Þjóðviljinn - 05.06.1986, Qupperneq 13
GARÐAR OG GRÓÐUR
erðurað borga sig HELUjR
að aka austur ÞREP
Segir Ingibjörg Sigmundsdóttir
það. En hvaða sumarblóm eru
vinsælust?
Stjúpan sígild
„Petta fer eftir tískunni eins og
annað. Núna vilja allir appelsínu-
gul og sterkgul sumarblóm, í
fyrra var allt bleikt. Tegundirnar
virðast skipta minna máli. Hins
vegar er stjúpan alltaf mjög vin-
sælt og sígilt sumarblóm, enda er
hún einstaklega harðger og fall-
eg.“
Við göngum um garðyrkju-
stöðina, þar sem allt er fullt af
blómstrandi blómum, tóbaks-
horn, petúníur og dalíur í metra-
tali og óteljandi litbrigðum. Þessi
blóm má setja út í beð á sumrin,
og er best að slá af pottana og
grafa plönturnar vel ofan í skjól-
gott beð. Þau sem eru tvíær eða
fjölær eru svo tekin inn að hausti,
en dalíumar sem sáð er fyrir
mynda lauka og era þeir teknir
inn að hausti. Einnig er mikið til
hjá Ingibjörgu af grænmetis-
plöntum á 13 krónur stykkið, sem
fólk getur ræktað upp í stórar
plöntur í garðinum hjá sér.
Brokkolí, rósakál, hvítkál, blóm-
kál, rauðrófur, steinselja og
púrra, svo eitthvað sé nefnt.
Við spurðum Ingibjörgu að
lokum hvort ekki væri offram-
leiðsla á blómum og nytjajurtum:
„Ekki sýnist mér það. Að
minnsta kosti er eftirspurnin
nægileg," og þar með var hún
horfin inn í gróðurhúsið þar sem
systur hennar,Karlinna og Guð-
finna vora önnum kafnar við að
selja.
-STEINAR
Góð lausn í garðinn þinn
U-steinum má raða saman á óteljandi vegu og nota í
nánast hvað sem er: blómaker og hleðslur, borð og
stóla og útigrill, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Með U-steinum má t.d. leysa hæðamismun á
smekklegan hátt, afmarka leiksvæði fyrir börnin og
útbúa tröppur í ýmsum stærðum og gerðum - allt á
skemmtilegan og stílhreinan hátt.
Við söluskrifstofu okkar að Breiðhöfða 3 höfum við
komið upp sýningaraðstöðu fyrir framleiðslu okkar.
Par getur þú séð U-steina í notkun svo og
flestar aðrar gerðir af hellum og skrautsteinum sem
við framleiðum.
Söluskrifstofan er opin virka daga frá kl. 9-18, og á
laugardögum frá kl. 9-15, þar getur þú einnig fengið
litprentaðan bækling með ýmsum hugmyndum um
notkun skrautsteina og hellna.
B.M.VALLAf
STEINAVERKSMIÐJA
Söluskrifstofa
Sýningarsvæöi G
Breiðhöfda 3
Sími (91) 68 50 I
Við eigum ávallt á lager hellur, þrep,
kant- og hleðslusteina í ýmsum stærð-
um og gerðum. Hellur í gangstéttir,
bílastæði, innkeyrslur, leiksvæði, úti-
vistarsvæði o.fl. Hleðsluefni í úrvali til
ýmissa nota. Þrepin og kantsteinninn
henta hvar sem er.
Veldu góöan stein í sumar,
hann fæst hjá okkur.
Hyrjarhöfða 8,110 Reykjavík - Sími 686211.