Þjóðviljinn - 03.05.1986, Side 7
Ljóð
Sjón í
leikfanga-
köstulum
Skáldið Sjón hefur sent frá sér
nýja Ijóðabók sem heitir þetta:
Leikfangakastalar, sagöi hún,
það er ekkert til sem heitir leik-
fangakastalar.
1 bókinni eru ellefu ljóð ort í
London, París og Reykjavík, út-
gefandi Einhver djöfullinn -
Medúsa.
Sjón er eitt kunnasta ljóðskáld
af yngstu kynslóð, og hefur gefið
út ýmislegan kveðskap, einn og í
félagi við aðra úr svonefndum
Medúsuhóp. Hann fæst líka við
myndlist og brúðugerð. Bókin er
gefin út í 300 eintökum.
Nína Gautadóttir komin frá
Kamerún og sýnir málverk á
Kjarvalsstöðum
Vovka Stefán Ashkenazy.
Píanó
Vovka
í Austur-
bæjarbíó
I dag klukkan fimm heldur Vovka
Stefán Ashkenazy píanótónleika
í Austurbæjarbíó á vegum Tón-
listarfélagsins.
Vovka er sonur Vladimir As-
hkenazy og Þórunnar Jóhanns-
dóttur, fæddur í Moskvu ’61,
alinn upp mestanpart á fslandi,
lærði á píanó hjá Rögnvaldi Sig-
urjónssyni og síðar í Englandi,
útskrifaðist frá Manchester-skóla
’83. Hann ferðast nú um heiminn
til hljómleikahalds og þykir góð-
ur.
Á efnisskránni í dag eru tvær
Beethoven-sónötur, Mozart-
sónata og Schubert-sónata.
Nína við eitt verka sinna á Kjarvalsstöðum: Finnst ég alltaf vera á leiðinni heim
lega maðurinn minn sem vill það.
- Það er allt annar stíll á jjess-
um málverkum núna en þegar ég
fékkst síðast við að mála, þau eru
miklu expressífari, ég var miklu
rólegri áður. Ég held að þetta séu
helst áhrif frá náttúrunni, ef til
vill frá veðrinu á íslandi, - kann-
ski er þetta bara heimþrá.
-m
Þýskaland
Velheppnuð
höfundavika
S AM og Þorgeir meðal norrænna rithöfunda á kynningarviku í
Hamborg. Lítið þýtt úr íslensku í Vestur-Þýskalandi
ÞeirSiguröurA. Magnússonog
Þorgeir Þorgeirsson eru rétt ný-
komnirfrá Hamborg þarsem þeir
tóku þátt í norrænni bók-
menntaviku í tengslum við
samtök bóksala í Vestur-
Þýskalandi, og sagði Sigurður í
spjalli við Þjóðviljann að þessi
kynningarvika hefði heppnast
einkar vel og áhugi á norrænum
bókmenntum reynst ótrúlega
mikill.
Þarna voru mættir 22 höfundar
frá Norðurlöndum, lásu úr verk-
um sínum á þýsku í bókasöfnum
og bókabúðum, ræddu við rithöf-
unda í borginni, heimsóttu stúd-
enta í Hamborg og Kiel og vöktu
athygli á sýningu norrænna bóka í
þýskum þýðingum.
Upplestrarkvöld höfundanna
voru fjölsótt og fjölmiðlar sýndu
norrænu vikunni mikinn áhuga;
þykir hérmeð ljóst að þjóðverjar
eru forvitnir um bókmenntir
norðan við sig. Hinsvegar kom-
ust íslensku gestirnir að því í
heildaryfirliti um útgáfu íslenskra
bókmennta í Vestur-Þýskalandi
síðari ár að þar er einkar fátæk-
legt um að litast, aðallega forn-
bókmenntir og þjóðsögur, Lax-
ness auðvitað, en lítið annarra
samtímahöfunda, tvær bækur
eftir Sigurð A. Magnússon, ljóð
Matthíasar Jóhannessen í mynd-
abók frá íslandi og íslendingabók
Gylfa Þ. Austur-þjóðverjar hafa
verið mun öflugri við íslenska út-
gáfu (enda er þar brúarsmiðurinn
Bruno Kress meðal annarra) en
bókatengsl milli þýsku ríkjanna
eru ekki mikil.
Raunar þótti mönnum norræn-
ar bækur eiga undir högg að
sækja í Sambandslýðveldinu,
falla í skuggann fyrir velauglýst-
um metsölubókum annarrar ætt-
ar, og var rætt um að úr gæti ræst
með aukinni samvinnu forlaga
um útgáfu og kynningu. miðjan apríl
Gæti því vikan í Hamborg um stærri tíðinda.
orðið undanfari
- m.
Norrænn rithöfundahópur í Hambora: Göran Tunström frá Svíþjóð, Sigurður A.
Magnússon, Þorgeir Þorgeirsson, Ase-Marie Nesse frá Noregi, Tobias Berg-
gren frá Svíþjóð, Ingvar Ambjornsen frá Noregi, Cecilie Loveid frá Noregi.
Laugardagur 3. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Kannski
bara
heimþrá
- Kemur þettaflatt uppá þig?
spurði Nína þegar blaðamaður
hljóp um sýningu hennar
uppsetta á Kjarvalsstöðum, og
svarið gat ekki verið annað en já;
ég bjóst við þráðum og tuskum
og þrívíddarvef, eða leðurverkum
eða afrískum goðamyndum, en
ekki allavega litum grófstroknum
málverkum.
- Já, segir Nína nýkomin frá
Kamerún, - það veit enginn af
því en ég tók lokapróf í málverki í
París,. og er núna komin í það
aftur. Byrjaði í hittifyrra, eða
eiginlega á að líma pappamyndir
og mála þær, og svo flæddi inní
kjallarann hjá mér og allt eyði-
lagðist og þá fór ég að vinna í
varanlegra efni, þetta þróaðist
svona.
Nína er í heimsókn, hefur
eiginlega ekki komið aftur síðan
hún fór til Parísar að læra fyrir
fimmtán árum, og á undanförn-
um árum búið bæði í Níger og
Kamerún í Afríku með eigin-
manni sínum, frönskum bygging-
arverkfræðingi.
- Leðurverkin sem ég sýndi
hérna síðast voru undir áhrifum
frá Níger, en ég var byrjuð að
mála áður en ég fór aftur. Já, ég
er hætt við þræðina einsog er,
þetta var soldið erfitt, fyrir-
ferðarmikið, þegar maður býr
alltaf hálfgert í ferðatöskum. Og
mér fannst líka að ég væri farin að
gera það sama aftur og aftur,
varð að finna nýja aðferð, nýtt
tjáningarform, - ósköp er þetta
orðið hátíðlegt hjá mér. Fór þess-
vegna að mála, ég öfunda fólk
sem getur tjáð sig alltaf í sama
forminu, það hlýtur að vera þægi-
legt.
- Framtíðin er alveg á huldu.
Þegar við förum í frí frá Afríku er
öllu pakkað ofaní töskurnar eins-
og maður komi ekki aftur, en það
veit enginn. Mér finnst ég
reyndar alltaf vera á leiðinni
heim, og kem kannski bráðum að
vera í nokkur ár, - það er eigin-