Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 3
Heilsufar Slökunarsnœlda komln á Sálfræðistöðin sf. hefurgefið útsnældu með leiðbeiningum um slökun og fylgir henni Eiti <xt''göfugustu mtkilmcnnum hoims myrt á mcstu örlagatímum mannkynsins Tímaritið Réttur 70. árgangur hafinn Tímaritið Réttur 1. hefti 1986 er komið út og með því hefurganga ritsins staðið í 70 ár. Það verður geymt til 3. tölublaös að minnast afmælisins en í þessu hefti er burðargreinin eftir Öddu Báru Sigfúsdóttur og fjallar um síðustu fjögur ár í borgarstjórn Reykjavíkur. Af öðru efni ritsins má nefna hugleiðingar ritstjórans, Einars Olgeirssonar, við andlát Olof Palme, smásögu eftir Pétur Hraunfjörð um ýmislegt sem gerðist á árum stúdent- auppreisnarinnar 1968-9, birt er útvarpserindi Brynjólfs Bjarna- sonar frá því í desember sl. en það nefnist Eyðileggjum kjarn- orkuvopnin, rifjaðar upp tvær svipmyndir úr sögu Dagsbrúnar í tilefni af 80 ára afmæli félagsins fyrir skömmu og sagt frá útgáfu Alþýðublaðsins gamla sem hófst árið 1906. Einnig er í ritinu frásögn af Bjöggu gömlu, alþýðukonu úr Bolungarvík sem lést fyrir 40 árum, eftir Ágúst Vigfússon. Minnst er Jóns Helgasonar próf- essors og birt ljóð eftir suðuram- erísku skáldin Ernesto Cardenal og Roberto Fernandez Retamar í þýðingu Ingibjargar Haralds- dóttur. markað bæklingur þar sem þeir sem sjálfir vilja læra slökun sem aðferð gegn streitu geta sótt sér fróðleik. í frétt frá Sálfræðistöðinni segir ma. að vöðvaslökun sé þrautreynd aðferð til að vinna bug á óróleika og streitu. „Streita getur ma. valdið svefnleysi og gert fólki erfitt fyrir að einbeita sér í starfi — sem utan. Allir vita að það er erfitt, ef ekki ógerlegt, að vinna gegn streitu með því að „taka sig á“. En það er fyllilega hægt að ná valdi á þeim hluta taugakerfisins sem lýtur stjórn viljans. Það er hægt að læra að dansa, hjóla og synda. Á sama hátt þarf að læra að slaka mark- visst á öxlum, magavöðvum osfrv. Sé slakað á þeim vöðvum sem viljinn stjórnar, fylgja þau við- brögð á eftir sem viljinn ræður ekki yfir. Hjartsláttur hægist og sviti minnkar, höfuðverkur lagast eða hverfur osfrv. Sú ró sem kernur yfir hugann við slökun vinnurgegn kvíða. Eflíkaminner afslappaður er nær ómögulegt að vera andlega órólegur," segir í fréttinni. Slökunarsnældan verður seld í hljómplötu- og bókaverslunum unt allt land. ■ Fyrir uþb. 20 árum hugðust menn auðga lífið í Viktoríuvatni í Afríku og slepptu þar svonefnd- um Nilaraborra sem getur orðið allt að tveim metrum að lengd. Sá hængur er á þessum mikla fiski að hann er gráðugur og étur ein- göngu fisk. Á sumum svæðum hefur hann étið allt að 80% ann- arra fisktegunda. ■ Bankarán eru víða mikið vandamál og ómældu hugviti var- ið í að koma í veg fyrir þau. Nú hefur verið fundið upp lítið tæki sem gjaldkerar geta laumað í poka ræningjans ásamt pening- unum. Þegar ræninginn fer út um dyr bankans gefur tæki þetta frá sér ýmist vonda lykt, lit eða tára- gas. ■ Leysigeislinn leggur undir sig æ fleiri svið hagnýtra vísinda. Nú er röðin komin að tannviðgerðum en í Leníngrad í Sovétríkjunum eru læknar farnir að beita leysi- geislum við lækningu á tannkýl- um og öðrum meinsemdum í munnholinu. Á þessum tíma fyllast tónlistarhallir Vtnarborgar af perlum listasögunnar. Óperur á borð við Tannhauser, La Gioconda og Manon Lescaut, margir ballettar og stórhl|ómsveitir undir stjórn frægra hljómsveitarstjofa. Nær hálfnuð er saga . . . Þú getur gengið um sögusvið miðalda í þessari töfrandi borg, sótt fjölda leiksýn- inga, notið veitinga- og kaffihúsa heims- borgarinnar, teygað eðalvfn meðvfnbænd- um Grinzing, trallað með jassgeggjurum og verslað fyrir verð sem kemur þér þægilega á óvart. Spennandl skoðunarferðlr um Austurrfkl, Ungverjaland og Tékkóslóvakfu. Frá Vfnarborg gefst þér tækifæri til að heimsækja og skoða fjölda heillandi staða. Litið er inn í hús meistara Haydn í dagsferð til Burgenland og Rohrau. Siglt á Dóná í dagsferð til Wachau. í 2ja daga ferðum gefst tækifæri til að sjá hinar einstæðu borgir Salzburg, Budapest og Prag. Hafðu samband við Faranda og fáðu nánari upplýsingar. Við útvegum aðgöngumiða á listviðburðina. Iffavandi Vesturgötu 5, sfmi 17445 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS FIMMTUDAGSTÓNLEIKAR 17. APRÍL KL. 20.30 í HÁSKÓLABÍÓI Stjórnandi: Páll P. Pálsson Páll P. Pálsson: HENDUR fyrir strengjasveit Einsöngvari: Ellen Lang, sópran Mozart: Aríur úr BRÚÐKAUPI FIGAROS Beethoven: AH PERFIDO Síbelius: SÖNGLÖG og SINFÓNÍA nr. 5 í Es-dúr Tónlistarfélagið laugardaginn 19. apríl kl. 14.30 í Austurbæjarbíói Tónleikar: ELLEN LANG, sópran WILLIAM LEWIS, píanó Miðasala í bókaverslunum Eymundssonar og Lárusar Blöndal og í ístóni og við innganginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.