Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 6
GARÐAR OG GRÓÐUR
GARÐAR OG GRÓÐUR
Ein stærsta garðyrkjustöðin sem selur afskorin
blóm, Espiflöt í Biskupstungum heimsótt
Eiríkur og bræðurnir Sveinn og Stígur innan um nellikurnar. Við sjáum Ijósabún aðinn fyrir ofan þá, sem lengir sumarið i húsunum.
Appelsínur
í gróðurskála
Nú er gengið um svæðið og
byrjað á því að skoða gróður-
skála húsmóðurinnar, sem er
sannariega glæsilegur með
klukkutré, eplatré, vínberjum og
dvergappelsínutré svo eitthvað sé
nefnt.
Megnið af blómunum í Espif-
löt eru ræktuð upp af græðlingum
frá Hollandi og eru sumar plönt-
urnar fjölærar. Þegar litið er í
pökkunarhúsið eru fjölskyldu-
meðlimirnir á kafi við að raða í
vendi og pakka, en frá Espiflöt
koma flestir „tilbúnu" blómvend-
irnir sem við sjáum í blómabúð-
um. Sérstök umbúða“kramar-
hús“ eru sett utanum vendina svo
að enginn þarf að snerta á bló-
munum frá því að þau eru skorin
af plöntunum, þar til þau eru sett
í vasa.
Og ekki má tefja vinnandi fólk
lengur, enda kominn tími til að
halda heimleiðis.
Þegar þakkað hefur verið fyrir
góðar móttökur og spjall er ekið
úr hlaði og blómailmurinn fylgir
okkur alla leið til Reykjavíkur.
- þs.
Tískusveiflur hafa áhrifá markaðinn
Hulda við eplatréð. Klukkutréð slútir yfir hana. Ljósm. ÞS.
Skipulag og nákvæmni
Hvað er þýðingarmest í ræktun
blóma til afskurðar?
Þeir feðgar hugsa sig um og síð-
an segir Eiríkur ákveðinn: „Það
er skipulagningin. Þetta er
auðvitað mikil handavinna við
skurðinn, en fram að því er rækt-
unin að verulegu leyti sjálfvirk.
Vökvunin er sjálfvirk og áburðin-
um blandað beint í vatnið. Garð-
yrkjan er mun léttari en hún var,
þegar allt þurfti að gera með
höndunum, en nú er skipulagn-
ingin þeim mun meira virði enda
varan mjög viðkvæm. Það er
óhætt að segja að blómarækt af
þessu tagi er mikil nákvæmnis-
vinna, sem krefst ítarlegrar skip-
ulagningar.“
Er þetta hagkvæmur bú-
skapur, eða þægileg aukabú-
grein?
„Aukabúgrein getur það ekki
talist hér, enda erum við ekki
með skepnuhald. Garðyrkju-
búskapurinn tekur allan okkar
tíma, og ég held að það sé hægt að
hafa það skaplegt í þessu miðað
við það sem gerist, en þó þyrfti
raforkuverðið að vera hagstæð-
ara. Niðurgreiðslur og styrkir eru
ekki fyrir hendi, en þó á nú að
styrkja uppsetningu á nýjum ljós-
abúnaði í gróðurhús, sem lengir
verulega uppskerutímann. Við
eigum líka von á því að Saltverks-
miðjan á Suðurnesjum framleiði
hreinan koltvísýring (CO2) til að
setja í andrúmsloftið í húsunum
og verður það væntanlega mikil
hagræðing. Það ætti að vera hægt
að flytja afskorin blóm til útlanda
frá íslandi engu síður en þau eru
nú innflutt yfir háveturinn."
Eru tískusveiflur í eftirspurn-
inni eftir blómum í vendi?
„Já, það máttu bóka. Og litirn-
ir breytast frá ári til árs. Hvítt og
rautt eru einu „sígildu" blómalit-
irnir. í fyrra var bleikt allsráðandi
og það er enn vinsælt auk appel-
sínuguls. Fyrir nokkrum árum
vildi enginn sjá bleik blóm, svo
kom þurrblómaævintýrið og það
varaði í ein tvö ár. Það má segja
að afskorin blóm eru í tísku í dag,
fólk gefur blóm og kaupir blóm
sér til ánægju í mun meira mæli
en áður var.
Hvað snertir einstaka tegundir
þá er nellikan að ná vinsældum á
ný eftir að hafa næstum dottið út í
mörg ár. Nellikan var langvinsæl-
ust á árunum eftir stríðið og nú er
hún að ná sér á strik, ekki síst
stúdentanellikan (með mörgum
smáum blómum), sem kom hing-
að fyrir aðeins 3 árum síðan.“
Þegar fólk kaupir afskorin
blóm - að hverju á það helst að
gæta?
„Það er erfitt fyrir leikmann að
meta hvort blóm eru líkleg til að
standa lengi eða skemur. Blóm
sem hafa verið geymd í kæli geta
staðið lengi, ef vel er farið að
þeim. Aðalatriðið er að láta
blómin aldrei standa í sól, hafa
ekki of heitt á þeim í stofunni,
geyma þau helst í kulda á nótt-
unni og nota volgt vatn í vasann.
Það er ekki aðalatriðið að skipta
sem oftast um vatn, en þó má
ekki láta vatnið fúlna. Efni sem
lengja lífdaga blómanna eru
mjög til bóta, en gott er að ská-
skera neðan af stilkunum áður en
blómin eru sett í vatnið," segir
Sveinn.
Er það satt að rósir eigi að setja
í sjóðandi vatn áður en þær eru
settar í vasann?
„Já, það er talið að með því að
stinga endanum á stilknum
andartak í heitt vatn, standi þær
betur. Þetta á einungis við um
blóm með harða og trénaða leggi.
Yfirleitt er betra að kaupa blóms-
em eru lítið útsprungin og blóm
sem ekki hafa verið pínd í vextin-
um (þ.e. látin vaxa of hratt)
standa betur og litur þeirra er
jafnan miklu fallegri. Að þessu
skyldi fólk gæta þegar blóm eru
keypt," bætir Eiríkur við.
Sveinn Sæland umkringdur brúðarslörinu. Hvað skyldu margir brúðarvendir
fást úr þessari breiðu?
Þegar ekið er í hlað á félags-
búinu Espiflöt i Reykholti í
Biskupstungum tekur maður
fyrst eftir hvað allt er snyrtilegt
og myndarlegt, hús, gróður og
umhverfi. Þarna býr Eiríkur
Snæland, sem flutti frá Hafnar-
firði austur fyrir fjall 1. maí
1948 og rekur nú eitt stærsta
félagsbú í garðyrkju á landinu
ásamt sonum sínum Sveini og
Stíg. Þeir sérhæfa sig í blóm-
um til afskurðar og afrakstur-
inn prýðir stofuborðin hjá
Reykvíkingum. Eiginkona
Eiríks, Hulda Gústafsdóttir
býður í stofu og innandyra er
allt með sama myndarbrag,
mikill fjöldi fágætra og góðra
bóka vekur athygli
gestkomandi.
„Já, ef það gæfist nú nægilegur
tími til lestrar. Það er af sem áður
var, þegar maður las eða smíðaði
í frístundum. Nú vill sjónvarpið
taka þær í staðinn," segir Eiríkur
áður en við snúum okkur að
spjalli um blómarækt.
Gróðurhúsin á Espiflöt eru um
3300 fm., alls 8 talsins og innan
tíðar verður hafist handa um
byggingu hýsis, þaðan sem innan-
gengt verður í stærstu gróðurhús-
in. Þrisvar til fjórum sinnum í
viku kemur bfll frá Reykjavík og
sækir blóm, sem búið er að raða í
vendi og er þeim síðan dreift í
verslanir frá Blómamiðstöðinni.
Við byrjum á því að spyrja Svein
hvaða tegundir afskorinna blóma
séu seldar frá Espiflöt:
Nellikur, sollilja,
krysantemum
„Við erum fyrst og fremst með
þrjár tegundir, enda hefur sýnt
sig að það borgar sig ekki að
grauta í of mörgu, auk þess sem
blómarækt ogt.d. grænmetisrækt
fer ekki vel saman vegna efna
sem nota þarf á blómin. Nú ein-
beitum við okkur að nellikum,
sóllilju og krysantemum, en mis-
munandi tegundir eru af hverju.
Nellikurnar skiptast í stórar,
smáblómstrandi og stúdentanel-
liku, sem er nýtt blóm hér á landi.
Sólliljan var upphaflega aðeins
gulleit en er nú til í öllum litum,
t.d. bleik, vínrauð og blá. Hún er
sterk og endist vel í vasa og mjög
vinsæl hérlendis.“
Er það rétt að Halldór Laxness
hafi skírt hana?
„Það mun vera. Jón Bjarnason
garðyrkjumaður í Mosfellssveit
bað Halldór sveitunga sinn að
gefa henni nafn og nefndi hann
blómið eftir Ástu Sóllilju í Sjálfs-
tæðu fólki. Nú er hún aðeins
kölluð sóllilja og er ísland eina
landið þar sem hún hefur innlent
nafn. Hún er ættuð frá Perú og
gengur undir nafninu inkalilja
víðast hvar, en blómið er af amar-
yllisættkvíslinni. Það munu að-
eins vera um 10 ár síðan hún kom
til Evrópu og hún er einstaklega
vinsæl á íslandi.“
Garðyrkju-
áhugafólk
Okkarágætu handbækur, Skrúðgarðabókin og
Matjurtabókin eru til sölu á skrifstofu félagsins og í
öllum helstu bókabúðum landsins.
Garðyrkjufélag íslands
Amtmannsstíg 6
Sími 27721
Opið mánudaga 14 - 18
og fimmtudaga 14 - 18 og 20 - 22
Garðrósir, tré
og runnar.
Sumarblóm
og fjölær
blóm.
t&i.
Munið
töfratréð!
T
Garðyrkjustöðin
Grímsstaðir
Hveragerði - Simi 99-4230 - 99-4161
'
in. » *
l
í
i
Einnig blómstrandi pottablóm, garðrósir, mold
og grænmeti.
Garðyrkustöðin Grísará Sími 96-31129
GANGSTÉTTARHELLUR
VINNUHÆLHÐ LITLA-HRAUNI, SÖLUSÍMI99-3104 SÖLUAÐILI í REYKJAVÍK: J.L. BYGGINGAVÖRUR
ÓDÝRAR OG STERKAR
SLÉTTYFIRBORÐ
SENDUMHEIM
GOTT VERÐ
HAGSTÆÐ KJÖR
MAGNAFSLÁTTUR
FYRIR BÍLAPLÖN
FYRIR GANGSTÍGA
6 SÍÐA — b.lónun
nikikf
...
W lAnwil llblbl
cín A *7