Þjóðviljinn - 17.05.1986, Síða 8
MENNING
Óvænt
ánægja
„Deviris“, norskur hópur í kjallara
Norræna hússins
Mikið er gleðilegt að ganga inn
um kjallaradyr Norræna hússins
og sjá að þar er komin sýning sem
ekki sver sig í ætt við þá meðal-
mennsku og bragðleysi sem ein-
kennt hefur svo margar norrænar
sýningar sem hingað til hafa rek-
ist hin síðari ár. Nú er ekki svo að
skilja að skandínavísk list sé svo
slæm að í henni fyrirfinnist engin
drift, heldur hitt að metnaðar-
leysi hefur ráðið vali þess sem
hingað kemur og af þeim sökum
við ekki fengið rétta mynd af því
sem gerist í listum á Norður-
löndum.
Það ætti e.t.v. ekki að koma
mér svo mjög á óvart að sjá ágæta
listamenn frá Noregi, því þegar
ég var staddur vestur í Ameríku á
síðastliðnu ári var ég kynntur
fyrir nokkrum, norskum lista-
mönnum sem voru að gera góða
hluti. En ekki átti ég von á að sjá
annars konar norska list, jafná-
gæta en sprottna af tengslum við
annan heim, nefnilega evrópska
listmenningu eins og hún þróað-
ist við Signubakka á fyrri hluta
aldarinnar. Það sannar manni að
Norðmenn eru ekki við eina fjöl-
ina felldir, heldur leita aðfanga til
ólíkra átta.
Þeir eru fjórir listamennirnir
sem mynda hópinn Deviris, en
nafnið er dregið af latneska
heitinu „vir“ sem þýðir maður.
Hópinn skipa þeir Peter Esdaile,
Jörn Nilsen, Ulf Valde Jensen og
Axel Tostrup, en hann er mynd-
höggvarinn í hópnum. Allir eru
þeir fæddir í stríðslok, eða
skömmu síðar. Deviris eru sýn-
ingasamtök fyrst og fremst, enda
eru meðlimirnir ákaflega ólíkir
innbyrðis. Þó eiga þeir það sam-
eiginlegt að vera undir töluverð-
um áhrifum af franskættaðri list,
sem stundum er kennd við svo-
nefndan Parísarskóla.
Peter Esdaile gerir málverk og
lágmyndir, þannig að hann
blandar þessu tvennu saman í
einu og sama verkinu. í eðli sínu
er hann óhlutbundinn litaspekúl-
ant, en með því að bæta framan
við málverk sitt mannverum í ætt
við hinar toginleitu fígúrur
svissneska myndhöggvarans Al-
bertos Giacomettis, framkallar
hann tilvistarkenndar andstæður
við annars mjög skreytikenndan
bakgrunn. Útkoman verður tví-
ræð og slær áhorfandánn út af
laginu. Esdaile er mikill fagmað-
ur sem kann að feta einstigið milli
alvöruþrunginnar listar og
skreytikenndrar áherslu.
Jörn Nilsen notar matta tem-
peraliti til að tjá innilegan heim
sinn. Oftar en ekki minna verk
hans á þá franskættuðu málara
sem stóðu á mörkum hlutbund-
innar og óhlutbundinnar tjáning-
ar, nefnilega Jean Hélion og
Nicolas de Staél. Líkt og þeir not-
ar hann sterkar litasamsetningar
og flatakennda formtúlkun. Yfir
myndum hans er ákveðinn létt-
leiki blandinn söknuði. Heimur
Nilsens er persónulegur og næm-
leiki hans mikill.
Ulf Valde Jensen virðist vera
fjölhæfastur þeirra fjórmenn-
inga. Hann er undir nokkuð
sterkum áhrifum frá belgíska
málaranum Pierre Alechinsky,
án þess að verk hans séu beinlínis
í ætt við Cobramálverkið. Það
sem er líkt með honum og Alec-
hinsky, er notkun hans á mynd-
fletinum; smámyndum í ætt við
mynsturbekk við jaðar málverks-
ins. Jensen vinnur jöfnum hönd-
um grafíkmyndir og málverk og
eru myndir hans fullar af þeirri
léttu Miðjarðarhafsstemmningu
sem einkennir svo mjög suður-
evrópska myndlist. Stundum er
eins og myndir hans séu fremur
veggteppi en málverk, leikandi í
teikningu og frjálslega máluð.
Listamaðurinn deilir tíma sínum
jafnt milli Oslóar og Parísar, þar
sem hann stundaði nám í byrjun
áttunda áratugarins.
Axel Tostrup vinnur högg-
myndir sínar í anda rúmenska
snillingsins Brancusis. Hann not-
ar marmara, í flestum tilfellum
hvítan að lit, sem hann heggur og
slípar, en gjarnan ekki nema að
hálfu leyti. Þannig togast á í verk-
um hans tilhöggnir fletir og nátt-
úrulegir, eða þeir sem gerðir eru
af mannshöndinni og þeir sem
látnir hafa verið óhreyfðir. Allt
eru þetta einföld verk og með af- *
brigðum klár.
Sýning Deviris-hópsins er Nor-
ræna húsinu til sóma og vonandi
boðar hún stefnubrytingu í sýn-
ingamálum hússins, en um nokk-
urt skeið hefur verið mikil lægð í
sölum hússins. Það er fyrir löngu
kominn tími til að kynna hér á
landi það besta sem er að gerast í
norrænum listum. Það er a.m.k.
eitt af aðalhlutverkum hússins í
Vatnsmýrinni. Eftir þessa norsku
sýningu mætti gjarnan kynna
okkur íslendingum eitthvað af
því sem er að gerast sambærilegt
á hinum Norðurlöndunum; ekki
þá meðalmennsku sem við þekkj-
um nú þegar svo vel heldur ferska
og framsækna hluti; annars konar
list en þá sem við vitum að er
betur gerð annars staðar í Evr-
ópu. Eins mætti fylgja þessum
sýningum úr hlaði með ögn metn-
aðarfyllri sýningarskrám.
HBR.
Starfsöryggi
Rit-
höfunda-
sjóður
sveltur
höfunda
Aðalfundur Rithöfunda-
sambandsins: Sjóðurinn
fær aðeins 5% aflögætl-
uðum tekjum
Á aðalfundi rithöfunda um síð-
ustu helgi var samþykkt ályktun
þar sem stjórnvöld eru eindregið
hvött til að veita starfandi rithöf-
undum lágmarks starfsöryggi.
f ályktuninni er minnt á eftir-
farandi atriði:
„Höfuðhlutverk Launasjóðs
rithöfunda var í upphafi skil-
greint svo:
„Höfuðhlutverk sjóðsins er að
auðvelda starfandi höfundum að
sinna ritstörfum án meiri fjár-
hagslegrar áhyggju almennt en
aðrar starfsstéttir í þjóðfé-
laginu.“ Ennfremur: „Höfundur,
sem sækir um og hlýtur starfslaun
í þrjá mánuði eða lengur, skuld-
bindur sig til að gegna ekki fast-
launuðu starfi meðan hann nýtur
starfslauna.“
Þó ekki væri nema 20% af sölu-
skattstekjum ríkisins af bóksölu
rynnu í launasjóð væri um að
ræða fjórföldun á framlagi til
sjóðsins.
í þingsályktun frá 18. maí 1972
var gert ráð fyrir því að í Launa-
sjóð rithöfunda rynni sem næst sú
upphæð sem ríkið fær í söluskatt
af bókum. Nú renna um 5% áf
söluskatti af bókum í sjóðinn.
Rithöfundasjóður, þe.
greiðslur fyrir bókaeign í almenn-
ingsbókasöfnum, erótrúlega lítill
að vöxtum. Greiðslur til lang-
flestra höfunda er á bilinu 375 til
1500 krónur á ári. Halldór Lax-
ness fær um 20 þúsund á ári fyrir
alla bókaeign sína í öllum al-
menningsbókasöfnum landsins.
Aðalfundur Rithöfundasam-
bands íslands lýsir yfir því að við
þetta ástand verði ekki lengur
unað.“
Tónlistarumfjöllun
Falskar nótur í blöðunum
Á undanförnum árum 'hefur
umfjöllun dagblaðanna (og
reyndar fjölmiðlanna yfirleitt)
um tónlist borið æ meir á góma
meðal tónlistarmanna. Eftir að
hið nýstofnaða Tónlistarbanda-
lag íslands (T.B.Í.) tók til starfa,
var þetta eitt af þeim málum, sem
mikið hefur verið um rætt.
Þau mál, semT.B.Í. erumhug-
að að koma á framfæri í þessu
sambandi, eru einkum þessi: 1)
Tónlistargagnrýni, 2) Fréttir úr
tónlistarheiminum og 3) Ýmsar
greinar um tónlist.
Talsverðrar óánægju hefur
gætt meðal tónlistarmanna und-
anfarin ár með tónlistargagnrýn-
ina í dagblöðunum. Er hér ekki
um það að ræða, hvort tónlistar-
menn eru sammála
gagnrýnendum eða ekki, heldur
hitt, að sami gagnrýnandinn á
hverju blaði er látinn fjalla um
allar hliðar tónlistar. (Hér er
popp-tónlist og léttari tónlist að
sjálfsögðu undanskilin, sem fær
sérstaka umfjöllun).
Hversu hæfur og fullur þekk-
ingar sem viðkomandi
gagnrýnandi er, þá er það ekki á
færi neins eins manns að skrifa af
neinu viti um allar hliðar tónlistar
eins og hingað til hefur við-
gengist. Vill því T.B.Í. benda á,
að hyggilegra væri (og fjárhags-
lega engu dýrara) að leita til
nokkurra aðilja, sem hver fjallaði
um tiltekið svið tónlistar, einn
um hljómsveitartónleika, annar
um söng, annar um píanótón-
leika, enn annar um kammertón-
list o.s.frv. Mundi þetta létta
álagið á einum manni (sem raun-
ar annar ekki öllu því sem fram
fer) og tryggja gagnrýni, sem
unnt væri að taka meira mark á.
Auk þess myndi þetta auka fjöl-
breytni og stuðla að því að fleiri
sjónarmið komi fram.
Ranghugmyndir
Því miður hefur raunin verið sú
síðustu árin, að tónlistarmenn
hafa tekið lítið sem ekkert mark á
stórum hluta þeirra greina, sem
birst hafa í dagblöðunum og telja
lesendur fá mjög rangar hug-
myndir um þann tónlistarflutning
sem um er að ræða. Hefur við-
komandi gagnrýnandi oft hvorki
þá þekkingu né reynslu sem þarf
til að dæma um þá tegund tónlist-
ar, sem hann hættir sér út í að
skrifa um, einfaldlega vegna
þess, að hann verður að skila
sinni grein til blaðsins.
Þá hefur oft verið um það rætt,
að lesendur dagblaðanna fá oft
litlar eða engar hugmyndir um
T ónlistarbandalagið
sendir okkur bréf: Tón-
listarmenn taka lítið
mark á tónlistarefni í
dagblöðunum. Óskandi
að blöðin geri sitt til að
splundra falskri ímynd
um tvær andstæðar tónl-
istarfylkingar
ýmsa merka tónlistarviðburði,
sem gerast í umheiminum. Ýmis-
legt birtist, en það er heldur til-
viljanakennt. Viljum við benda á
sem æskilegt efni: Stuttar fréttir
af ýmsum atburðum í tónlistar-
heiminum, bæði héðan og er-
lendis frá, jafnvel slúðursögur
um fræga tónlistarmenn, allt væri
þetta forvitnilegt efni og mundi
lífga upp á síður dagblaðanna.
Best væri að fela slíkt sérstökum
blaðamanni, sem hefði yfirum-
sjón með tónlist eða listum yfir-
leitt. Hafa þyrfti samband við eða
ráða sem lausamann einhvern,
sem fylgist vel með og gæti lagt
fram efni. Einnig gæti lítill hópur
tónlistarmanna sent dagblöðum
úrklippur af erlendum atburðum
o.fl. Hér er átt við stuttar frétta-
klausur um ólíkasta efni víðsveg-
ar að úr tónlistarheiminum.
Óeölilegt skipting
í þessu sambandi hefur oft ver-
ið um það rætt, hve popp-tónlist
hefur fengið miklu meira rými og
athygli en svokölluð klassísk tón-
list. (Popp-tónlistarmenn eru
reyndar einnig óánægðir með
umrædda umfjöllun um popp-
tónlist, telja hana ekki nógu
vandaða, fólkið sem um hana
fjallar er ekki nógu vel að sér í
því, sem það skrifar um). Hefur
það oft verið nefnt í þessu sam-
bandi, að óeðlilegt sé að skipta
tónlist í eins konar tvær andstæð-
ar fylkingar, popp annars vegar
og klassíska tónlist hins vegar. Er
þetta að flestra dómi mjög vill-
andi skipting, því að klassísk tón-
list er eins og kunnugt er aðeins
sérstakt tímabil í tónlist, eitt af
mörgum, en hefur síðar fengið
víðari merkingu. Staðreyndin
hins vegar er sú, að tónlist er
margs konar, en alls ekki í tveim
andstæðum fylkingum. Væri
óskandi að dagblöðin gerðu sitt
til að splundra þessari fölsku
ímynd, sem margir virðast hafa
um tónlist almennt.
Greinar um tiltekið efni tón-
listar mættu sjást oftar. Að vísu
birtast stundum greinar vegna
stórafmæla o.fl., en þar vilja þó
hinir merkustu tónlistarmenn og
tónskáld gleymast. Hér mætti
koma í veg fyrir slík mistök með
betra sambandi við tónlistar-
menn eða tónlistarblaðamann.
Einnig mættu sjást greinar um
tónlistarfræðslu, það sem er að
gerast hérlendis og erlendis í
þeim málum, greinar um tónlist-
arhátíðir, tónlistarkeppni af
ýmsu tagi hér og þar, ný stórverk
(frumflutningur þeirraj einhvers
staðar í heiminum, viðtöl við inn-
lenda og erlenda tónlistarmenn,
tónskáld o.fl. Oft vill það brenna
við, að heimsfrægir tónlistar-
menn koma hér og fara án þess að
blöðin taki eftir. Er þar að öllum
líkindum þekkingar- og tímaleysi
um að kenna, nema hvorttveggja
sé.
í von um jákvæðar undirtektir-.
Virðingarfyllst,
Stjórn T.B.Í.
Ásdís Þorsteinsdóttir, Halldór
Haraldsson, Helga Hauksdóttir,
Runólfur Þórðarson, Stefán
Edelstein (formaður).
(Fyrirsagnir og millifyrirsagnir eru
Þjóðviljans).