Þjóðviljinn - 17.06.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 17.06.1986, Page 6
„Nú flýg eg a svörtum vœngjum hefndar Fjórir menn standa í hrauninu og sverja eiö. Raddirnar berast hátt yfir: „Ég sver,“ segir einn. „Ég sver“, segir annar. Sá þriöji segir: „Nú þekki ég ykkur bræöur. Takið þiö nú eftir. Ef þiö eruð sama sinnis og ég þá verðum við allir aö heiman þegar í nótt. Við mætumst í láginni utan við Vorsabæjartúnið. Það er dirfska að veita Höskuldi aðför svo ná- lægt heimili hans. En hingað til hefur ykkur ekki skort áræði. Þar getum við leynst og séð þá sem um veginn fara. Komum." f hrauninu nálægt Kaldárseli er lagt á ráð um víg Höskuldar Hvítanesgoða og er þar að verki Mörður Valgarðsson. Það er rigningarsuddi þegar gengið er að hraunbollanum, sem hýsir „Söguleikana" - leikhópinn sem í sumar ætlar að flytja nýja leikgerð af Njálu úti undir beru lofti. Helga Bachmann og Helgi Skúlason hafa samið leikgerðina og byggja á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, Merði Valgarðs- syni og Njálu sjálfri, en alls tekur sýningin rúman klukkutíma. „Að leika fornsögurnar úti í náttúrunni er gamall draumur, sem nú er að verða að veruleika. Ég var beðin um að gera leikgerð og stjórna henni og tók þetta að mér ásamt Helga, enda verki ekki á eins manns færi. Draumur- inn var að leika í Hvannagjá á Þingvöllum, en svo einkennilega sem það hljómar, meinaði Þing- vallanefnd okkur það. En við vorum ákveðin að gefast ekki upp og fundum þessa ágætu laut hér í hrauninu, þar sem hljóm- burður er ótrúlega góður og öll aðstaða. Það verður tjaldað yfir áhorfendur, en leikararnir standa í gustinum," sagði Helga, þegar Kári (Skúli Gautason), Grímur (Þröstur Leó Gunnarsson) og Skarphéöinn (Valdimar Orn Flygerin g) Allur hópurinn ásamt leikstjórunum Helgu og Helga fremst á myndinni. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.