vegir guös eru órannsakanlegir, og ég fór aö hata guö fyrir vikið. En amma mín, sem vildi ekki fyrir nokkurn mun aö upp kæmu sambúðar- öröugleikar hjá okkur guöi sagði: - Hvernig voru ekki Hitler, Napóleon og Helgi Hjörvar? Og þá grét ég svo mikið aö amma varð að skipta um treyju. Hafi ég haft ástæöu til aö gráta þá, þá hef ég víst áreiðanlega ríkari ástæöu til aö hrína í dag, því nú er ég semsagt líka orðinn feitur. Þaö er ódrengilegt af konunni minni aö liggja á því lúalagi aö núa mér þessum skafanka um nasir í tíma og ótíma. Um daginn sendi hún mig til næringarfræð- ings sem átti aö leysa vanda minn og grenna mig. Þegar ég var búinn að bera mig upp við næringarfræðinginn og tjá honum vanda minn sagöi hann: - Þú ert nú tiltölulega lítið afskræmdur af spiki, þegar þaö er haft í huga aö þú ert ofæta. - Ofæta? át ég eftir næringarfræöingnum, af því ég haföi ekki heyrt orðið fyrr. - Já ofæta, endurtók næringarfræöingurinn. Ofæta er maður sem haldinn er sjúklegri mat- arfíkn, einsog drykkjumaöurinn drykkjufíkn. Á sama hátt og ofdrykkjumaðurinn leggst í of- drykkju, þá leggst ofætan í ofát. Hann heldur bara áfram aö éta og éta þar til ekki verður aftur snúiö. Hann verður einsog kjagandi ófreskja, sem varla getur staöiö í lappirnar, öllum til ama og sjálfum sér mest. Þetta fannst mér ekki alveg nógu uppörvandi svo ég sagöi svona einsog í léttum dúr: - En getur maöur ekki grennt sig? - Þaö tekur því nú varla fyrir þig, svaraði næringarfræöingurinn, þú átt þaö stutt eftir. Annars geturöu auðvitað fariö í matarkúr. - Úr því þú gast nú hætt aö drekka, þá ættiröu nú eins aö geta hætt aö éta, sagöi konan mín þegar ég kom heim frá næringarfræðingnum. En þar hefur hún nefnilega á röngu aö standa, einsog svo oft áöur. Þegar maður hættir að drekka þarf maður ekki alltaf daglega aö vera aö fá sér einn gráan meö vissu millibili. En þegar maöur fer í matarkúr og hættir aö éta, þarf maður samt aö halda áfram að éta. Þaö er nú bara lífsins gangur. Þaö er bara ekki hægt að halda áfram aö éta, en hætta samt. Hitt er svo sjálfsagt rétt hjá næringarfræð- ingnum: Maöur á ekkert að vera að garfa í þessu. Það er svo stutt eftir. Saga SÍA- kynslóðar skráð SÍA-kynslóöin svonefnda sem til eru taldir íslenskir námsmenn í Austur-Evrópu á sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda ákvað á fundi fyrir allnokkru að stuðla að því að saga hóþsins yrði skráð. Má ætla að þeirri ákvörðun hafi ma. ráðið andúð á því að eina sögulega heimildin um kynslóðina verði Rauða bókin sem Heimdallur gaf út á sín- um tíma. Fulltrúar SÍA bentu Sagnfræðistofnun háskólans á þetta viðfangsefni og það varð úr að Helgi Hannesson sagnfræðingur tók að sér verkið. Mun hann rekja feril samtakanna og greina frá pól- itískri þróun kynslóðarinnar meðan samtökin, Sósíalista- félag íslendingja austan- tjalds, voru virk. Óll skjöl sem til urðu á vegum SÍA, bréf, fundargerðir ofl., voru afhent Landsbókasafninu fyrir rúmu ári. Það væri svo sjálfsagt framhald og ærið verkefni fyrir annan sagnfræðing eða fé- lagsfræðing að fylgja þessari kynslóð eftir frá því námi lauk . og kortleggja feril hennar og ' áhrif í flokki og samfélagi fram á þennan dag. ■ Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staöa yfirljósmóður á Fæðingardeild er laus til umsóknar. Staöan er laus frá 1. júlí n.k. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1986. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hreinlátir í Neskaupstað. Þeir eru sagðir afar Hreinlætið í Neskaupstað Blaðamaður Þjóðviljans var á ferð í Neskaupstað um dag- inn. Undraðist hann mjög hreinlæti bæjarbúa því í hverri einustu stofnun bæjarins hékk uppi skilti, sem áminnti gesti um að fara úr skónum áður en þeir stigju yfir þrösk- uldinn. Blaðamaðurinn tók þessa áminningu til greina og var sífellt að reima skóna sína. Boginn í baki bjástraði hann við hnútana og fór svo að lokum að hann sleit báðar skóreimarnar. Uppgötvaði hann þá að heimamenn tóku mátulega mikið mark á skilt- unum og fór að spyrjast fyrir um (Detta. Var honum gefin sú skýring að prentsmiðjan i bænum, sem Bjarni heitinn Þórðarson stofnaði á sínum tíma, hefði prentað stórt upp- lag af þessum skiltum.Treg- lega gekk að selja skiltin og sá bærinn sig að lokum til- neyddan til að kaupa allt upp- lagið. Var skiltunum svo klínt upp við ólíklegustu dyr í bæn- um. Það þarf ekki að taka það fram að blaöamaðurinn hætti að losa og hnýta slaufurnar á skónum sínum eftir þessar upplýsingar. ■ Atvinnu- uppbyggingin jörðuð Uppbygging smáiðnaðar á landsbyggðinni hefur verið töluvert til umræðu. Egilss- taðabúar hafa vissulega séð að rétt er að gera vel við þá sem hyggjast byggja upp atvinnulífið á staðnum og til að létta sókndjörfu fólki róður- inn var ákveðið að ráðast í byggingu iðngarða, sem smá- iðnaðurinn getur fengið inni í fyrir lítinn pening. Var reist hið myndarlegasta hús, en þrátt fyrir það hefur lítil ásókn verið í húsið. Einn aðili hefur þó leigt í iðngörðunum, en það er lík- kistusmiður. Reyndar er at- vinnureksturinn ekki enn far- inn af stað, en gárungarnir segja að ekki veiti af dugnað- arforki við líkkistusmíðina, því núverandi ríkisstjórn er langt komin með að ganga af at- vinnuuppbyggingu á lands- byggðinni dauðri. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.