Þjóðviljinn - 26.07.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Qupperneq 6
IÞROTTIR Reykjavík Mikil barátta Víkingur-Selfoss 1-1 (0-0) ★ * Húsavík Geysileg barátta einkenndi leik tveggja af efstu liðum 2. deildarinnar á Valbjarnarvellinum í gærkvöldi. Selfyssingar komust með stiginu að hlið KA á toppnum en Víkingar duttu niður í Ijórða sætið. Selfyssingar komu ákveðnir til ieiks, í miklum baráttuham og vel studdir af fjölmörgum áhorfendum sem fylgdu þeim. Markalaus fyrri hálf- leikurinn segir þó allt um gang mála þá, mest siagur um knöttinn. Leik- menn nýttu illa breidd vallarins og skiptingar milli kanta sáust varla. Andri Marteinsson átti laglegan skaiia á 20. mín. sem Anton Hart- mannsson markvörður Selfoss varði. Andri meiddist skömmu síðar og haltraði til leiksloka og kom það nið- ur á spili Víkinga. Páll Guðmunds- son, besti maður vallarins, átti þrumuskot rétt framhjá marki Vík- ings. Besta færið átti Víkingurinn Jón Bjarni Guðmundsson, skot hans sleikti þverslá. Síðari hálfleikurinn var öllu líf- legri. Víkingar hófu mikla sókn og á 55. min. uppskáru þeir laun erfiðis- ins. Dæmd var vítaspyrna á Selfoss, varnarmaður varði með hendi skot Elfasar Guðmundssonar, og Elías af- greiddi spyrnuna sjálfur af miklu ör- yggi, 1-0. Kvennaknattspyrna Stjarnan nálgast l.deild Stjarnan þokaði sér nær 1. deildinni í fyrrakvöld með því að sigra Þór 4-0 í Þorlákshöfn. Veðurguðirnir voru svo sannar- lcga á bandi Garðabæjarliðsins því það lék undan roki í fyrri hálf- leik en í logni í þeim síðari. Guðný Guðnadóttir 2, Þuríður Gunn- arsdóttir og Brynja Ástráðsdóttir skoruðu mörkin. Stjarnan þarf nú 4 stig úr 3 síðustu leikjunum til að komast í 1. deild. Fram vann FH 7-0 og á enn tölfræðilega von. Katla Krist- jánsdóttir markvörður og fyrir- liði lék nú í sókninni og skoraði eitt mark. Hin gerðu Sesselja Ól- afsdóttir 2, Kristín Þorleifsdóttir, Hrafnhildur Hreinsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir og Elín Gunnars- dóttir. Staðan í B-riðli: 7 0 0 32-4 21 5 0 2 26-9 15 2 1 2 13-5 7 2 1 4 16-30 7 1 2 4 12-29 5 0 0 5 3-25 0 -vs Elías var aftur á ferð 5 mín. eftir markið er hann átti þrumuskot af 25 m færi en naumlega framhjá. Besta færi leiksins fékk þó Tómas Pálsson á 67. mín. Einn og óvaldaður á mark- teig en lét Anton verja frá sér. Tómas átti gott skot yfir rétt á eftir, en allt er þegar þrennt er. Þaö sýndi Tómas og sannaði á 76. mín. er hann fékk frá- bæra sendingu frá Páli. Tómas lyfti boltanum skemmtilega yfir Kristin Arnarson markvörð Víkings, 1-1. Halldór Gíslason, nýkominn inná sem varamaður hjá Víkingi, brenndi illilega af á markteig á 81. mín. Páll Guðmundsson, miðjumaður Selfyssinga, var besti maður vallar- ins. Leikmaður með mikla yfirferð og gott auga fyrir samleik. Gylfi Sigur- jónsson átti einnig góðan leik. Hjá Víkingi bar mest á Birni Bjartmarz. Maður leiksins: Páll Guðmunds- son, Selfossi. -v.stef. 3. deild Jafntefli Reynir og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í SV-riðli 3. deildarinnar í knatt- spyrnu í Sandgerði í gærkvöldi. Ragnar Gíslason og Heimir Erlings- son skoruðu fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en þeir Grétar Sigurbjörns- son og Óskar S. Magnússon fyrir Reyni í þeim síðari. Staðan i deildinni er þessi: ÍK...................9 6 0 3 14-14 18 IR...................8 5 2 1 15-5 17 Fylkir...............8 5 1 2 20-8 16 ReynirS..............8 2 4 2 11-10 10 Grindavík............9 3 0 6 11-15 9 Stjarnan.............7 2 2 3 10-9 8 Ármann..............9 0 3 6 8-28 3 -VS [2. deildl, Stadan í 2. deildarkeppnlnni í knatt- spyrnu: KA.............12 7 4 Selfoss........12 7 4 Völsungur......12 7 2 Víkingur.......12 6 3 Einherji.......10 5 2 iBl............11 3 6 UMFN...........11 3 2 KS.............11 2 3 Þróttur R......10 2 2 Skallagrímur.. . 11 0 0 1 31-8 25 1 25-8 25 3 28-9 23 3 32-14 21 3 13-15 17 2 22-17 15 6 16-27 11 6 15-19 9 6 16-22 8 11 4-63 0 Markahæstir: T ryggvi Gunnarsson, KA.........17 Andri Marteinsson, Víkingi......11 Jón Gunnar Bergs, Selfossi......11 Vilhelm Fredriksen, Völsungi.....8 í dag mætast KS-Þróttur, Einherji-ÍBÍ og UMFN- Skallagrímur. Þomnnur felldi KA Fyrsta tap Akureyrarliðsins í sumar Völsungur-KA 1 -0 (0-0) ★ ★ ★ Það var mikil stemmning á Húsavík í naumum sigrum heimamanna á erkifjendunum frá Akureyri í gærkvöldi. Áhorf- endur voru fjölmargir, mesti fjöl- di á Húsavík í langan tíma. KA tapaði þarna sínum fyrsta leik í 2. deild í sumar en Völsungar unnu sinn fjórða leik í röð og eru komn- ir í þriðja sætið. KA-liðið var mun betra í fyrri hálfleiknum en fyrir snilldartil- þrif Þorfinns Hjaltasonar í marki Völsunga var hálfleikurinn markalaus. Hæst bar þegar hann Tryggvi Gunnarsson fékk bolt- ann í markteignum og skaut við- stöðulausu bylmingsskoti á Kvennaknattspyrna Enn Valssigur Valsstúlkurnar færðust enn nær Islandsmeistaratitilinum í gærkvöldi er þær sigruðu ÍBK 6-0 í Keflavík í 1. deild. Ingibjörg Jónsdóttir skoraði strax í upphafi beint úr horn- spyrnu. Kristín Arnþórsdóttir bætti tveimur mörkum við fyrir hlé; 3-0. A 10. mín. seinni hálfleiks skoraði Ingibjörg eftir mikið þóf í vítateig ÍBK og aðeins fimm mín- útum síðar gerði hún þriðja mark sitt í leiknum, 5-0. Vörn Vals stöðvaði allar sóknartilraunir ÍBK, nema þegar Erna Lúðvíks- dóttir markvörður varði meistaralega þrumuskot Ingu Birnu Hákonardóttur. Kristín innsiglaði síðan sigur Vals með sínu 3ja marki undir lok leiksins. Guðný Magnúsdóttir mark- vörður ÍBK verður ekki sökuð um mörkin því hún stóð svo sann- arlega fyrir sínu. Helga, Inga og Katrín áttu ágæta spretti en Vals- liðið var jafnt og sterkt eins og áður. -MHM Próttarar „Páll var í gipsi" Hefði aldrei leikið gegn Einherja, segir Ómar Stjarnan 7 Fram 7 ÍBÍ 5 ÞórÞ 7 7 FH 5 ,4*011 Ólafsson hefði aldrei get- að leikið þennan leik gegn Ein- herja, hann var með fingur í gipsi, og það er því fjarri lagi að við höfum verið að reyna að seinka leiknum hans vegna,“ sagði Ómar Siggeirsson hjá knattspyrnudeild Þróttar í Reykjavík í samtali við Þjóðvilj- ann. Eins og fram kom í blaðinu í fyrradag telja margir að Þróttarar hafi af ásettu ráði hagað málum þannig að leikur þeirra við Ein- herja á Vopnafirði gæti ekki farið fram sl. laugardag, þar sem Páll var þá staddur í Vestur- Þýskalandi. „Mistökin liggja í því að við höfðum bókað allar okkar ferðir í sumar hjá Sverri Þóroddssyni. Þegar við hringdum þangað tveimur dögum fyrir leikinn, eins og venjulega til að athuga hvort ekki væri allt í lagi kom í ljós að leikurinn hafði aldrei verið færð- ur inní dagbók flugfélagsins. Það er rétt sem Aðalsteinn Steinþórs- son formaður mótanefndar segir að við hefðum getað komist á annan hátt með flugi til Vopna- fjarðar þennan dag - en það var bara önnur leiðin, við hefðum ekki komist til baka,“ sagði Ómar. -VS markhornið, en Þorfinnur fór á eftir boltanum og varði stórkost- lega. „Ég sá hann inni,“ sagði Jó- hannes Sigurjónsson ritstjóri Víkurblaðsins og gamall bragða- refur úr boltanum. í síðari hálfleik komu Völsung- ar mun meira inní leikinn. Sigur- markið kom á 76. mínútu og var sérlega glæsilegt. Birgir Skúlason vann návígi í eigin markteig, tók boltann með sér, hljóp upp allan völi og sendi á Kristján Olgeirs- son sem átti í litlum vandræðum með að þruma boltanum f mark- hornið, 1-0. Völsungar voru heppnir og geta þakkað Þorfinni stigin þrjú. „Við ætlum að vinna Njarðvík, það er nóg handa okkur í bili,“ sagði Björn Olgeirsson fyrirliði Völsungs þegar hann var spurður hvort Völsungar gætu komist í 1. deild. Erlingur Kristjánsson og Friðfinnur Hermannsson léku báðir mjög vel með KA og það verður gaman að fylgjast með þeim síðarnefnda ef KA vinnur sér sæti í 1. deild. Maður leiksins: Þorflnnur Hjaltason, Völsungi. -ab/Húsavík Frakkland Tveir snjallir til Brest Franska 1. deildarliðið Brest gekk í gær frá kaupum á tveimur af snjöllustu varnarleikmönnum Suður-Ameríku. Þeir eru Jose Luis Brown frá Argentínu og Jul- io Cesar frá Brasilíu. Brown er þrítugur og skoraði fyrsta mark úrslitaleiks heimsmeistarakeppn- innar í Mexíkó en Cesar er aðeins 23 ára og þótti einhver besti varn- armaður í keppninni. -VS/Reuter Golf Drengjalandsliðið í knattspyrnu fer á morgun, sunnudag, til Danmerkur þar sem það tekur þátt í Norðurlandamóti. Leikið verður við Svía á mánudag en síðan við Finna, Dani, Færeyinga og Norðmenn. E.ÓI. tók þessa mynd af liðinu, Lárus Loftsson þjálfari er aftast til hægri en Steinn Halldórsson úr drengjalandsliðsnefnd aftast til vinstri. Landsmótið að byrja Hefst í Leirunni á mánudaginn Landsmótið í golfi 1986 hefst á mánudaginn, 28. júlí, á hinum glæsilega Hólmsvelli í Leiru, rétt utan Keflavíkur. Golfklúbbur Suðurnesja sér um framkvæmd- ina á mótinu sem verður það fjöl- mennasta og viðamesta i sögunni. Mótið er sett á mánudag en á þriðjudag hefst keppni í 2. og 3. flokki karla og 2. flokki kvenna. Meistaraflokkar og 1. flokkar karla og kvenna hefja síðan keppni á miðvikudaginn. Á föstudag klára þrír fyrsttöldu flokkarnir en hinir fjórir á laugar- daginn. Leikin er ein 18 holu um- ferð hvern keppnisdag í hverjum flokki. Að sögn mótsstjórnarmanna, Kristjáns Einarssonar, Loga Þormóðssonar og Ómars Jó- hannssonar, er mótið stór stund fyrir Golfklúbb Suðurnesja. Þarna verður í fyrsta skipti leikið opinberlega á 18 holu vellinum í sinni endanlegu mynd og nýr skáli tekinn í notkun. Mikil vinna var lögð í að gera aðstöðuna til- búna á réttum tíma og það hefur tekist á myndarlegan hátt. Núverandi íslandsmeistarar karla og kvenna eru Sigurður Pétursson og Ragnhildur Sigurð- ardóttir úr GR og þau verða ör- ugglega í baráttunni um efstu sæt- in. Búast má við að skæðustu keppinautar Sigurðar verði Úlfar Jónsson, GK, sem einn íslend- inga er með 0 í forgjöf, og Ragnar Ólafsson, GR, sem er með 1 eins og Sigurður. -VS 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.