Þjóðviljinn - 17.05.1986, Side 2

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Side 2
W LAUSAR STÖÐUR HJÁ L'I^J REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða deildarsálfræðings við Unglingadeild Félagsmálastofnunar. Starfsreynsla af vettvangi unglingamála æskileg. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500 og deildarfulltrúi Unglingadeildar í síma 622760. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð fyrir kl. 16.00 mánudaginn 2. júní. ffi LAUSAR STÖÐUR HJÁ 'V REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Tvo starfsmenn vantar til ræstinga frá 1. júní. Kvöld- og helgarvinna. Samhent fólk æskilegt. Upplýsingar í Sundlaug Vesturbæjar, sími: 15004. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 29. maí. I ______ Auglýsið í Þjóðviljanum FRÉTTIR Valgeir Hallvarðsson við einn nýju ferskfiskgámanna. Ljósm. Sig. 24000% mmi 2400% 52901 21600% «1 3i,2ki.i i4mft MAXGROSS y-TARE Ferskfiskgámar Geymsluþol talið stóraukast Eimskipafélagið hefur látið smíða nýja ferskfiskgáma með bœttri einangrun og hvítmálaða. Talið að geymsluþol aukist um helming Komnir eru til landsins nýir ferskfiskgámar í eigu Eim- skips, sem eru betur einangraðir og hvítmálaðir og eiga að auka geymsluþol ferskfisks um allt að helming. Talið var að eldri gám- arnir þyldu að standa allt að 3 sólarhringa í sumarhita ef rétt var ísað í kassana en í þessum nýju gámum telja menn hjá Eimskip að geymsluþolið verði allt að 6 dagar. Vageir Hallvarðsson deildar- stjóri gámadeildar Eimskips hef- ur hannað þessa gáma, eða eins og hann sagði framkvæmt endur- bætur á þeim gámum sem áður voru notaðir, en 120 gámar eru komnir til landsins af þessari nýju gerð. Gámarnir eru 2,28 m á breidd, 2,52 m á hæð og 6 m langir. Ein- angrunin er 30 millimetra Poly- styren einangrun límd innan á veggina og þakið. Síðan eru settir eins millimetra stálplötur innan á einangrunina til hlífðar. Þær eru galvaniseraðar og málaðar hvítar og málningin innbrennd. Þetta auðveldar þrif á gámunum mjög. Öll samskeyti eru þétt með silic- oni. Gámarnir eru allir hvítmál- aðir utan til þess að áhrif sól- arljóssins verði sem minnst. Menn binda miklar vonir við þessa nýju gáma varðandi fersk- fiskflutningana á sumri kom- anda, en eins og menn eflaust muna skemmdist gámafiskur mjög í fyrrasumar í hitunum og var illa einangruðum gámum kennt um, þótt aðrir vildu um kenna rangri ísunaraðferð í fisk- kassana. -S.dór Hafskipsmálið Skrípaleikur Þrotabú Hafskips stefnir íslenska skipafélaginu - Islenska skipafélagið stefnir Hafskip fyrir sömu sök. SÖmu mennirnir stóðu að Hafskip og íslenska skipafélaginu Skrípaleikur Hafskipsmálsins virðist nú hafa náð hámarki. Eins og skýrt var frá i Þjóðviljan- um í gær hefur íslenska skipafé- lagið gert kröfur uppá rúmar 200 milj. kr. á hendur þrotabúi Haf- skips. Hver er svo ástæðan? Hún er sú að Hafskip gerir kröfur á hendur íslenska skipafé- laginu vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar ísl. skipafélagsins að láta Skaftá sigla inn til Belgíu, þar sem skipið var kyrrsett. Þar með hafi Hafskip misst af þeim verð- mætum sem skipið er og ekki fengið farmgjöld af farminum. Að sögn Jóns G. Zöega lög- manns sem átti sæti í stjórn ls- lenska skipafélagsins, sem var stofnað af nokkrum hluthöfum Hafskips til að reyna að bjarga fyrirtækinu, stefnir ísl. skipafé- lagið nú Hafskip og gerir kröfur uppá 206 miljónir króna. í fyrsta lagi vegna þess að Hafskip gat ekki leyst úr skuldamálum vegna Skaftá og þar með missti Isl. skipafélagið 6 miljónir í farm- gjöldum og í öðru lagi vegna þess að þar sem ekki var leyst úr vanda Skaftár fóru áætlanir ísl. skipafé- lagsins útum þúfur og tekjutap og ágóðavon nam 200 miljónum króna. Þess ber að geta að bæði í Haf- skipum og ísl. skipafélaginu er um sömu menn að ræða, þar sem ísl. skipafélagið var stofnað af Hafskipsmönnum til að reyna að bjarga fyrirtækinu. -S.dór Megas Níu plötur í einum kassa Allt efni meistara Megasar gefið út í einum pakka. Ljóð hans við löginprentuð ísérstakri bóksemfylgir Megas allur heitir heildarút- gáfa á verkum Megasar, sem kemur í hljómplötuverslanir eftir helgina. Þar er að fínna 9 plötur í einum kassa, öll útgefín verk hans hingað til og svo tvær nýjar hljómplötur einnig. Þá fylgir með í kaupum textabók með öllum Ijóðum listamannsins. Það er Hitt leikhúsið sem gefur verk meistarans út og segir í frétt frá útgefanda að allar plötur Megasar séu löngu ófáanlegar. Utgáfan sé ekki einungis hugsuð til að gefa fornum áhangendum skáldsins tækifæri til að endur- nýja safnið sitt á hagkvæman hátt heldur líka til að kynna ungum aðdáendum Megasar verk hans til þessa. _v< 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.