Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.04.1986, Blaðsíða 6
Borgarmál Sigurjón Pétursson íviðtali við Þjóðviljann: Valdatíðborgarstjórnarmeirihlutans einkennistaf flokksrœði og valdníðslu. Gœðingum hyglað leynt og Ijóst. Alþýðubandalagið á tvímœlalaust sóknarmöguleika íborginni Sigurjón Pétursson hefur verið oddviti Alþýðbandalagsins í Reykjavík í 16 ár og hefur verið valinn til forystu enn eitt kjörtím- abilið. Hann hafnaði í fyrsta sæti í forvali Alþýðubandalagsins ekki alls fyrir löngu og verður væntan- lega í forystu fyrir borgarfulltrú- um flokksins á næsta kjörtíma- bili. „Ég er fæddur á Sauðárkróki árið 1937. Foreldrar mínir voru Pétur Laxdal trésmiður og Ingi- björg Ögmundsdóttir verka- kona,“ segir Sigurjón þegar blað- amaður hefur komið sér fyrir á heimili hans og spurt um stað- reyndir varðandi uppruna borg- arfulltrúans. En Sigurjón stopp- aði ekki lengi við í fæðingarbæn- um. Þegar hann var orðinn átta ára gamall flutti fjölskyldan til Siglufjarðar eins og margir aðrir á þeim tíma þegar síldin fyllti alla firði. Þar var mikið byggt á þess- um tíma og næg atvinna fyrir tré- smiði sem aðra. Þessir uppgangs- tímar vöruðu þó ekki að eilífu og 16 ára gamall fluttist Sigurjón til Reykjavíkur þar sem hann hefur búið síðan.En hvað hefur hann þá verið að fást við? Mikið í pólitík „Ég hafði gengið í barnaskóla á Siglufirði og skömmu eftir að ég kom hingað til Reykjavíkur hóf égnám ílðnskólanum, í trésmíði, og vann jafnframt við húsasmíðar hjá föður mínum. A námsárun- um hóf ég fyrst afskipti af pólitík og verkalýðsmálum, var ritari og síðar formaður Iðnnemasam- bandsins og þegar ég lauk tré- smíðanáminu árið 1952 hélt þetta áfram í Trésmiðafélagi Reykja- víkur. Þar sat í stjórn í nokkur ár, lengst af sem varaformaður, og starfaði mikið að þessum málum. Á sama tíma var ég í Æskulýðs- fylkingunni og í Sósíalistaflokkn- jum, og það má segja að öll mín vera hér í höfuðborginni hafi ein- kennst af pólitísku starfi“, segir Sigurjón. En svo komstu inn í borgar- stjórn árið 1970. Hvernig bar það að? „Já, það er nú ekki einu sinni víst að ég viti hvers vegna ég fór þarna inn í upphafi. En þetta var nú þannig að þeir borgarfulltrúar sem þá voru fyrir Alþýðubanda- lagið, þeir voru þá þrír, ákváðu að hætta allir í einu. í þá tíð rað- aði uppstillingarnefnd á lista flokksins og ég var beðinn að taka efsta sæti á listanum, sem ég gerði, og Adda Bára Sigfúsdóttir tók annað sætið. Síðan höfum við starfað að þessum málum óslitið og að mínu mati haft mjög góða samvinnu, enda er Adda Bára minn kærasti samstarfsmaður í gegnum tíðina, að öllum öðrum ólöstuðum.“ Róstursamt „Við komumst bæði inn í borg- arstjórn í þessum kosningum árið 1970, en það er ekki hægt að segja að það hafi horft byrlega fyrir Alþýðubandalaginu á þess- um tíma. Það höfðu orðið miklar sviptingar í vinstri hreyfingunni skömmu áður og buðu fram tvær vinstri fylkingar auk Alþýðu- bandalagsins, bæði hægra og vinstra megin við það, svo at- kvæðin dreifðust talsvert á þeim vængnum. Er. það hafðist að ná tveimur alþýðubandalagsmönn- um inn. í næstu kosningum þar á eftir fengum við fleiri atkvæði en áður og bættum þriðja fulltrúanum við. Það verður ekki annað sagt en að þarna höfum við lifað upp- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.