Þjóðviljinn - 26.07.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Page 8
_______MENNING_ Lát(a)laust látbragð Um helgina lýkur N'artinu og sér þá fyrir endann á einu meiri- háttar listasumri sem byrjaði með Listahátíð af klassískara tagi, þá skemmtilegri áhugaleikhúshátíð og loks norrænum listviðburðum af nýstárlegra taginu nú á N'arti, fyrir utan alla aðra óskipulagðari listviðburði úti og inni. Margir óskuðu eftir „óhefð- bundnu lífi og fjöri“ á Iistahátíð í vor og minntust dansins með Els Comediants fyrir nokkrum árum. Færri mundu að þá var sólskin nánast samfleytt í hálfan mánuð, enda fóru Spánverjarnir ósofnir af landinu eftir að hafa gengið á stultum hálfa leiðina í kringum landið undir miðnætursól. Á N'artinu nú er mikið af listvið- burðum af þessu tagi og er það með ágætum. Verra er að glans- inn fer nokkuð af slíku sprelli, þegar mikið rignir og því miður guldu ágætir sænskir látbragðs- leikarar mjög veðráttunnar, þótt yfir þá væri tjaldað, Mimensem- blen er óvenjulegur leikhópur, sem helgar sig hinni fornu list, látbragðsleiknum. Þau byggja ekki á hefðum, enda eru þær næsta fátæklegar á Norðurlönd- unum, þar sem menn tjáðu sig fremur svipbrigðalitiir með pári ofan í skinnbækur en með því að nota líkamann eins og algengara ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTJJMl var í heitari löndum. í kuldanum í Tjaldinu, þar sem Mimensem- blen tróðu upp gat maður skilið hvers vegna látbragðsleikur var ekki stundaður að ráði á Norður- löndum í aldaraðir, en hið unga fólk lét kulda og trekk ekki aftra sér. Sýning þeirra Utangarðs- manna var í senn nýstarleg og heiðarleg, merki um framsækna listgrein sem byggir á sjálfstæðri sköpun og mikilli kunnáttu. Raunar á list þeirra lítið sam- eiginlegt með sígildri mímu, en stendur þeim mun nær nútíma- dansi og nútímaleikhúsi, sem byggir á raunsæi og dramatískri spennu Verk Mimensemblen byggir á ritverkum Herman Hesse, eink- um sögunni „Steppenwolf" frá 1927. Efnið er kjörið fyrir þetta tjáningarform, leit hins unga skálds að undirmeðvitund sinni gegnum ýmsa mannheima. Hér líkamnast persónur sögunnar og mismunandi eiginleikar aðalper- sónunnar sveiflast í villtum dansi, ýmist samstíga eða í fullkominni andstöðu eins og gerast vill í sá- latstríðum. Höfundur og leikstjóri sýning- arinnar er Per Eric Ásplund og augljóslega mikill hæfileikamað- ur. Sagan er skýr og útfærslan oft- astnær frumleg og spennandi. Öll meðul leikhússins eru nýtt til hins ýtrasta af sparsemi og hug- kvæmni. Það sem einkum stend- ur sýningunni fyrir þrifum er þroskaleysi hópsins, sem þrátt fyrir lipurð og fjör, skortir en mikið að ná listrænni dýpt, eink- Franz Liszt 100 ár frá dauða Liszts Einn magnaðasti píanisti nú- tímans, Martin Berkofsky, mun leika á vegum Tónlistarfélags Kristskirkju í Safnaðarheimilinu Hávallagötu 16, á fimmtudags- kvöldið kemur. Berkofsky þarf að vísu ekki að kynna fyrir ís- lenskum tónlistarunnendum, hann hefur vakið aðdáun þeirra fyrir leik sinn á einleikstónleikum og sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands. En þessir tón- leikar hans á vegum T.K. eru sér- stakir að því leyti, að þar verða flutt eingöngu verk eftir Franz Liszt, td. h moll sónatan, sem tal- in er eitt stórfenglegasta tónverk 19du aldarinnar, og „Viðræður heilags Frans við fuglana,“ Kvöldhljómar úr Transitdental æfingunum ofl. sem óumdeilan- lega er með því erfiðasta og um leið áhrifamesta sem sett hefur verið á blað fyrir píanó, fyrr og síðar. Tilefni tónleikanna, sem verða á dánardegi Liszts, fimmtudag- inn 31. þ.m. er lOOsta ártíð meistarans, en Tónlistarfélagið hóf reyndar Lisztkynningu sína fyrr í vor, með Orgeltónleikum Ragnars Björnssonar í Krist- skirkju. Seinna á árinu eru fyrir- hugaðir Ljóðatónleikar, þar flutt verða sönglög Liszts, en þau þykja standa fyllilega jafnfætis verkum mestu Liedermeistar- anna (td. Schuberts, Schumanns og Wolfs), en af skiljanlegum ástæðum eru hljómsveitarverk hans ekki í verkahring félagsins, þó þau hafi vissuiega verið van- rækt hér á landi meir en talið verður skiljanlegt með góðu móti. En Liszt var auðvitað mesti píanóleikari allra tíma, og það eru píanóverk hans sem jafnan hafa mest aðdráttarafl, enda má segja að í sumum þeirra hafi fæðst já píanóleikur eða stfll, sem við búum við í dag og njótum af hendi allra færustu snillinga á því sviði. L.þ, um þegar þjáning og spilling lík- amnast á sviðinu. Lífsreynslu og þroska er aldrei hægt að leika og ennþá síður þjáningu. Annað hvort er það fyrir hendi eða ekki. Þrátt fyrir þessa annmarka er sýningin vel uppbyggð og heldur oftast athyglinni, þótt kuldinn hafi stundum deyft nokkuð mót- tökuskilyrðin hjá áhorfendum. Langbestu atriðin voru fámenn, t.d. atriðin með greiðasöluhjón- unum og ástaratriðið á milli Harrys og Maríu. Síst voru hópatriðin, einkum fyrsta atriðið á skemmtistaðnum, sem var klisjukennt og dálítið eins og krakkar að leika fyllibytt- ur (sem auðvitað var raunin!) Langt uppúr öllum hinum Ieikendunum stóð Christian Lundeberg í hlutverki Harry’s, fullkomlega einlægur og tilgerð- arlaus og gæddi hvert augnablik tilfinningu með óvenjulegri sviðsnærveru. Hver hreyfing var óhjákvæmileg og fylgt eftir af ótvíræðum leikrænum hæfi- leikum og fallegri ögun. Hafi hin- ir ungu listamenn Mimensem- blen þökk fyrir komuna og von- andi fengu þau ekki kvef í kuld- anum uppá íslandi. Úr sýningu Mim- ensemblen „Utan- garðsmaðurinn". Úr „Hendur sundurleitar1'... Frá N’art 86 Kvöld með dansi í Borgarskáia MENNING ■ Um helgina eru síðustu forvöð að sjá Njálu leikna úti undir ber- um himni uppi við Rauðhóla. Menn eru eindregið hvattir til að endumýja kynnin við kappa Njálssögu. Síðustu sýningar laugard. og sunnudag kl. 17.(X). ■ Alþýðuleikhúsið er með tvær sýningar um helgina á verki Strindbergs „Hin sterkari" í Hlapvarpanum. Sýningarnar eru kl. 16.00 laugardag og sunnudag. ■ Norræna húsið opnar sumar- sýninguna í dag kl. 14.00. Einar Hákonarson, Gunnar Örn Gunn- arsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Kjartan Ólason sýna. Opið daglega frá 14-19. ■ Á sumartónleikum í Skálholts- kirkju um helgina verður m.a. flutt nýtt verk eftir Jón Nordal. Hljómeyki syngur. Farið frá BSÍ á laugardag og sunnudag kl. 13.00. , //* // \\ <*■/," = \\^ // — / ^ W ^ i, * // -ís = 7/ * \\ * »J. w ' » * li * " * * II * = //' 11 Þeir atburðir sem koma saman undir hatti N’art 86 eru hver öðrum ólíkir, svo ólíkir reyndar, að ekki er skynsamlegt að reyna að draga þá saman í alhæfingu. En hátíð þessi er um margt skemmti- leg og upplífgandi - og það staðfestist á miðvikudagskvöldið í Borgarskála. Dómkórinn söng þar alíslenska syrpu undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar og var það ljúf stund. Síðan var flutt „leikrænt dansverk" eftir Láru Stefánsdóttur sem nefnist „Hendur sundurleitar“. Ásgeir Braga- son hafði sett saman tónlist fyrir verkið og verður ekki sagt annað en að „bein lína“ hafi verið milli hans og danshöf- undar. Lára semur „fyrir fimm kven- dansara og einn leikara" - þau Ástu Henriksdóttur, Guðbjörgu Arnardótt- ur, Helenu Jóhannsdóttur, Katrínu Hall, Sigrúnu Ingimundardóttur og Ell- ert Ingimundarson. Flest er þetta fólk í íslenska dansflokknum. „Samskipti mannanna laða fram og kalla á ólíka þætti hverju sinni,“ segir Lára Stefánsdóttur í leikskrá. Lýsing hennar á verkinu er mjög almenn og endurspeglar kannski, að það er meira í þeim anda að prófa hitt og þetta en að það sé marksækið og agað. Áhorfand- inn gæti sagt sem svo um efni verksins, að það sé um þann Ingólf, sem allar meyjar vildu með ganga (eða hefna sín á). Eros karlinn er helsta driffjöðurinn í þessum leik, en glettnin á sér líka inn- hlaup þar og voðinn sjálfur læðist líka um gólf ellegar þá stappar niður fæti. Og hvað sem áður var sagt um skort á „línu“ eða þá að nokkuð vantaði öðru hvoru á nákvæmni í útfærslu, þá skiptir hitt mestu, að í þessu verki var líf og fjöl- breytni, sem áhorfandinn ánetjaðist. Og yfirleitt réði ferðinni skynsamlegt sam- ræmi milli möguleika „sviðsins" (pallur í vöruskála) og dansaranna og svo kóre- ógrafíurnar. Drjúgur fjöldi fólks - og var flest ungt að árum - hafði fundið leiðina inn í Borgarskála og fagnaði þessu dansverki vel. Á veggjum og á gólfi Borgarskálans eru afurðir listasmiðju, sem heitir Nor- ræn listasveifla. Ég segi svo sem ekki eitt orð um myndlist. En vegna þess að Bragi var að segja frá því í Morgunblað- inu, að honum fannst hann vera í risa- vaxinni ruslakompu sem menn séu rétt byrjaðir að innrétta, þá má svosem láta þess getið, að mér fannst ég staddur á miklum leikvelli af því tagi, sem gaman hefði verið að gista á ungum aldri og engir fullorðnir til að trufla. Og gera þar hvað sem er og skemmta það svo og hætta eða búa til eitthvað nýtt. Mér varð starsýnt á bflflak, sem var til hálfs fullt með stórgripabein og rauð málning á gólfinu í kring. Mér duttu í hug tvær túlkanir á þessari sýn: Var meira blóð í kúnni? - og: Blóðið Búið úr Blikkbeljunni... Hver skyldi hann annars vera þessi norræni sérleiki (indentítet)? hugsaði þessi gestur hér um leið og hann gekk út í súldina. Ág 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. júlí 1986 Laugardagur 26. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 < § * < Mysan er einn hollasti og ódýr- asti svaladrykkur sem völ er á. Súr og hressandi og munnsopi af MYSU gerir kraftaverk við þorsta. En við þurfum ekki endilega að drekka hana eintóma - við getum búið til hina gómsætustu svaladrykki með því að bæta í hana ávaxtasafa, e.t.v. örlitlum sykri, eða gerfisætu og ísmolum, eins og hér t.d.: Aprikósumysa: Mysa 2 dl, aprikósusafi 2 dl og 1-2 ísmolar. Nú á síðustu tímum hefur áhugi fólks á heilsurækt og hollustu aukist mjög og fólk veltir þar af leiðandi meira fyrir sér en áður, næringargildi þeirrar fæðu sem það neytir. Mysan er af öllum tahn hinn fullkomni heilsudrykkur þar sem hún er algjörlega fitusnauð en jafnframt fleytifull af steinefnum og B-vítamínum. Sért þú að hugsa um heilsuna og hitaeiningarnar ættirðu að halda þig við MYSUNA. Mjólkurdagsnefnd

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.