Þjóðviljinn - 03.05.1986, Side 16

Þjóðviljinn - 03.05.1986, Side 16
NöoviuiNN *minrjrnrJitaim 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Laugardagur 3. maí 1986 98. tölublað 51. örgangur Skúlagötuskipulag Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Borgarráð Urskurður innan tíðar Umdeilt Skúlagötuskipulag á borði hjáfélagsmálaráðherra. Ákvörðun um staðfestingu nœstu daga. Gagnrýni að engu höfðfram tilþessa Það er komið að okkur að skila þessu og ég reikna með að það verði einhvern næstu daga. Eg vil ekkert segja um hver niðurstaðan verður, sagði Alexander Stefáns- son félagsmálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær, en úr- skurðar er að vænta innan tíðar um deiliskipulagstillögu að Skúlagötusvæðinu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins samþykktu tillöguna í vetur, en minnihlutinn í borgar- stjórn hefur gagnrýnt hana harkalega fyrir margra hluta sak- ir. Skipulagsstjórn ríkisins hefur einnig staðfest tillöguna, en þar var einnig talsverður ágreiningur um ágæti skipulagsins. Þannig lagði Stefán Thors skipulagsstjóri til að skipulagið yrði staðfest í áföngum og studdi Guðrún Jóns- dóttir fulltrúi Alexanders í stjórninni tillögu Stefáns, en meirihluti skipulagsstjórnar lagði blessun sína yfir skipulagið eins og það er. Þegar skipulagið var kynnt íbú- um og lóðareigendum á þessu Verðkönnun Fimmfaldur verðmunur á grænmeti Verðlagsstofnun hefur sent frá sér nýja verðkönnun á grænmeti. Könnunin náði til 11 tegunda á nýju grænmeti í 65 verslunum á höfuðborgarsvæðinu og var gerð 25. apríl sl. í tveimur tilvikun var hæsta verð nærri fimmfalt hærra en lægsta verð. Þannig kostar kg. af blómkáli kr. 69.00 í Hagkaup en kr. 327.00 í SS á Háaleitis- braut, - þarna reiknast verðmun- ur 374%. Kg. af púrrulauk kostar kr. 71.00 í Hagkaup en kr. 318.00 í Kjötbæ á Laugavegi. -Ing Vesturberg Fleiri hraða- hindranir Borgarráð ákvað í gær að verða við þeirri beiðni Framfara- félags Breiðholts 3 um að komið verði fyrir tveimur hraðahindr- unum við Vesturberg, auk þeirra tveggja sem fyrir eru. Framfa- rafélagið sendi beiðni sína upp- haflega til umferðarnefndar og málið fékk afgreiðslu á fundi borgarráðs í gær. -gg Kvikmyndir svæði reis upp mikil andstaða meðal einstaklinga og félaga, en athugasemdir þeirra voru að engu hafðar. Fróðir menn um skipulagsmál hafa einkum gagnrýnt þetta skipulag á þeim forsendum að byggingar- og skipulagsskilmála vantar. Þá er óljóst hvað íbúar og eigendur lóða mega búast við að rísi á þessu svæði. Nánari út- færslu vantar, segja þeir sem gagnrýna skipulagið. Og nú stendur á því að félagsmálaráð- herra staðfesti. - gg- Mamma fær 100 þúsund Borgarráð hefur ákveðið að úthluta leikhópnum Veit mamma hvað ég vil? aukastyrk að upp- hæð 100 þúsund krónur. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í vikunni og samþykkt einróma. Veit mamma hvað ég vil? er ung- ur leikhópur sem á nokkrar leiksýningar að baki. - gg- Óskar býður afnotarétt Óskar Gíslason kvikmynda- gerðarmaður hefur boðið Reykjavíkurborg kaup á afnota- rétti af nokkrum gömlum kvik- myndum sem hann hefur fram- leitt. Borgarráð hefur ákveðið að skoða málið nánar í samráði við fróða menn, með það fyrir augum að semja um kaup á af- notarétti. Óskar myndi eftir sem áður halda höfundarrétti. - gg. Práfaðu flug íDanmöiku ÞAÐER • •• að vera á nýjum eða nýlegum bíl, traustum og skemmtilegum og líða eftir hinum full- komnu akvegum Evrópu. • •• að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af kílómetragjaldi, lélegum merkingum eða bilunum. • •• að geta skotist á stuttum tíma til spennandi áfangastaða um alla álfuna; borga, bæja, skemmtigarða, veitingastaða, baðstranda - hvert sem er. Herbz Herti Okeypis hjó í Danmörku • Ókeypis vegakort/bók • Tölvuútskrift með leiðbeiningum um stystu leiðir til þeirra áfangastaða sem þú hefur valið þér. • Afsláttarbók sem veitir margs konar afslátt á veitingastöðum, gististöðum, skemmtistöð- um, leikhúsum, skemmtigörðum og víðar. Afsláttarbókin getur hæglega sparað þér margar þúsundir króna. • Handhæg taska fyrir léttan farangur - fram- tíðareign sem alltaf kallar á góðar ferða- minningar. • •• að skipta um veður, menningu, þjóðtungur, eftir því sem hentar hverju sinni. • •• að vera í Kaupmannahöfn í dag og Rínar- dalnum á morgun. • •• að njóta aðstoðar SL-veganestisins, (Euro- guide bókarinnar) þar sem þú hefur ógrynni upplýsinga um fallegar ökuleiðir og athygl- isverða staði, borgakort, gististaðaskrár og fleira og fleira. • •• að borga aðeins krónur 15.900,- fyrir flug og Ford Escort í 2 vikur, svo dæmi sé tekið. ••• að borga ekkert fyrir þriðju vikuna þegar fjórir eða fimm eru í bílnum. Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.