Þjóðviljinn - 17.06.1986, Blaðsíða 9
Framhald af bls. 8
isstaðurinn forni, sem er hluti úr
Sögu Alþingis og eitt viðamesta
rit um Þingvelli sem hefur verið
skráð, segir Matthías Þórðarson,
fyrrverandi þjóðminjavörður, að
elsta búðaskrá Þingvalla sé rituð
árið 1700. Það er svo álitamál
hversu örugg sú búðaskrá er. í
fornsögunum eru nokkrar búðir
nefndar og seinni tíma menn hafa
viljað staðsetja þær, t.d. reyndi
Sigurður Guðmundsson málari
að ákveða hvar þessar búðir
höfðu verið staðsettar, gerði
hann uppdrátt af svæðinu og
markaði búðirnar inn á. Sigurður
Vigfússon, fornleifafræðingur,
gróf hér á Þingvöllum 1880, og
telur hann að hægt sé að staðsetja
með öruggri vissu nokkrar búðir
m.a. Snorrabúð, Hlaðbúð, Njáls-
búð og Byrgisbúð. Ég held að
flestir séu sammála um staðsetn-
ingu þessara búða.“
Nú hefur Heimir fundið það
sem hann leitaði að í Þorgilssögu
og Hafliða, en kafla þennan segir
hann að hægt sé að nota sem
leiðarvísi að Byrgisbúð.
- Og þá færðu þeir dóminn
austur í hraunið hjá Byrgisbúð.
Þar gæta gjár þrem megin en
virkisgarður einum megin.
Þessi lýsing getur ekki átt við
neinn annan stað en þann á
spönginni þar sem enn má sjá
tóttir Byrgisbúðar og sannfærðist
undirritaður um það seinna er
Heimir sýndi staðhætti á Spöng-
inni, en sumir fyrri tíma manna
stóðu í þeirri trú að þar hafi Lög-
berg verið en ekki þar sem nú er
álitið. T.d. er það álit sumra að
Jónas Hallgrímsson hafi álitið að
Lögberg væri á Spönginni er
hann orti:
Nú er hún Snorrabúð stekkur,
og lyngið á Lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár
börnum og hröfnum að leik.
„Reyndar er ekkert lyng á
Spönginni en það er heldur ekki
að finna á Lögbergi, en þarna
hefur skáldið orðið sterkara nátt-
úrufræðingnum í Jónasi."
Ðúð á búð ofan
Þó gaman sé að ígrunda hvern-
ig hér var um að litast á þjóð-
veldisöld, segist Heimir hafa sér-
staklega gaman af að lesa síðari
tíma heimildir um þinghald á
staðnum, en alþingi var haldið á
þingvöllum í 868 ár samfleytt.
„Þó almenn fátækt hafi ríkt í
landinu á 18. öld, þá gáfu menn
sér samt tíma frá lífsbaráttunni til
að mæta á Þingvöllum á meðan
þing var háð, í þeim tilgangi að
fylgjast með, sýna sig og sjá aðra.
Af lýsingum frá þessum tíma að
dæma var höfðingjabragur á
mörgum þá, þannig að við getum
rétt ímyndað okkur hvernig hér
var á þjóðveldisöld, er höfðingjar
þess tíma mættu hér til að sýna
reisn sína, jafnt í klæðaburði sem
og í búðasmíð.“
Heimir telur að menn verði að
hafa það í huga þegar búðatótt-
irnar eru skoðaðar, að í aldanna
rás hefur búð risið á búð ofan,
þannig að þegar farið verður að
grafa í búðirnar munu menn
grafa sig í gegnum söguna.
Sagðist hann vonast til að
uppgröfturinn í sumar yrði bara
byrjunin á viðamikilli fornleifa-
rannsókn á Þingvöllum, enda
væru verkefnin næstum ótæm-
andi á svæðinu.
„Það er æskilegt að hér fari
fram einhver rannsókn á hverju
sumri og að almenningur fái að
fylgjast með hvernig miðar í
gegnum fjölmiðla, jafnvel að
heimsækja rannsóknarsvæðið,
þó ég þykist vita að fornleifafræð-
ingarnir séu ekkert yfir sig hrifnir
af því að Pétur og Páll séu að
spígspora þar sem uppgröftur er í
gangi.“
Afturhvarf til
arfleifðarinnar
Nú er Heimir kominn að mál-
efni sem honum er hugleikið, en
það er hvernig halda megi arf-
leifð þjóðarinnar að almenningi
og rækta upp áhuga á henni.
„Það má tvímælalaust greina
afturhvarf til þessarar arfleifðar
okkar, en það tengist almennri
tilhneigingu í samtíðinni að leita
róta sinna. Áhuginn á fortíðinni
hefur vaknað aftur og hann tekur
einnig til íslendingasagnanna,
enda eru þær uppistaðan í okkar
arfleifð.
Það eitt að ungir menn réðust í
það stórvirki að kynna þjóðinni
Islendingasögurnar, bendir til
þess að þeir sem að útgáfunni
standa hafi trú á því að fólk sé
móttækilegt fyrir þessu. Það er til
fyrirmyndar hvernig Svart á hvítu
hefur staðið að þessari útgáfu og
vakið upp áhuga sem var fyrir
hendi með því að gera sögurnar
aðgengilegar fyrir nútímafólk.
Hingað til hefur of rnikið verið
gert af því að íhuga það hvernig
arfleifðin stendur. Ég tel að það
þurfi ekki að eyða miklum tíma í
slíkar hugleiðingar. Miklu mik-
ilvægara er að ákveða hvað við
viljum gera til að halda arf-
leifðinni á lofti og móta ákveðna
stefnu í því. Við lifum á öld hins
sjónræna og því miður hefur
alltof lítið verið gert af því að
nota þá möguleika sem sjónvarp-
ið t.d. býður upp á til að kynna
sögurnar. Það þarf ekki endilega
að gera það með því að framleiða
leiknar myndir einsog Snorra
Sturluson, heldur gætum við
tekið breta okkur til fyrirmyndar
og framleitt skemmtilega og lif-
andi fræðsluþætti um þetta tíma-
bil. Við eigurn nrarga ágætlega
hæfa ntenn sem gætu tekið slíkt
að sér.
Hér er í raun og veru um að
ræða stefnu í uppeidi barna og
fullorðinna. Málið snýst um það
hvort við viljurn halda þessunt
arfi að fólkinu eða ekki. Þetta er
því fyrst og fremst spurning um
vilja."
Og peninga, bætti undirritaður
við, og Heimir samþykkti það.
Menning
á þrem stöðum
Heintir heldur áfram að ræða
hvernig best sé að halda arf-
leifðinni á lofti.
„Það þykir kannski undarlegt
að maður í mínu embætti skuli
segja urn nýju íslendingasagna-
útgáfuna, að hér sé komin bók,
sem eigi að vera til á hverju heirn-
ili einsog Biblían, þannig að fólk
geti gengið að sögunum hvenær
sem hugurinn girnist einsog guðs-
orðinu. Sigurður Nordal sagði
eitt sinn, að ntenningokkar hvíldi
á þrem stoðum, hinni norrænu,
hinni grísk klassísku og hinni he-
bresku. Engin þessara stoða get-
ur án hinna verið. Við verðum
einsog álfar út úr hól ef við berum
ekki skynbragð á þessar þrjár
rætur eða förunt að rækta eina á
kostnað hinna."
-Sáf
Þjóðhátíð í
Reykjavík
DAGSKRA
Hátíðardagskrá:
■ ;Á17. JÚNÍ1986
Dagskráin hefst:
9:55 Samhljómurkirkjuklukkna
í Reykjavík.
I. 10:00 Forseti borgarstjórnar leggur blóm-
sveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns
Sigurðssonar í kirkjugarðinum við
Suðurgötu. Lúðrasveitin Svanur
leikur: Sjá roðann á hnjúkunum háu.
Stjórnandi: Kjartan Óskarsson.
Við Austurvöll:
Lúðrasveitin Svanur leikur ætt-
jarðarlögá Austurvelli.
Kl. 10:40 Hátíðin sett: Kolbeinn H. Pálsson,
formaðurÆskulýðsráðs Reykjavíkur
flytur ávarp.
Karlakórinn Fóstbræður syngur: Yfir
voru ættarlandi. Stjórnandi: Ragnar
Björnsson.
Forseti íslands, Vigdis Finnboga-
dóttir, leggur blómsveig frá íslensku
þjóðinni að minnisvarða Jóns
Sigurössonar á Austurvelli.
Karlakórinn Fóstbræður syngur
þjóðsönginn.
Ávarp forsætisráðherra, Steingríms
Hermannssonar
Karlakórinn Fóstbræðursyngur:
ísland ögrum skorið.
Ávarp fjallkonunnar.
Lúðrasveitin Svanur leikur: Ég vil
elskamittland.
Kynnir: Bjarni Sigtryggsson.
Kl. 11:15 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.
Prestur séra Ólafur Skúlason dóm-
prófastur. Dómkórinn syngur undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar.
Einsöngvari: Ingibjörg Marteinsdóttir
Sjúkrastofnanir:
Feguröardrottning Reykjavikur og
Lobbi heimsækja barnadeildir Landsspitala
og Landakotsspitala um morguninn.
Blönduð dagskrá: Skrúðgöngur - íþróttir - Sýningar
Skrúögöngur frá Hlemmi og
Hagatorgi:
Kl. 13:30 Safnast saman við Hlemmtorg.
Kl. 13:45 Skrúðganga niður Laugaveg aö
Lækjartorgi. Lúðrasveit Reykjavíkur
leikur undir stjórn Stefáns Þ.
Stephensen.
Kl. 13:30 Safnast saman við Hagatorg.
Kl. 13:45 Skrúðganga frá Hagatorgi i Hljóm-
skálagarð. Lúðrasveit verkalýðsins
leikur undir stjórn Ellerts Karlssonar.
Skátar ganga undir fánum og stjórna
báðum göngunum.
Hallargarður og Tjörnin:
Kl. 13:00-19:00 ÍHallargarðiverðurminigoll.
Á suðurhluta Tjarnarinnar verða
róðrabátar frá Siglingaklúbbi íþrótta-
og tómstundaráðs.
Sýning á fjarstýrðum bátamódel-
um á syðri hluta Tjarnarinnar.
Barnaskemmtidagskrá
i Hallargarði.
Útitafl.
Kl. 13:30 Unglingarúrtveimurskólumteflaá
útitafli. lifandi taflmenn.
Hljómskálagarður:
Kl. 14:00-18:00 Skátadagskrá,
tjaldbúðirog útileikir.
Kl. 14:00-16:00 Glímusýning.
Kl. 14:00-16:00 Fimleikahópursýnirá
fjaðurbretti (trambólin).
Kl. 14:00-18:00 Mini-tivolt, leikir og þrautir.
Skemmtidagskrá í Hljómskálagarði.
íþróttir:
Kl. 14:00 Reýkjavíkurmótið i sundi
i Laugardalslaug,
Akstur og sýning gamalla
bifreiða.
Kl. 13:30 Hópakstur Fombilaklúbbs Islands
vestur Miklubraut og Hringbraut,
umhverfis Tjörnina og að Kolaporti.
Kl. 14:30-17:00 Sýning ábifreiðum Fornbíla-
klubbs fslands I Kolaporti.
Frostaskjól:
Kl. 16:30-19:00 Blönduð dagskrá fyrir
eldri borgara i Frostaskjóll.
Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson.
SKEMMTIDAGSKRA I MIÐBÆNUM:
Hljómskálagarður
13:55 Skrúöganga kemur frá Hagatorgi
14:00— 18:00 Litli dýragaröurinn
14:00 Túnfiskarnir
14:25 TótitrúÖur
14:35 lcy flokkurinn
15:00 Skemmtiatriði úrfól.m.
15:20 Danssýning
15:30 HalliogLaddi
15:50 „GOR"-flokkurinn
16:00 Lokaatriði götuleikhúss
á Tjarnarbrú
16:00 Hljómsveitin Fyrirbæri
16:15 Kjarnivaldansleikur
Kynnir: Auöunn Atlason
Kl. 16:15-17:30
Dagskránnl lýkur með
Karnlvaldanslelk
í Hljómskálagarði
fyrirkrakka. Skringifólk
ogfurðuverur stjórna
dansleiknum. Á.
leikir.
þrautir,
Hallargarður
Torgið
14:00 Brúðubillinn
14:20 Harmonikkuunnendur leika
14:45 Tótitrúður
15:10 Skemmtiatr. úr grunnsk.
15:30 Túnfiskarnir
Kynnir: Ellen Freydis
16:00 Lókaatriöi götuleikhúss á Tjarnarbrú
16:15 Karnivaldansleikur í Hljómskálagaröi
13:55 Skrúöganga kemurfrá Hlemmi
14:00 lcy flokkurinn
14:20 Leikhópur, Siggi, Karl.örn
14:40 Skemmtiatr. úrgrunnsk.
15:00 Danssýning
15:10 Harmonikkuunnendur leika
Kynnir: Magnús Kjartansson
16:00 Lokaatriöi götuleikhúss á Tjarnarbrú
16:15 Karnivaldansleikur i Hljómskálagaröi
14:00-16:00 Götulalkhús 1 mlðbanum,
leikhópurinn „Velt mamma hvað ég vll"
sýnir Reyk|av(kuravlntýrl. Gamli
og nýí tlmlnn berjast á Lækjartorgi, I
Hljómskálagarði og umhverfis
Tjörnlna. Hús og kirkjur lifna við og
berjast við fornynjur, tlminn tekur
heljarstökk, tröll og papar mæta til leiks.
16:00-16:15 Samt standa alllr saman,
jafnt gamlir sem ungir, stórir sem
sméir gegn skrímslinu vonda sem
sigrað skal að lokum
á Tjarnarbrúnni
—• afliðsmönnumhins
góöaúrháloftunum.
LEIKSVIÐ
Lækjargata GÖtulóikhÚS
^ÚTITAFL j
leiksvið
ATHI
Bflastæðl á Háskólavelll og Melavelli.
Týnd börn verða (umsjón gæslufólks á
Fríklrkjuvegi 11.
SKRÚÐGANGA
’ FRÁHLEMMI
1 f
KVÖLDDAGSKRÁ:
Kvöldskemmtun í miðbænum:
Kl. 20:30-24:00 Hljómsveit Magnúsar
Kjartanssonar.
Félag harmonikkuunnenda.
Halli og Laddi.
Bítlavinafélagið.
Possibiilies.
Kynnir: Magnús Kjartansson.
Gerðuberg
Kl. 20:30-23:00 Blönduð dagskrá fyrir eldri
borgara í Gerðubergi. Dansað, farið
í leiki og ýmis skemmtiatriði.
Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson.
$77)
ÍÞRÓTTA- OG
TÓMSTUNDARÁÐ
Listapopp í Laugardalshöll
(samvinnu Listahátíðarog íþrótta- og
tómstundaráðs:
Kl. 19:30-01:00 Fram koma hljómsveitirnar:
Greifarnir.
Rikshaw.
Fine Young Cannibals.
Madness.
Verð aðgöngumiða kr. 800.-.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13