Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR
i
Reykjavíkurleikar
Sjö atvinnu-
menn
Það verða sjö atvinnumenn í
liði íslands sem tekur þátt í
Reykjavíkurleikunum síðar í
þessum mánuði og mætir þar
Irum og Tékkum. I hópinn vantar
þá þrjá sem leika í Vestur-
Þýskalandi þar sem þeir eru
löngu komnir í sumarfrí og þeir
Bjarni Sigurðsson og Sævar Jóns-
son fengu ekki leyfi frá félagi sínu,
Brann í Noregi.
Sjömenningarnir eru þeir Arn-
ór Guöjohnsen, Pétur Pétursson,
Ragnar Margeirsson, Siguröur
Jónsson, Sigurður Grétarsson,
mæta
Ömar Torfason og Guðmundur
Þorbjörnsson. Þeir Sigurður G.
og Ómar leika þó sennilega að-
eins seinni leikinn þar sem lið
þeirra í Sviss, Luzern, á í harðri
baráttu um sæti í UEFA-
keppninni.
Sigi Held landsliðsþjálfari og
Guðni Kjartansson aðstoðar-
maður hans munu fylgjast vel
með leikjum 1. deildar í dag og á
þriðjudag til að finna þá leik-
menn sem skipa munu landsliðs-
hópinn ásamt sjömenningunum
ofantöldu. —VS
Körfubolti
Skellur gegn Póllandi
Sigi Held — mætturtilstarfa. Mynd:
Sig.
Knattspyrna
Sigi á
Skaganum
✓
Fylgist með leik IA og
Fram
Sigi Held, landsliðsþjálfarinn
nýi í knattspyrnu, verður meðal
áhorfenda á Akranesi í dag. Þar
leika tvö af sterkustu liðum lands-
ins, ÍA og Fram, í 1. umferð 1.
deildarinnar og vafalítið verða
margir leikmenn þar undir
smásjá Vestur-Þjóðverjans.
Sigi kom til landsins á
fimmtudag, alkominn, og hefur
þegar undirbúning fyrir Reykja-
víkurleikana í lok mánaðarins, en
þar leikur Island við Irland og
Tékkóslóvakíu. —VS
íslenska landsliðið hafði lítið í
Pólverja að gera.í fyrstu umferð
B-keppninnar í körfuknattlcik
sem hófst í Belgíu í gærkvöldi.
Pólverjar sigruðu með yfirburð-
um, 95-56, og hölðu örugga for-
ystu allan tímann.
Pólland gerði fyrstu 11 stigin
og leiddi síðan 46-25 í hálfleik.
Allan leikinn var aðeins spurning
um hve stór sigurinn yrði. Pálmar
Sigurðsson skoraði 15 stig fyrir
ísland og Guðni Guðnason 12.
fsrael sigraði Svíþjóð 86-69 og
Tyrkir unnu Ungverja 73-67 í
fyrstu umferðinni. ísland leikur
við Svíþjóð í dag, Tyrkland á
morgun, Ungverjaland á mánu-
dag og loks við ísrael á þriðjudag.
—'VS
Leikjahœstir
IA með reynd-
ustu mennina
Guðjón með 200. leikinn í dag
Akurnesingar eiga á að skipa
leikreyndustu leikmönnum allra
1. deildarliðanna í knattspyrnu.
Þeir eiga tvo leikjahæstu leik-
mcnnina, Guðjón Þórðarson sem
væntanlega lcikur sinn 200. 1.
dcildarlcik í dag og Árna Sveins-
son. Sigurður Lárusson er síðan í
fimmta sæti.
GuðmundurSteinsson, Fram..........88
Sigurjón Kristjánsson, Val........88
Helgi Bentsson, Víði..............87
GuðbjörnTryggvason, (A............86
ÁgústMár Jónsson, KR...............83
GuAjón Þórðarson leikur væntan-
lega sinn 200. leik í 1. deild í dag.
íslandsmótið
Alls hefur 21 leikmaður sem
virkur er í sumar leikið 100 leiki í
1. deild eða meira. FH á þrjá
reynda og athyglisvert er að
Viðar Halldórsson hefur leikið
Valur er á
119afþeim 1201eikjumsemFHá
að baki í 1. deild. Fram og ÍBK
standa líka vel að vígj, hafa
nokkra reynda jaxla í sínum her-
búðum.
Þessir hafa leikið fleiri en 100
leiki. Það skal tekið fram að hér
er aðeins um leiki í 1. deild að
ræða, ekki í bikarkeppni, 2.
deild, eða öðrum mótum.
Guðjón Þórðarson, |A..............199
Árni Sveinsson, lA................193
Ingi B. Albertsson, FH............188
Valþór Sigþórsson, (BK............170
Sigurður Lárusson, ÍA.............151
SigurðurBjörgvinsson, (BK.........137
Viðar Elíasson, (BV...............128
Hálfdán Örlygsson, KR.............127
VignirBaldursson, Breiðabl........125
EinarÁ. Ólafsson, IBK.............123
Sverrir Einarsson, Fram...........122
Viðar Halldórsson, FH.............119
Hörður Jóhannesson, lA............118
Þorsteinn Bjarnason, IBK..........113
Ómar Jóhannsson, IBV..............111
Ólafur Danivalsson, FH............108
Pétur Ormslev, Fram...............108
GunnarGíslason, KR................106
Rúnar Georgsson, IBK..............106
GuðmundurBaldursson, Fram.........105
SæbjörnGuðmundsson, KR............101
Þeir sem eiga möguleika á að
komast í þennan hóp í sumar eru
eftirtaldir:
Þorgrímur Þráinsson, Val...........97
Jósteinn Einarsson, KR.............94
Stefán Jóhannsson, KR..............92
Sveinbjörn Hákonarson, (A..........92
GuðmundurTorfason, Fram............90
ValurValsson, Val..................90
GuðmundurKjartansson, Val..........88
toppnum
Einafélagið sem hefur gert 1000 mörk í
1. deildarkeppninni
Islandsmeistarar Vals eru á toppi 1. deildarinnar þegar árang-
ur félaganna frá upphafsárinu, 1912, er reiknaður út. Þeir urðu
í fyrra fyrsta félagið til að skora 1000 mörk í 1. deildarkeppninni
og hafa góða forystu í stigakeppninni. Þeir hafa líka leikið flesta
leiki allra, Valur er enda eina félagið í íslenskri knattspyrnu sem
aldrei hefur leikið utan 1. deildar.
Árangur liða í 1. deild frá upphafi er sem hér segir. Skýringar
á tölum: fyrst leikjafjöldi, þá sigrar, jafntefli, töp, markatala og
loks stig.
Valur....................................526 252 127 147 1017-740 649
KR.......................................512 216 136 160 965-728 582
ÍA.......................................423 220 86 117 855-554 549
Fram.................................. 505 204 121 179 853-823 546
ÍBK......................................347 141 81 125 527-486 380
Víkingur.................................361 109 83 169 480-701 309
ÍBV.......................................234 96 57 81 375-319 249
Breiðablik............................... 184 59 43 82 228-297 165
IBA...................................... 180 52 39 89 288-383 143
ÞrótturR................................. 168 30 43 95 172-358 111
ÞórA.......................................90 27 22 41 118-148 93
FH........................................120 21 35 64 136-236 86
KA.........................................90 21 25 44 98-155 71
iBl........................................46 8 15 23 45-94 31
Víðir......................................18 4 4 10 21-38 16
IBH........................................21 1 4 16 18-69 6
Haukar.....................................18 1 3 14 12-44 5
Tvö síðustu ár hafa verið gefin 3 stig fyrir sigur og það ruglar
dálítið stigagjöfina. —VS
England
Pleattil
Tottenham
David Pleat var í gær ráðinn
framkvæmdastjóri enska
knattspyrnuliðsins Totten-
ham Hotspur, Félagið rak
stjóra sinn, Peter Shreeve,
fyrr í vikunni.
Pleat hefur stýrt liði Luton
undanfarin ár og náð mjög
góðum árangri þar. Hann
sagði að ákvörðunin hefði ver-
ið erfíð, Luton væri honum
mjög hjartfólgið en Totten-
ham væri eitt örfárra félaga
sem hann gæti hugsað sér að
fara til. - VS/Reuter
Kötfubolti
Webster
íÞór
ívar Webster, körfuknatt-
leiksmaðurinn kunni sem leik-
ið hefur með Haukum undan-
farin ár, er á förum til Akur-
eyrar. Hann mun dvelja þar
næsta vetur og leika með 1.
deildarliði Þórsara - sem
hugsanlega leikur í úrvals-
deildinni ef fyrirkomulaginu
verður breytt á komandi árs-
þingi. Þetta er mikill styrkur
íyrir Þórsliðið sem er skipað
ungum og efnilegum leik-
mönnum. - VS
Landsliðið
Knapp
neitaöi
Brann, norska félagið sem Sæ-
var Jónsson og Bjarni Sigurðsson
leika með, neitaði þeim um leyfi
til að leika með íslenska landslið-
inu gegn írum og Tékkum síðar í
þessum mánuði.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans er það þjálfari liðsins sem
neitar þeim um íslandsferðina.
Og hver er hann? Jú, enginn ann-
ar en Tony Knapp, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Islands! Merki-
legt hvað hlutirnir geta snúist við
þegar menn skipta um stöðu.
Bjarni var reiðubúinn að leika
báða leikina og Sævar a.m.k.
þann seinni. Brann leikur á mán-
udagskvöldi, ísland á sunnudegi
og fimmtudegi, svo ekki hefði
verið mjög erfitt að komast að
samkomulagi. —VS
Knattspyrna
Danir unnu
Danir sigruðu Pólverja 1-0 í vin-
áttulandslcik í knattspyrnu sem háð-
ur var í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
Preben Elkjær-Larsen skoraði sigur-
markið á 60. mínútu. Þetta var loka-
leikur þjóðanna fyrir heimsmeistar-
akeppnina í Mexíkó en báðar eru á
förum þangað.
—VS/Reuter
Stjörnugjöfin
Með sama sniði
Stjörnur á dómara, leikmenn ogleiki
Þjóðviljinn tók í fyrra upp þa
nýjung að gefa leikmönnum,
dómurum og leikjum 1. deildar-
innar í knattspyrnu stjörnur fyrir
frammistöðu og gæði. Einnig
voru leikir í 2. deild metnir með
stjörnum og þar valinn maður
leiksins í hverjum leik.
Þetta fyrirkomulag reyndist vel
og því verður það með óbreyttu
sniði í sumar. Stjörnugjöfin er
þriþætt:
1. Leikmenn: 1 stjarna fyrir
góðan leik, 2 stjörnur fyrir mjög
góðan og 3 fyrir frábæran leik.
Fjöldi stjörnuleikmanna er ekki
ákveðinn, allir í liðinu gætu feng-
ið stjörnu eða enginn.
2. Dómarar: 1 stjarna fyrir að
standa sig ekki nógu vel, 2 fyrir
eðlilega dómgæslu og 3 fyrir mjög
góða dómgæslu.
3. Leikur: 1 stjarna þýðir lé-
legur leikur, 2 stjörnur í slakara
lagi, 3 ágætur, leikur í meðallagi,
4 stjörnur er mjög góður leikur
og 5 stjörnur eru gefnar fyrir frá-
bæran leik. Sama gildir fyrir leiki
2. deildar.
Þjóðviljinn veitti viðurkenn-
ingar í lok keppnistímabilsins í
fvrra og gerir það aftur í haust.
Ómar Torfason úr Fram hlaut
flestar stjörnur allra í 1.
deildinni, Guðmundur Haralds-
son var stjörnuhæsti dómarinn og
Fram í 1. deild og Skallagrímur í
2. deild fengu flestar stjörnur
fyrir leiki sína.
—VS
Markaskorarar
Ingi Bjöm er
langhæstur
Hefur gert 118 mörk í 1. deild
Ingi Björn Albertsson, þjálfari
FH, er langmarkahæstur þeirra
leikmanna sem leika i 1. deildinni
í knattspyrnu í sumar. Hann hef-
ur gert 118 mörk í 1. deild, 108
fyrir Val og 10 fyrir FH. Hann er
líka sá eini í sögu Islandsmótsins
sem hefur náð 100 mörkum.
Tuttugu leikmenn sem nú leika
í 1. deild hafa skorað 15 mörk cða
fleiri á ferli sínum í deildinni. Þeir
eru eftirtaldir:
Ingi B. Albertsson, FH.............118
PéturOrmslev, Fram..................35
GuðmundurSteinsson, Fram...........33
Hörður Jóhannesson, |A.............33
Ómar Jóhannsson, IBV...............30
GuðmundurTorfason, Fram............27
Árni Sveinsson, lA.................25
EinarÁ. Ólafsson, IBK..............23
Sveinbjörn Hákonarson, lA..........21
Sigurjón Kristjánsson, Val.........21
BjarniSveinbjörnsson, Þór..........19
ÓlafurDanivalsson, FH..............18
SigurðurLárusson, |A...............18
Ásbjörn Björnsson, KR .............17
Guðbjörn Tryggvason, |A............17
GunnarGlslason, KR.................17
Hilmar Sighvatsson, Val............16
Helgi Bentsson, Viði...............15
Kári Þorleifsson, IBV..............15
RúnarGeorgsson, (BK................15
—VS
6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN
Laugardagur 17. maí 1986