Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 20
Tœkniundur Nýmóðins kúabjalla Franskt tœki gefur frá sér hljóðmerki þegar kýr erkomin að burði hvort tækið fer ekki í gang þegar aðrar og hversdagslegri þarfir segja til sín hjá kúnum. Eins og þegar börn koma í heiminn getur þaö veriö erfiö- leikum bundið fyrir kýr aö fjölga kyni sínu. Það er því nauðsynlegt aö einhver mannvera sé nærstödd til aö- stoðar ef burður gengur illa. Nú hefur franskt fyrirtæki sett á markað nýja tegund kúabjöllu sem ætti að fækka vökunóttum bænda vegna kúa sem eru að burði komnar. Þetta tæki nefnist Vel-Appel og er sett á malirnar eins og myndin sýnir nokkrum dögum áður en kýrin á að bera. Þegar að burði kemur lyftir kýrin hala sínum eins og vera ber og setur þá af stað hljóðmerki sem heyrist í litlu móttökutæki sem bóndinn getur haft í vasa sínum eða á náttborðinu. Dregur hljóð- merkíð einn kílómetra. í heimild okkar, breska blað- inu Observer, segir að tækið kosti tæpar 20 þúsund krónur í Bret- landi. Þar er hins vegar ekki svar- að þeirri brennandi spurningu Lœkningaráð Lost- bylgjur eyða krabbameini Orkuríkar hljóðbylgjur eru notaðartil að brjóta nýrnasteina og eyða krabba Orkuríkar hljóöbylgjur hafa verið notaöar til aö sundra og pyða nýrnasteinum, en bandarískir læknar telja nú einnig mögulegt að nota þessa aöferö til að hefta og útrýma krabbameini. Aðferðin byggir á sérstökum búnaði, sem vestur-þýskir læknar fundu upp og kallast lithotriper. Sjúklingurinn situr þá í sérstöku vatnsbaði og gegnum vatnið eru sendar orkuríkar hljóðbylgjur, lostbylgjur, sem beinast að nýr- unum og mola nýrnasteinana. En Williar Falk, yfirmaður þvagfær- aþjónustunnar í Sloan-Klettering krabbarannsóknastöðinni í New York, hefur sýnt fram á að sama aðferð dugar býsna vel til að vinna á krabbameinsfrumum. Hann hefur gert tilraunir með krabbameinsfrumur sem eru ræktaðar í tilraunaglösum og staðfest að lostbylgjurnar eyða þeim. í dýrum sem hafa krabb- amein stöðva eða hægja lost- bylgjurnar einnig vöxt krabba- frumanna. Fyrrnefndur Falk telur of snemmt að segja hvort aðferðin muni duga á mannfólkið líka. Ekki er vitað afhverju krabb- afrumurnar eru næmar fyrir lost- bylgjunum, en ekki heilbrigðu frumurnar. En læknirinn hefur hins vegar fundið að tvö af þeim stigum sem krabbafrumurnar ganga í gegnum eru sérlega við- kvæm fyrir lostbylgjunum. Hægt er að beina bylgjunum að sérstökum stöðum líkamans, sem gerir þær enn eftirsóknarverðari sem lækningamiðil, því þannig má minnka líkur á aukaverkun- um. -ÖS MGAR ÞÚ KAUP1R SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÖÐS HAGNAST Spariskírteini ríkissjóðs eru góð fjárfesting og skila þér miklum arði. Þú getur valið á milli þriggja möguleika á ríkulegri ávöxtun spari- fjár þíns, þú tekur enga áhættu og ert tryggður gegn hvers konar spá- kaupmennsku. Gon ftiLK / SlA Fleiri njóta góðs af en þú. En það eru fleiri en þú sjálfur sem hagnast á viðskiptunum. Afkomend- ur þínir - æskufólkið sem erfa á landið - nýtur einnig góðs af sparn- aði þínum. Tryggjum framtíð barna okkar. Við þekkjum öll mikilvægi þess að búa vel í haginn fyrir komandi kyn- slóðir. Börnum okkar viljum við tryggja velferð og sem áhyggju- minnsta ævi. Okkur er að sjálfsögðu bæði ljúft og skylt að stuðla að þessu. Ein leiðin til þess er að kaupa spariskírteini og halda með því lánsfé og vöxtum innanlands; hefta erlendar lántökur. Með kaupum á spariskírteinum ríkissjóðs leggur þú lóð á þessa vog- arskál, sjálfum þér, börnum þínum og barnabörnum til farsældar um ókomin ár. Sölustaðir spariskírteina ríkissjóðs eru: Seðlabanki íslands, viðskiptabank- arnir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfa- salar og pósthús um land allt. RIKISSJOÐUR ISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.