Þjóðviljinn - 17.06.1986, Page 7

Þjóðviljinn - 17.06.1986, Page 7
ráðast til atlögu. Friðrik Brekkan, blaðafulltrúi hópsins skenkir Eiríki Guðmundssyni af miðinum. við náðum tali af henni á milli æfinga. Það er óhætt að fullyrða að hljómburðurinn þarna í hrauninu er til fyrirmyndar, enda gengunt við á hljóðin þegar leikararnir voru að æfa. Umhverfið er rnagn- að og enginn vafi að íslendingar jafnt sem útlendingar munu fagna þessum nýju kynnum af persónu Njálu. „Það er löngu tímabært að gefa útlendingum tækifæri til að sjá sögurnar leiknar í íslensku unt- hverfi, en mikið af ferðamönnunt sem koma hingað á sumrin þekkja sögurnar betur en við sjálf,“ bætti Helga við. Að sjálfsögðu er valinn maður íhverjurúmi, þegar sjálfNjálaer annars vegar: Rúrik Haraldsson er Flosi og Valgarður grái, Er- lingur Gíslason er Njáll, Ásdís Skúladóttir Bergþóra, Valdimar Örn Flygenring leikur Skarphéð- in, Kára og Grím þeir Þröstur Leó Gunnarsson og Skúli Gauta- son, Höskuldur er leikinn af Jak- obi Þór Einarssyni, Hildigunnur af Bryndísi Petru Bragadóttur, Þórkatla af Guðrúnu Þórðardótt- ur, þræll af Eiríki Guðmundssyni og þerna af Helgu Völu Helga- dóttur. Sjálfur Mörður er leikinn af Aðalsteini Bergdal. Frumsýningin er fyrirhuguð næsta laugardag og síðan verður leikiö um helgar í sumar. Miðar eru seldir hjá Faranda og Kynnis- ferðum og einnig á hótelunum. Hægt er að panta miða í síma 622666. Börn innan 12 ára greiða hálft gjald og vonandi að sent flestir foreldrar fari með börnin suður í hraun til að leyfa þeim að komast í snertingu við perlu ís- lenskra bókmennta, sjálfa Njáls- sögu. þs aö snæöingi, — "Kentucky f ried“ og Njáll og Bergþóra með Meröi, Skarphéöni og Kára. „Sár- ara mundi ég trega dauöa Höskuldar en tveggja sona minna.“ Bergþóra (Ásdís Skúladóttir) hefur fariö í lopa- peysu og kápu yfir búninginn, aörar hetjur ieika sér til hita! „Óöinn alfaöir. Gamall þjónn þinn hefur lengi þráö aö langlundargeð þitt væri á þrotum.“ Valgaröur grái (Rúrik Haraldsson) viö blótstallinn í upphafi verksins. Ljósm. Ari. Þriðjudagur 17. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.