Þjóðviljinn - 15.07.1986, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Qupperneq 14
Kennarar Kennara vantar aö Grunnskóla Blönduóss í eftirtaldar greinar: Almenna kennslu í 4. til 6. bekk. Dönsku og íslensku í 7. til 9. bekk. Mynd- og handmennt. íþróttir. Sérkennslu. Við höfum ýmislegt aö bjóða þér. Hringdu í Svein Kjartansson yfirkennara í síma 95- 4437 og fáöu nánari upplýsingar um kjörin. Skólanefnd. If| BORGARSPÍTALINN Ifl f Laus staða f Félagsráðgjafi Félagsráðgjafi óskast að geðdeildum Bsp. Starfsreynsla áskilin. Yfirfélagsráðgjafi geð- deildanna veitir allar nánari upplýsingar í síma 13744. Umsóknir skulu sendast til yfirlæknis geðdeilda Bsp. fyrir 1. ágúst nk. Reykjavík, 10. júlí 1986. Borgarspítalinn. Sími 696600. Viðgerða- og ráðgjafarþjónusta leysiröll vandamál húseigenda. Sér- hæfðir á sviði þéttinga og fl. Almenn verktaka. Greiðslukjör. Fljót og góð þjónusta. Sími 50439 eftir kl. 7 á kvöldin. Kennarar 2 kennara vantar að Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99- 6831. Ungmennafélag íslands óskar aö ráöa fram- kvæmdastjóra fyrir samtökin. Starfiö felst m.a. í fjármálastjórn, umsjón meö erlendum samskiptum svo og kynningu og útbreiðslu- starfsemi. Umsækjandi þarf að hafa áhuga fyrir starfi og stefnu ungmennafélagshreyfingarinnar og gjarnan aö þekkja eitthvað til almennrar fé- lagsmálastarfsemi úti á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar hjá stjórnarmönnum UMFÍ og á skrifstofunni að Mjölnisholti 14, en þar fá umsækjendur umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1986. Ungmennafélag íslands. Bróðir minn og mágur Daníel Jónsson Álfheimum 68 lést á sjúkrahúsi í London laugardaginn 12. júíl. Ólafur Jónsson Margrét Gunnarsdóttir Auglýsið í Þjóðviljanum i I HEIMURINN Áhyggjufullir menn. Ytzhak Shamir, utanríkisráöherra, annar frá vinstri, ásamt Shimon Peres, forsætisráðherra, fylgjast með umræðum á ísraelska þinginu, Knesset, um vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Ísrael/Shin Bet hneykslið Æðstu menn í klípu Nú er deilt umþað íísrael hvort ný rannsókn skulifarafram á morði tveggja araba meðan þeir voru íyfirheyrslu hjá Sin Bet öryggisþjónustunni. Stjórnarsamstarfið er íhættu og jafnvelpólitísk framtíðþeirra Shimonar Peres, núverandiforsætisráðherra, og Ytzhaks Shamir utanríkisráðherra Shin Bet njósnahneykslið í ísrael færist nú sífellt nær æðstu tnönnum innan ríkisstjórnarinn- ar og er nú svo komið að pólitísk framtíð þeirra er jafnvel í veði. Málið snýst um dauða tveggja Palestínuaraba sem barðir voru til dauða í yfirheyrslum Shin Bet, öryggisþjónustu hersins. Arab- arnir tveir rændu ásamt tveimur öðrum strætisvagni fullum af farþegum á Gaza svæðinu í apríl 1984. Yfirmenn í hernum héldu því fyrst fram að þeir hefðu allir látist í árás hersins á strætisvagn- inn en ljósmyndir sýndu að tveir þeirra höfðu verið Ieiddir á brott af hermönnum. Nánari rannsókn leiddi síðan í ljós að Arabarnir tveir höfðu verið barðir til bana við yfirheyrslur. Nú er deilt um hvort á að láta hefja rannsókn á þætti æðstu manna í þessu máli og hver á að standa fyrir þeirri rannsókn. Yitzhak Shamir, forystumaður í öðrum stærsta flokki landsins, Likud bandalaginu, og núverandi utanríkisráðherra, var á þessum tíma forsætisráðherra og þar með æðsti yfirmaður Shin Bet. Fyrrum yfirmaður stofnunarinn- ar, Avrahan Shalom, hefur óbeint viðurkennt að hafa fyrir- skipað morðið á aröbunum tveimur og síðan leynt því í þrem- ur rannsóknum sem settar voru af stað vegna málsins. Ef ný rann- sókn fer af stað í þessu máli verð- ur áreiðanlega athuguð játning Shaloms þess efnis að hann hafi fyrirskipað morðin með leyfi og fyrirskipunum frá sér æðri mönnum. Allt í háaloft Shamir og Shimon Peres, utan- ríkisráðherra, vonuðust til þess fyrir tveimur vikum síðan að þetta mál væri úr sögunni þegar forseti landsins, Chaim Herzog, fríaði þá af öllum ákærum varð- andi þetta mál. Svo reyndist ekki vera, allt fór í háaloft. Smáflokk- ar á þingi báru fram fimm van- trauststillögur í röð og félagar Peresar í Verkamannaflokknum kröfðust þess að hann léti fara fram nýja rannsókn. Peres sagð- ist tilbúinn til þess, hann hefði ekkert að fela. Par með beindist athyglin aftur að Shamir. Hann hefur hins vegar neitað nokkurri rannsókn. Talið er að áhugi margra þingmanna Verkamannaflokksins fyrir rann- sókn nú sé ekki fyrst og fremst ást á því að réttlætið nái fram að ganga heldur hitt, að hindra að Shamir verði forsætisráðherra í október. Verkamannaflokkurinn og Likud bandalagið gerðu nefni- lega með sér samkomulag um að forystumenn skiptust á um að leiða stjórnina. Nú sjá margir í Verkamannaflokknum kjörið tækifæri til að sjá svo um að Shamir komist ekici í forsætisráð- herrastólinn. Þá er einnig talað um að tveir forystumanna Likud bandalagsins hafi nú augastað á embættinu, Ariel Sharon iðnaðar- og verslunarráðherra og David Levy ráðherra byggingar- og húsnæðismála. Þeir hafa lengi reynt að ýta Shamir til hliðar sem forystumanni flokksins. Shamir hótar stjórnarslitum Likud sem heild vill hins vegar enga rannsókn á málinu. Shamir hótar að draga flokk sinn út úr stjórnarsamstarfinu og hvetja til nýrra kosninga ef slík rannsókn fernúfram. En þaðerekkivíst að Shamir sé í raun mjög viljugur að gera slíkt þar sem hann hefur mikinn áhuga á að verða á ný for- sætisráðherra í október. Hvað varðar rannsókn segir hann slíkt mundu gera gera Shin Bet örygg- isþjónustuna svo til óvirka. Shimon Peres er einnig í klípu varðandi þetta mál. Hann segist ekkert hafa á móti rannsókn, samt sem áður hefur komið fram í skoðanakönnunum að meirihluti almennings er á móti rannsókn þessa máls. Ef stjórnin fellur er ekki ólíklegt að honum verði kennt um og kæmi þar með illa út úr næstu kosningum. Á sunnudaginn sagði saksókn- ari ríkisins, Yosef Harish, hins vegar á fundi með ráðherrum að rannsókn á þessu máli nú væri óumflýjanleg. Hann sagðist mundu skipa lögregluyfirvöldum að hefja rannsókn ef ríkisstjórnin fyrirskipaði ekki slíka rannsókn. Rannsókn á vegum ríkisins sagði hann hins vegar æskilegri þar sem líklegra væri að upplýsingar bær- ust út sem gætu skemmt fyrir Shin Bet ef lögreglan sæi um rannsóknina. Rannsókn eða ekki rannsókn í gær var rætt um það á fundi stjórnarinnar hvort rannsókn skyldi fara fram. Þar sem stóru flokkarnir tveir eru ekki á sama máli um það hvort rannsókn eigi að fara fram, gætu atkvæði ráð- herra úr smáflokkum innan stjórnarinnar skipt sköpum. Per- es hefur reynt að finna tíma til að komast að málamiðlun með því að fresta atkvæðagreiðsiu innan ríksistjórnarinnar um það hvort rannsókn skuli fara fram. Einn aðstoðarmanna Peresar segir að þetta sé mesta kreppan sem nú- verandi ríkisstjórn hefur staðið frammi fyrir. „Það fæst engin lausn fyrr en allar staðreyndir málsins verða gerðar opinberar", segir hann. Vel gæti farið svo á endanum að bæði Shamir og Per- es biðu ósigur vegna þessa máls, hvort sem ný rannsókn fer fram eður ei. IH/Newsweek, Reuter 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.