Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 7
gangsár í borginni, því í næstu kosningum þar á eftir, 1978, unn- um við mesta sigur okkar og feng- um fimm fulltrúa af fimmtán. Eg man það glöggt að fyrstu atkvæð- atölur sem þá bárust voru jafnhá- ar niðurstöðutölunum í kosning- unum á undan. Og þá fórum við í samstarf með Framsóknar- flokknum og Alþýðuflokknum. Mér er óhætt að segja að þau samstarfsár hafi verið mjög ánægjuleg, en jafnframt verulega erfið. Við höfðum mjög tæpan meirihluta, sem stóð og féll með einum borgarfulltrúa og það kom fyrir oftar en einu sinni að sam- starfsmennirnir brugðust í ákveðnum málum, þannig að vinstri meirihlutinn gat ekki alltaf beitt sér að fullu til úrbóta. A.m.k. ekki eins og við hefðum kosið. Það er enginn vafi á því að ef meirihlutinn sem var þá hefði verið heilsteyptari og gallaminni, hefði verið hægt að koma mun meiru í verk. En þrátt fyrir það náðist margt fram og störf okkar þetta kjörtímabil skildu mikið eftir sig.“ Aukið lýðræði „Það var mjög brýnt og við lögðum áherslu á það eftir ára- tuga valdasetu íhaldsins, að efla lýðræðið í borginni.Og það tókst. Við heimiluðum t.d. starfsmönn- um setu í stjórnum fyrirtækja borgarinnar. Við settum á fót nefndir kjörinna fulltrúa til að fjalla um mál sem eingöngu eembættismenn höfðu fjallað um áður, eins og til dæmis fram- kvæmdir borgarinnar. Og við réðum í fyrsta skipti í sögunni borgarstjóra sem starfsmann borgaranna allra, ópólitískan. Mann sem átti að vinna að því eingöngu að vera framkvæmda- stjóri borgarinnar, en ekki að vera varðhundur einhvers sér- staks flokks eða einhverra sér- stakra skoðana. Lýðræðisskerðing „Nú það verður að segjast eins og er að flest af því sem okkur tókst að koma á í lýðræðisátt, það er búið að taka til baka á þessu kjörtímabili. Borgarfulltrúum verður núna fækkað niður í fimmtán sem er sama tala og þeir voru í árið 1907. Kjörnum fulltrú- um verður fækkað í öllum nefnd- um á vegum borgarinnar. Það er búið að leggja niður framkvæmd- aráð og borgarstjóri í Reykjavík hefur sjaldan sýnt eins mikið of- ríki og sá sem nú situr og það er óhætt að segja að hann er tryggur varðhundur síns flokks innan borgarkerfisins." Ertu með þessu að segja að of- ríkið og valdníðslan sé það sem einkenni störfþess meirihluta sem nú situr í borgarstjórn? „Já, það má segja að þessi meirihluti beiti sér með þeim hætti að ef það er ekki bara borg- arstjóri einn sem tekur ákvarðan- ir þá eru þær teknar einhvers staðar af mjög þröngum hóp, annars staðar en í borgarstjórn og í borgarráði, því að þegar mál koma þangað eru þau ýmist þeg- ar ákvörðuð, eða það er alveg ljóst að borgarstjórn er ekki að fjalla um þau til þess að komast að niðurstöðu, heldur er ein- göngu um formsatriði að ræða. Allt er ákveðið fyrir fram.“ Flokksræöiö algjört „Við höfum oft orðið fyrir því sem sitjum í borgarráði að lesa í Morgunblaðinu um ákvarðanir sem lagðar verða fyrir fund síðar. Þetta er eitt dæmi um ofríki. Annað er fólgið í því að minni- hlutanum er skipulega haldið frá upplýsingum. Þegar verið var að semja um land Keldna við ríkið, lagði ég fram tillögu um að skipuð yrði til þess kjörin nefnd borgarfulltrúa, en þeirri tillögu var hafnað, eingöngu til að koma í veg fyrir að minnihlutinn fengi að fylgjast með samningsgerð- inni. Þannig er auðvitað hægt að taka fjölmörg dæmi og það síð- asta er tilnefningin á stjórnar- mönnum í Granda h.f. Sem sagt, réttur minnihluta er einskis virt- ur, flokksræðið er algjört. Það má segja að að ýmsu leyti hafi þetta ekki verið ólíkt þegar Sjálfstæðisflokkurinin hefur áður verið í meirihluta, en þó fullyrði ég að það hafi verið meira lýð- ræði á tímabilinu 1970-1978. Á tímabilinu 1978-1982 var stjórnkerfið hins vegar opið, það áttu allir aðgang að því.“ Hvernig kemur stjórnarand- staða út gagnvart slíku stjórnkerfi? Hafið þið haft ein- hver tök á því að koma málum fram? „Þegar við komum málum fram, gerist það með ákaflega sérkennilegum hætti. í fyrsta lagi getur það gerst þannig að í um- ræðum, sérstaklega í nefndum, þá er hægt að hafa áhrif á niður- stöðu, einkum ef það kemur hvergi fram að það sé fyrir áhrif frá minnihlutanum. í öðru lagi kemur það fyrir hvað eftir annað, að við flytjum tillögu í borgar- stjórn, sem er felld, en kemur síð- an fram frá Sjálfstæðisflokknum nokkrum mánuðum seinna og er þá auðvitað samþykkt. Um þetta er hægt að nefna mörg dæmi. Nú eitt og eitt mál fer síðan í gegn, og þess er skemmst að minnast að það hefur verið tekin ákvörðun um það að hefja sérstakt endur- mat á röðun þeirra starfa, sem konur eru fjölmennar í, í launa- flokka, sem ég met sem meiri- háttar árangur." Einkaheilsugæsla — staðnað atvinnulíf Hvað er það sem borgarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins hafa lagt áherslu á að fá framgengt á þess- um fjórum árum? „Það má nú eiginlega segja að mestur tími á þessum fjórum árum hafi farið í það að standa í vörn. Vörn, í fyrsta lagi gegn því að lýðræði verði afnumið jafn gróflega og gert hefur verið. Við Sunnudagur 13. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 höfum barist gegn því að Bæjar- útgerðin væri lögð niður með þeim hætti sem gert hefur verið. Við höfum barist gegn því að óskapnaðurinn við Skúlagötuna, Skúlagötuskipulagið, verði fram- kvæmdur, eða að minnsta kosti að draga úr verstu annmörkum þeirrar hugmyndar. Og það að við skulum hafa verið í vörn er kannski ekki óeðlilegt þar sem við erum minnihlutaaðili og höf- um ekki tök á stjórnkerfinu og fáum ekki að fylgjast með því eins og eðlilegt væri. Við höfum beitt okkur fyrir ýmsum málum. Við höfum lagt á það mikla áherslu að koma heilsugæslustöðvakerfinu í gang, sem hefur gengið mjög illa því að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að stefna einkaframtakinu inn í þann málaflokk. Við höfum einn- ig beitt okkur og flutt tillögur um atvinnumál. Við höfum áhyggjur af því og teljum hættu á því að atvinnulíf í Reykjavík geti orðið tæpt innan tiltölulega skamms tíma. Hér hefur á undanförnum, árum lítið sem ekkert verið gert til að efla atvinnu á sviði fram- leiðslu. Það er veruleg hætta á því að mjög muni draga úr byggingum í borginni. Bæði vegna þess að al- menningur hefur þurft að þola slíka kjaraskerðingu að hann hef- ur ekki efni á því að standa í bygg- ingum, og einnig vegna þess að hér hefur verið byggt langt um- fram eðlilega endurnýjun. Nú er ég ekki að segja að við höfum neinar allsherjarlausnir á þessum vanda, en við höfum lagt fram ítarlegar tillögur til úrbóta í atvinnumálum. Við höfum til dæmis lagt til að borgin beiti sér fyrir því að komið verði á fót fyrirtækjum í nýjum framleiðslu- greinum, og komi þeim til að- stoðar við fjárfestingu og fleira. Við viljum að stofnáður verið iðnþróunarsjóður í Reykjavík og lagt verði í hann fé af hálfu borg- arinnar. Ég nefni þetta hér sem dæmi. Það er alveg ljóst að það þarf að byggja hér upp atvinnulíf sem byggir á framleiðslu, en ekki eingöngu á þjónustu." Gæðingum hyglað Nú er kosningabarátta að hefj- ast og reyndar þegar hafin. Hvað heldurðu að muni bera þar hœst í ykkar málflutningi? „Auk þess sem ég hef verið að tala um hér áður, má nefna mál eins og kaup íhaldsins á landi Ölf- usvatns, sem er við Þingvallavatn og er keypt vegna hugsanlegrar stækkunar Nesjavallavirkjunar. Fyrir þetta voru greiddar um 60 miljónir, rúmlega 70 á núvirði, en það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að þörf verði fyrir þetta fyrr en hugsanlega seinni- partinn á næstu öld. Bæjarútgerðina hef ég þegar nefnt. Það var farið í það strax í upphafi kjörtímabilsins að reka framkvæmdastjórana sem voru og fá í það mann sem var hand- genginn meirihlutanum. Síðan voru seldir tveir togarar, ein- hverjum kunningjum, og báðir voru þeir seldir á 30-40 miljónum króna undir markaðsverði. Þá kom sameining við fsbjörninn, sem var ákaflega tæpur fjárhags- lega, og hagsmunir borgarbúa voru gjörsamlega fyrir borð bornir í því dæmi. Það er hægur vandi að nefna fjölmörg dæmi þess hvernig íhaldsmeirihlutinn hefur leynt og ljóst verið að hygla gæðingum sínum á kostnað borgarbúa, allt kjörtímabilið út í gegn.“ Sigurstranglegur listi Snúum okkur að öðru. íforval- inu í vetur var hressilega tekist á um sœti á listanum og má segja að ífyrsta sinn hafi verið háð barátta á þessum vettvangi. „Já, þetta var alveg nýtt fyrir mér. Ég var upphaflega valinn á lista af uppstillingarnefnd flokks- ins og kunni ekki þau vinnubrögð sem þarna voru viðhöfð, og kunni þeim þar að auki illa. Það var hins vegar áberandi í þessari baráttu að það kom ekki fyrir að rnenn níddu niður þá sem þeir voru að keppa við, og þar af leiðandi er ekki um það að ræða að menn séu ekki sáttir að forvali loknu. Það hefur reynst auðvelt að ná saman sterku liði í þessa baráttu. Mér finnst þessi listi mjög góður, hann er sigurstrang- legur og við erum þegar farin að starfa mikið saman. Eins og gengur eru uppi ólík sjónarmið um ýmis mál, en það eru engir flokkadrættir, hvergi.“ Alþýðubandalagiö í sókn Alþýðubandalagið kom vel út í skoðanakönnun í borginni ný- lega. Hvað viltu segja um þœr nið- urstöður? „Ég tek skoðanakönnunum alltaf með mjög ákveðnunt fyrir- vara. En það að Alþýðubanda- lagið skuli fá vel yfir 20% at- kvæða, leiðir að mínu mati í ljós að það eru tvö meginöfl að eigast við í Reykjavík, Alþýðubanda- lagið og Sjálfstæðisflokkurinn. Ég tel vel að svo sé, því ef það á að efla andstöðuna gegn íhald- inu, verður fólk að fylkja sér um Alþýðubandalagið. Þegar kraftar minnihlutans eru svo dreifðir sem nú er veikir það óhjákvæmilega stjórnarandstöðuna.“ Hvernig líst þér á baráttuna framundan? Á Alþýðubandalag- ið sóknarmöguleika í borgar- stjórnarkosningunum? „Ég er sannfærður um að Al- þýðubandalagið á sóknarmögu- Ieika í borginnni. Málefnastaða okkar er mjóg traust og hefur alltaf verið það, og við göngum auðvitað til þessarar baráttu stað- ráðin í að bæta við okkur. Ég er bjartsýnn á að það takist,“ sagði Sigurjón að lokum. —gg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.