Þjóðviljinn - 05.06.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 05.06.1986, Page 8
GARÐYRKJUVERKFÆRIN FÆRÐU HJÁ OKKUR VONDUÐ VARA ÁGÓÐU VERÐI Síðumúla 4, símar 687171 og 687272 . NÝJUNG til aö bæta garðagróðurinn (h 7/1 LIFRÆNN ÁBURÐUR Hafin er framleiðsla og sala á þurrkuöum hænsnaskít í 10 kg og 20 kg sekkjum. Þetta er áburður beint frá náttúrinni og inniheldur flest þau efni sem garöagróður þarf. Engin lifandi illgresisfræ eru í áburðinum þar sem hann er hitaður upp í 140°C og síðan malaður. Hitinn dauðhreinsar jafnframt skítinn. Langvarandi áburður, sem virkar allt sumariö. Viljirðu fá fallegan gróöur og holl og góö matvæli úr garðinum þá er Lífrænn áburður sérstakiega góður. Til sölu hjá flest öllum gróörarstöövum. Holtabúið h.f. Ásmundarstööum. Sími: 99-5033 Söluskrifstofa í Reykjavík sími: 40302 \l\rrs. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. júní 1986 Grunnur a Góður garðyrkjumaður sagði við mig á dögunum, þeg- ar ég bað hann um ráðlegging- ar fyrir byrjendur í garðrækt: Ég skipti fólki í tvennt: „Þá sem drepa blóm og þá sem láta þau lifa. Annað hvort hefur fólk þetta í sér eða ekki“. Þar höfum við það. Eigi að síður ætlum við hér á nokkrum síðum að gefa fólki ráð, ekki síst þeim sem hættir til að drepa blóm, ekki af karakter- veikleika heldur frekar af þekkingar-, tíma- og hugsunar- leysi. Við munum eyða mestu rými í garðplönturnar, enda þeirra árstími að ganga í garð og þær jafnan erfiðari viðfangs. Enginn garður er eins og annar, rokið og regnið hvergi „alveg úr sömu áttinni“ eins og garðyrkju- maðurinn sagði. Þeir sem rækta blóm inni á heimilum eða á vinn- ustöðvum eiga oftast auðveldan aðgang að fræðslu. Góðar bækur um pottaplöntur hjálpa mikið við umhirðuna og innandyra er mað- urinn sjálfur hæstráðandi, á með- an náttúruöflin ráða ríkjum undir berum himni og sífellt þarf að verja gróðurinn fyrir þeim. Úti ertu í nánum tengslum við tungl og sól, vor og haust, og hversu harður sem veturinn kann að hafa verið, spretta vorboðarnir ætíð upp úr jörðinni hafir þú búið um þá sem skyldi. Alls staðar má rækta Enginn garðskiki er svo lítill að ekki megi rækta í honum, jafnvel þótt sólin nái aldrei niður í hann. Svalir, verandir og sólstofur eru tilvaldir staðir fyrir gróður og enginn vandi að koma sér þar upp gróðurkössum með trjám, sumarblómum eða fjölærum blómum, sem mikla ánægju má hafa af. í sólarlausum garðskika má einnig koma upp lítilli gróður- vin, því nú er mikið til af plöntum, sem dafna vel þótt þær fái ekki beina sól. Þeir sem glímt hafa við garðrækt vita að sólin skiptir oftast minna máli en skjól- ið. Aðalatriðið er að skýla nýjum plöntum vel og sjá um að þær fái næga vökvun, ef langir þurrviðr- iskaflar koma. Þegar byrjað er á garði, við ný- byggingar eða við eldri hús, þar sem koma á upp nýjum garði, þarf fyrst og síðast að undirbúa vel jarðveginn. Best er að fá mold og láta hana standa heilan vetur áður en byrjað er að gróðursetja í henni. Moldin þarf að vera létt og næringarrík og best er að blanda hana sandi eða vikri svo að fram- rennslið verði greitt. Nauðsyn- legt er að kynna sér vel hvers konar mold maður kaupir. Þung og ljós mómold er t.d. alls ekki góð gróðurmold fyrr en hún hef- ur staðið lengi og brotnar auðveldlega þegar henni er mok- að. Undirbúningur Þegar búið er að fá jarðveginn í gott Iag, stinga hann vel upp og blanda góðum áburði, t.d. þurkkuðum hænsnaskít eða góð- um húsdýraáburði, er hægt að fara að gróðursetja. Enginn skyldi setja niður plöntu í nýjum garði, án þess að gera sér í hugar- lund hvernig hann vil skipuleggja garðinn. Mistök í upphafi geta orðið dýrkeypt. Það er ekki óþarfa peningaeyðsla að láta teikna fyrir sig garðinn, en gleymið ekki að spjalla vel við arkitektinn eða garðyrkjufræð- inginn um það sem þið viljið fá út úr ykkar garði. Er blóma og trjá- rækt aðalatriðið, viljið þið fá góða grasflöt eða fyrst og fremst gott svæði til útivistar á góðum dögum? Pallar og stétt eru fyrst og fremst útivistarsvæði þegar borða á úti, eða liggja í sólbaði. Trépallar hafa náð miklum vin- sældum, enda hlýlegir og þægi- legir og hreyfast ekki ef undir- stöðurnar eru steyptar og ekki hætta á sigi. Þegar lögð er stétt, þarf að huga mjög vel að undir- laginu því ef jarðvegurinn er mjög blautur og langt niður á fast, er hætta á að þær aflagist. Nauðsynlegt er að setja möl undir hellurnar og ganga vel frá þeim svo að þær hreyfist sem allra minnst um ókomna framtíð. Ef lagðar eru hitaleiðslur þarf að

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.