Þjóðviljinn - 18.07.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 18.07.1986, Qupperneq 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 18 júir 1986 föstu- dagur 159. tölublað 51. örgangur ÞJÚÐVIUINN VESTFIRÐIR ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Strandeldisstöðvar Sprenging í fiskeldi Áœtlaðarstrandeldisstöðvar gœtuframleitt 15þúsund tonn eftir nokkur ár. Útflutningsverðmœti 4-5 milljarðar. Fiskeldismenn óttast norsk yfirráð Strandeldisstöðvar í bígerð eða þegar komnar á hönnunar- eða byggingarstig gætu eftir 4-5 ár framleitt um 15 þúsund lestir af laxi, samkvæmt grein í ný- komnum Eldisfréttum. Miðað við að núverandi markaðsverð á laxi haldist nokkurn veginn, fengjust fyrir þessa árlegu framleiðslu 4 til 5 milljarðar króna. Nú eru fram- leidd um 400 tonn af laxi árlega. Úlfar Antonsson fiskeldisráð- gjafi og ritstjóri Eldisfrétta sagði Þjóðviljanum í gær að fyrirhug- aðar strandeldisstöðvar væru flestar í um 100 km radíus frá Reykjavík, frá Þorlákshöfn um Suðurnes til Reykjavíkur. Þegar eru nokkrar stöðvar komnar upp svo sem stöðin hjá íslandslaxi, og strandeldisstöð er að verða tilbú- in við Þorlákshöfn. Þegar talað er um strandeldi, er átt við stöðvar sem dæla sjó uppí eldisker þar sem fiskurinn er alinn til slátrunar. Það eru bæði íslendingar og Norðmenn sem standa að þessum Lögreglumenn samninganefndar ríkisins og Landssambands lögreglumanna um samningsdrög að nýjum kjar- asamningi fyrir lögreglumenn. Drög þessi verða kynnt fyrir fé- lagsmönnum á fundi í dag en 370 þeirra hafa sagt upp störfum og 100 aðrir lausráðnir lögreglu- menn hafa ekki framlengt ráðn- ingarsamninga sína nema til 1. október. Nefndirnar hafa fundað stanslítið síðan um helgi. „Ég get lítið sagt um þessi samningsdrög fyrr en þau hafa verið kynnt fyrir félagsmönnum annað en það að þau gera ráð fyrir miklum breytingum og stefna að því að ná niður auka- vinnu,“ sagði Einar Bjarnason formaður samninganefndar Landssambands lögreglumanna í samtali við blaðamann. Hann kvaðst ekki geta sagt til um lík- urnar á að lögreglumenn myndu samþykkja samninginn en í hon- um væru mínusar sem líklegt væri að menn yrðu óánægðir með. „Þetta er flókinn samningur og í honum eru bæði svartir og hvítir blettir," sagði Einar. - vd. Suðurland Héraðsskjöl á safn Rangæingar og Vestur-Skaftfellingar sameinast um menningarframtak Vestur-Skaftfellingar og Rang- æingar hafa samþykkt að koma sér upp sameiginlegu hér- aðsskjaiasafni á Skógum þar sem fyrir er skóli og myndarlegt byggðasafn. „Sýslurnar hafa átt svo margt sameiginlegt gegnum tíðina,“ sagði séra Sigurjón Ein- arsson á Kirkjubæjarklaustri um þetta samstarf, en Sigurjón er Vestfjarða- blað Á Vestfjörðum eru meðallaun undir landsmeðaltali í öllum at- vinnugreinum utan fiskveiða og hvergi annars staðar á lands- byggðinni eru fólksflutningar jafn tíðir. Þetta kemur m.a. fram í viðtölum við Vestfirðinga í aukablaði Þjóðviljans í dag. I því er rætt við ýmsa Vestfirðinga um lífið á Vestfjörðum og brugðið upp mannlífsmyndum frá svæð- stöðvum, bæði þeim sem eru í bí- gerð eða lengra komnar. Norskt fjármagn streymir nú inní fiskeldi hér á landi og eru margir orðnir uggandi um að Norðmenn séu að yfirtaka fiskeldið á íslandi en áhugi þeirra fyrir þátttöku í fisk- eldinu hér virðist mjög mikill. - S.dór. Nýr kjarasamningur? Einar Bjarnason: Samningarnir gera ráðfyrir miklum breytingum. 370 lögreglumenn hafa þegar sentinn uppsagnir | gær tókst samkomulag milli einn af helstu hvatamönnum að nýja safninu. Stofnun skjalasafnsins hefur verið samþykkt í báðum sýslu- nefndum og stofnuð samstarfs- nefnd til að koma safninu á fót. „Þetta er hugsað þannig að 3 aðilar standi að stofnun héraðs- skjalasafns. Þ.e. sýslurnar báðar, Byggðasafnið á Skógum og Hér- aðsskólinn á Skógum,“ sagði Þórður Tómasson safnvörður í Byggðasafninu á Skógum. „Hér í Byggðasafninu liggur mikill stofn í slíkt skjalasafn. Því Byggðasafn- ið hefur fengið afhent frá ýmsum aðilum skjöl, sendibréf og hand- rit. Og í Héraðsskólanum liggur mikið af merkilegum bókum sem eru efni í gott handbókasafn. Þetta eru um 4000 titlar sem skólanum hafa verið gefnir en eins og er, liggja bækurnar í lok- uðum skáp. Þetta er mjög óað- gengilegt og það vantar húsnæði undir þetta.“ Þórður sagði sýsl- urnar væru búnar að veita smá fjárveitingu í byggingu Héraðs- skjalasafnsins en málið væri enn á frumstigi. - SA. Þórður Eyþórsson úr sjávarútvegsráðuneytinu, reynd hvalaskytta, miðar hér byssunni með sérhönnuðum skutli til húðsýnatöku. Hvalarannsóknir Húðsýni úr hnúfúbak Úlfur Árnason dósent íerfðafræði nýkominn úr rannsóknaleiðangri á steypireyði og hnúfubak. Hann hefur stundað litningarannsóknir á hvölum Í20 ár Ulfur Árnason dósent í erfða- fræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð tók á dögunum rann- sóknaskipið Dröfn á leigu í 3 daga til húðsýnatöku á steypireyði og hnúfubak, sem bæði eru alfriðað- ar hvalategundir. Úlfur hefur stundað litningarannsóknir á hvölum í 20 ár. Til þesarar ferðar notaði hann styrk sem hann hefur fengið úr vísindasjóðum. Úlfur sagðist hafa hannað sér- stakan skutul til húðsýnatöku. Hann gengur um það bil 1 sm inní húðina og tekur með sér 6 mm flipa úr húðinni. Það kom í ljós að meira er af hnúfubak og steypireyði en búist var við á helsta svæði þeirra út af Snæfellsjökli. Úlfur sagði þá hafa séð 15 steypireyðar og á milli 40 og 50 hnúfubaka, en ýmsir hafa haft við orð að þessar hvalateg- undir væru að deyja út. Þess má geta að Þórður Eyþórsson úr sjávarútvegsráðu- neytinu var aðalskyttan í leið- angrinum, en hann er gamall hvalfangaraskipstjóri og skytta. f helgarblaði Þjóðviljans verður viðtal við Úlf Arnason um hvala- rannsóknir hans. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.