Þjóðviljinn - 26.07.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Qupperneq 5
Aðra landbúnaðarstefnu Ur fjósinu á Vatnsskarðshólum í Mýrdat (mynd: Sig.) „Landbúnaðarstefnunni verð- ur að breyta. “ Þetta eru lokaorð- in í grein sem húnvetnskur bóndi skrifaði í Tímann fyrir nokkrum vikum. Húnvetningurinn minnir á að „þjóðin lifir ekki á þvíað við snúumst hver við annan eða pröngum hver á öðrum. Nei, þjóðin lifir á því sem hún fratn- leiðir“ segir bústólpinn, „því sem hún dregur úr sjónum, því sem landið gefur af sér og því sem menn búa til með höndum sínum og hugviti. “ Þetta eru þörf orð, ekki síst þegar í huga eru hafðar þær tölur sem kynntar voru í Þjóðviljanum fyrir skömmu um fjármagns- streymi um bankakerfið til at- vinnuveganna: útlán til verslunar og þjónustu hafa þrefaldast síðan hægristjórn Steingríms Her- mannssonar tók við, og þessi atvinnugrein tekur nú til sín jafn- mikið fé úr peningastofnunum og landbúnaður, iðnaður og sjávar- útvegur samanlagt. í Tímagreininni er verið að vara við því að bændum verði vís- að í stórhópum á þá lausn úr land- búnaðarvanda að ganga fyrir ætt- ernisstapann, og þar er bent á að núverandi stefna í landbúnað- armálum eigi sér valkost: „Ef skynsamlega er á málum haldið á að vera hægt að skapa sveitafólki viðunandi tekjur og svipaða lífs- aðstöðu og öðrum þjóðfélags- þegnum og láta neytendum í té góða búvöru án verulegrar fœkk- unar bænda. “ En nú berast einmitt þau tíð- indi úr sveitum landsins, til dæm- is hinum sunnlensku, að bændur séu að bregða búi vegna landbún- aðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Húnvetnski bóndinn sem í Tímanum fellir slíkan stóradóm um landbúnaðarstefnu Jóns Helgasonar og forvera hans, sem elstu menn muna ekki annað en að hafi allir verið úr Framsóknar- flokki og Sjálfstæðisflokki, - er reyndar enginn annar en Páíl Pét- ursson á Höllustöðum, formaður þingflokks Framsóknarmanna. Og í grein sinni minnist Páll bóndi raunar ekkert á ríkisstjórn eða landbúnaðarráðherra eða Framsóknarflokk, heldur er hann að skammast útí höfunda skýrslu frá því í vor um landnýt- ingu og forsendur landnýtingará- ætlunar. Merk skýrsla f plaggi er dreginn saman á einn stað mikill fróðleikur um ís- lenskt þjóðfélag og íslenska nátt- úru, og færð að því rök að nú sé þar komið að við þurfum að setj- ast niður, huga að framtíð og ná um það samstöðu með áætlun hverjir verði megindrættir í sam- skiptum íslendinga við náttúru sína ofan sjávarmáls næstu ára- tugi og jafnvel aldir. Nefndar- menn, flestir úr hópi sérfræðinga eða embættismanna, gáfust fljót- lega upp á því verkefni sem þeim var falið í byrjun, að semja slíka áætlun, - og ákváðu að benda í staðinn á þær leiðir sem færar væru að því verki. Rauður þráður á lestrarferð um landnýtingarskýrsluna er að höfundar hennar kalla á pólitísk- ar ákvarðanir um öll meginmál, og hvað landbúnað varðar er auðvelt að túlka varfærið orðalag skýrslumanna sem áfellisdóm um vinnubrögð og stefnumótun þeirra sem þar hafa haft pólitíska forystu. Heildarþróun í landbúnaði hefur einkennst af skipulags- skorti, stefnuleysi og óstjórn. Ráðherrar landbúnaðarmála hafa oftar en ekki látið stjórnast af stundarhagsmunum í kjör- dæmi, og þó enn oftar af þrýstingi frá öflum sem í raun eiga lítið skylt við hagsmuni þeirra sem yrkja náttúruna í sveita síns and- litis, nefnilega frá skriffinnum SÍS-veldisins og verðlagsmál í landbúnaði hafa verið gerð að skiptimynt í viðskiptum sem ekki taka endilega mið af hagsmunum atvinnuvegarins. Á þetta er auðvitað hvergi minnst beinum orðum í skýrslu um landnýtingu saminni undir handarjaðri land- búnaðarráðuneytisins. Hinsvegar er þar mikið rætt um þær afleiðingar óstjórnarinnar, skipulagsskortsins og stefnuleys- isins að stjórn landbúnaðar hefur ekki tekið mið af landkostum, veður- og gróðurfari, markaði, vaxtarmöguleikum hliðarbú- greina eða nýrra búgreina. Ær Jóns og kýr Landnýtingarskýrslan fjallar um margt annað en landbúnað, þótt flest viðfangsefni hennar tengist eðlilega þeim atvinnuvegi vegna þess hve stórtækur hann er við þá landnýtingu sem um er verið að ræða, og vegna þess hve alvarleg mistökin í landbúnaði geta reynst fyrir samfélagið allt og fyrir náttúru landsins. Það sem mesta athygli hefur vakið í fjölmiðlum af efni skýrsl- unnar, og það sem Páll Pétursson beinir spjótum sínum að, er sú niðurstaða að ef svo heldur fram sem horfir í hinum hefðbundnu aðalbúgreinum, kringum kýr og kindur, sé varla svigrúm fyrir fleiri en 2000-2500 bændur í stað um 4000 nú. Og þá miðað við bændur í fullu starfi við mjólkur- og kjötframleiðslu. Það má vel taka undir efa- semdir Páls Péturssonar og fleiri gagnrýnenda um þessar tölur. Heppileg tala þessara bænda sé mun hærri þegar við kýr og sauðfé bætast ýmsar hliðarbú- greinar eftir hentugleikum; fjöl- skyldubú séu ákjósanleg bústærð og skili meiri arði en þau stórbú sem skýrsluhöfundar eru sagðir stefna að; enn séu ekki fullkannaðar hagkvæmar útflutn- ingsleiðir; markað innanlands megi efla með fullkomnari vöru- þróun og sölumennsku - sem rétt er hafin í nútímastíl og virðist þegar hafa skilað marktækum ár- angri. Mergurinn málsins er þó ef til vill að með þessum niðurstöðum skýrslunanr sýnast höfundarnir vera að gefa sér þær pólitísku for- sendur sem þeir kvarta yfir að hafa ekki fengið frá stjórnmála- mönnum, - þeir gera með öðrum orðum ekki ráð fyrir að landbún- aðarstefnan breytist; - og ef hún breytist ekki verða 1500 bændur atvinnulausir á næstu árum. Eða með enn öðrum orðum: sú landbúnaðarstefna,-sé hægt að nota slíkt orð -, sem er við lýði í ráðuneyti Jóns Helgasonar gerir beinlínis ráð fyrir þessari „bændafækkun". f tveimur reglu- gerðum sínum við framleiðslu- lögin frá í fyrra sker landbúnað- arráðherra einhliða niður fram- leiðslu á kindakjöti og mjólk, - einhliða vegna þess að framleið- endum bjóðast ekki jafnframt aðrar leiðir til búskapar. Á það hefur verið margbent að þessi niðurskurður kemur verst við minnstu búin og þær sveitir sem standa höllustum fæti. Framtíðin blasir við úr landnýtingarskýrsl- unni: „Margar sveitir þola ekki nema takmarkaða fækkun ábúenda. Fækkun getur haft í för með sér öryggisleysi og skort á þjónustu fyrir þá íbúa sem eftir verða. Sama gildir þótt um árstíðabund- in afnot af sumum þessara jarða yrði að ræða, svo sem nýtingu hlunninda eða sumarbyggð. Grisjun byggðar á ákveðnum svœðum getur því leitt til þess að öll byggð þar leggist niður. “ Nú kann vel að vera að öll efna- hagsleg rök mæli með því að landbúnaður leggist af í einhverri sveit, hversu sársaukafullt sem það kann að vera fyrir heima- menn, - og fyrir þjóðlífið, því að sveit í eyði er einsog fúin grein á þjóðarbaðminum. Og yrði þá að vega og meta hvort menn vilja af menningarlegum og félagslegum ástæðum verja fé í að halda þar uppi byggð. En slíkt má ekki gerast af til- viljun, vegna dugleysis og hug- leysis í ráðuneytum, - slíka fórn má ekki færa nema víst sé að heildin styrkist, nema hún sé þáttur í skipulegum áætlunarbú- skap til styrktar sveitum og samfélagi. Að því stefnir prósent- uniðurskurður Jóns Helgasonar ekki. Að finna svigrúm Á það var minnt hér að framan að sú óáran sem nú herjar á sveitirnar er að miklu leyti af mannavöldum, og að um ástæður sé eðlilegast að líta til hinnar pól- itísku forystu sem Framsóknar- menn og Sjálfstæðismenn hafa áratugum saman skipst á um að taka sér í málefnum landbúnað- arins. Því má hinsvegar ekki gleyma að hér á ríkjandi hægri- stjórn drjúgan hlut að máli. Undir það tekur til dæmis Há- kon Sigurgrímsson framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda í svargrein við skrifum Páls Péturs- sonar, þar sem hann segir að ein meginástæðan fyrir hrakförum í kindakjötssölu síðustu ár sé sú ákvörðun „að draga svo mjög úr niðurgreiðslum á kindakjöti að þær eru nú aðeins um 15,7% aj verði dilkakjötsins á móti 39,2% fyrir réttum fjórum árum.“ Og Hákon heldur áfram: „Eftir að nýr vísitölugrunnur tók gildi árið 1983 er ekki sami ávinningur að því fyrir ríkisvaldið að greiða niður búvörur til þess að hafa áhrifá þróun verðlags. Mun hagstœðara er að lækka verð á fólksbílum og bensíni. “ Hár- beittust verður svo ádeila fram- kvæmdastjórans á ríkisstjórn, landbúnaðarráðhera og Pál Pét- ursson þegar hann segir þessa þróun hafa spillt mjög sam- keppnisstöðunni þarsem „ekki hefur enn fundist svigrúm" til að móta verðstefnu til að hamla við áhrifum minnkandi niður- greiðslna. Við þessa gagnrýni á niður- greiðslustefnuna er rétt að bæta, einsog Hjörleifur Guttormsson gerir í Tímagrein um daginn, að vaxtafrelsið og hávaxtastefnan sem hægristjórnin hefur beitt sér fyrir hafa gert skuldabagga frum- býlinga, og annarra sem í fram-. kvæmdir hafa ráðist, nær óbæri- legan, og þannig lagt dauða hönd á hugkvæmni og nýsköpun í land- búnaði. Og stjórnarliðinn Páll Péturs- son er hjartanlega sammála Al- þýðubandalagsmanninum Hjör- leifi Guttormssyni um að það hafi verið „mikil mistök að gefa frjálsa smásöluálagningu á dilka- kjöt“ (Páll), þar sem hún hafi „íeitt til verðhækkana úr hófi fram og dregið úr sölu“ (Hjör- leifur). Ja, Páll Verst af öllu er þó sú landbún- aðarstefna Jóns Helgasonar og félaga að vilja hvorki hrökkva né stökkva, að forðast skipulega stefnumótun, að láta reka á reiðanum, - sem hefur þær af- leiðingar að niðurdröbbunin verður stefna þeirra, uppflosnun- in, eyðingin. Landnýtingarskýrslan bendir réttilega á að við svo búið getur ekki staðið; að eldurinn brennur ekki bara á bændum, heldur á þjóðinni allri. Við þurfum nýja stefnu í málefnum sveitanna, uppbyggingarstefnu sem markast af tiltrú á því hlutverki sem land- búnaður leikur í samfélaginu, í menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst efnahagslegum skilningi. Drög að þeirri stefnu setti Hjörleifur Guttormsson fram þegar hann spjallaði við Fram- sóknarbændur í Tímanum, - og beri menn saman við barlóm Jóns Helgasonar: „Ný og jákvæð stefnumörkun í málefnum sveitanna þarf m.a. að fela i sér: 1. Að hamlað verði gegn frekari samdrætti í neyslu landbúnaðar- afurða, m.a. með auknum niður- greiðslum og vöruþróun. 2. Aðstrax verði unnið uppskipu- lag varðandi atvinnuþróun og æskilegar breytingar á búskapar- háttum, þar sem tekið verði sam- hliða á öllum þáttum, svo sem landnýtingu, markaði, útrýmingu búfjársjúkdóma og uppbyggingu nýrra búgreina. 3. Að fjármagn Framleiðnisjóðs verði hagnýtt í samrœmi við slíka áætlun um þróun og nýsköpun í landbúnaði. 4. Að rannsóknir og leiðbeiningar verði stórauknar í þágu landbún- aðar og bændum búin menntun- araðstaða og aðgangur að fræðslu. 5. Að öll nýsköpun ísveitum mið- ist við lífvænleg kjör karla og kvenna og aðstaða sveitafólks verði jöfnuð frá því sem nú er. 6. Að sveitafólk haldi umráðum yfir hlunnindum og hagnýtingu landgœða, en þau komist ekki í hendur innlendra og erlendra spekúlanta. 7. Að félagsleg aðstaða sveita- fólks sé tryggð og greittfyrir kyn- slóðaskiptum við búskap." Já, Páll, „landbúnaðarstefn- unni verður að breyta“! Mörður Árnason Laugardagur 26. júlí 1986 bJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.