Þjóðviljinn - 26.07.1986, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Síða 7
MÖDlflUINN Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Eitt af verkum Pic- assos, „Dora Maar“. Pablo Picasso meö skulptúr af Jacqueline. Samuel og Ustasnobbin NART Mimensemblen frá Svíþjóð Leikstjórn, kóreógrafía: Per Eric Asplund Handrit: Per Erlc Asplund og Lena Olfgörs Leikmynd: Martin Sjöberg f síðasta hefti af „alþýðufræð- aranum" Samúel má finna óund- irritaðan greinarstúf um Picasso- sýninguna að Kjarvalsstöðum. Þar er komist að mörgum athyg- lisverðum og bráðfyndnum nið- urstöðum um Picasso, verk hans, ekkjuna Jacqueline og Forseta lýðveldisins, frú Vigdísi. Hvort fréttin er tilviljun ein skal ósagt látið. Hitt er víst að hún er þannig skrifuð að „óundirritaður" vill greinilega láta taka sig alvar- lega. Vonandi boðar þetta ekki sinnaskipti hjá ritstjórn blaðsins, því hörmulegt væri ef Samúel hætti að vera blað þeirra sem áhuga hafa á bónuðum bílum og berum stelpum. Það hefur nefni- lega enginn fitnað á menningars- krifum og þótt ritstjóri blaðsins sé hinn mesti galdrakarl getur hann áreiðanlega ekki fremur en aðrir grætt á menningunni. Hann, eða óundirritaður í nafni hans, gerir þó heiðarlega tilraun til að lauma gróðavænlega matreiddu menningarefni inn í síðasta heftið og notar til þess gamla trikkið; það að þyrla upp moldviðri hneykslis kringum einn stærsta menningarviðburð Listahátíðar 1986. Til þess fær hann sér stækkunargler eins og góðum rannsóknarblaðamanni sæmir. Ekki hefur hann lengi skoðað áður en hann kemst að því að listamanninum hefur láðst að árita flestar myndirnar að Kjarvalsstöðum. „Aha, doktor Watson! Listamaðurinn hefur ekki kvittað fyrir þær vegna þess að þær eru of lélegar til að hann vilji setja nafn sitt við.“ En Sherlock Holmes glevmir einu; nefnilega því að ekkjan Jacqueline á myndirnar. Og hvað táknar það? Jú, að myndirnar hefur listamaðurinn ekki haft tíma, eða vilja til að selja áður en hann dó. Og hvenær kvitta flestir eftirsóttir og heimsfrægir lista- menn undir myndir sínar? Jú, einmitt þegar þeir selja þær. Og hvers vegna ekki fyrr? Vegna þess að það væri að bjóða heim innbrotsþjófum að liggja með of mikið af dýrum, óseldum og árit- uðum málverkum heima hjá sér. Þetta hefði hver heilvita maður getað sagt sér, eða er það e.t.v, siður Samúelsmanna að kvitta allar ávísarnir í tékkheftum sín- um og geyma áður en þeir fylla þær út og framselja? Bágt á ég með að trúa því upp á svo slynga útgefendur. En málverk árituð af listamanni á borð við Picasso eru í hagfræðilegum skilningi ekki annað en kvittaðar og óútfylltar ávísanir. Reyndir þjófar gætu haft miljónir upp úr stuldi á einu slíku verki. Nafnlaust er verkið nokkuð óhult, því listamaðurinn á þess kost að sverja það af sér ef því er stoiið og þar með hafa þjóf- arnir lítiö upp úr krafsinu. Hvað segir þetta okkur? Að á- ritun listamanns hefur ekki list- rænt gildi heldur hagfræðilegt. Og hvað segir það okkur um þá Samúelsmenn? Ekki neitt minna en það að þegar þeir væna forseta íslands og aðra um listasnobb, fer fyrir þeim eins og kúm bóndans þegar þær fóru að kvarta undan fjósalykt. Þeir eru nefnilega sjálf- ir hin örgustu listasnobb. Því hvað er listasnobb? Það er sá sem ekki getur myndað sér persónu- lega skoðun á listrænu gildi lista- verks öðru vísi en hengja hatt sinn á önnur gildi, einkum hag- fræðileg, sem ekki koma listinni sjálfri neitt við. HALLDOR B. RUNÓLFSSOt 'aM Þar eð rannsóknarblaðamaði Samúels sá fáar sem engar áritar ir á verkum Picassos á Kjarvali stöðum, var hann eins og fiskur þurru landi. Hann gat ekki mync að sér skoðun á verkunum. En stað þess að viðurkenna takmör sín og segja heiðarlega við sjálfa sig að hann hafi því miður ekki v á listum, íklæðist „óundirritaður öðrum búningi listasnobbsin: nefnilega tötrum blaðurskjóc unnar sem reynir að sannfæra sé takmarkaðri um ótvíræða séri ræðiþekkingu sína. En Samúel t huggunar má segja að það þur einstakar gáfur til að hlaup svona rækilega á sig í jafn stutti grein. Því segi ég: „Strákar, svík ið ekki núverandi lesendur Sam úels. Haldið ykkur við það ser þið hafið þekkingu á: bónaða bíl og berar stelpur. Látið öðrum eftir menninguna. Það er hvort sem er ekkert á henni að græða í þeim skilningi sem þið leggið í það orð.“ En lítum nánar á forsendur málsins. Það er fráleitt að ætla að þeir Samúelsmenn hafi fundið það upp hjá sjálfum sér að rann- saka áritanir á málverkunum að Kjarvalsstöðum. Trúlegra er að einhver „gáfumaðurinn“ hafi gaukað þessu að þeim. Og þar erum við enn komin að vand- ræðum sem rekja má til bágbor- innar, almennrar uppfræðslu. Svo virðist sem menn hafi búist við allt öðru af Picasso- sýningunni en því sem þeir sáu. Þeir hafae.t.v. haldið að þarværi að finna frægustu verk málarans, þau sem prýða svo margar gjafa- bækur og sýna einungis brot af heildarframleiðslu listamanns- ins. Þegar sú von brást, hlupu þeir í fýlu og þá var hendi næst að ata sýninguna auri. Þar leggst lítið fyrir landann eins og svo oft þeg- ar hann fer með fleipur. Því hver er bættari að sjá listaverk sem hann gjörþekkir og veit af tugum bóka hvaða gildi hafa? Hver æfist í þeirri íþrótt að skoða listaverk, þegar hann getur lesið sér til á ótal stöðum hvaða skoðanir hann eigi að hafa á þeim? Það fylgir nefnilega sú blessun sýningunni á Kjarvalsstöðum að hana er ekki auðvelt að lesa af listaverkabók- um, því verkin eru ekki í flokki þeirra þekktustu eftir listamann- inn. En þau eru ekki verri fyrir þá sök, nema síður sé. Þau gera nefnilega auknar kröfur til okkar og heimta að við skoðum þau á heiðarlegan og umbúðalausan hátt. Ég vil ekki trúa því á obbann af samlöndum mínum að þeir þori ekki að líta inn á Kjarvalsstaði og mynda sér óvilhallar skoðanir á því sem fyrir augu ber. Það eru nefnilega forsendur allrar list- skoðunar að menn virði það sem fyrir augu ber og svari því svo með sjálfum sér hvaða gildi það hafi. Til þess þurfa þeir að sam- hæfa huga og tilfinningar, en ekki hlaupa eftir því sem misvitur náunginn segir þeim. Vissulega krefst það þjálfunar að mynda sér óhlutdræga og persónulega skoðun á listum, en sú þjálfun er vart flóknari sú sem aðrir þættir þjóðlífsins útheimta. Fyrr eða síðar standa allir menn frammi fyrir því að þurfa að beita eigin dómgreind án utan- aðkomandi hjálpar. Ég býst t.d. við að flestir íslendingar sem binda trúss sitt og ganga í hjóna- band geri það á eigin ábyrgð. Hví ætti þeim að veitast erfiðara að gera upp við sig listrænar spurn- ingar en velja sér maka til fram- búðar? Það dæmalausa dómgreindar- leysi sem herjar á Vesturlönd í skjóli frekjulegs auglýsinga- skrums, virðist gera mönnum sí- fellt erfiðara að mynda sér sjálf- stæðar, persónulegar og frum- legar skoðanir um hvaðeina. Hvar endar þetta? Er nýr Göbb- els í nánd? Ég spyr, því eftir því sem Bragi Ásgeirsson segir um þverrandi aðsókn að Kjarvals- stöðum (Mbl. 24.7), þá er það ekki nýr Picasso sem mest ítök hefur meðal almennings. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.