Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Samstaða með þeim sem berst við risa ítilefni afstöðu Olofs Palme til Víetnams og Afganistans öðru hvoru að þvinga vilja sínum upp á önnur og smærri ríki. Það er nauðsynlegt að bregðast við þessu ástandi með því, að efna til samstöðu smærri ríkja og þjóða, samstöðu um þeirra sjálfsákvörð- unarrétt. Þetta skiptir mestu máli. Menn geta svo ekki búist við því, að þær sjálfstæðishreyf- ingar, sem í hverju tilviki eiga í höggi við stórveldi eða voldugri aðila, fari að okkar eigin óskum um sósíalisma eða lýðræði. Við verðum að styðja þeirra baráttu á þeirra eigin forsendum. Ég hefi verið að velta því fyrir mér, hvort þessi kenning sé rétt. Og mér er nær að halda, að hún sé það skásta sem hægt er að mæla með, eins og nú er ástatt. Hún sé semsagt „rétt“ - svo langt sem hún nær. Framferði risavelda Vissulega er mikil ástæða til að andæfa risaveldunum og þeirri hneigð þeirra, að skipta heimin- um í tvennt og heimta einskonar nauðhyggju af öllum öðrum: annaðhvort ertu með mér, eða þú ert að hjálpa hinum! Vissulega er það rétt, að Víetnamstríðið og stríðið í Afganistan eiga það sam- eiginlegt að til grundvallar báð- um er yfirþyrmandi ótti stórveld- is um „öryggishagsmuni" sína, sem það vill helst láta spanna all- an heiminn. Sá ótti, sem sér í hverri pólitískri hræringu sem óþægileg er, ávinningur fyrir hitt Viö birtum hér í blaðinu nú í vikunni parta úr einu síöasta viðtalinu sem tekiö var viö Olof Palme. Þar var spurt um stríðið í Afganistan. Og eins og þar kom fram haföi Olof Palme á sínum tíma mótmælt hernaði Bandaríkjamanna í Víetnam og nú á seinni miss- erum stríði Sovétmanna í Af- ganistan. Olof Palme hefur hlotið marga skömm í hattinn fyrir slíka af- stöðu. Á dögum Vietnamstríðs- ins fékk hann að heyra það, að hann væri í slagtogi við kommún- ista og hjálpaði Rússum gegn vestrænu frelsi. Og ekki er langt síðan hann var spurður, hvernig hann gæti fengið það af sér að vera á sama báti og sá afturhalds- gaur Ronald Reagan, sem lætur leyniþjónustuna CIA senda vopn til skæruherja í Afganistan. í viðtalinu var hann líka spurð- ur að því hvort hann hefði ekki áhyggjur af því, að ef andspyrnu- hreyfingin í Afganistan sigraði, þá mundi þar í landi þróast þjóðfélag sem tæki mjög svip af íslamskri íhaldssemi sem m.a. kemur fram í réttleysi kvenna. Gegn yfirgangi Svör Olofs Palme voru á þessa leið: Tvö risaveldi, sem hafa mikla yfirburði í tækni og herafla, eru risaveldið - og þar með tap fyrir sig. Auk þess er söguleg reynsla af íhlutun stórveldanna yfirleitt slæm. Bandarískir forsetar eru náttúrlega alltaf að verja frelsið og lýðræðið þegar þeir senda landgönguliðana á vettvang - og skilja svo eftir sig einræðisfóla eins og Somozafeðga, sem áður stýrðu Nicaragua. Sovétmenn segjast vera að berjast fyrir frelsi og sósíalisma - en útrýma í Tékk- óslóvakíu hreyfingu, sem reynir að sameina þetta tvennt, og munu ekki skilja annað eftir sig í Afganistan, ef þeir hafa sigur, en hvimleiða eftirlíkingu af eigin flokksræði. Svo er annað sem lýtur að spurningunni um gamaldags þjóðfélagshætti í Afganistan. Öflug ríki og þróuð hafa - stund- um með ofbeldi, stundum með efnahagslegum yfirburðum - þröngvað upp á „vanþróaðar“ þjóðir nýju lífsmynstri. Ætlast til þess, að þær taki undir sig feikna- leg stökk yfir kannski nokkurra alda þróun á einni mannsævi eða varla það. Allt í nafni framfa- ranna. Niðurstaðan er oftar en ekki sú, að þjóðir sem „hjálpa" átti til framfara, hafa gjörsam- lega misst fótanna, glutrað niður fortíð sinni og kannski ekki getað tekið við nema hinu lakasta úr „nútímanum“. Það munar ekki miklu að svo hafi farið fyrir okkur íslendingum - og vorum við þó mun betur í stakk búnir til að mæta nútímanum en Afganir, Pólínesar eða Grænlendingar - svo nokkrir séu til nefndir. Hvert skal halda? Hitt er svo annað mál: þegar þjóðernishreyfing, sem á í höggi við risaveldi og nýtur bersýnilega mikils stuðnings meðal síns fólks eins og var í Víetnam og er í Af- ganistan, þá fer ekki hjá því að menn spyrji um fleira en sjálfs- ákvörðunarréttinn. Menn sem láta sig þessa baráttu nokkru varða, þeir hljóta að hafa nokkr- ar áhyggjur af því, hverskonar þjóðfélög verða til upp úr slíkri baráttu. Innlendir valdhafar geta vissulega verið eins slæmir kúgar- ar og erlendir eða jafnvel verri. Og mannréttindamál eiga að vera hafin yfir afstæðiskenningar. Við vitum vel, að það voru einkum vinstrisinnar sem voru virkir í samstöðunni með Víétn- ömum. Vegna þess að þar var þjóðernishreyfingin kommúnísk, og stjórnin í Saigon sem Banda- ríkjamenn aðstoðuðu, af ætt þeirra Marcosar og Somoza. Og svo eru þeir, sem eru á móti öllu því sem Bandaríkjamenn gera. Þjóðernishreyfingin í Afganistan er íslömsk og andkommúnísk og hún fær einkum virka samúð þeirra sem eru hægra megin í til- verunni. Og af því menn á Vest- urlöndum botna lítið í íslam og stendur beygur af ajatollasamfé- lagi eins og í Iran þá er eins víst að samúðin sæki fyrst og síðast elds- neyti í það, að viðkomandi vilji erfiðleika og ófarir Rússa sem mestar. Með þetta í huga ætti að vera ljóst að afstaða Olofs Palme er ekki algeng, þótt menn taki al- mennt undir kröfu hans og fleiri góðra manna um sjálfsákvörðun- arrétt þjóða. í reynd er það ýmis- legt annað sem ræður afstöðu manna. Og verður varla hj á því komist. Út úr þeirri mótsögn sem hér er lýst (sjálfsákvörðunarréttur and- spænis eigin óskhyggju um fram- vindu samfélaga) er engin leið til bein og greiðfær. Nema þá að segja sem svo: Við skulum styðja sjálfstæðisbaráttu þeirra sem við risana glíma - meðal annars vegna þess, að við sem smáþjóð- arfólk þurfum á valddreifingu í heiminum að halda, þurfum að skerða nauðhyggju tvískiptingar heimsins. Og við skulum ekki ætl- ast til þess að allt fari svo að okkar vild hjá þeim, sem við studdum eða styðjum. En það er rétt að gleyma aldrei þeim möguleikum eða þeim siðferðilega rétti sem samstaða með ákveðnum stríð- andi aðila gefur til að minna þann sama á mikilvægi og forgangsrétt mannréttinda. Vinningar og töp stórvelda, kapítalismi, tæknivæðing, sósíal- ismi - allt skiptir þetta vitanlega máli. En ekkert skiptir meira máli en að þeir, sem nú lifa, búi við traustari mannréttindi en þeir sem létust í gær og að þeir sem upp eru að vaxa eigi á góðu von. ÁB Hún sá það fyrir hvert stefndi Úr viðtali við suðurafrísku skáldkonuna Nadine Gordimer Nadine Gordimer er um þessar mundirvirtasti rithöfundurSuður- Afríku. Og þegar menn rifja upp lengri og skemmri sögur hennar eins og til dæmis „July’s Pe- ople“ sem út kom 1981, þá sýn- ast þær staðfesta það með óvenju sterkum hætti, að góður rithöfundur geti orðið einskonar loftvog sem með næmi sínu finn- ur á sér hvað í vændum er löngu fyrrenaðrir. En í ofangreindri skáldsögu er borgarastyrjöld í Suður-Afríku þegar hafin, borgirnar brenna, skæruliðasveitir svartra manna hafa tekið flugvelli í sínar hend- ur, hinir hvítu eru örvæntingar- fullir flóttamenn í landi, sem þeir voru vanir að líta á sem „sitt eigið“. í þessari skáldsögu, segir Na- dine Gordimer í nýlegu viðtali við New York Times, skoðaði ég það á skrifandi stundu sem við hvítir menn höfðum þá þegar gert og leiða kynni til slíkra hörm- unga. Hvernig við sáum dreka- sæði í daglegu lífi okkar og hve illa við erum undir það búin sem gerast kann. Síðan ég skrifaði July’s People höfum við upplifað þessi skelfi- legu dæmi um skæruhernað í borgum með sprengjum á götum úti og í stórverslunum. Þetta, segir skáldkonan, hefði aldrei þurft að gerast. ANC (Afríska þjóðarráðið) var til í tuttugu og eitt ár áður en það kom á fót her- skárri neðanjarðardeild, og jafnvel eftir það voru árásir skæruliðanna takmarkaðar við orkuver og þessháttar. Það er ekki fyrr en á síðustu tveim árum eða svo að þeir hafa ráðist á dág- legt líf og tekið mannslíf, en á öllum þessum tímum hefur Nadine Gordimer grimmd lögreglunnar gagnvart svörtum mönnum farið vaxandi. Ég lít svo á, að það séum við þess- ir hvítu sem höfum leitt hvíta og svarta út í það, að við drepum börn hvors annars“. Nadine Gordimer hefur ekki kosið að lifa í útlegð. Ýmsar bækur hennar eru bannaðar af apartheidstjórninni, en það álit sem hún nýtur víða um heim er henni nokkur vörn. Hún telur það skyldu sína að vera áfram í Suður-Afríku, taka þátt í því sem gerist, „skilja lífið í kringum mig eins djúpum skilningi og mér er unnt, í von um að ég geti, þótt í smáu sé, hjálpað til við að koma á breytingum." New York Times spurði Na- dine Gordimer að því hvaða áhrif rithöfundarnir í rauninni hafi. „Mér sýnist að rithöfundar séu alls ekki teknir alvarlega í Amer- íku - það er litið á þá sem skemmtikrafta. Og í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum eru þeir teknir svo alvarlega, að öðru hvoru fá þeir alls ekki verk sín út gefin. Ég efast um að við í Suður- Afríku höfum minnstu áhrif á stjórnvöld - sem höfundar fagur- bókmennta. En ég held, að ef við gerum yfir höfuð eitthvert gagn, þá hefur það gagn verið í því fólg- ið að vekja og efla vitund um- heimsins um langtímaafleiðingar lífshátta þeirra sem ríkt hafa í Iandi okkar. Svo ég orði þetta á einfaldan hátt: frásögn í blaði - hve góð sem hún annars er - gerir ekki annað en segja manni frá því sem gerst hefur. En leikskáld, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur, það eru þeir sem geta gefið mönnum hugmynd um það, hvers vegna svo fór sem fór“. (áb endursagði) 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.