Þjóðviljinn - 05.06.1986, Síða 15
GARÐAR OG GRÓÐUR
GARÐAR OG GRÓÐUR
urinn
sem gerir gæfumuninn
Þrjár gerðir af tilbúnum áburði
í hentugum umbúðum:
Trjákorn fyrir trjágróður Kálkorn fyrir matjurtagarða Graskorn fyrir grasflatir
Ágæti
Alaska
Bensínstöðvar ESSÓ
Blómabúðin Burkni
Blómaval
BYKO
Áburðurinn er seldur um allt land.
Sölustaðir í Reykjavík og nágrenni eru:
Garðshorn Kaupfélag Hafnfirðinga
Gróðrarstöðin Birkihlíð Mikhgarður
Gróðrarstöðin Mörk buð|”
Græna höndin Skógræktarfelag Reykjavikur
Sölufélag garðyrkjumanna
ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS
Blóm
fyrír alla
alls staðar
- Spjallað við Bjarna í Blómavali
„Við leggjum höfuðáherslu
á að þjóna fólki sem hefur
blómarækt og garðrækt að
áhugamáli. Þannig komum við
inn í alla þætti ræktunar allt frá
fræsölu, sölu á inniblómum,
afskornum blómum, skreyt-
ingum og garðplöntum og
einnig höfum við á boðstólum
hverskyns áhöld og efni til
ræktunar og skreytinga inni og
úti,“ sagði Bjarni Finnsson,
sem ásamt bróður sínum Kol-
beini reka Blómaval við Sig-
tún. Blómaval er nú orðið 15
ára og er stærsti söluaðilinn á
þessu sviði hér á landi.
„Þetta fyrirtæki var ekki stórt
þegar við keyptum það bræðurnir
árið 1970, en nú er salan á 2400
fm svæði. Megnið af plöntunum
kaupum við af garðyrkjubændum
og erlendis frá, en hluta ræktum
við sjálfir í ræktunarhúsum,"
sagði Bjarni, þegar hann hafði
boðið upp á kaffisopa á vistlegri
skrifstofunni inn af söluskálan-
um. Að sjálfsögðu voru þar inni-
blóm í pottum og við spurðum
Bjarna hvort ekki hefði orðið
viðhorfsbreyting á seinni árum
hvað snertir blómanotkun á
vinnustöðum.
Blóm á
vinnustöðum
„Jú, það má sannarlega segja
það. í kjölfar breyttrar afstöðu til
gróðurs almennt má segja að
skapast hafi þörf fyrir blóm nán-
ast alls staðar í samfélaginu og þá
ekki síst á vinnustöðum. Með
aukinni vélvæðingu verður þörf
manna fyrir líf á vinnustaðnum
„innanhúslandslag", stöðugt
meiri. Það er mikil uppsveifla í
sölu á hvers kyns stórum, sterk-
um og kraftmiklum plöntum sem
setja sterkan svip á umhverfið.
Slíkar plöntur sjást nú orðið á
flestum stærri skrifstofum og
þjónustufyrirtækjum og jafnvel í
verksmiðjum og vinnusölum.
Við tökum að okkur að hirða og
vökva slíkar plöntur, þannig að
tryggt sé að þær lendi ekki í
óhirðu og eyðileggist.“
„Er hollt að hafa blóm á vinnu-
stöðum?“
„Fyrir utan þá fegurð og það líf
sem blóm veita hvarvetna má
ekki gleyma að þær framleiða
súrefni og það er mikill misskiln-
ingur sem sumir halda fram að
blóm megi t.d. ekki hafa í svefn-
UMARIÐ ER KOMie
EINSTAKT VÖRUÚRVAL A EINUM STAÐ —
ÁLSTIGAR
||l iUllHl
TVÖFALDIR i
MARGAR LENGDIR
GARÐYRKJUAHOLD
SKÖFLUR ALLSKONAR
RISTUSPAÐAR
KANTSKERAR
GARÐHRÍFUR
GIRÐINGARVÍR, GALV.
GARÐKÖNNUR
VATNSÚÐARAR
SLÖNGUKRANAR
SLÖNGUTENGI
SLÖNGUGRINDUR
JÁRNKARLAR
JARÐHAKAR
SLEGGJUR
HJÓLBÖRUR, GALV.
•
GARÐSLÖNGUR
20 OG 30 MTR.BT
GÚMMÍSLÖNGUR
ALLAR STÆRÐIR
PLASTSLÖNGUR
FLAGGSTANGIR
ÚR TREFJAGLERI
FELLANLEGAR
MEÐ FESTINGU
MARGAR STÆRÐIR
ÍSLENSK FLÖGG
ALLAR STÆRÐIR
FLAGGSTANGAR-
HÚNAR
FLAGGLÍNUR
FLAGGLÍNU-
FESTINGAR
fe)
ALLT I BATINN
BJÖRGUNARVESTI
FYRIR BÖRN OG
FULLORÐNA
ÁRAR - ÁRAKEFAR
BÁTADREKAR - KEÐJUR
BÁTADÆLUR
VÆNGJADÆLUR
VIÐLEGUBAUJUR
lUillIi
Ánanaustum, Grandagaröi, sími 28855.
VEIÐARFÆRi - ÚTGERÐARVÖRUR - VÉLAÞÉTTINGAR - VERKFÆRI - MÁLNINGARVÖRUR - TJÖRUR
BYGGINGAVÖRUR - SJÓFATNAÐUR - VINNUFATNAÐUR og ótal margt fleira.
herbergi vegna þess að þær taki
súrefni frá íbúunum.“
„Hvað er þýðingarmest við
ræktun blóma á vinnustöðum og
á heimilum?“
Islenska fjólan er með fallegustu fjölæru plöntunum, en hún vill vera nokkuð frek og þarf aðhald. Ljósm. E.ÓI.
Glæsileg birkiplanta, en birkið er uppáhaldstré Bjarna í Blómavali. „Birkið þolir næðing, en þarf mikla birtu.
„Aðalatriðið er rakastigið og
birtan. Fólk þarf að vita hvers
plantan krefst og haga umhirð-
unni í samræmi við það. Fólk á að
spyrjast fyrir um eiginleika
plöntunnar eða lesa sér til, þann-
ig að það eyðileggi ekki góðar
plöntur með rangri umhirðu. og
svo má ekki gleyma að það þarf
natni til að blóm lifi góðu lífi og
það er auðvitað mismunandi
hversu mikið fólk hefur af henni.
Fólki finnst líka spennandi að
prófa sig áfram með ýmislegt og
það tekur gjarnan einhverja
áhættu, ekki síst þegar það
kaupir útiplöntur og tré. Bestu
tilraunirnar á sviði garðræktar
eru gerðar af fólki í heimagörð-
um og slíkt vekur áhuga og eykur
á þekkingu fólks á gróðri og um-
hirðu um hann. Maður verður
líka var við að fólk veit almennt
miklu meira um blóm og eðli
þeirra en áður var, viðskiptavin-
irnir eru virkari og áhuga-
samari.“
„Þú sagðir að þið flyttuð tals-
vert inn af plöntum - getur ís-
lenska framleiðslan ekki fullnægt
eftirspurninni?“
„Nei, það er hæpið að hún geti
það yfir háveturinn. Markaður-
inn hér er mjög lítill og það er
ljóst að með óheftum innflutningi
dytti innlend framleiðsla að
mestu út. Við verðum að velja og
hafna og reyna að byggja upp
eigin framleiðslu um leið og við
verðum að viðhalda fjölbreytni
og nýta okkur innflutningsmögu-
leikana þegar það er nauðsyn-
legt.“
„Hvað myndir þú ráðleggja
byrjanda í garðrækt, sem vildi fá
örugga uppskeru með lágmarks
fyrirhöfn?"
Haustlaukar
„Ég myndi ráðleggja lauka, -
haustlauka, sem gefa 98% trygga
uppskeru. Það eru til fjöldamarg-
ar tegundir af fallegum lauk-
blómum, krókusar, hyjasentur,
liljur, túlipanar í tugatali, páska-
liljurog vetrargosar. Allarþessar
tegundir eru settar niður að
hausti og koma svo upp öllum að
óvörum næsta vor. Fólk verður
svo glatt þegar það sér skyndi-
legar páskaliljur koma upp úr
moldinni á vorin, - það jafnvel
var búið að gleyma að það hefði
potað einhverjum laukum fyrir
langalöngu. Fyrir þetta fólk væri
tilvalið að fá tré, sem eru orðin
sæmilega stór og mér finnst
reyndar synd að enginn skuli taka
að sér að flytja og selja stór tré,
því víða eru þau til vandræða í
þröngum görðum.“
„Að lokum Bjarni, áttu sjálfur
uppáhaldsplöntu?“
„Já, það er birkið."
Það er sannarlega nóg að
skoða þegar gengið er um sali í
Blómavali. Fjöldamargar nýjar
tegundir af laukum, garðskála-
plöntum og útiplöntum hafa
komið fram á síðustu árum að ó-
gleymdum ýmsum nýjungum
fyrir áhugagarðyrkjumennina.
Litlir blómakassar með plastloki
vekja sérstaka athygli en þeir
lengja verulega sumarið hjá okk-
ur. Góð tæki til garðræktar eru
líka nauðsynleg, eigi garðyrkjan
ekki að vera tómt basl og erfiði.
Slöngur, klippur, skóflur og
hrífur þurfa allir að eiga.
Blómstrandi runnar
í skálanum fyrir sumarblóm og
garðskálaplöntur er allt í blóma
þessa dagana og litadýrðin ótrú-
leg. Þar eru líka til ýmsar spenn-
andi plöntur, einsog t.d. jarða-
berjaplöntur, vínviður, sem
þroskar ber með tímanum auk
fjöldamargra tegunda af rósum.
Við hittum Birki Einarsson garð-
yrkjufræðing og hann sýndi okk-
ur nokkra fallega garðrunna, sem
blómstra á sumrin. Einna vinsæl-
astur hér á landi er birkikvistur-
inn, sem fær falleg hvít blóm og
verður sérlega litskrúðugur á
haustin. Blátoppur og rauðtopp-
ur eru líka duglegir í íslensku
veðráttunni, en þá þarf að klippa
vel á vorin fyrstu árin. Harðgerð-
ast í limgerði er víðir og eru til
ýmsar tegundir af honum. Furan
er mjög vinsæl þetta árið, en ekki
má gleyma að gefa henni vetrar-
og vorskjól fyrstu árin. Þá eru sír-
enur og yllir mjög vinsæl og báðar
þessar tegundir blómstra mjög
fallega. Af sumarblómum er
stjúpan alltaf vinsælust, fæst í
öllum litum og er nánast ódrep-
andi. Fjölærar plöntur sem Birkir
mælti sérstaklega með, t.d. í
steinbeð eru t.d. steinbrjótar,
burknar, musterisblóm, jötun-
jurt, randagras, ýmsar prímúlur
að ógleymdri nýju betlehems-
stjörnunni, sem komin er í harð-
gerðu afbrigði og vonir standa til
að geti lifað í íslenskum görðum.
Ogsvo að lokum: íslenskafjólan.
Mikilvægast er að velja saman
plöntur sem blómstra á mismun-
andi tímum, þannig að þær steli
ekki hver frá annarri og garður-
inn standi í blóma sem allra-
lengst.
14 SÍOA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. júní 1986
Fimmtudagur 5. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Dvergfurur
á mjög hagstæðu verði.
Henta vel á leiði, í blómabeð o.fl.
Höfum einnig
ýmsar aðrar tegundir.
Ennfremur túnþökur
heimkeyrðar
eða sóttar
á staðinn.
Trjáplöntu-
og tunþökusalan
Núpum Ölfusi
sími 99-4388 og 40364