Þjóðviljinn - 17.05.1986, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Qupperneq 7
Umsjón: Mörður Árnason DJðOVIUINN Nýtt bókmenntafélag Bók- mennta- umræða óskast Um miðjan apríl varstofnað nýtt félag um bókmenntir, og heldur það fyrsta almenna fund sinn í Odda á háskólalóðinni á miðvik- udagskvöld. Frumkvæðiðerbók- menntafræðinema háskólanum, og á fundinum í Odda á að f inna félaginu nafn og safna hugmynd- umumstarfið. Hún Silja Aðalsteinsdóttir er í stjórn, ásamt Guðna Elíssyni, Jóni Karli Helgasyni, Mary Guð- jónsson og Páli Valssyni, - og sagði Þjóðviljanum að þetta félag áhugamanna um bókmenntir hefði verið stofnað vegna þess að mönnum finnist skorta vettvang til umræðna, kynningar og skoðanaskipta, þrátt fyrir virðu- leg félög með nöfn einsog Hið íslenska bókmenntafélag og Fé- lag íslenskra fræða. Nemendur í bókmenntum uppí háskóla hefðu einna helst haldið uppi merkinu með nokkurn veginn árlegum fundum um ýmislegt bók- menntaefni, vel sóttum, og þeir fundir væru ef til vill kveikjan að þessu framtaki nú. Á stofnfundi var félaginu nýja settur rúmur starfsrammi: fyrir- lestrar, málþing, debattfundir, kynningar-, og þar komu upp- undir sjötíu manns sem sýnir að áhugi er fyrir hendi. Þetta var að meirihluta fólk tengt háskólanum á einhvern hátt, en lfka starfandi rithöfundar og almennir áhuga- menn, og félagsstarfið er ekki síst fyrir hinn síðastnefnda hópinn. Menn geta enn gerst stofnfélagar á miðvikudagsfundinum, sagði Silja, en fundarefnið er fram- haldið, hvað menn vilja heyra, sjá og vita, söfnun í hugmynda- banka. Allt kemur til greina, frá tiltölulega einföldum bók- menntakynningum til þróttmik- illa málþinga um stefnur, höf- undahópa, einn gildan höfund og svo framvegis. Lesendur og bókmennta- áhugamenn: Oddi, miðvikudag, 20.15. nHaust“ Jóns Reykdals, máluð á árinu. Fundinn kjörmiðill Vatnslitamyndir Jóns Reykdal í Gallerí Borg í Gallerí Borg við Austurvöll heldur Jón Reykdal fjórðu einka- sýningu sína og eru það nær þrjá- tíu vatnslitamyndir. Jón er þekkt- ur fyrir grafíkmyndir sínar, en í fyrra hélt hann sýningu að Kjar- valsstöðum þar sem hann brá út af vananum og sýndi olíumál- verk, teikningar og vatnslita- myndir, ef mig misminnir ekki. Að þessu sinni veitir Jón okkur betri innsýn í vatnslitatækni sína og staðfestir um leið getu sína á því sviði. Það er nefnilega hægt að segja það með nokkurri vissu að í vatnslitunum hafi Jón fundið sinn kjörmiðil. Hann hefur alltaf ver- ið fínlegur listamaður og lagt mikla áherslu á óaðfinnanlega tækni; handbragð sem heldur öllum þráðum saman og leyfir engum að leika lausum hala. Þessir eiginleikar hafa mótað grafíklist hans, enda er grafík að mörgu leyti kjörinn miðill fyrir nákvæm vinnubrögð. Samt var eins og Jón væri eilítið of heftur í þrykklist sinni; líkt og tæknin gæfi honum ekki það tjáningar- lega svigrúm sem hann þarfnað- ist. Með olíumálverkunum að Kjarvalsstöðum er eins og Jón hafi gert tilraun til að brjóta list sinni braut út úr því ákveðna ein- stigi sem grafíklist hans var kom- in í, en það heppnaðist e.t.v. ekki sem skyldi. Það er nefnilega afar langur vegur frá grafíklist til olí- umálverks, einkum vegna þess að teikningin sem liggur til grund- vallar þrykkmynd er gjörólík þeirri sem hentar málverki. Það lá því beinast við fyrir Jón að fara bil beggja; halda sig við miðil sem hæfði fínlegri teikningu hans, en gæfi honum um leið frjálsa möguleika til notkunar lita. Vatnslitamyndirnar í Gallerí Borg eru afrakstur þessa og óhætt er að segja að þær eru með því besta sem hann hefur gert hin síðari ár. Það sem gerir gæfumun- inn er dýptin sem Jón nær í vatns- litamyndunum, en bæði grafík- myndir hans og olíumálverk skortir að miklu leyti litræna köfun inn í víddirnar sem leynast að baki yfirborði myndflatarins. Með gegnsæjum litum heppn- ast listamanninum það sem hon- um tókst ekki nægilega vel forð- um; það að leita inn í náttúruna og draga fram þriðju víddina, en það er nauðsynlegur galdur lýs- andi landslagslistar. Eins dregur vatnslitatæknin úr verstu auka- verkunum nákvæmninnar, þar eð pappírinn drekkur litinn í sig og gerir útlínur formanna loðnar og lífrænar. Fyrir vikið túlka mynd- irnar náttúruna á sannari hátt; órætt og síbreytilegt eðli hennar. auk þeirrar mýktar sem hún býr yfir og undirstrikuð er af veður- áttinni. Enn sem komið er nýtir Jón sér ekki til fullnustu þá orku sem felst í skörpum skilum ljósra lita og dökkra, en með því má ná fram dramatískum ijósbrigðum sem setja svo sérstæðan svip á ís- lenska náttúru og veðurfar, að þegar menn hafa dvalið um tíma í grámyglu tempraða beltisins á meginlandi Evrópu er hætt við því að þeir stími á ljósastaura þegar þeir athuga veörabrigðin. Útlendingur einn sagði mér að hann væri ekki í vafa um að það væri þessum eilífu veðrabrigðum að kenna hve óstöðuglyndir og klikkaðir við íslendingar værum. Jón er að þreifa sig áfram í vatnslitunum og gengur vel að nýta sér tæknina. Raunar hlakka ég til að sjá framhaldið, því svo góðum tökum hefur hann þegar náð að einungis vantar herslu- muninn á að hann tileinki sér þennan margslungna miðil til fullnustu. Þegar að því kemur mun landið liggja fyrir honum í allri sinni dýrð og djúpu, vatns- tæru litbrigðum. ÞjóMeikhúsinu er nú verið að fínpússa Helgispjöll eftir Peter Nichols; frumsýning á föstudag. Leikurinn var fyrst sýndur ( Bretlandi og fjallar um hjónabandsharma, oft með bros á vör. Á myndinni: hjónin í vanda: Róbert Arnfinnsson/Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir/Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Laugardagur 17. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Tímarit Annar Teningur TímaritiðTeningur, „vettvangur fyrir listir og bókmenntir'1 er kom- ið út öðru sinni og því orðið helm- ingi öflugra að heftatali en flestir fyrrirennararþess. Afefni: franski rithöfundurinn Marguerite Yourcenar er vel kynntur með grein og tveimur smásögum; spjallað er við Tuma Magnússon og birtar myndir af myndum hans, þýdd grein eftir leikhúsmanninn Georges Banu, um fagurfræði leikferða; fjallað um myndlistarsýningar í Reykja- vík á fyrra ári, kynntir ungir myndlistarmenn; síðasta saga Péturs Gunnarssonar rýnd, birtir þættir eftir Steinar Sigurjónsson; ljóð eftir Vigdísi Grímsdóttur, Jorge Luis Borges (þýðandi Sig- fús Bjartmarsson), Olaf Sveins- son, Óskar Árna Óskarsson, Stefán Snævarr og Hallgrím Helgason. Eftir þann síð- astnefnda er ljóðið um Listasvefn íslands (í sama húsi og Þjóð- minjasafnið), og eru andrúm- sloftinu þar gerð meðal annars þessi skil: Og tíminn er tregastur gesta og týnt er hans fararsnið. Eigrar hann einn meðal hesta sem Ásgrímur lauk ekki við. Ritstjórar Tenings eru Eggert Pétursson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Harðarson, Hallgrímur Helgason, Páll Vals- son og Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.